Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022 Páll Vilhjálmsson hefur verið ið- inn við kolann. Og á daginn kom að hann hafði mun meira fyrir sér en ýmsum þótti þægilegt: - - - RÚV var með þann uppslátt um helgina að al- þjóðalögreglan Int- erpol leitaði þriggja Íslendinga, Sam- herjamanna auðvit- að. - - - Í fréttinni segir að namibískur sak- sóknari vilji ,,að mennirnir þrír beri vitni“. - - - Ha? Beri vitni? - - - Þetta eru sömu þrír mennirnir og RÚV sagði fyrir ári að væru ákærðir i Namibíu. - - - Fréttin stendur enn á heimasíðu RÚV, óleiðrétt og óuppfærð. - - - Ef einhver ætti að þekkja muninn á að bera vitni og vera ákærður þá er það RÚV. - - - En RÚV er hjartanlega sama um sannleikann. - - - RÚV hannar skáldskap eftir for- skrift þar sem sumir eru fyrir- fram sekir en aðrir saklausir. - - - Þeir sem veiða fisk og selja eru sekir. - - - Þeir sem byrla og stela eru sak- lausir.“ Páll Vilhjálmsson Vandræðagangur og vond samviska STAKSTEINAR Stefán Eiríksson Hallgrímur Jónsson frá Laxamýri, fyrrver- andi yfirlögregluþjónn og frjálsíþróttakappi, lést á Skjóli 20. febr- úar sl., 94 ára að aldri. Hallgrímur var fæddur 22. júní 1927 á Bessastöðum á Álfta- nesi en uppalinn á Laxamýri í Suður- Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru hjónin Jón H. Þor- bergsson, f. 31.7. 1882, ráðunautur hjá Bún- aðarfélagi Íslands og bóndi á Bessastöðum á Álftanesi og Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu, og Elín Vigfúsdóttir, f. 29.9. 1891, kennari og húsfreyja. Hallgrímur lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Húsavíkur 1948 og búfræðiprófi frá Bænda- skólanum á Hvanneyri 1951. Hann hóf störf hjá lögreglunni í Reykja- vík 1952, sótti námskeið hjá lög- reglunni í Reykjavík veturinn 1953- 54 og stundaði nám við lögreglufor- ingjaskóla í Bandaríkjunum veturinn 1957-58. Hallgrímur var yfirlögregluþjónn í Vestmanna- eyjum 1963-65, varðstjóri hjá lög- reglunni í Reykjavík 1966-71, fulltrúi hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík 1971-79 og for- stöðumaður Breiðholtssundlaugar í Reykjavík 1980-97, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hallgrímur var for- maður Lögreglufélags Reykjavíkur, sat þing BSRB og skrifaði bók- ina Á slóðum manna og laxa sem kom út 1985 hjá Skjaldborg. Einnig skrifaði hann bókina Reynsluslóðir lögreglumanns og íþróttakappa sem kom út árið 2009. Hallgrímur varð margsinnis Íslands- og Reykjavíkurmeistari í kringlu- kasti og setti tvö Íslandsmet í þeirri grein á árunum 1953-64. Hann er einnig methafi í kringlu- kasti og kúluvarpi öldunga. Fyrst byrjaði hann í kúluvarpi og var kominn í fremstu röð 1949 en sá að kringlukastið lá betur fyrir honum og var það síðan helsta íþróttagrein hans. Hann var lands- liðsmaður í 11 ár og valinn í lands- lið Norðurlandanna ásamt Vilhjálmi Einarssyni. Hallgrímur kvæntist 21.11. 1959 Þórunni Franz, f. 19.9. 1931, full- trúa og fyrrverandi kaupkonu. Þau áttu þrjú börn saman en fyrir hjónaband átti Hallgrímur tvær dætur. Þórunn, eiginkona Hall- gríms, átti áður tvær dætur. Andlát Hallgrímur Jónsson Opnað verður fyrir framtalsskil ein- staklinga 2022, vegna tekna ársins 2021, þriðjudaginn 1. mars nk., á sprengidaginn. Lokaskiladagur er 14. mars. Venjan hefur verið sú und- anfarin ár að veita þeim sem á þurfa að halda nokkurra daga viðbótarfrest. Í fyrra voru framteljendur 312.513 talsins og töldu þeir fram 1.320 millj- arða króna í laun og hlunnindi. Framtalið verður aðgengilegt á þjónustuvef Skattsins, www.skatt- ur.is og ber öllum þeim sem náð hafa 16 ára aldri í lok árs 2021 að skila skattframtali og telja fram tekjur sín- ar og eignir. Boðið verður upp á að panta símtal og fá aðstoð við framtalsgerð í gegn- um síma, en engin framtalsaðstoð verður í afgreiðslum Skattsins. Framtalsleiðbeiningar 2022 er til- búnar og komnar á vefinn ásamt bæklingi með einföldum framtals- leiðbeiningum þar sem stiklað er á stóru yfir það helsta sem einstak- lingar þurfa að huga að við skil á skattframtali, segir á veg Skattsins. Notast þarf við rafræn skilríki eða veflykil til auðkenningar inn á þjón- ustuvefinn við innskráningu. Lendi fólk í vandræðum með fram- talið verður hægt að hafa samband við framtalsaðstoð í síma 442-1414 eða senda fyrirspurnir á netfangið framtal@skatturinn.is. sisi@mbl.is Opnað fyrir framtöl á sprengidaginn - Hafa tvær vikur til að skila framtalinu - 312 þúsund framteljendur í fyrra Morgunblaðið/sisi Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.