Morgunblaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 41
ast. Um leið og við stígum inn í íbúðina hennar og Sigga, sé ég að það er ekki ástæða til að ör- vænta. Íbúðin er eins langt frá því að vera nokkuð í líkingu við ópersónulegu blokkina. Ég svip- ast um og skoða húsgögnin á meðan ég tek inn þá hugmynd, að frænka mín bjó eins og hún hló, það hreinlega víbraði öðru- vísi í kringum hana. Heimilið hennar bar svip konu, sem studdi sig ekki við ríkjandi strauma og stefnur þess tíma, hún vildi gull, fjaðrir og bleikt pluss og ef hún hefði getað skreytt með perlum líka, þá hefði hún gert það. Sum heimili eiga það til að líta út eins og þú eigir alltaf von á fólki í kokteil- boð og hennar heimili í Ljós- heimunum var dálítið þannig. Í Barcelona er planið að fara út að borða, Auda og Siggi eru í heimsókn í borginni einu sinni sem oftar, þar sem ég hafði búið í nokkur ár. Þau bjóða út að borða öll kvöld og mér finnst ekki leið- inlegt að eiga frænku, sem elsk- aði að borða góðan mat jafn mik- ið og ég sjálf. Það var alfarið í mínum höndum að leiða þau um veitingastaði borgarinnar og það var ekki bara borðað mikið, held- ur líka talað um mat. Þegar tek- ur að líða að lokum dvalarinnar hjá þeim hjónum kemur hún færandi hendi, gjafakassi með Hermés-ilmvatni, sem hún hafði ákveðið að kaupa handa mér, en það áttum við líka sameiginlegt, áhugann á góðum ilmvötnum og snyrtivörum, það og matur hefur skipað stóran sess í okkar lífi. Ég kveð þessa góðu konu með hlýju í hjarta og vona að ég hafi náð að tileinka mér nokkra af hennar góðu kostum. Hún fékk að fara eftir erfiðan tíma og þung veikindi og það er léttir að vita að því er lokið. "Alright dar- ling" var hún vön að segja þegar fór að líða að kveðjustund og svo fylgdu plön um næsta stefnumót. Ég kveð hana hér með þessum sömu orðum og þakka fyrir allt sem hún sýndi mér, en þó helst æðruleysið og ræktarsemina og segi takk fyrir allt darling. Auður Gná Ingvarsdóttir. MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022 ur Þóru stoð og stytta og börnun- um besta fyrirmynd. Eftir að strák- arnir fæddust höfum við eytt talsverðum tíma saman, ferðast er- lendis og innanlands, farið á tón- leika og í leikhús og nú síðustu ár borðað saman yfirleitt alla sunnu- daga með spjalli um nýjustu vend- ingar í pólitík og landsmálaum- ræðu og koníaksstaupi í eftirrétt. Didda var ráðagóð og sterk. Hún var vinur vina sinna og rækt- arsöm við fólkið sitt allt. Drífandi samfélagshetja sem vissi ekkert betra en að vera boðið í gleði og djamm og ekkert verra en að lenda í því að vera boðið í eitthvað tvennt á sama tíma svo útlit væri fyrir að misst yrði af einhverri skemmtun. Hún hafði leiftrandi frásagnargáfu og öfundsvert innsæi á menn og málefni líðandi stundar. Síðustu sögurnar af fólki voru frásagnir af félögum í „athvarfinu“, dagvist aldraðra í Þorraseli, þar sem næmni hennar og kímnigáfa sáu óborganlegar hliðar á hversdags- legum uppákomum. Það er einhvern veginn ekki sjálfgefið að komast í gegnum ým- iskonar erfiðleika, barnsmissi og allt sem mætt getur á langri lífsleið en eiga samt lífsþrek og þrótt til að vera fyrirmynd og forystukona. Það eru eiginleikar sem Didda var prýdd og eiginleikar sem hún skil- ur eftir í hugum og verkum fólksins síns. Elsku Sólveig, Alla Dóra, Magnús