Morgunblaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022
nt
vi
llu
r.
He
im
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
lík
A
h
ð
ð
b
Hvítu þorpin
sl
ík
u.
30. apríl í 9 nætur
Gönguferð
595 1000 www.heimsferdir.is
Verð frá kr.
299.900
usti Hafsteinsson
rir
va
ra
um
pr
e
a
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Heimili á höfuðborgarsvæðinu gætu
sparað um 15 milljarða króna á árs-
grundvelli ef helmingur starfandi
fólks vinnur í fjarvinnu á heimili sínu
tvo daga í viku. Þetta kemur fram í
mati sem BHM hefur unnið í sam-
starfi við verkfræðistofuna Mannvit á
samgöngulíkani höfuðborgar-
svæðisins. Bendir BHM á að þetta
jafngildi sparnaði við umferð á árs-
grundvelli upp á 83 milljónir kíló-
metra og þrjár milljónir klst.
Fimm sinnum verðmætari
„Samanburður við nýlegt ábatamat
á Borgarlínu og Sundabraut leiðir í
ljós að fjarvinna er um fimm sinnum
verðmætari samgöngubót en Borg-
arlínan og um 50% verðmætari en
Sundabraut. Núvirtur ábati umferðar
af fjarvinnu er enda metinn um 370
milljarðar króna til 30 ára skv. mati
BHM samanborið við 70 milljarða
ábata af Borgarlínu og 250 milljarða
ábata af Sundabraut,“ segir í frétta-
tilkynningu. Áréttað er að kostnaður
við framkvæmdir og rekstur sé ekki
dreginn frá við þennan samanburð og
mat á ábata af samgöngubótunum.
Niðurstöðurnar voru kynntar á
fjarfundi í gær og kemur fram í gögn-
um að á tímum Covid-faraldursins
sögðust 74% aðspurðra í könnun eitt-
hvað vinna heima í dæmigerðri vinnu-
viku eða að jafnaði 2,4 daga í viku.
Forsvarsmenn BHM vilja að vinnu-
staðir setji sér það viðmið að starfs-
fólki sé heimilt að vinna fjarvinnu í
tvo daga í hverri viku þar sem því
verður við komið. Ábati í samgöngu-
málum sé verulegur enda ferðist íbú-
ar höfuðborgarinnar um 1,6 milljarða
kílómetra á ári innan borgarinnar og
verji 40 milljónum klukkustunda í
umferðinni.
„Við hikum ekki við að fullyrða að
fjarvinnan er verðmætasta sam-
göngubótin í sögu höfuðborgarsvæð-
isins,“ er haft eftir Friðrik Jónssyni,
formanni BHM. omfr@mbl.is
Fjarvinna sögð vera verð-
mætasta samgöngubótin
Morgunblaðið/Ómar
Umferð Borgarbúar ferðast um 1,6
milljarða km á ári um borgina.
- 370 milljarða
ábati á 30 árum
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Áætla má út frá upplýsingum sem
fengist hafa frá tryggingafélögum og
Landsneti að á annað hundrað ein-
staklingar og fyrirtæki hafi orðið
fyrir tjóni í óveðrinu í vikunni og
tjónið geti numið nálægt tvö hundr-
uð milljónum króna. Ekki er útséð
með öll tjón. Í óveðrunum það sem af
er ári má ætla að mörg hundruð tjón
hafi orðið og þau kosti hundruð millj-
óna króna.
Sjóvá og Vörður hafa fengið til-
kynningar um rúmlega 30 tjón, hvort
félag, í óveðrinu í vikunni og TM á
annan tug tilkynninga. Forsvars-
menn allra félaganna taka fram að
fleiri tjónstilkynningar eigi eftir að
berast. „Að fenginni reynslu skila
tjónstilkynningar eftir óveður sér
ekki alltaf strax. Það má gera ráð
fyrir að tilkynningar haldi áfram að
berast næstu vikurnar þegar fólk
getur skoðað eignir sínar,“ segir
Friðrik Helgi Árnason, hópstjóri
eignatjóna hjá Sjóvá.
Flestar tilkynningarnar hjá Verði
eru vegna vatnstjóns og ýmiss konar
foktjóns tengdum fasteignum og eru
því tilkynntar í húseigendatrygging-
ar. Einnig eru dæmi um ferða- og
forfallatjón. Hrefna Kristín Jóns-
dóttir, framkvæmdastjóri tjónasviðs
hjá Verði, segir að skráð hafi verið
samtals um 30 tjón tengd óveðrinu í
vikunni og jafn mörg í storminum 7.
febrúar. Ætla megi að tjónin hlaupi á
tugum milljóna samtals. Stærsta
einstaka tjónið sé um 25 milljónir
króna.
Tvöfalt fleiri en í fyrra
Fleiri óveður hafa gengið yfir
landið frá áramótum. Sjóvá hefur
fengið 252 tilkynningar vegna óveð-
urs frá áramótum, bæði vegna tjóns
á ökutækjum og þó aðallega fast-
eignum. Þetta er meira en tvöfaldur
sá fjöldi sem tilkynntur var á sama
tíma í fyrra en svipað og fyrir tveim-
ur árum.
Hjá Verði hafa verið tilkynnt yfir
100 tjón frá áramótum sem beint er
hægt að tengja við óveður. Til við-
bótar kemur tjón á ökutækjum sem
eru ekki sérstaklega merkt óveðr-
um. Þannig segir Hrefna Kristín að
febrúarmáður hafi verið afar þungur
í ökutækjatjónum vegna slæmrar
færðar. Hjá TM hafa komið til skoð-
unar einstaka mál, fyrir hvellinn í
vikunni, þar sem orðið hafa foktjón
en þau eru ekki mörg að sögn Bjark-
ar Viðarsdóttur, framkvæmdastjóra
tjónaþjónustu.
