Morgunblaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 1
VERTU MEÐ ÍBINGÓGLEÐINNI ALLT AÐ 1000 VINNINGAR Í BOÐI FYRIR HEPPNA BINGÓSPILARA! Í KVÖLD KL. 19:00 MBL.IS/BINGO TAKTU ÞÁTTFRÍTT Kostar ekkert að taka þátt! Fylgstu með / @mblmeira 24 | 02 | 2022 GARÐABÆR Skrifstofustjóri á skrifstofu innri þjónustu Forsætisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innri þjónustu Skrifstofa innri þjónustu er ein af fjórum skrifstofum ráðuneytisins samkvæmt nýju skipuriti sem tekur gildi1. apríl nk. Skrifstofan ber ábyrgð á rekstri, fjármálum og innri þjónustu þess ásamt því að vera miðstöðgæða- og umbótastarfs innan ráðuneytisins. Við leitum að öflugum leiðtoga sem er umbótadrifinn og hefur metnað og kraft til að taka þátt í að mótaog efla innri starfsemi ráðuneytisins í samvinnu við ráðuneytisstjóra og aðra stjórnendur. Við ráðningu íembættið verður horft til þátta sem skilgreindir hafa verið í stjórnendastefnu ríkisins, sem eru heilindi,leiðtogahæfni, árangursmiðuð stjórnun og samskiptahæfni. Forsætisráðherra skipar í embættið til fimm ára. Þriggja manna hæfnisnefnd, skipuð af forsætisráðherra,metur hæfni umsækjenda og skilar greinargerð til ráðherra, sbr. reglur nr. 393/2012 um ráðgefandihæfnisnefndir. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við Félagháskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Um er að ræða fullt starf og er embættið laust frá 1. apríl nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækjaum. Umsóknir skulu hafa borist eigi síðar en 3. mars 2022. Nánari upplýsingar veitir Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri í síma 545 8400, bryndis.hlodversdottir@for.is Sótt er um starfið á Starfatorgi Helstu verkefni • Rekstur og fjármál ráðuneytisins • Fjárlagagerð, framkvæmd fjárlaga og áætlanagerð • Stoðþjónusta við aðrar skrifstofur • Eftirlit og umsjón með fjárlagaliðum ráðuneytisins og stofnana þess • Umbætur og þróun í innri starfsemi ráðuneytisins • Ábyrgð á gæðamálum, skjalavistun, málaskrá, stafrænni þróun og innra upplýsingaflæði • Umsjón með fasteignum forsætisráðuneytisins og Stjórnarráðsins Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf sem nýtist í starfi, meistaragráða skilyrði • Framúrskarandi samskiptafærni og hæfni til að miðla upplýsingum • Þekking og reynsla á sviði fjármála og rekstrar • Þekking á lögum um opinber fjármál er kostur • Farsæl stjórnunarreynsla, helst innan opinberrar stjórnsýslu • Metnaður, framsýni og lausnamiðað hugarfar • Farsæl reynsla af samhæfingarverkefnum og umbótastarfi • Góð tungumálakunnátta í ræðu og riti (íslensku, ensku og einu öðru Norðurlandamáli) Stjórnarráð Íslands Forsætisráðuneytið F I M M T U D A G U R 2 4. F E B R Ú A R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 46. tölublað . 110. árgangur . Lambalæri í bláberjamaríneringu 1.557KR/KG ÁÐUR: 2.289 KR/KG Nauta ribeye-steikur 3.989KR/KG ÁÐUR: 5.699 KR/KG Grísabógsneiðar 899KR/KG ÁÐUR: 1.499 KR/KG 30% AFSLÁTTUR 40% AFSLÁTTUR 32% AFSLÁTTUR TILBOÐ GILDA 24.--27. FEBRÚAR FRÁBÆR TILBOÐ Í NÆSTU NETTÓ EINLÆGUR SKUGGA- SVEINN ÍSLENSK MATAR- MENNING Í SÖGULEGU LJÓSI 12dddde 50 Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Ragnheiður Birgisdóttir Ríkisstjórnin samþykkti í gær til- lögu heilbrigðisráðherra um að af- létta öllum sóttvarnaaðgerðum inn- anlands og á landamærunum á miðnætti í nótt. „Ég skal alveg viðurkenna að það eru blendnar tilfinningar,“ sagði Willum Þór Þórsson eftir rík- isstjórnarfundinn í gær. Annars vegar gleði yfir því að daglegt líf landsmanna væri að færast í fyrra horf. „En svo hef ég áhyggjur af heilbrigðisstofnunum. Þetta er mikið álag, þrátt fyrir að þetta hafi gengið lengi, bæði með útsjónar- semi, mikilli vinnu og mikilli auka- vinnu, þá verður þetta snúið næstu daga og vikur fyrir heilbrigðis- stofnanir.