og Þóra mín, þið hafið þennan kraft með ykkur og haldið eins vel utan um fólkið ykkar og hún gerði. Hvíl í friði. Þín Ásdís (Dísa). ✝ Magnús Einar Sigurðsson fæddist 24. apríl 1949 á Ísafirði. Hann lést á heimili sínu í Skärv í Sví- þjóð 1. febrúar 2022. Foreldrar Magn- úsar voru hjónin Sigurrós Jóns- dóttir, hárgreiðslu- meistari Þjóðleik- hússins, f. 14. september 1912, d. 17. maí 1993 og Sigurður Halldórsson skrifstofumaður, f. 9. desember 1909, d. 23. maí 1965. Bæði voru þau fædd og uppalin í Reykjavík, Sigurrós í Lambhóli í Skerjafirði og Sig- urður á Laufásvegi. Magnús ólst upp í Reykjavík. Magnús var yngstur fjögurra systkina. Þau voru: Halldór Gunnar Sigurðsson, f. 5. desem- ber 1936, d. 26. ágúst 1962, kona hans Anna Sigurjónsdóttir, f. 2. ágúst 1935, d. 17. júlí 2007. Ragnhildur Jónína Sigurð- ardóttir, f. 5. nóvember 1941, maður hennar Jes Einar Þor- steinsson, f. 5. september 1934. Guðrún Sigurðardóttir, f. 20. júlí 1944. Fyrri maður hennar Jónas Georgsson, f. 29. nóv- ember 1942, seinni maður henn- ar Bjarni Haraldsson, 23. nóv- ember 1947. ber 2011, Sigrid Sól, f. 4. októ- ber 2013 og Levi Ask, f. 2. júní 2017. Magnús var menntaður prentari og lærði iðn sína í prentsmiðjunni Odda á árunum 1968-72 og starfaði þar til 1976 er hann flutti til Borås í Svíþjóð. Þar starfaði hann hjá prent- smiðju Västgöta-Demokraten í Borås til ársins 1979 er hann flutti til Íslands á nýjan leik. Hann starfaði hjá prentsmiðju Þjóðviljans árið 1988 og prent- smiðju Morgunblaðsins 1988- 1990. Árið 1991 flutti hann á nýjan leik til Svíþjóðar og starf- aði hjá Götene Trykkeri árin 1991 til 1992. Magnús var mjög virkur í félagsmálum og varði stórum hluta starfsævi sinnar í þeirra þágu. Magnús hóf afskipti af fé- lagsmálum prentara strax á námsárum sínum. Hann var for- maður Prentnemafélagsins í Reykjavík 1968-1969, formaður Iðnnemasambands Íslands 1969- 1970 og 1971-1972, ritari Hins íslenska prentarafélags (HÍP) 1973-1976, varaformaður HÍP 1980, fyrsti formaður Félags bókagerðarmanna 1980-1988, ritstjóri Prentarans 1980-1988, í stjórn deildar 47 Skara, formað- ur bókagerðarmanna í Västra Götlanda og í stjórn Grafiska Fackförbundet, Svíþjóð. Síðustu ár starfsferils síns var hann starfsmaður félagsins. Hann var kjörinn heiðursfélagi Grafíu stéttarfélags 2018. Magnús verður jarðsunginn frá Skärvs kyrkan, Svíþjóð, í dag, 24. febrúar 2022. Fyrri eiginkona Magnúsar var Guð- björg Jónsdóttir, f. 26. júní 1953. Gengu þau í hjóna- band 8. ágúst 1970 og skildu 1981. Þau eiga tvo syni, þeir eru: Hrafn Magn- ússon, búsettur á Íslandi, f. 12. apríl 1970. Á hann þrjú börn: Freyju Sjöfn, f. 27. október 1988, Svein Magn- ús f. 15. apríl 1991 og Guðbjörgu Svölu f. 16. maí 1999. Sölvi Snær Magnússon, búsettur á Íslandi, f. 8. apríl 1972. Hann á fjögur börn: Bessa, f. 12. apríl 1996, Daða Stein, f. 28. mars 2002, El- ísabetu Önnu, f. 3. maí 2009 og Friðrik Hrafn, f. 25. júlí 2014. Eiginkona Magnúsar er Kicki Borhammar, f. 31. ágúst 1955. Þau gengu í hjónaband 31. des- ember 1984. Eiga þau tvo syni: Emil Magnúsarson Borhammar, búsettur í Svíþjóð, f. 27. maí 1982, hans kona er Isa Kristina Helena Andersson, f. 7. desem- ber 1983. Þau eiga tvær dætur: Lo, f. 3. september 2014 og Siri, f. 9. apríl 2017. Einar Magn- úsarson Borhammar, búsettur