Morgunblaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022
Willum Þór
Þórsson
heil-
brigðisráðherra sá
ástæðu til að óska
landsmönnum til
hamingju með daginn þegar
tilkynnt var í gær að öllum
takmörkunum vegna kór-
ónuveirunnar yrði aflétt á
morgun, jafnt innanlands sem
á landamærunum.
Það er ekki að ástæðulausu.
Í tvö ár hefur veiran sett sinn
svip á allt daglegt líf með ein-
hverjum hætti. Þeir eru fáir,
sem ekki hafa farið í ein-
angrun eða sóttkví einhvern
tímann á þessum tveimur ár-
um.
Veiran hefur sett strik í
reikninginn með ýmsum
hætti. Börn og unglingar hafa
þurft að búa við fjarkennslu
og læra orðið staðkennslu. Fé-
lagslíf er sérstaklega mik-
ilvægur þáttur framhalds-
skólaáranna og því hefur
nánast verið aflýst undanfarin
tvö ár. Fjöldi fólks flutti skrif-
stofuna heim um tíma og jafn-
vel til frambúðar og um skeið
hvarf nánast umferðin af göt-
um höfuðborgarsvæðisins.
Ferðamennska lagðist nánast
niður og róðurinn hefur verið
þungur hjá veitinga- og öld-
urhúsum.
Veiran hefur líka höggvið
skörð, þótt blessunarlega hafi
dauðsföll af hennar völdum
verið færri hér en víðast hvar
annars staðar í heiminum.
Kórónuveiran hefur líka
reynst mörgum þung í skauti
og glíma sumir við eftirköst af
henni löngu eftir að smitið er
horfið.
Einhvern tímann hefði mátt
ætla að afnám allra takmark-
ana þýddi að tekist hefði að
ráða niðurlögum veirunnar,
en það er öðru nær. Ómíkron-
afbrigðið af veirunni hefur náð
yfirhöndinni vegna þess
hversu bráðsmitandi það er,
en um leið er það eins og út-
þynnt útgáfa af forverunum
og veldur mun léttvægari
veikindum. Þá hlýtur að vera
stutt í að einhvers konar
hjarðónæmi náist vegna
hraðrar útbreiðslu ómíkron-
afbrigðsins, hvað þá þegar
einnig er horft til þess hvað
margir hafa verið bólusettir.
Í frétt mbl.is um ákvörð-
unina í gær sagði að helstu
rökin fyrir því að aflétta öllu
væri að útbreiðsla smita væri
það mikil að takmarkanir virt-
ust ekki ná að stemma stigu
við henni. Meira að segja væru
vísbendingar um að umtals-
vert fleiri hefðu smitast en op-
inberar tölur gætu staðfest.
„Það blasir ekki við að tak-
markanir skili neinu á þessum
tímapunkti,“ sagði
heilbrigðisráð-
herra.
Það er fagn-
aðarefni að þessi
tímamót blasi við.
Af orðum Willums mætti ef til
vill ráða að í því felist einhvers
konar uppgjöf gagnvart veir-
unni að aflétta öllum hömlum,
en það er fjarstæða. Afnám
haftanna er einfaldlega rök-
rétt í ljósi stöðunnar. Þótt
smitin rykju upp með ómík-
ron-afbrigðinu stóðu innlagnir
á sjúkrahús nánast í stað og
flestir sem smituðust virðast
hafa verið fljótir að hrista
veiruna af sér. Undir þessum
kringumstæðum var erfitt að
réttlæta að hægja á atvinnulíf-
inu og setja skólastarf í upp-
nám með því að senda þús-
undir manna í einangrun og
sóttkví, enda hefur rík-
isstjórnin sýnt að hún er tibú-
in að meta aðstæður hverju
sinni og gengið mun hraðar til
verks í að afnema höft en upp-
haflega var ætlað. Ekki er
lengra síðan en í byrjun þessa
mánaðar að Þórólfur Guðna-
son sóttvarnalæknir talaði um
að hraða mætti afléttingu að-
gerða hraðar en áður hefði
verið tilkynnt og líkur væru á
að „ná í mark“ í baráttunni í
lok mars. Það er því fagnaðar-
efni að í gær var tilkynnt að á
morgun yrði skrefið stigið til
fulls, nokkrum vikum fyrr en
gert hafði verið ráð fyrir.
