Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 24.02.2022, Síða 8

Morgunblaðið - 24.02.2022, Síða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022 Páll Vilhjálmsson hefur verið ið- inn við kolann. Og á daginn kom að hann hafði mun meira fyrir sér en ýmsum þótti þægilegt: - - - RÚV var með þann uppslátt um helgina að al- þjóðalögreglan Int- erpol leitaði þriggja Íslendinga, Sam- herjamanna auðvit- að. - - - Í fréttinni segir að namibískur sak- sóknari vilji ,,að mennirnir þrír beri vitni“. - - - Ha? Beri vitni? - - - Þetta eru sömu þrír mennirnir og RÚV sagði fyrir ári að væru ákærðir i Namibíu. - - - Fréttin stendur enn á heimasíðu RÚV, óleiðrétt og óuppfærð. - - - Ef einhver ætti að þekkja muninn á að bera vitni og vera ákærður þá er það RÚV. - - - En RÚV er hjartanlega sama um sannleikann. - - - RÚV hannar skáldskap eftir for- skrift þar sem sumir eru fyrir- fram sekir en aðrir saklausir. - - - Þeir sem veiða fisk og selja eru sekir. - - - Þeir sem byrla og stela eru sak- lausir.“ Páll Vilhjálmsson Vandræðagangur og vond samviska STAKSTEINAR Stefán Eiríksson Hallgrímur Jónsson frá Laxamýri, fyrrver- andi yfirlögregluþjónn og frjálsíþróttakappi, lést á Skjóli 20. febr- úar sl., 94 ára að aldri. Hallgrímur var fæddur 22. júní 1927 á Bessastöðum á Álfta- nesi en uppalinn á Laxamýri í Suður- Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru hjónin Jón H. Þor- bergsson, f. 31.7. 1882, ráðunautur hjá Bún- aðarfélagi Íslands og bóndi á Bessastöðum á Álftanesi og Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu, og Elín Vigfúsdóttir, f. 29.9. 1891, kennari og húsfreyja. Hallgrímur lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Húsavíkur 1948 og búfræðiprófi frá Bænda- skólanum á Hvanneyri 1951. Hann hóf störf hjá lögreglunni í Reykja- vík 1952, sótti námskeið hjá lög- reglunni í Reykjavík veturinn 1953- 54 og stundaði nám við lögreglufor- ingjaskóla í Bandaríkjunum veturinn 1957-58. Hallgrímur var yfirlögregluþjónn í Vestmanna- eyjum 1963-65, varðstjóri hjá lög- reglunni í Reykjavík 1966-71, fulltrúi hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík 1971-79 og for- stöðumaður Breiðholtssundlaugar í Reykjavík 1980-97, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hallgrímur var for- maður Lögreglufélags Reykjavíkur, sat þing BSRB og skrifaði bók- ina Á slóðum manna og laxa sem kom út 1985 hjá Skjaldborg. Einnig skrifaði hann bókina Reynsluslóðir lögreglumanns og íþróttakappa sem kom út árið 2009. Hallgrímur varð margsinnis Íslands- og Reykjavíkurmeistari í kringlu- kasti og setti tvö Íslandsmet í þeirri grein á árunum 1953-64. Hann er einnig methafi í kringlu- kasti og kúluvarpi öldunga. Fyrst byrjaði hann í kúluvarpi og var kominn í fremstu röð 1949 en sá að kringlukastið lá betur fyrir honum og var það síðan helsta íþróttagrein hans. Hann var lands- liðsmaður í 11 ár og valinn í lands- lið Norðurlandanna ásamt Vilhjálmi Einarssyni. Hallgrímur kvæntist 21.11. 1959 Þórunni Franz, f. 19.9. 1931, full- trúa og fyrrverandi kaupkonu. Þau áttu þrjú börn saman en fyrir hjónaband átti Hallgrímur tvær dætur. Þórunn, eiginkona Hall- gríms, átti áður tvær dætur. Andlát Hallgrímur Jónsson Opnað verður fyrir framtalsskil ein- staklinga 2022, vegna tekna ársins 2021, þriðjudaginn 1. mars nk., á sprengidaginn. Lokaskiladagur er 14. mars. Venjan hefur verið sú und- anfarin ár að veita þeim sem á þurfa að halda nokkurra daga viðbótarfrest. Í fyrra voru framteljendur 312.513 talsins og töldu þeir fram 1.320 millj- arða króna í laun og hlunnindi. Framtalið verður aðgengilegt á þjónustuvef Skattsins, www.skatt- ur.is og ber öllum þeim sem náð hafa 16 ára aldri í lok árs 2021 að skila skattframtali og telja fram tekjur sín- ar og eignir. Boðið verður upp á að panta símtal og fá aðstoð við framtalsgerð í gegn- um síma, en engin framtalsaðstoð verður í afgreiðslum Skattsins. Framtalsleiðbeiningar 2022 er til- búnar og komnar á vefinn ásamt bæklingi með einföldum framtals- leiðbeiningum þar sem stiklað er á stóru yfir það helsta sem einstak- lingar þurfa að huga að við skil á skattframtali, segir á veg Skattsins. Notast þarf við rafræn skilríki eða veflykil til auðkenningar inn á þjón- ustuvefinn við innskráningu. Lendi fólk í vandræðum með fram- talið verður hægt að hafa samband við framtalsaðstoð í síma 442-1414 eða senda fyrirspurnir á netfangið framtal@skatturinn.is. sisi@mbl.is Opnað fyrir framtöl á sprengidaginn - Hafa tvær vikur til að skila framtalinu - 312 þúsund framteljendur í fyrra Morgunblaðið/sisi Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.