í Svíþjóð, f. 8. febrúar 1984, hans kona er Gabriella Jakobsson, f. 22. júní 1983. Þau eiga þrjú börn: Ágústu Lo, f. 12. desem- Pabbi minn, Magnús Einar Sig- urðsson, er látinn. Pabbi var hugsjónamaður og pínu öðruvísi en pabbar vina minna í æsku, hárprúður og listrænn; gekk um í flauelsjakkafötum og keyrði á Skoda, þegar fátt þótti hallærislegra en Skodi. Hann gaf mér yfirleitt bækur í afmælis- og jólagjafir þegar ég var barn og unglingur. Ég kunni ekki að meta það þá, en gerði það síðar. Þegar ég kom í heimsókn á skrifstofuna hans hjá Félagi bóka- gerðarmanna, til að biðja um pen- ing fyrir bíó eða blandi í poka, gaf hann alltaf þeim vinum mínum sem ég var með í heimsókninni jafn mikinn pening og mér. Já, hann pabbi var nefnilega hug- sjónamaður, jafnréttissinni og verkalýðsforingi. Hann var virtur af samherjum sem og mótaðilum í samningaviðræðunum og kjara- deilum. Pabbi og mamma skildu þegar ég var 7 ára og það var afar þung- bært fyrir okkur bræður. En svo kvæntist hann aftur henni Kicki og við eignuðumst tvo bræður, sem eru mér afar kærir vinir í dag. Pabbi flutti til Svíþjóðar þegar ég var 19 ára og það var oft og tíð- um einmanalegt að geta ekki með auðveldum hætti hitt pabba sinn. En við bættum það svo sannarlega upp seinna meir, með heimsóknum hvert sumar í mörg ár til Svíþjóð- ar, þegar ég var sjálfur orðinn faðir og fór með börnin mín að hitta afa/ pabba. Þær heimsóknir eru eldi- viður minninga minna um pabba minn núna og fjölskylduna mína í Svíþjóð. Börnin mín elskuðu að vera þar og ég veit að pabbi elskaði það líka. Nokkrum dögum fyrir andlát hans fór ég til Svíþjóðar og fékk tækifæri til þess að kveðja hann. Ég er svo þakklátur fyrir það. Saman áttum við nokkra góða daga, þar sem við spjölluðum og kvöddum hvor annan, sáttir og fullir af ást. Takk fyrir allt elsku pabbi minn. Ég er kominn upp á það allra þakka verðast, að sitja kyrr í sama stað og samt að vera að ferðast. (Jónas Hallgrímsson) Kicki, þú passar upp á Skogsbrynet og strákana. Hinsta kveðja, Sölvi Snær Magnússon og börn. Faðir minn lést á heimili sínu 1. febrúar eftir langvarandi veikindi. Æskuár hans voru stundum erfið, skilnaður foreldranna, frá- fall eldri bróður og föður hans þegar hann var 16 ára mótuðu hann. Samúðartilfinning og hæfn- in til að hlusta þróaðist frá unga aldri. Magnús vann stóran hluta ævi sinnar í þágu stéttabaráttu prentara á Íslandi og í Svíþjóð. Samstaða vinnandi fólks var mik- ilvægasti púslubitinn í að koma samfélaginu í átt að auknu jafn- rétti. Þess vegna beindi hann orku sinni í stéttarfélagshreyfinguna og kaus að líta á sig aðallega sem stéttarfélagsmann en lét það vera að taka þátt í flokkspólitíkinni. Magnús var áhugasamur um póli- tíska atburði og tók oft afstöðu á móti átökum og stríði í þágu friðar og samstöðu. Eftir marga ára starf innan stéttarfélagshreyfingarinnar í Reykjavík í lok sjötta áratugarins og byrjun þess áttunda fór hann til Svíþjóðar. Félagslegar umbæt- ur og framfarir innan velferðar- kerfisins höfðu bætt lífsskilyrði verkamanna. Magnús dýpkaði þekkingu sína á stéttafélagshreyf- ingunni ásamt því að vinna sem prentari. Eftir nokkur ár í Svíþjóð sneri hann aftur til Íslands. Hann kom meðal annars að stofnun Fé- lags bókagerðarmanna og var fyrsti formaður þess (1980-1988). Frá 1990 