“ Bjarnheiður Hallsdóttir, formað- ur Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í gær að ferðaþjónustan fagn- aði þessari ákvörðun sem muni án efa auka áhuga erlendra ferða- manna á að koma hingað til lands. Fram undan sé að gera áætlanir miðað við þessar breyttu forsend- ur. „Nú reynum við að keyra allar vélar á fullt,“ sagði hún. Lítil hætta á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir sendi heilbrigðisráðherra tvö minnisblöð í vikunni. Í minn- isblaði um afléttingar innanlands segir m.a. að víðtækt samfélagslegt ónæmi gegn Covid-19 sé helsta leiðin út úr faraldrinum og mark- mið um 80% hjarðónæmi ætti að nást fyrir lok mars. Í minnisblaðinu um afléttingar aðgerða á landamærum segir Þór- ólfur, að hann telji að íslensku samfélagi stafi lítil hætta af þeim smitum sem koma yfir landamærin nema ef ný afbrigði komi fram er- lendis sem hegði sér öðruvísi en þau afbrigði sem þekkt eru. Aðgerðum aflétt á miðnætti - Heilbrigðisráðherra fagnar en hefur einnig áhyggjur af álagi á heilbrigðiskerfið - Reynum að keyra allar vélar á fullt, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Faraldur í tvö ár » 115 þúsund Íslendingar hafa greinst með veiruna » 60 einstaklingar hafa látist vegna Covid-19 » 1,7 milljónir sýna hafa verið tekin á heilbrigðisstofnunum innanlands » 580 þúsund sýni hafa verið tekin á landamærunum » 166 reglugerðir hafa verið settar vegna sóttvarna MÖllu aflétt... »4 og 30 _ Áformað er að reisa nýja og full- komna bálstofu á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð. Hún á að þjóna jafnt trúuðum af öllum trúar- brögðum og trúlausum af öllu land- inu. Bálstofan verður búin tveimur rafknúnum brennsluofnum með fullkomnum hreinsibúnaði sem fjarlægir alla mengun. Hún á að geta annað þörf fyrir bálfarir hér á landi næstu 50 ár. »20 Teikning/A-arkitektar Bálstofan Fyrsti áfangi er þegar risinn. Bálstofa sem mun geta þjónað öllum Skúli Halldórsson sh@mbl.is Leiðtogar aðskilnaðarsinna á svæðum þeirra í austurhluta Úkraínu óskuðu seint í gærkvöldi eftir aðstoð Vladimírs Pútíns Rússlandsfor- seta, til að „aðstoða við að hrinda á bak aftur árásum“ úkraínska hersins. Þing Úkraínu hafði rétt áður samþykkt að lýsa yfir neyðarástandi í landinu. Er því ætlað að aðstoða yfirvöld að bregðast við ógninni sem stafar af herliði Rússlands, sem var í gær sam- an komið við landamærin og þótti reiðubúið til innrásar á hverri stundu, samkvæmt mati varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Ráðuneytið hefur einnig gefið út nýjar við- varanir um líkurnar á allsherjarinnrás Rússa. Starfsmenn sendiráðs Rússlands í Kænu- garði yfirgáfu borgina í gær, degi eftir að rúss- neska þingið veitti forsetanum Vladimír Pútín leyfi til að beita hernum handan landamær- anna. Síðdegis í gær var gert ráð fyrir að fleiri en 150 þúsund rússneskir hermenn biðu frek- ari skipana umhverfis Úkraínu, í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi, aðeins fáeinum kílómetrum frá landamærunum. »2, 29 og 30 AFP Allt til reiðu fyrir innrás - Óskuðu í gærkvöldi eftir aðstoð Pútíns í Úkraínu Vígbúnaður Rússneskur hertrukkur á leið sinni eftir vegi í Rostov-héraði í Rússlandi, sem á landamæri til vesturs að Donetsk-héraði í Úkraínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.