Fréttablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 42
Við mælum með að þú giftist Íslendingi, var svar þeirra. Það var í alvörunni þeirra faglega álit. Bandarískri samfélagsmiðla- stjörnu sem rekur ráðgjafar- fyrirtæki á Íslandi, hefur verið synjað um dvalarleyfi á þeim forsendum að hún hafi ekki sérmenntun í sínu fagi. Hún segir menntunina ekki til og flutningur hennar úr landi yrði harður missir fyrir íslenskt atvinnulíf. ninarichter@frettabladid.is Hin bandaríska Kyana Sue Powers kom fyrst til Íslands árið 2018. Hún segist umsvifalaust hafa fallið fyrir landi og þjóð og ákveðið í þeirri ferð að f lytja til landsins. „En það var erfitt að fá landvistarleyfi. Ég gekk á fund sendiráðsins í Bandaríkjunum og sagði þeim að ég hlyti að vera að missa af einhverju í smáa letrinu,“ segir hún. „Við mælum með að þú giftist Íslendingi, var svar þeirra. Það var í alvörunni þeirra faglega álit,“ segir Kyana Sue. „Þannig að ég hugsaði að kannski væri einfaldara að búa á Íslandi í þessu ferli. Ég seldi síðan allt sem ég átti og flutti til Íslands og sótti um atvinnuleyfi,“ segir hún. Hafnað af hundrað fyrirtækjum En atvinnuleitin gekk ekki vel. „Enginn vildi ráða bandarískan ríkisborgara í vinnu, ekki síst vegna þess að það var svakaleg pappírs- vinna sem þessu fylgdi,“ segir Kyana Sue, og leggur áherslu á að hún hafi ekki verið reynslulaus. „Ég var ekki einhver krakki með enga menntun, ég er með mastersgráðu. Hundrað fyrirtæki höfnuðu umsókn frá mér,“ segir hún. Hún segist hafa fengið ráð um að læra jöklaleiðsögn til að tryggja möguleika á starfi. „Það er sérhæfð þekking og fólk sem þekkir til mælti með því.“ Kyana Sue segist hafa lokið þeirri þjálfun í mars 2020, á sama tíma og heimsfaraldurinn náði ströndum Íslands. „Eftir að ég lauk því námskeiði fékk ég atvinnu- tilboð. Degi seinna fékk ég símtal frá sama aðila þar sem viðkomandi sagðist hafa heyrt af nýtilkomnu ferðabanni Donalds Trump, milli Bandaríkjanna og Íslands.“ Tilboðið var í framhaldinu dregið til baka og samkomubönn tóku við. Eftirsótt af markaðsdeildum Kyana Sue segist hafa þráð að búa hér á landi og því hafi hún brugðið á það ráð að skrá sig í háskólanám. „Það er ekki dýrt og ég vissi að það væri miðinn minn inn í landið. Ekki að mig vantaði menntunina, heldur vegna þess að enginn vildi ráða mig í vinnu svo að ég gæti sótt um dvalarleyfi vegna atvinnuþátt- töku,“ segir hún. Kyana sótti nám við Háskóla Íslands í eitt ár. „Á þessu ári byrjaði ég að nota TikTok og Insta-reels af alvöru og þetta varð stórt. Efnið veitti fylgjendum mínum innblástur til að koma til Íslands, ferðast hingað eða f lytja hingað.“ Kyana Sue segir að þá hafi mark- aðsdeildir íslenskra fyrirtækja farið að taka eftir henni. „Ég varð sérfræðingur í TikTok og Insta- gram. Fólk kom til mín og bað um leiðsögn, hvort ég gæti kennt þeim að gera það sama og ég var að gera og hvernig hægt væri að nýta þessa miðla í þeirra vinnu,“ segir hún. Hvatti þúsundir til ferðalaga „Ég stofnaði þá næst fyrirtæki sem sérhæfði sig í einmitt þessu. Þetta fyrirtæki sér líka um minn eigin TikTok-reikning, en ég er eina manneskjan sem sérhæfir sig í akk- úrat svona efni á Íslandi. Ég er líka sú eina með vettvang til að hvetja mörg þúsund manns, ekki bara til þess að ferðast til landsins, heldur líka til að f lytja hingað. Það er til dæmis fullt af erlendum nemum í háskólanum bara af því að ég var þar,“ segir Kyana Sue. Hún segist hafa byrjað á umsókn- arferlinu fyrir dvalarleyfi á grund- velli atvinnuþátttöku á Íslandi fyrir tíu mánuðum síðan, á forsendum sérþekkingar í sínu fagi. „Í desember fékk ég bréf þar sem ég var beðin að útlista frekar í hverju þekkingin fælist, þar sem nefndin þekkti ekki nógu vel til.“ Fyrr í mánuðinum var umsókn- inni hafnað á þeim forsendum að Kyana Sue hefði ekki sérmenntun á sviði samfélagsmiðlunar og að auk þess væri verið að vernda íslenskt vinnuafl. „Eins og ég væri að stela vinnu af Íslendingunum? En ég er með íslenska verktaka og get sannað það. Hver einasti viðskiptavinur hefur komið til mín, en ég leita þá ekki uppi utan úr bæ. Að ég færi úr landinu væri missir fyrir íslenskt atvinnulíf,“ segir hún. „Fyrir utan það að ég veiði þúsundir manns inn í landið í gegnum ferðamennsku.“ Kyana Sue segist hafa 23 daga til þess að pakka saman. „En ég þarf að berjast, allt líf mitt er hér og ég hef ekkert annað við að vera. Ég hef fest sterkar rætur í íslensku samfélagi,“ segir hún og bætir við að hún sé að vinna að heimildarmynd um bar- áttu sína fyrir dvalarleyfi á landinu sem verður frumsýnd á mánudag. „Við erum að sjálfsögðu að áfrýja, en það tekur 24 mánuði. Ég hef 24 daga.“ ■ Útlendingastofnun gefur lítið fyrir fyrirtæki og frægð á TikTok Útlendingastofnun hefur gefið Kyönu Sue Powers 24 daga til að flytja af landi brott. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur Ég er alltaf með One of these nights með Eagles á heilanum. Þorvaldur Davíð Kristjánsson, leikari Nýja sænska Eurovision-lagið, Hold me closer með Corneliu Jakobs. Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, aktívisti Já, reyndar, það er Wrecking Ball með Miley Cyrus. Páll Óskar Hjálmtýsson, stjarna Akkúrat núna er ég með lag á heil- anum sem er f lutt af ungri popp- stjörnu. Hún heitir Kali Uchis og lagið heitir Fue mejor. ■ Ertu með eitthvert lag á heilanum? ninarichter@frettabladid.is „Þetta er viðburður þar sem krakkar eru með valdið,“ segir Kara Hergils Valdimarsdóttir, kynn- ingar fulltrúi þátttökuverksins Barnabarsins, sem sett verður upp í Norræna húsinu 9.-10. apríl. Barna- barinn er hluti af Barnamenningar- hátíð í Reykjavík. „Þetta er viðburður þar sem krakkar eru með valdið. Þau að bjóða fullorðnum að koma og upplifa Barnabarinn. Þar er hægt að fara á trúnó með barni, hægt að kaupa klippingu frá barni, fá tattú frá barni og fá skemmtilegan kokk- teil. Það verða alls konar uppá- komur á þessum bar. Þetta er rými þar sem börnin stýra og fullorðnir hlýða,“ segir Kara. Á Barnabarnum eru ýmsar reglur. „Þarna ríkja lög- mál, þarna er til dæmis bannað að segja orð eins og á morgun og kannski. Þetta snýst um að vera í núinu,“ segir hún. St jór nendu r og stof nendu r Barnabarsins eru Salvör Gullbrá og Hrefna Lind. „Salvör er búin að vera með verkefnið Krakkaveldi í svolítinn tíma.“ Í fréttatilkynn- ingu vegna viðburðarins segir að Krakkaveldi sé lýðræðislegt sviðs- listaverkefni þar sem krakkar halda pólitíska fundi, gera gjörn- inga og skrifa ráðamönnum bréf. „Krakkaveldi snýr að því að láta börnin stýra. Þau fá að búa til sína útópíu og skapa út frá sinni lífssýn. Þetta er þannig annað verkefni en unnið innan þess ramma,“ segir Kara. Hægt er að nálgast miða á Tix.is, en frítt er inn á viðburðinn. ■ Barnabar þar sem börnin stýra og fullorðnir hlýða Hægt er að fá sér tattú á Barnabarnum. MYNDIR/SVANHILDUR G. KRISTJÁNSDÓTTIR Salvör og og Hrefna Lind. 24 Lífið 1. apríl 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 1. apríl 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.