fram að andláti bjó Magnús með fjölskyldu sinni í Sví- þjóð. Í frítíma sínum málaði hann og orti kvæði. Hann sinnti fleiri trúnaðarstörfum og sat í stjórn Grafiska Fackförbundet uns hann fór á eftirlaun 2014. Geðræn veikindi lögðust á und- irritaðan og í mörg ár sinnti faðir minn enduhæfingu minni. Hann var alltaf vinalegur, valdi orð sín af umhyggju og reiddist aldrei. Samúð, þolinmæði og þrek ein- kenndi skapgerð hans, eitthvað sem skipti sköpun í löngu endur- hæfingarferli mínu. Ást hans var endalaus. Stuðningur hans og móður minnar varð það mikilvæg- asta við að öðlast heilbrigðara líf. Þegar tryggasta stoðin og besti vinur minn er látinn hefur lífið orðið svartara en svartasta prent- sverta. En hlýja hans og viska verður til staðar innra með mér og mun leiða mig áfram. Með hlýju, tilfinningu fyrir óréttlæti og staðfasta trú á betri heim varðveitum við arfleið hans. Faðir minn, blessuð sé minning þín. Einar Magnúsarson Borhammar. Þar sem ég sit hér og skrifa minningarorð um þig, elsku móð- urbróðir minn, gnauðar vindurinn. Gnauðið lýsir ágætlega hvernig sál- arlífið hefur verið á þessum dögum síðan þú kvaddir okkur allt of fljótt. Þrátt fyrir þessa miklu sorg sem nístir hjarta mitt og depurð í sinni rifja ég upp góðu stundirnar sem við áttum saman og fyrir þær er ég þakklátur. Þakklátur fyrir að hafa getað heimsótt ykkur svona oft til Sví- þjóðar og fengið að upplifa lífið ykkar þar. Skemmtilegu fótbolta- leikina sem við lékum oft langt fram á kvöld þar sem afleiðingarn- ar urðu í eitt skipti þær að ég var sundurétinn á fótleggjunum af mýi. Eins var það ævintýri líkast þegar við fórum í lautarferð í hellirign- ingu þar sem það varð að gefa svöngu fólki að borða. Þarna skildi ég notagildi regnhlífa í fyrsta sinn, komandi frá Íslandi. Indælu skoð- unarferðirnar um svæðið ykkar þar sem ýmis kennileiti Suður- Sví- þjóðar voru skoðuð. Að auki má ekki gleyma öllum skógartúrunum og sundferðunum í vötnunum í kringum ykkur. Allt gladdi þetta mig en mest gladdi mig samveran með ykkur og spjallið um heima og geima. Þakklæti er mér líka efst í huga þegar ég hugsa til allra heimsókn- anna ykkar til Íslands. Það var töfrum líkast hvað þið náðuð góðri tengingu við syni okkar Guðbjarg- ar og fyrir það er ég yfirmáta þakk- látur. Þið eigið stóran stað í hjarta þeirra. Þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þér sem mjög skapandi ljóðskáldi. Það er ómetanlegt að hafa staðið í bréfaskriftum öll þessi ár. Þú handskrifaðir öll þín bréf en ég tölvunördinn skrifaði þau í tölvu. Við ræddum margt bréfleiðis og það þroskaði ungan mann að standa í bréfaskriftum við þig. Bréfin þín innihéldu ætíð ljóð og oft fleiri en eitt. Ljóðin þín tóku á öllu sem var að gerast í samfélaginu og þú kjarnaðir ástandið vel í knöppu formi ljóðsins. Á mínu heimili var hvert ljóð eftir þig lesið upphátt og oftar en ekki nokkrum sinnum. Upplestrinum fylgdi iðulega um- ræða um efni þess. Þú varst líka Magnús Einar Sigurðsson mjög frambærilegur teiknari og málari. Myndirnar þínar hanga uppi á vegg hjá mér og öllum þeim sem þykir svo vænt um þig. Mynd- irnar þínar bera keim af ljóðlist þinni, í þeim ert þú oftar en ekki að taka á samfélagsmeinum. Þú gafst mörgum mikið með list þinni. Þakklátur fyrir að hafa kynnst þér sem fjölskyldumanni. Þú varst