Morgunblaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022 Margrét situr í dag í stjórnum BL, Kringlunnar og Bankasýslunnar. Margrét hlaut FKA-viðurkenn- inguna árið 2019 og fálkaorðuna árið 2021 fyrir framlag til íslensks at- vinnulífs og opinberrar umræðu. „Helstu áhugamál mín í dag eru fjölskyldan og skemmtilegt fólk, hundarnir mínir og golf. Síðan missi ég varla af leik með Liverpool.“ Fjölskylda Eiginmaður Margrétar er Sigur- jón Freyr Alfreðsson, f. 20.3. 1957, húsasmiður. „Við búum í yndislega Smárahverfinu í Kópavogi og kom- umst við hjón að því fyrir fáum árum að það er líf fyrir austan læk en hér áður fyrr bjuggum við alltaf í Vestur- bænum eða á Seltjarnarnesi.“ For- eldrar Sigurjóns voru hjónin Alfreð Konráðsson skipstjóri, f. 14.7. 1930, d. 19.12. 2011, og Valdís Þorsteinsdóttir, fv. símstöðvarstjóri, f. 7.2. 1932. Þau bjuggu lengst af í Hrísey og býr Val- dís nú á Dalvík. Börn Margrétar og Sigurjóns eru 1) Sindri Már Kaldal, f. 22.5. 1992, hugbúnaðarverkfræðingur, býr í Reykjavík. Maki: Helga Þórðardóttir viðskiptafræðingur; 2) Birta Dís Kal- dal, f. 8.5. 1995, viðskiptafræðingur, býr í Reykjavík. Maki: Vignir Heið- arsson fjármálaverkfræðingur; 3) Sonja Sigurjónsdóttir (dóttir Sig- urjóns af fyrra sambandi), f. 27.2. 1978, starfsmaður Isavia, býr í Reykjanesbæ. Eiginmaður hennar er Óli Jón Sigurðsson verkfræðingur. Þau eiga fimm börn. Bræður Margrétar eru Magnús Ingi Kristmannson, f. 9.3. 1958, þjón- ustustjóri Pfaff, býr í Kjós, og Birgir Kristmannsson, f. 4.8. 1969, tölv- unarfræðingur, býr í Garðabæ. Foreldrar Margrétar eru hjónin Kristmann Magnússon, f. 30.5. 1937, fv. framkvæmdastjóri Pfaff, og Hjördís Magnúsdóttir, f. 29.1. 1939, fv. skrifstofustjóri Pfaff. Þau búa nú alsæl í Mörk á Suðurlandsbraut í Reykjavík. Margrét Kaldal Kristmannsdóttir Sigríður Jensdóttir húsmóðir í Reykjavík Þorbergur Halldórsson skipstjóri í Reykjavík Anna Margrét Þorbergsdóttir verkakona í Reykjavík Magnús Benjamínsson sjómaður í Reykjavík Hjördís Magnúsdóttir fv. skrifstofustjóri í Reykjavík Margrét Sveinbjörnsdóttir húsmóðir í Reykjavík Benjamín Jón Gíslason múrari og skipstjóri í Reykjavík Ingibjörg Gísladóttir húsmóðir í Stóradal Jón Jónsson bóndi í Stóradal í Svínavatnshreppi, A-Hún. Ingibjörg J. Kaldal húsmóðir í Reykjavík Magnús Þorgeirsson forstjóri í Reykjavík Kristín Eiríksdóttir matselja í Reykjavík Þorgeir Pálsson útgerðarmaður í Reykjavík Ætt Margrétar Kristmannsdóttur Kristmann Örn Magnússon fv. framkvæmdastjóri í Reykjavík ENN EINN GRUNSAMLEGUR PAKKI. HUGSANLEGA BRAUÐRISTIN SEM HANN PANTAÐI – EITT ANDARTAK DRAKK HANN Í SIG SPENNUNA. „FIMM MÍNÚTUR Í VIÐBÓT. AFI ER BÚINN AÐ VERA Á FÓTUM Í ALLAN DAG.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... það sem gerir hús að heimili. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann VÓ! GRETTIR! SJÁÐU ÞETTA! ÞESSI SOKKUR ER ÓGNARLANGUR! EKKI ALVEG NÓGU LANGUR ÉG MÁ TELJAST HEPPINN EF KONAN MÍN YRÐIR Á MIG ! HRÓLFUR! EIGÐU VIÐ MIG ORÐ! ÉG MYNDI PRÍSA MIG SÆLAN! Ingólfur Ómar laumaði að mér einni veðurvísu á þriðjudag. – „Nú blæs hann kröftuglega með hríðargargi inn á milli“: Tíðarfarið afleitt er oft vill þjaka lyndi. Lægðin yfir frónið fer með fönn og hvössum vindi. Ólafur Stefánsson heldur áfram: Það má telja niður núna, nú er komin góa. Hugsa ég um Kápu, kúna, og kálfinn hennar mjóa Stefán frá Hvítadal orti: - Holskeflur hrynja um hafdjúpin víð. Vestangúlpur garró og grenjandi hríð. Sigurlín Hermannsdóttir skrifar og ekki að ástæðulausu: „Um leið og ég óska nýjum handhafa Ljóð- stafs Jóns úr Vör til hamingju velti ég fyrir mér hvers vegna í 20 ára sögu viðurkenningar sem kennd er við ljóðstaf hafi ekki eitt einasta vinningsljóð borið ljóðstafi.“ Um ljóðstafsdóma lítið núna segi þótt Ljóðstafs- jafnan fagni hverjum degi en sá sem fylgir Braga út í æsar mun aldrei ná að verða ljóðstafsþegi. Út af þessu spunnust skemmtileg skoðanaskipti. Benedikt Jóhanns- son skrifaði: „Jón úr Vör studdist víst fremur við göngustaf en ljóð- stafi, en á þó fræga vísu sem ég leyfi mér að snúa út úr“: Skært í leirnum glóir gull því glópar ekki ná að kuðla og ávallt verður bullið bull þótt bundið ekki sé í stuðla. Síðan fór Benedikt með „hina frægu vísu“ Jóns úr Vör: Ekki þarf að gylla gull gullið verður ætíð bjart; alltaf verður bullið bull þótt búið sé í rímað skart. Dagbjartur Dagbjartsson spurði hvort það hefði ekki verið Steinn Steinarr sem bætti svo við (Tekið úr gömlu og götóttu minni án ábyrgðar): Gull er gull og bull er bull, bilið alltaf nokkurt var. Jón er Jón og flón er flón – en fjarlægðin er minni þar. Jón Jens Kristjánsson vísar í DV og yrkir: Lekið hefur út leyniskjal ljóst er ei hvort að því trúa skal dofnaðar þrætur daga og nætur drottningin heldur með Arsenal. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fár og fok og komin góa KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS Hilla 80 x 20 cm 7.450,- stk. Skúffa 41 x 27 cm 43.950,- stk. Skúffa 80 x 27 cm 47.950,- stk. Stoðir 7.450,- 2. stk. Hilla XS 42 x 13 cm. m. stoðum. 8.950,- PYTHAGORAS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.