Aflétting allra takmarkana
þýðir ekki að veiran sé á
braut. Vitaskuld er enn
ástæða til að fara með gát og
sýna skynsemi og stjórnvöld
mælast til þess að veikt fólk
haldi sig heima og fólk fari
varlega í umgengni við við-
kvæma hópa og á heilbrigð-
isstofnunum. Það ætti ekki að
vera vandamál.
Þá er engin ástæða til að
snúa baki við því hreinlæti,
sem fólk hefur tamið sér í við-
ureigninni við veiruna, enda
er það vörn við flestum pest-
um.
Afnám allra takmarkana
markar tímamót. Því fer hins
vegar fjarri að kórónuveiran
hafi sagt sitt síðasta orð. Enn
veldur hún vandræðum á heil-
brigðisstofnunum vegna þess
að þar er mikilvægt að hemja
útbreiðslu hennar. Síðan gæti
hún komið fram í nýjum
myndum og skaðlegri og þá
þarf að taka á því. En tak-
markanirnar eiga ekki að snú-
ast um það sem gæti gerst
heldur það sem er og þess
vegna er full ástæða til að taka
undir með orðum heilbrigð-
isráðherra sem vitnað var til
hér í upphafi og óska til ham-
ingju með daginn.
Afnám allra
takmarkana á undan
áætlun léttir}
Loksins
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
A
ugu heimsins beinast nú að
Úkraínu eftir að Rússar
sendu hersveitir inn í land-
ið og hafa í hótunum um að
innlima það allt. Pútín, forseti Rússa,
fullyrðir að Úkraína tilheyri Rúss-
landi, rússneskri sögu og menningu.
Hann segir að landið hafi verið hrifs-
að af Rússum og íbúar þess eigi ekk-
ert tilkall til að vera sjálfstæð þjóð.
Rætur þessara viðhorfa forset-
ans eru djúpar. Drjúgan hluta síð-
ustu aldar, frá um 1917 til 1991, var
landið hluti Sovétríkjanna. Pútín,
sem verður sjötugur í haust, er mót-
aður af forneskjulegri heimsmynd og
menningu hinna gömlu Sovétríkja.
Hann var foringi í hinni illræmdu
leyniþjónustu KGB þegar Sovétríkin
liðuðust í sundur fyrir rúmum þrjátíu
árum, 1991. Þá gripu fjölmörg lönd,
sem innlimuð höfðu verið í Sov-
étríkin, Úkraína þar á meðal, tæki-
færið og lýstu yfir sjálfstæði. Al-
menningur í þessum löndum vildi
lýðræði, mannréttindi og lífskjör að
vestrænni fyrirmynd.
Eftir að kommúnistar náðu
völdum í Rússlandi 1917 tókst þeim
að koma Úkraínu undir sín yfirráð í
óreiðunni og upplausninni sem fylgdi
heimsstyrjöldinni fyrri. Frægasti og
jafnframt hörmulegasti atburðurinn í
sögu Úkraínu undir járnhæl Sov-
étríkjanna er hungursneyðin mikla
1932 til 1933. Talið er að um 7 millj-
ónir manna hafi látist þegar Stalín,
einræðisherra kommúnista, lét
neyða samyrkjubúskap upp á landið
og útrýma sjálfstæðri bændastétt.
Oft er talað um þessa atburði sem
þjóðarmorð og svo er gert í Úkraínu,
enda er enginn vafi á því að Stalín og
samverkamenn hans vissu vel hvað
var að gerast, gerðu ekkert til að
hindra það og bönnuðu matvælaað-
stoð erlendra þjóða.
