Morgunblaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022
Margrét situr í dag í stjórnum BL,
Kringlunnar og Bankasýslunnar.
Margrét hlaut FKA-viðurkenn-
inguna árið 2019 og fálkaorðuna árið
2021 fyrir framlag til íslensks at-
vinnulífs og opinberrar umræðu.
„Helstu áhugamál mín í dag eru
fjölskyldan og skemmtilegt fólk,
hundarnir mínir og golf. Síðan missi
ég varla af leik með Liverpool.“
Fjölskylda
Eiginmaður Margrétar er Sigur-
jón Freyr Alfreðsson, f. 20.3. 1957,
húsasmiður. „Við búum í yndislega
Smárahverfinu í Kópavogi og kom-
umst við hjón að því fyrir fáum árum
að það er líf fyrir austan læk en hér
áður fyrr bjuggum við alltaf í Vestur-
bænum eða á Seltjarnarnesi.“ For-
eldrar Sigurjóns voru hjónin Alfreð
Konráðsson skipstjóri, f. 14.7. 1930, d.
19.12. 2011, og Valdís Þorsteinsdóttir,
fv. símstöðvarstjóri, f. 7.2. 1932. Þau
bjuggu lengst af í Hrísey og býr Val-
dís nú á Dalvík.
Börn Margrétar og Sigurjóns eru
1) Sindri Már Kaldal, f. 22.5. 1992,
hugbúnaðarverkfræðingur, býr í
Reykjavík. Maki: Helga Þórðardóttir
viðskiptafræðingur; 2) Birta Dís Kal-
dal, f. 8.5. 1995, viðskiptafræðingur,
býr í Reykjavík. Maki: Vignir Heið-
arsson fjármálaverkfræðingur; 3)
Sonja Sigurjónsdóttir (dóttir Sig-
urjóns af fyrra sambandi), f. 27.2.
1978, starfsmaður Isavia, býr í
Reykjanesbæ. Eiginmaður hennar er
Óli Jón Sigurðsson verkfræðingur.
Þau eiga fimm börn.
Bræður Margrétar eru Magnús
Ingi Kristmannson, f. 9.3. 1958, þjón-
ustustjóri Pfaff, býr í Kjós, og Birgir
Kristmannsson, f. 4.8. 1969, tölv-
unarfræðingur, býr í Garðabæ.
Foreldrar Margrétar eru hjónin
Kristmann Magnússon, f. 30.5. 1937,
fv. framkvæmdastjóri Pfaff, og
Hjördís Magnúsdóttir, f. 29.1. 1939,
fv. skrifstofustjóri Pfaff. Þau búa nú
alsæl í Mörk á Suðurlandsbraut í
Reykjavík.
Margrét Kaldal
Kristmannsdóttir
Sigríður Jensdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Þorbergur Halldórsson
skipstjóri í Reykjavík
Anna Margrét Þorbergsdóttir
verkakona í Reykjavík
Magnús Benjamínsson
sjómaður í Reykjavík
Hjördís Magnúsdóttir
fv. skrifstofustjóri í Reykjavík
Margrét Sveinbjörnsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Benjamín Jón Gíslason
múrari og skipstjóri í Reykjavík
Ingibjörg Gísladóttir
húsmóðir í Stóradal
Jón Jónsson
bóndi í Stóradal
í Svínavatnshreppi, A-Hún.
Ingibjörg J. Kaldal
húsmóðir í Reykjavík
Magnús Þorgeirsson
forstjóri í Reykjavík
Kristín Eiríksdóttir
matselja í Reykjavík
Þorgeir Pálsson
útgerðarmaður í Reykjavík
Ætt Margrétar Kristmannsdóttur
Kristmann Örn Magnússon
fv. framkvæmdastjóri í Reykjavík
ENN EINN GRUNSAMLEGUR PAKKI.
HUGSANLEGA BRAUÐRISTIN SEM HANN
PANTAÐI – EITT ANDARTAK DRAKK HANN
Í SIG SPENNUNA.
„FIMM MÍNÚTUR Í VIÐBÓT. AFI ER BÚINN
AÐ VERA Á FÓTUM Í ALLAN DAG.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... það sem gerir hús að
heimili.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
VÓ!
GRETTIR! SJÁÐU
ÞETTA!
ÞESSI SOKKUR ER
ÓGNARLANGUR!
EKKI
ALVEG
NÓGU
LANGUR
ÉG MÁ TELJAST HEPPINN EF
KONAN MÍN YRÐIR Á MIG !
HRÓLFUR! EIGÐU
VIÐ MIG ORÐ!
ÉG MYNDI
PRÍSA MIG
SÆLAN!
Ingólfur Ómar laumaði að mér
einni veðurvísu á þriðjudag. –
„Nú blæs hann kröftuglega með
hríðargargi inn á milli“:
Tíðarfarið afleitt er
oft vill þjaka lyndi.
Lægðin yfir frónið fer
með fönn og hvössum vindi.
Ólafur Stefánsson heldur áfram:
Það má telja niður núna,
nú er komin góa.
Hugsa ég um Kápu, kúna,
og kálfinn hennar mjóa
Stefán frá Hvítadal orti:
- Holskeflur hrynja
um hafdjúpin víð.
Vestangúlpur garró
og grenjandi hríð.
Sigurlín Hermannsdóttir skrifar
og ekki að ástæðulausu: „Um leið
og ég óska nýjum handhafa Ljóð-
stafs Jóns úr Vör til hamingju velti
ég fyrir mér hvers vegna í 20 ára
sögu viðurkenningar sem kennd er
við ljóðstaf hafi ekki eitt einasta
vinningsljóð borið ljóðstafi.“
Um ljóðstafsdóma lítið núna segi
þótt Ljóðstafs- jafnan fagni hverjum
degi
en sá sem fylgir Braga út í æsar
mun aldrei ná að verða ljóðstafsþegi.
Út af þessu spunnust skemmtileg
skoðanaskipti. Benedikt Jóhanns-
son skrifaði: „Jón úr Vör studdist
víst fremur við göngustaf en ljóð-
stafi, en á þó fræga vísu sem ég
leyfi mér að snúa út úr“:
Skært í leirnum glóir gull
því glópar ekki ná að kuðla
og ávallt verður bullið bull
þótt bundið ekki sé í stuðla.
Síðan fór Benedikt með „hina
frægu vísu“ Jóns úr Vör:
Ekki þarf að gylla gull
gullið verður ætíð bjart;
alltaf verður bullið bull
þótt búið sé í rímað skart.
Dagbjartur Dagbjartsson spurði
hvort það hefði ekki verið Steinn
Steinarr sem bætti svo við (Tekið
úr gömlu og götóttu minni án
ábyrgðar):
Gull er gull og bull er bull,
bilið alltaf nokkurt var.
Jón er Jón og flón er flón
– en fjarlægðin er minni þar.
Jón Jens Kristjánsson vísar í DV
og yrkir:
Lekið hefur út leyniskjal
ljóst er ei hvort að því trúa skal
dofnaðar þrætur
daga og nætur
drottningin heldur með Arsenal.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Fár og fok og komin góa
KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS
Hilla 80 x 20 cm
7.450,- stk.
Skúffa 41 x 27 cm
43.950,- stk.
Skúffa 80 x 27 cm
47.950,- stk.
Stoðir 7.450,- 2. stk.
Hilla XS 42 x 13 cm.
m. stoðum. 8.950,-
PYTHAGORAS