Fréttablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 18
Samningurinn felur í sér leyfi
CCM til notkunar á efnaformúl-
um þeirra og vörum, til pökkunar
og framleiðslu hérlendis, meðal
annars úr íslensku vatni.
„Með samningi við CCM náum
við fram hagræði í kostnaðar-
verði, sköpum störf hér á landi
og vinnum að frekari vöruþróun
með leyfi og eftirliti CCM,“ greinir
Davíð Már Sigurðsson, eigandi og
framkvæmdastjóri Pronano, frá.
Hann segir Bernd Zimmerman,
forstjóra CCM, og efnafræðinga
hans afar áhugasama um eigin-
leika íslenska vatnsins.
„Vegna hreinleika og efnasam-
setningar þykir íslenska vatnið
einstaklega hentugt til fram-
leiðslu á nanótengdum vörum.
Það síast í gegnum hrein jarðlög
á náttúrulegan hátt og þarf því
ekki að hreinsa vatnið né blanda í
það aukefnum líkt og víða er gert
erlendis á kostnaðarsaman hátt,“
útskýrir Davíð Már.
CCM er leiðandi á heimsvísu í
vöruþróun sem er byggð á nanó-
tækni.
„Vörur CCM eru seldar í 84
löndum og hafa hlotið tugi
verðlauna fyrir framúrskarandi
virkni og eiginleika. Með marga
af fremstu uppfinningamönnum
Þýskalands nær CCM að leiða
heimsmarkaðinn og koma með
nýstárlegar lausnir á sviði nanó-
tækni. Umhverfisþátturinn er
leiðandi afl í vöruþróun CCM
og fyrirtækið margverðlaunað
á þeim vettvangi, en það hefur
meðal annars hlotið hin virtu
Green Apple Awards fjórum
sinnum, ásamt fjölda annarra
verðlauna,“ upplýsir Davíð Már.
Umhverfisvænar lausnir
Nanótækni CCM byggir á gleri í
f ljótandi formi. Þegar nanóefni
þornar getur mólikúl-samsetn-
ingin orðið 200 til 500 sinnum
sterkari en venjulegt stál en samt
er hægt að beygja nanóefnið án
þess að það brotni.
„CCM hannar ýmsar útgáfur
sem láta smáeindir raða sér saman
eftir því hvað þær eiga að gera.
Þær festa sig við mjúkt efni eða
hart. Útkomuna sjáum við með
berum augum. Þegar nanóefni
er komið á f löt hrindir það frá
sér öllu vegna þess að yfirborðið,
eða trefjarnar sem nanóefnið er
komið í, verður fullkomnara eða
sléttara áferðar,“ útskýrir Davíð
Már.
Í samstarfi við Pronano mun
Foss Distillery annast framleiðslu
og pökkun á sextán vörunúm-
erum eftir formúlum CCM.
„Jakob S. Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri og eigandi Foss
Distillery, býr yfir áratuga reynslu
af slíkum ábyrgðarstörfum í
framleiðslu og vöruþróun. Jakob
mun vinna að vöruþróun í nánu
samstarfi við Bergþór Hermanns-
son, vöruþróunarstjóra Pronano,
en Bergþór er menntaður vélstjóri
og hefur frá árinu 1994 verið
helsti sérfræðingur landsins í
nanótækni. Saman munu þeir
hafa yfirumsjón með vali á hag-
kvæmum umbúðum og fylgja eftir
efnaformúlum CCM,“ segir Davíð
Már.
Vörur og þjónusta Pronano
henta öllum framsýnum fyrir-
tækjum og einstaklingum sem
vilja auka líftíma og ásýnd eigna
sinna, spara tíma og fyrirhöfn, og
stuðla að náttúruvernd og öryggi.
„Fyrirtæki geta skipt út öllum
eiturefnum yfir í umhverfisvæn
hreinsiefni sem stuðla að heil-
brigðara umhverfi starfsmanna.
Þetta er sérstaklega mikilvægt
fyrir matvælaframleiðslu af öllum
toga og heilbrigðisstofnanir.
Framtíðin er nanótækni!“ segir
Davíð Már, fullur tilhlökkunar
fyrir samstarfinu við CCM, Foss
Distillery og komandi nanófram-
leiðslu.
Allar vörur Pronano/CCM eru
vottaðar af viðurkenndum alþjóð-
legum og virtum fyrirtækjum þegar
kemur að virkni og endingartíma.