Úkraína varð einnig illa úti í
seinni heimsstyrjöldinni. Þýskar her-
sveitir á leið til Rússlands gerðu þar
mikinn usla. Er talið að allt að 5 millj-
ónir landsmanna hafi látist af völdum
átaka á stríðsárunum og um fimmt-
ungur þeirra verið gyðingar sem
lentu í hreinsunum nasista. Úkraína
hefur löngum verið gjöfult landbún-
aðarland. Sá Hitler yfirráð yfir Úkra-
ínu sem leið til að tryggja sér hráefni
til matvælaframleiðslu og var á þeim
tíma talað um landið sem kornforða-
búr Þýskalands.
Þegar Úkraína varð sjálfstætt
lýðveldi 1991 átti það enga sögu lýð-
ræðislegra hefða. Stjórnmálamenn-
ingin var gegnsýrð spilling-
arviðhorfum kommúnistatímans og
setti það mark á viðreisnartilburði
landsins, jafnt hina pólitísku sem
efnahagslegu. Mikil spilling ein-
kenndi til dæmis einkavæðingu rík-
isfyrirtækja á þessum tíma; virðing
fyrir lýðræðislegum leikreglum var
lítil og vanþroska. Til varð áhrifamik-
il en fámenn stétt auðmanna sem
óspart skaraði eld að sinni köku og
íhlutaðist í stjórnmálin. Engu að síð-
ur stefndi Úkraína að því að innleiða
vestræna stjórnarhætti og tengjast
vestrænum ríkjum, sérstaklega ríkj-
um Evrópusambandsins (ESB) og
Bandaríkjunum.
Árið 2004 var víðtæku kosninga-
svindli beitt til að hafa sigur í forseta-
kosningum af frambjóðandanum
Viktor Jústsjenko. Það leiddi til hinn-
ar svokölluðu appelsínugulu bylt-
ingar undir lok ársins. Varð Jústsj-
enko forseti í kjölfarið, þegar nýjar
kosningar höfðu farið fram, og
stefndi markvisst að því að Úkraína
fengi aðild að ESB. Það mæltist illa
fyrir meðal fjölmennra hópa íbúa af
rússneskum uppruna, en þeir búa í
austurhluta landsins og á Krím-
skaga. Efnahagsóreiða og marg-
vísleg pólitísk óstjórn réðu því að
Jústsjenko tapaði í kosningum 2010
og tók þá við forn fjandi hans, Viktor
Janúkovítsj, fyrrum forsætisráð-
herra. Hann ákvað árið 2013 að
hætta við áformin um að tengjast
Evrópusambandinu og treysti þess í
stað böndin við Rússa og Pútín for-
seta. Og nú endurtók sig sagan frá
því tæpum áratug fyrr, almenningur
reis upp og mótmælti kröftuglega.
Landið var á barmi borgarastyrj-
aldar eftir margra mánaða mótmæli
þegar Janúkovítsj lagði niður völd og
flúði til Rússlands. Lýðræðisöfl
hlynnt vestrænu stjórnskipulagi
náðu þá stjórnartaumunum en í aust-
urhluta landsins tóku herskáir for-
ingjar rússneska þjóðarbrotsins til
sinna ráða og lýstu yfir aðskilnaði
stórra héraða frá Úkraínu. Nutu þeir
stuðnings Rússa sem sýndu afstöðu
sína í verki með því að senda herafla
til landsins og hernema Krímskaga.
Þar eru um 70 prósent íbúanna af
rússneskum uppruna en samtals er
talið að 20 prósent íbúa Úkraínu sé
Rússar.
Þetta er bakgrunnur þeirrar
stöðu sem nú er komin upp í Úkraínu
og ríkir algjör óvissa um framhaldið.
Er óhætt að segja að jafn dökk ský
hafa ekki verið yfir Evrópu síðan á
árum heimsstyrjaldarinnar síðari.
