Fréttablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 12
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is,
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún
Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Hrokafullt
viðmót
kann einn-
ig að vinna
gegn meiri-
hlutanum,
þar er fólk,
þó ekki
borgar-
stjórinn,
farið að
láta eins
og það
eigi rétt á
völdum.
Meira en
annað
hvert barn
í Úkraínu
er á flótta
vegna
stríðsins.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb
@frettabladid.is
Ekki verður þess vart að einungis
nokkrar vikur séu til borgarstjórnar
kosninga. Eftirvænting meðal
borgarbúa er lítil sem engin, jafnvel
þeir þrætugjörnustu meðal þeirra
nenna ekki að rífast um borgarmál. Þeim
virðist standa á sama um úrslitin. Fari fram
sem horfir má búast við að fjöldi kjósenda sitji
heima eða komi sér í frí til útlanda án þess að
kjósa.
Tíðindaleysið í kosningabaráttunni er
æpandi og lítið ber á frambjóðendum. Sú sem
þetta skrifar telur sig reyndar hafa séð and
lit Hildar Björnsdóttur á auglýsingaspjaldi á
strætisvagni, en kannski var það missýning.
Sú litla kosningabarátta sem er farin í gang
byggist helst á skítkasti. Þannig má lesa í skoð
anadálkum vinstrimanna sömu fullyrðingu og
borgarstjórinn okkar ágæti hélt fram á dög
unum, sem sagt þá að Sjálfstæðisflokkurinn í
borginni sé sundurtættur af innbyrðis átökum
og alls ófær um að taka við völdum í borginni.
Þetta er vitaskuld hræðsluáróður. Sjálfstæðis
flokknum er vel treystandi fyrir borgarstjóra
stólnum og hann er ágætlega fær um að vinna
borgarbúum gagn.
Úr svipuðum ranni má heyra að Framsóknar
flokkurinn eigi ekki erindi í borgarstjórn. Þetta
er vitaskuld einnig fjarstæða. Frambjóðandinn
í efsta sæti listans í borginni er geðugur ein
staklingur sem sjálfsagt er að veita brautar
gengi, enda er honum trúandi til góðra verka.
Það er einfaldlega þannig að gott fólk er í
flestum flokkum sem treystandi er til að fara
með völd. Svo væri vitanlega gaman að fá konu
sem borgarstjóra. Það sem skekkir þá mynd er
að núverandi borgarstjóri er eins og fæddur í
embættið og hefur auk þess yfir sér einhvers
konar siguráru. Það er engin sérstök ástæða til
að hafna honum, þótt hann hafi reyndar setið
ansi lengi. Hugsanlega mun stór hluti þeirra
kjósenda sem nenna að mæta á kjörstað hugsa
einmitt á þennan hátt. Það má þó líka hugsa
sér að áhugaleysi á kosningunum muni bitna
á fylgi meirihlutans. Sjálfstæðismenn hafa
alltaf kunnað að smala sínu fólki á kjörstað, og
einmitt sú hæfni kann að vinna vel með þeim
í þessum kosningum.
Hrokafullt viðmót kann einnig að vinna gegn
meirihlutanum, þar er fólk, þó ekki borgar
stjórinn, farið að láta eins og það eigi rétt á
völdum. Slíkt virkar fráhrindandi. Meirihlut
inn ætti að koma sér upp bljúgara viðmóti,
allavega svona rétt á meðan hann er í kosninga
baráttu.
En umfram allt er kominn tími til að hefja
yfirvegaða kosningabaráttu. n
Kosningabarátta
Við upphaf ársins var ljóst að staða mannúðar
mála hafði aldrei verið verri vegna heimsfaraldurs,
hamfarahlýnunar og átaka. Barnahjálp Sameinuðu
þjóðanna, UNICEF, stóð frammi fyrir stærstu áskorun
í 75 ára sögu sinni: að sporna við afturför í réttindum
barna vegna heimsfaraldurs Covid19. Svo skall á
stríðið í Úkraínu.