Ber þar helst að nefna Institut
Fresenius (ASTM Standard E-2180),
ISEGA, MIKROLAB, SGZ, ISO
9001 og ISO 14001 og Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunina (WHO).
Prófanir og vottanir CCM:
https://www.ccm-liquid-glass.
com/en/products/liquid-glass/
tests-reports-certifications/ ■
Allar upplýsingar er að finna á
pronano.is
Davíð Már
Sigurðsson,
framkvæmda-
stjóri og eigandi
Pronano, og Jak-
ob S. Bjarnason,
framkvæmda-
stjóri og eigandi
Foss Distillery,
handsala samn-
ing um samstarf
við CCM.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Pronano selur
meðal annars
nanóvörur til
þrifa, sótt-
hreinsunar og
hvers kyns yfir-
borðsvarna.
Nanóvörur koma alls staðar við sögu í atvinnulífinu, jafnt til sjós og lands.
Óviðjafnanleg vörn fyrir heimili og fyrirtæki
Vörulína Pronano hentar öllum fyrirtækjum og heimilum sem vilja
grænar lausnir og lengja líftíma og útlit á eignum sínum.
■ Steinvörn veitir allt að 20 ára vörn á allar tegundir steins, steypu,
granít og marmara. Hún gengur inn í steininn og verndar gegn
óhreinindum, gróðri, raka og vætu. Lokar ytra byrði en andar út.
Meðal viðskiptavina eru Blue Lagoon, Sky Lagoon, Skógarböðin,
sundlaugar, fasteignafélög, einstaklingar, múrarar og framleiðendur
á steinplötum.
■ Viðarvörn veitir vörn í allt að 10 ár og ver viðinn gegn vætu, óhrein-
indum, gróðri og sól. Lokar timbrinu og er olíu-, fitu- og efnaþolið.
■ Krotvörn veitir allt að 20 ára vörn og þolir allt að 50 þrif með sápu-
vatni. Myndar vörn gegn sólargeislum, vökva, óhreinindum og ekki
síst veggjakroti. Sterk binding á steypu og timbur. Hægt að fá í grunn
RAL-litum, ef óskað er. Vegagerðin, Reykjavík, Kópavogur og Hafnar-
fjörður hafa nýtt sér þessa þjónustu með góðum árangri.
■ Plastvörn veitir vörn í allt að 10 ár. Nothæf á plexí, trefjaplast, málað
plast og fleira. Myndar sterka rispuvörn, sparar viðhald og er alveg
efnaþolið.
■ Glervörn veitir allt að 5 ára vörn og er nothæf á allt gler, spegla,
málma og króm. Er hita- og frostþolin. Auðveldar til muna öll þrif.
■ Ofurvörn er sterkasta vörnin og veitir vörn í allt að 25 ár. Notast á
alla málma, flísar og plast. Myndar gríðarlega sterka rispuvörn og er
mjög hita- og efnaþolið
■ Nano Clear veitir 10 ára vörn eða lengur við erfiðustu aðstæður.
Dregur fram upprunalegan lit yfirborðs við ásetningu. Sérstak-
lega hentugt í skipaútgerð og á vinnuvélar í krefjandi aðstæðum.
Minnkar viðnám á sjó og sparar olíunotkun. Alveg efnaþolið og ver
gegn sólargeislum.
■ Steypustyrking er íblöndunarefni fyrir steypu. Við blöndun myndar
steypan vörn gegn mosa, gróðri og sveppum. Hrindir frá sér vökva
og óhreinindum. Styrkir steypuna og verndar gegn sprungumyndun,
ásamt því að mynda vörn gegn alkalí-skemmdum og útfellingum.
■ Nanobón á ökutæki myndar allt að eins árs vörn á bifreiðar. Mjög
auðvelt í notkun og virkar innan nokkurra mínútna. Varan gefur
meiri glans og litstyrk. Má bera á plastfleti og felgur. Berið sjálf á
bílinn fyrir brot af kostnaði fyrir sambærilegar vörur. Hrindir frá sér
vætu.
■ Framrúðuvörn veitir vörn í allt að 20.000 kílómetra. Selt í pakka sem
inniheldur hreinsiklúta, húðunarklúta fyrir vörnina, örtrefjaklút
og einnota hanska. Bætir verulega skyggni, minnkar ljósbjögun og
glampa á nóttunni, perlar burt vætu, þolir hitabreytingar, efna-
þolin, minnkar verulega viðloðun skordýra og flugna. Mjög einfalt í
notkun.
■ Leðurvörn. Veitir vörn í allt að 25 þvotta. Bindur sig við trefjar í leðri
og textílefnum. Ver gegn óhreinindum og hvers kyns vökva.
■ Bacoban-alhreinsir og sóttvörn veitir 10 daga vörn gegn Covid,
myglu, sveppamyndun og yfir 200 flokkum af vírusum og veirum.
Eina hreinsiefnið sem fyrirtæki og heimili þurfa til daglegra nota.
Varan myndar örþunna nanohúð sem auðveldar öll eftirþrif og
verndar yfirborð gegn vætu og óhreinindum. Má nota á alla innan-
hússfleti eins og gólf, veggi, húsgögn, gler og fjölmargt annað.
Varan er hönnuð fyrir heilbrigðisstofnanir. Varan fæst bæði tilbúin
til notkunar og til blöndunar. Meðal viðskiptavina eru sjúkrahús,
heilsugæslur, sundlaugar, hótel og í raun allar tegundir fyrirtækja.
■ Biosativa olíu- og fituhreinsir er 100 prósent náttúrulegt efni sem er
gríðarlega öflugt hreinsiefni. Má nota í öll þrif en er mjög áhrifaríkt
þar sem fita eða olía hefur skaðað yfirborðið. Sérstaklega hentugur
í ofna og þar sem mikil olíunotkun er viðhöfð, eins og á bílaverk-
stæðum. Varan hefur þrisvar hlotið Green Apple Awards, sem eru
æðstu verðlaun fyrir umhverfisvænar vörur. Nýverið kom upp
olíuleki á Vestfjörðum þar sem Biosativa var notað til hreinsunar á
olíu og eftir yfirferð Landhelgisgæslunnar með drónum sáust engin
ummerki mengunar.
■ Pedexan er frábær lyktareyðir í skófatnað. Kemur í veg fyrir óværu á
fótum og myndar vörn gegn sveppamyndun. Langtímavirkni. Meðal
viðskiptavina er Slökkvilið Reykjavíkur, íþróttafólk, göngugarpar og
í raun allir sem svitna í skófatnaði við áhugamál sín eða við vinnu.
■ Símavörn sem er sú mest selda í heiminum. Veitir vörn gegn bakt-
eríum í allt að ár. Stöðvar 80 prósent af skaðlegum rafsegulbylgjum.
Styrkir skjái um allt að 600 prósent gagnvart höggum og rispu-
myndun.
■ Handsótthreinsir sem myndar 120 mínútna vörn á höndum. Engin
lyktarefni og ekkert spritt. Mjög húðvæn vara sem þurrkar ekki húð
og er DIN EN 1500-vottuð. Vinnur gegn Covid, vírusum og bakteríum
með 99,999 prósenta virkni sem myndast eftir eina mínútu.
■ Hot stuff er mjög sterk yfirborðsvörn fyrir skófatnað sem hrindir frá
sér vætu og óhreinindum. Dugar á fjögur skópör og þolir allt að 10
þvotta eftir notkun við 30°C.
Þjónusta Pronano
Fyrirtækjasala
Pronano selur vörur í stærri einingum beint til fyrirtækja sem
tengjast vörunotkun til þrifa, sótthreinsunar og yfirborðsvarna.
Setjum upp blöndunarstöðvar fyrir hreinsiefni.
Verktakaþjónusta
Pronano tekur að sér öll verkefni sem felast í að verja yfirborð á
mannvirkjum, skipum, tækjum, bílaflota eða öðrum eignum sem
henta. Tökum einnig að okkur verkefni með Bacoban til að útrýma
myglu af yfirborði í byggingum.
Smásölumarkaður
Með tilkomu samnings við Foss Distillery mun Pronano stórauka
vörur í handhægum umbúðum fyrir smærri fyrirtæki og heimili.
Þar ber að nefna steinvörn, leðurvörn, nano-bón, framrúðuvörn,
handsótthreinsi, glervörn, Biosativa, Bacoban, Símavörn og Hot
Stuff. Sumar vörurnar eru þegar í sölu en aðrar væntanlegar á næstu
vikum.
2 kynningarblað A L LT 1. apríl 2022 FÖSTUDAGUR