Fréttablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 8
Sveitarfélög verða að hafa fag- lega og fjárhagslega burði til að sinna þjónustu við fatlað fólk, að mati framkvæmda- stjóra Þroskahjálpar. Vegna smæðar og fjölda sveitar- félaga skortir á jafnræði í þjónustunni. kristinnhaukur@frettabladid.is FÉLAGSMÁL Samtökin Þroskahjálp hafa áhyggjur af því að þjónusta við fatlað fólk í smæstu sveitarfélögum landsins sé ekki tryggð. Þá skapi smæð margra sveitarfélaga og fjöldi þeirra aðstöðumun og leiði til þess að fatlað fólk neyðist til að flytja úr heimabyggð sinni. „Það er mjög algengt að fólk flytji úr sveitarfélögum vegna fötlunar til að fá þjónustu annars staðar,“ segir Árni Múli Jónasson, framkvæmda- stjóri Þroskahjálpar. Það séu mann- réttindi samkvæmt stjórnarskrá að ráða búsetu sinni, og samræmis og jafnræðis á að vera gætt í mála- flokknum. Sameiningar sveitarfélaga hafa verið fjölmargar á undanförnum árum, þar á meðal ganga fimm slík- ar í gegn næstkomandi maí, á Snæ- fellsnesi og Norðurlandi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi gera 1.000 íbúa lágmark að skyldu árið 2026 vegna hagræðingar og þess fjölda verkefna sem færð hafa verið frá ríki til sveitarfélaga. Í dag eru 36 sveitarfélög undir því marki og 12 undir 250 íbúa mark- inu. Mörg þeirra minnstu mót- mæltu þvingaðri sameiningu og hefur Sigurður nú lagt fram frum- varp um 1.000 íbúa viðmið. Árni Múli bendir á að fyrir árið 2018 hafi landinu verið skipt upp í þjónustusvæði fyrir fatlað fólk. Var þá lágmarksstærð svæða 8.500 íbúar, fyrir utan Vestfirði og Vest- mannaeyjar vegna landfræðilegra aðstæðna. „Það var talið nauðsynlegt að vera með tiltekinn fjölda til að geta tryggt faglega þjónustu,“ segir hann. Með auknum lagalegum kröfum þurfi sveitarfélög að ráða til sín fólk með nauðsynlega þekkingu, svo sem þroskaþjálfa og ýmist heil- brigðisstarfsfólk. Svæðisskiptingin var hins vegar afnumin og mót- mælti Þroskahjálp því. Árni segir þetta bæði faglegt og fjárhagslegt mál því töluverður kostnaður fylgi málaf lokknum. Stjórnendur smæstu sveitarfélag- anna séu oft allir af vilja gerðir til að veita þjónustuna en standa ekki undir henni. „Okkur finnst nauð- synlegt að það séu til staðar fjár- hagslegir burðir til að standa undir þjónustunni,“ segir hann. „Þetta getur ráðið úrslitum um hvort fólk hafi tækifæri til allra mögulegra hluta eða þurfi að vera bundið við tiltekið hús.“ Þroskahjálp hafi hins vegar ekki skoðun á því hversu stórt hvert sveitarfélag eigi að vera. Einnig ber að hafa í huga að sum sveitar- félög gera þjónustusamninga við önnur um ýmsa þjónustu, einkum þau allra smæstu. Engu að síður er þjónustan mjög mismunandi eftir landsvæðum. Eitt af því eru NPA-samningar. Af 91 samningi eru 69 á höfuðborgar- svæðinu, þar af 31 í Reykjavík. Skag- firðingar og Eyfirðingar hafa sinnt NPA vel, með samanlagt 15 samn- inga, og á Suðurlandi eru fjórir. Á Suðurnesjum, Vestfjörðum og Snæ- fellsnesi er hins vegar aðeins einn samningur og enginn á svæðum á borð við Borgarfjörð, Húnavatns- sýslur, Þingeyjarsýslur og gervallt Austurland. Annað atriði er frumkvæðis- skyldan sem hvílir á sveitarfélög- unum, til dæmis um að upplýsa fatlað fólk um þjónusturéttindi sín. Til dæmis þegar Alþingi setur ný lög. Árni segist hafa miklar áhyggjur af því að þessi skylda hafi ekki náð fram að ganga mjög víða. n 