Það er auðvelt að horfa á þá heimsmynd sem við
blasir og fyllast vonleysi. En hvað segjum við þá þegar
við horfum í augun á börnunum okkar? Ef það er eitt
hvað sem við skuldum komandi kynslóðum þá er það
þrautseig bjartsýni og von – þrátt fyrir allt. Verkefnin
eru ógnarstór en það eru til lausnir.
Milljónir skólabarna búa enn við skólaskerðingar
vegna Covid19 en það er hægt að tryggja þeim fjar
kennslu – sums staðar með útvörpum. Þegar reglu
bundið skólastarf hefst að nýju þarf að tryggja að öll
börn skili sér aftur í skólastofurnar.
Meira en annað hvert barn í Úkraínu er á flótta
vegna stríðsins. UNICEF vinnur hörðum höndum
að því að tryggja börnunum þann stuðning sem þau
þurfa: barnavernd, bólusetningar, lyf, drykkjarvatn,
sálgæslu og menntun.
Í Jemen og Afganistan búa milljónir manna við
vannæringu og mun slæmt ástand versna eftir því sem
líður á árið. Í Jemen eru 2,2 milljónir barna alvar
lega vannærðar og þar af meira en hálf milljón barna
með bráðavannæringu, sem er lífshættulegt ástand.
En með einfaldri meðferð er hægt að lækna barn af
bráða vannæringu á einungis sex vikum.
Allt ofangreint starf er mögulegt vegna ómetan
legs stuðnings íslensks almennings, Heimsforeldra
UNICEF. Íslendingar eiga heimsmet í fjölda Heimsfor
eldra miðað við höfðatölu og senda á hverju ári meira
en hálfan milljarð króna til verkefna UNICEF um
allan heim. Þannig sýnum við Íslendingar að saman
erum við sterkari og engin áskorun er of stór.
Á morgun gefst tækifæri að kynnast verkefnum og
árangri UNICEF, hlæja og gráta, í einstökum stjörnu m
prýddum sjónvarpsþætti á RÚV. Það verður heimsins
mikilvægasta kvöld. n
Þrautseig bjartsýni
Birna
Þórarinsdóttir
Framkvæmda
stjóri UNICEF á
Íslandi
Sími: 561 1433
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
• Austurströnd 14
• Hringbraut 35
PREN
TU
N
.IS
NÝBAKAÐ
BRAUÐ
ALLA DAGA
.......................................
www.bjornsbakari.is
arib@frettabladid.is
Sápa
Átökin innan Eflingar eru
orðin slík að það er hægt að
detta inn í nýjasta þátt án þess
að hafa fylgst með seríunni á
undan. Nú hefur Viðar sakað
Odd, lögmann Agnieszku, um
gassagang eftir að krafist var
upplýsinga um greiðslur til
Andra sem gætu hafa verið til
að grafa undan óvinum Sól
veigar. Kemur það beint ofan í
meint framhjáhald Ridge sem
spillti brúðkaupi Quinn sem
leiddi til þess að Harold tók
ofskammt og Amy datt niður
lyftugöng. Jens bíður eftir sím
tali. Megi þessar erjur endast
sem lengst nú þegar Neighbo
urs er á leiðinni úr loftinu eftir
37 ár.
ÁTVR Mathöll
Áfengis og tóbaksverslun
ríkisins hefur viðurkennt að
það komi henni ekkert við
hvort bjór sé seldur í vefversl
unum eða ekki. Ekki frekar en
öll þau skipti sem verslunin
hefur sleppt því að fara í mál
við landa sala þrátt fyrir að það
sé ótvírætt að slíkt grafi undan
rekstrinum. Á meðan lögregl
unni er alveg sama, löggjafan
um líka og hvað þá ráðherrum,
þá verður að gera ráð fyrir að
þetta sé löglegt. Stefnir því allt
í kapphlaup um hvoru fjölgar
hraðar – brennivínsbúðum á
netinu eða mathöllum. n
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 1. apríl 2022 FÖSTUDAGUR