Morgunblaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur hafnað ósk Leiguíbúða ehf. um að flytja fjögur eldri hús á lóðina Frakkstíg 1, sem er á horni Frakka- stígs og Skúlagötu. Kemur fram í umsögn verkefnis- stjóra skipulagsfulltrúa að gert sé ráð fyrir miklu byggingarmagni á lóðinni, með 1.665 fermetrum ofan- jarðar og bílakjallara. Lóðin sé hluti af áætlun sem kallast Græn upp- bygging, sé hluti af Græna planinu og í úthlutunarferli. Eins og fram kom í frétt í Morg- unblaðinu 2. febrúar sl. barst Reykjavíkurborg fyrirspurn frá Zeppelin arkitektum f.h. Leiguíbúða um mögulega endurskipulagningu lóðarinnar nr. 1 við Frakkastíg. Markmiðið var að flytja þangað hús sem til skamms tíma stóð á baklóð Laugavegar 37 og endurbyggja þar gamla húsið við Laugaveg 74, ásamt því að undirbúa lóðina fyrir tvö önn- ur flutningshús. Atvinnuhús og íbúðir Fyrirspurninni var vísað til með- ferðar verkefnisstjóra skipulagsfull- trúa. Umsögn hans var kynnt á fundi skipulagsfulltrúa 18. febrúar sl. og hún samþykkt. Í umsögn verkefnisstjórans kem- ur fram að heimilt sé að reisa á lóð- inni sjö hæða nýbyggingu, ásamt bílastæðakjallara, innan byggingar- reits skv. deiliskipulagsuppdrætti. Á 1. hæð skal vera atvinna, verslun og þjónusta en íbúðir, þar með talið námsmannaíbúðir, á 2.-7. hæð. Lóð- in Frakkastígur 1 var ein þriggja lóða sem Reykjavíkurborg lagði fram í fyrsta áfanga verkefnisins Re-Inventing Cities um umhverfis- vænar byggingar. Hinar tvær eru á Ártúnshöfða og í Lágmúla 2. Eins og margoft hefur komið fram í Morgunblaðinu hafa staðið yfir deilur um þessa fyrirhuguðu sjö hæða byggingu undanfarin ár. Ná- grannar í Skúlagötu 20 og Íbúa- samtök miðborgarinnar hafa haft uppi mótmæli og vildu að hætt verði við áformin um háhýsi. „Uppbyggingin sem óskað er eftir er djörf og athyglisverð í þessu þétta umhverfi. Hún er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag, byggðar- mynstur að Skúlagötu né fyrirætl- anir borgaryfirvalda sem kallast Græna planið,“ segir verkefnisstjór- inn og tekur neikvætt í erindið. Eldri húsin fara ekki á Frakkastíg - Tekið neikvætt í fyrirspurn - Frakkastígur 1 hluti af græna planinu - Þar mun rísa sjö hæða hús Tölvumynd/Zeppelin Frakkastígur 1 Forsvarsmenn Leiguíbúða ehf. og arkitektarnir höfðu áhuga á að reisa á lóðinni fjögur eldri hús sem standa nú á öðrum stöðum í borginni. Hreint loft –betri heilsa Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell gæða lofthreinsitæki Láttu þér og þínum líða vel - innandyra Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki eru góð viðmyglugróum, bakteríum, frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum. HFD323E Air Genius 5. Hreinsar allt að 99.9% af óhreinindum. Hægt að þvo síuna. Verð kr. 39.420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.