Gömul heimsmynd
flækist fyrir Pútín
AFP
Mótmæli Víða um heim hefur verið efnt til mótmæla gegn ofbeldi Rússa í
Úkraínu. Meðal annars söfnuðust menn saman á Venceslas-torginu í Prag.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Á
morgun, 25. febrúar, verður öðru
sinni öllum opinberum sótt-
varnatakmörkunum aflétt. Það
eru vissulega tímamót, rétt tæp-
um tveimur árum eftir að fyrsta
smitið vegna kórónuveirufaraldursins greind-
ist hér á landi og þegar smit hafa aldrei verið
fleiri.
Það er ekkert launungarmál að ég ásamt
öðrum þingmönnum og ráðherrum Sjálfstæð-
isflokksins hef velt upp spurningum um rétt-
mæti strangra takmarkana þegar fyrir lá að
áhrif faraldursins voru ekki jafn alvarleg og áð-
ur var talið. Stjórnmálamenn sjálfir hafa ekki
alltaf réttu svörin – en þeir eiga að spyrja réttu
spurninganna, sérstaklega þegar kynntar eru
áætlanir um að skerða verulega frelsi borg-
aranna og setja heilu og hálfu atvinnugrein-
arnar í uppnám. Það er ekki – og á aldrei að
vera – einföld ákvörðun að skerða frelsi fólks.
Við þurfum að draga lærdóm af þeim tíma sem liðinn er
og fljótt á litið myndi ég áætla að um það ríki sátt. Hvar
sem við röðum okkur á hinn hefðbundna ás stjórnmála, þá
eigum við það sameiginlegt að bera hag þjóðarinnar fyrir
brjósti og það er því eðlilegt að við ræðum af yfirvegun
um þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í, hvar mistök
voru gerð, hvað tókst vel og svo framvegis. Það liggur
ljóst fyrir að núverandi staða verður ekki rakin til þeirrar
ákvörðunar að viðhalda takmörkunum lengur en þörf var
á, heldur fyrst og fremst til þess að veiran skæða bar af
sér nýtt afbrigði.
Annar veigamikill þáttur í þessu er óttinn
sem skapast hefur. Þar bera stjórnvöld tölu-
verða ábyrgð og ég get ekki vikið mér undan
henni hafandi setið í ríkisstjórn á þessum
tíma. Við vitum að það eiga sér stað óvæntir
atburðir, jafnvel atburðir sem setja líf okkar
úr skorðum til skemmri eða lengri tíma, en
getum þó ekki látið óttann stjórna ákvörð-
unum okkar eða lífsháttum til lengri tíma. Við
verðum að meta ótta við veiruna í réttu sam-
hengi við aðrar áskoranir í lífinu, hvort sem
þær hafa áhrif á heilsufar eða annað. Við þurf-
um því að finna leiðir til að yfirstíga ótta og
halda áfram með líf okkar.
Enn annað er umræðuhefðin sem skapast
hefur í faraldrinum. Það er enginn sem getur
tekið sér það vald að ákveða hvað má ræða og
hvað ekki, hvenær, hvernig og á hvaða vett-
vangi. Það er enn verið að safna saman vís-
indalegum gögnum um upphaf, áhrif og afleiðingar veir-
unnar, við vitum ekki enn hvort og þá hvaða áhrif veikindi
hafa til lengri tíma og þannig mætti áfram telja. Við vitum
heldur ekki hvaða efnahagslegu eða félagslegu afleiðingar
aðgerðir hins opinbera munu hafa, en þær eru ekki síður
mikilvægar.
Við fögnum vissulega núverandi stöðu en vonum um
leið að staða síðustu tveggja ára hafi kennt okkur að tak-
ast á við áskoranir með fjölbreyttari hætti en þeim að
grípa strax til skerðingar á frelsi fólks. aslaugs@althingi.is
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Lærdómur, ótti og umræða
Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen