Fréttablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 20
Mun hið góða sigra það illa – eða verður Morbius að lúta í lægra haldi fyrir fýsnum sínum? Hegðun þeirra magnast og leiðir þá brátt í aðstæður sem geta ógnað lífi þeirra. Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Morbius á rætur sínar í söguheimi Spider-Man. Dr. Michael Morbius þjáist af sjaldgæfum blóðsjúkdómi. Hann getur ekki hugsað sér að aðrir hljóti sömu örlög og keppist við að finna lækningu og gerir tilraun á sjálfum sér. Til að byrja með virðist til- raunin heppnast fullkomlega en svo kemur í ljós að hún leysir úr læðingi hið myrka innra með honum. Á margan hátt er Morbius hlið- stæða Dr. Jeckyll og Mr. Hyde. Dr. Morbius verður lifandi vampíra. Unnendur kvikmynda- veraldar Marvel-teiknimynda- sagnanna þekkja þessa sögu. Í myndinni Morbius er það Jared Leto sem leiðir okkur í gegnum innri baráttu Dr. Morbius þar sem hann reynir að hemja þorsta sinn eftir blóði. Morbius lækni býður við blóð- sugueðli sínu. Hann velur að ráðast gegn glæpamönnum sem hann telur að séu að eyða heiminum og verðskuldi ekki að lifa. Í sinni eigin baráttu neyðist Morbius til að flýja undan leyni- lögreglumanninum Simon Shroud sem var á hælum andhetjunnar. Mun hið góða sigra það illa – eða verður Morbius að lúta í lægra haldi fyrir fýsnum sínum? Morbius er einn af óþokkunum í Spider-Man og er oft lýst sem andhetju, með bæði góða kosti og slæma galla. Morbius tilheyrir sama heimi og Venom. n Smárabíó, Háskólabíó, Sambíó og Borgarbíó Hið myrka óvænt leyst úr læðingi Fróðleikur n Atriðin sem gerast í New York voru tekin upp í norðurhluta Manchester í Bretlandi. Öllum ljósum, skiltum og númeraplötum á tökusvæðinu var skipt út og breytt til að allt liti út eins og New York. n Jared Leto hefur áður leikið persónu úr teiknimynda- sögu. Hann lék the Joker í Suicide Squad 2016. n Með leik í þessari mynd hafa bæði Jaret Leto og Michael Keaton leikið í myndum úr teiknimynda- söguheimi bæði DC og Marvel. Leto sem the Joker í Suicide Squad og Justice League og Keaton var Bat- man árið 1989. Komin í bíó Aðalhlutverk: Jared Leto, Michael Keaton, Adria Arjona, Jared Harris, Matt Smith og Tyrese Gibson Handritshöfundar: Matt Sazama og Burk Sharp- less Leikstjóri: Daniel Espinosa Addi er ungur drengur sem á skyggna móður. Hann og vinir hans eru eilítið utangátta. Addi ákveður að hleypa dreng sem er utangarðs og hefur orðið fyrir einelti inn í vinahópinn. Drengirnir ganga að mestu sjálfala og leiðast út í að prufa sig áfram með yfirgangi og of beldi en kynnast líka hollustu og kærleika. Hegðun þeirra magnast og leiðir þá brátt í aðstæður sem geta ógnað lífi þeirra. Draumkenndar sýnir byrja að birtast Adda. Getur þetta nýfengna innsæi hans orðið honum og vinum hans leiðarljós í átt til heilbrigðara og öruggara lífs eða verður ekki aftur snúið af of beldisbrautinni? Guðmundur Arnar, leikstjóri Berdreymis, segir drauma hafa ásótt sig þegar hann var að skoða sögur fyrir sína aðra leiknu mynd í fullri lengd og ekki látið hann í friði fyrr en hann byrjaði að skrifa söguna. „Ég og vinir mínir erum komnir af venjulegu vinnandi fólki,“ segir hann. „Samt fannst okkur veröld okkar vera einstök. Kaldhæðinn húmor, of beldi og foreldrar sem virtust ekki alveg hafa tök á sínu eigin lífi. Í ofanálag er mikið trúað á merkingu drauma og hið yfir- náttúrulega í minni fjölskyldu.“ Í Berdreymi falla þessi atriði í eitt. Sagan er um vináttu sem er að springa af ungri orku, von og ráð- villtum tilfinningum. Hún er um hóp drengja sem finnast þeir vera óvelkomnir en sækja stuðning hver til annars. Berdreymi var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín og hlaut þar verðlaun. Getur berdreymi verið leiðarljós til betra lífs? Fróðleikur n Sturla Brandth Grøvlen hlaut Silfurbjörninn á Berl- inale-kvikmyndahátíðinni fyrir listrænt framlag fyrir spennumyndina Victoria frá 2015, en hún var tekin í einni töku sem þykir alger- lega einstakt. n Myndin hlaut stuðning meðal annars frá Eur- images, kvikmyndasjóði Evrópuráðsins, auk kvik- myndasjóða allra landanna sem að henni standa og Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Frumsýnd 22. apríl 2022 Aðalhlutverk: Birgir Dagur Bjarkason, Áskell Einar Pálmason, Viktor Ben- óný Benediktsson, Snorri Rafn Frímannsson, Aníta Briem, Ísgerður Gunnarsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson Handritshöfundur: Guðmundur Arnar Guð- mundsson Leikstjóri: Guðmundur Arnar Guðmundsson Guðmundur Arnar hefur áður gert myndina Hjartastein og stutt- myndirnar Ártún og Hvalfjörð, sem hlotið hafa alþjóðleg verð- laun. n Smárabíó, Háskólabíó, Laugarás- bíó og Borgarbíó 2 kynningarblað 1. apríl 2022 FÖSTUDAGURKVIKMYNDIR MÁNAÐARINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.