0 Enginn er með NPA- samning í Borgarfirði, Húnavatnssýslum, Þingeyjarsýslum né á öllu Austurlandi. Þetta getur ráðið úrslitum um hvort fólk hafi tækifæri til allra mögulegra hluta eða þurfi að vera bundið við tiltekið hús. Árni Múli Jónasson, fram- kvæmdastjóri Þroskahjálpar Opnaðu myndavélina í símanum þínum og skannaðu þennan QR kóða. Stöðvum kynferðisofbeldi á djamminu Algengt að fatlað fólk þurfi að flytja milli byggðarlaga til að fá þjónustu n Færri en 250 íbúar n Færri en 1.000 íbúar Sveitarfélög undir 1.000 íbúum eftir fimm sameiningar í maí lovisa@frettabladid.is  HE ILBRIGÐISMÁL Héðinn Unn- steinsson, formaður Geðhjálpar, segir niðurstöður nýrrar skýrslu Umboðsmanns Alþingis um bráða- geðdeild ekki koma á óvart. Fram kemur í skýrslunni að skoða þurfi réttarstöðu nauðungarvistaðra og inngrip í réttindi sjúklinga. Héðinn vonast til að málin þok- ist áfram. „Sérstaklega með þetta sem bent er á með að fara út, tala í síma eða reykja. Það er enginn laga- grundvöllur fyrir þessu og þessu verður kerfið að kippa í lag strax,“ segir Héðinn. n Nánar á fréttablaðið.is Ekki lagarammi um að tala í síma thorgrimur@frettabladid.is SVÍÞJÓÐ Dómari við Hæstarétt Sví- þjóðar var á miðvikudaginn sekt- aður fyrir að reyna að hnupla ham- borgarhrygg og fleiri matvörum úr Coop-verslun í Stokkhólmi. „Þú veist ekki við hvern er að etja, ég er dómari við Hæstarétt!“ sagði dómarinn þegar starfsmaður í versl- uninni gómaði hann. Per Nichols ríkissaksóknari sagði AFP að fjár- sektin væri upp á 50.000 sænskar krónur, eða um 687.150 íslenskar. n Dómari sektaður fyrir búðahnupl Hamborgarhryggurinn reyndist dýr- keyptur fyrir hæstaréttardómarann. kristinnhaukur@frettabladid.is HAFNARFJÖRÐUR Hafnfirska verk- takafyrirtækið Nesnúpur hefur kært ákvörðun Hafnarfjarðar- bæjar um að taka boði Bygginga- félags Gylfa og Gunnars í lóðina Ásvelli 3 til innviðaráðuneytisins. Boð Nesnúps var nærri 50 millj- ónum króna hærra og vill félagið að réttar áhrifum ákvörðunarinnar verði frestað samstundis. Lóðin sem stendur við íþrótta- miðstöð Hauka var auglýst í des- ember en þar munu rísa rúmlega 100 íbúðir í allt að fimm hæða fjöl- býlishúsum. Tíu verktakar skiluðu inn tilboðum og átti Nesnúpur það hæsta, upp á 1,325 milljarða króna, en tilboðið sem tekið var hljóðaði upp á 1,277 milljarða. Munar þar 48 milljónum króna. „Þetta er mjög umfangsmikið verkefni og fjárfesting upp á 8 milljarða. Þetta myndi gerbreyta verkefnastöðunni næstu árin,“ segir Flóki Ásgeirsson, lögmaður Nesnúps. Ákvörðunin var tekin miðviku- daginn 23. mars og tveimur dögum síðar var hún kærð til ráðuneytisins. Hafnarfjarðarbær mun hafa frest fram í miðja næstu viku til að gera grein fyrir sínum rökstuðningi. Flóki segir viðmótið hafa verið undarlegt. „Bærinn hefur í raun engu svarað enn sem komið er. Það er búið að kalla eftir rökstuðningi en hann er ekki kominn,“ segir hann. Fréttablaðið óskaði eftir laga- legum rökstuðningi fyrir því að hæsta boði væri ekki tekið en því var ekki svarað. Ívar Bragason, bæjarlögmaður Hafnar f jarðar, segir að Nesnúpur hafi óskað eftir skrif legum rökstuðningi daginn eftir að lóðinni var úthlutað. n Kæra Hafnarfjörð fyrir að taka ekki hæsta boði í lóð Bærinn hefur í raun engu svarað enn sem komið er. Flóki Ásgeirsson, lögmaður Nesnúps 6 Fréttir 1. apríl 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.