Bæta tjón vegna sjávarflóða
Tjón vegna óveðurs lenda á eig-
endum fasteigna og annarra eigna
eða tryggingafélögum þeirra. Nátt-
úruhamfaratrygging Íslands bætir
þó tjón af völdum sjávarflóða en
nokkur hafa orðið í byrjun janúar og
í febrúar. Hulda Ragnheiður Árna-
dóttir forstjóri segir að búið sé að til-
kynna um tjón á fimm stöðum á
Austurlandi og Suðvesturlandi, það
sem af er ári. Í flestum tilvikum
nemur tjón á hverri eign fáum millj-
ónum, að sögn Huldu, en mesta tjón-
ið varð í fiskvinnslu Vísis í Grindavík.
Landsnet varð fyrir miklu tjóni
þegar bilanir urðu á fjölda lína. Með-
al annars brotnuðu rafmagnsstaur-
ar. Einnig urðu skemmdir á dreifi-
kerfi Rarik. Þetta eru foktjón sem
Náttúruhamfaratrygging bætir
ekki. Tjón Landsnets hefur verið
sagt nema tugum milljóna í þessu
óveðri en mun minna tjón hefur orðið
í fyrri óveðrum ársins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Óveður Tjón í óveðri er fok- og vatnstjón á fasteignum, tjón á ökutækjum og ferðarof auk tjóns á raflínum.
Heildartjón nemur
hundruðum milljóna
- Mörg hundruð óveðurstjón í lægðaganginum sem af er ári
Alþingismenn voru sammála um
það í umræðum um störf þingsins í
gær, að Íslendingar verði að sýna
samstöðu með öðrum vestrænum
ríkjum í aðgerðum gagnvart Rúss-
um.
„Almenningur í Úkraínu stendur
frammi fyrir því að verða mögulega
fórnarlamb mikilla átaka, sagði
Bjarni Jónsson, þingmaður VG og
formaður utanríksmálanefndar Al-
þingis. „Það er mikilvægt að þjóðir
sýni samstöðu í viðbrögðum sínum.
Það er grundvallaratriði að landa-
mæri séu virt og sjálfsákvörð-
unarréttur þjóða, það ættum við Ís-
lendingar að þekkja. Hér þurfum
við að sýna pólitíska samstöðu með
öðrum vestrænum ríkjum í efna-
hagsaðgerðum og öðru því sem
hægt er að gera til að knýja fram
friðsamlega lausn,“ sagði hann.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
formaður Viðreisnar, sagði að yf-
irgangur Rússa gagnvart frjálsri og
fullvalda þjóð, Úkraínumönnum, sé
mesta ógn við vestræn lýðræðisríki
í Evrópu í langan tíma. Þá skipti
máli, að Íslendingar séu skýrir í
sinni afstöðu, að samstaðan haldi.
„Við eigum að taka þátt í aðgerð-
um lýðræðisþjóða og vinaþjóða okk-
ar af fullum þunga. Ég tel reyndar
að við eigum að fara svipaða leið og
Danir sem hafa sagt að þeir ætli að
fara markvisst og betur inn í sam-
starfið innan ESB, innan NATO og
styrkja nálgun sína við Bandaríkin.
Það er nákvæmlega það sem við
þurfum að gera, m.a. í ljósi varnar-
og öryggishagsmuna okkar, út frá
þjóðaröryggi, út frá hugsanlegum
netárásum, út frá hugsanlegum
falsfréttum,“ sagði hún.
Sofnað á verðinum
Diljá Mist Einarsdóttir, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins, sagði að
innrás Rússlands í fullvalda evr-
ópskt ríki sé sameiginlegt viðfangs-
efni og verkefni Evrópuþjóða.
„Skilaboðin eru ekki síður þau að
við stöndum með Evrópuþjóðum
sem hafa hallað sér upp að Vest-
urlöndum og við styðjum við mál-
stað þeirra með öllum tiltækum
ráðum. Við höfum sofnað á verð-
inum og þrátt fyrir ógnartilburði og
árásargirni Rússlands undanfarin
ár hafa forystumenn í Evrópu verið
máttlausir og jafnvel aukið á póli-
tískt erfið viðskipta- og hags-
munatengsl við rússnesk stjórnvöld.
Meira að segja hérlendis heyrast
raddir um að fleygja samstöðunni
við evrópsk ríki fyrir viðskiptahags-
muni og það ekki bara í síðdeg-
isútvarpi. Það væri alger afleikur
fyrir smáríkið Ísland sem á allt sitt
undir því að alþjóðalög séu virt af
öðrum þjóðum,“ sagði hún.
Jóhann Friðrik Friðriksson,
þingmaður Framsóknarflokks,
sagði að það rof sem blasi við í ör-
yggismálum í Evrópu sé graf-
alvarlegt og kalli á sameiginleg við-
brögð. „Ég trúi því, herra forseti,
að stjórnvöld og Alþingi tali skýrt
fyrir þeim gildum sem skilað hafa
friði og velsæld í Evrópu í áratugi
og að enginn afsláttur verði gefinn
þar á.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Öryggismál Þingmenn hvöttu til samstöðu um aðgerðir gegn Rússlandi.
Þingmenn hvetja
til samstöðu
- Mikilvægt að afstaða Íslands sé skýr