mikill pabbi. Studdir drengina í því sem þeir voru að gera og greipst þá þegar gaf á bátinn. Þú naust þess líka að vera afi og sinntir barna- börnum þínum af alúð og ást. Þú varst líka ástríkur eiginmaður og það var unaður að fylgjast með samheldni ykkar Kicki. Samband ykkar var dásamlegt og alltaf gott að vera í návist ykkar. Eins og ég segi, ein af mínum stærstu áhrifa- völdum. Mikill er missir Kicki og strák- anna þinna. Það er hörmulegt að missa þig svo fljótt en ég er þakk- látur fyrir að hafa verið þátttakandi í lífshlaupi þínu. Ég sendi Kicki, strákunum, tengdadætrunum, barnabörnum og barnabarnabörn- um mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Sigurður Halldór Jesson. Magnús Einar Sigurðsson prentari var fyrsti formaður Fé- lags bókagerðarmanna og heiðurs- félagi Grafíu stéttarfélags. Ég vil minnast félaga míns í nokkrum orðum og gríp niður í hans eigin frásögn: „Allt fór á fleygiferð þegar ég fór á námssamning í setningu í Odda hjá þeim mæta manni Baldri Eyþórssyni. Í Odda voru margir frábærir félagar, ef ekki allir. Þar var mikil umræða um félagsmál og stéttabaráttuna svo samhliða því að nema setningu var maður í stöð- ugri félagsmálafræðslu hjá þeim Jóni Ágústssyni, Lúther Jónssyni, Ellert Ág. Magnússyni, Meyvant Hallgrímssyni, Gísla Guðjónssyni, svo bara nokkrir séu nefndir. Stef- án Ögmundsson hafði einnig mikil áhrif á félagsmálaáhuga okkar nemanna. Sem sagt fljótlega fór ég að skipta mér af félagsmálum okk- ar bókagerðarmanna. Var valinn formaður nemafélagsins og síðar Iðnnemasambands Íslands. Þegar námi lauk lenti ég í stjórn Hins ís- lenska prentarafélags sem ritari. Árið 1976 flutti ég til Borås í Sví- þjóð og hóf störf á dagblaði sem bar nafnið Västgöta Demokraten og þar hélt „félagsmálafræðslan“ áfram því þar var mikil umræða um þjóðfélagsmál og stéttabaráttu og ég tók þátt í námskeiðum um réttindamál verkafólks á hinum ýmsu sviðum. Þarna starfaði ég til ársloka 1979 og kom þá heim og hóf störf á skrifstofu Hins íslenska prentarafélags og starfaði þar með þeim mæta félaga Ólafi Emilssyni. Í hönd fóru síðustu ár HÍP, BFÍ og Grafíska sveinafélagsins. Unnið var ötullega að sameiningu þeirra. En áður var ég kosinn varaformað- ur HÍP. Ég var svo kosinn formað- ur hins nýstofnaða félags, Félags bókagerðarmanna, og gegndi for- mennsku í átta ár, en gaf þá ekki kost á mér til endurkjörs og hóf aft- ur störf í faginu hjá Mbl. og síðar Prentþjónustunni. Á fyrstu árum FBM voru hörð átök við samtök at- vinnurekenda sem enduðu með verkföllum. Höfuðdeilan var um að rétta kjör þeirra sem minnstu laun- in höfðu, þ.e. aðstoðarfólksins, en þar voru konur í miklum meiri- hluta. Þau átök sem áttu sér stað á þessum fyrstu árum þjöppuðu fé- lagsmönnum enn betur saman. Ég flutti aftur til Svíþjóðar árið 1991 og hóf störf í Götene tryckeri. Þar starfaði ég í tvö ár. Fljótlega fór ég í skammtímaverkefni á veg- um verkalýðshreyfingarinnar. Ég var kosinn formaður bókagerðar- manna í Västra Götaland og í stjórn Grafiska Fackförbundet. Síðar var ég svo ráðinn starfsmað- ur GF í VG þar til ég fór á eftirlaun 65 ára. Á þessum árum í Svíþjóð var ég svo heppinn að félagar mínir í FBM fólu mér að vera með á fund- um erlendis sem túlkur og það var verulega gaman að hitta og starfa í nokkra daga með félögum að heim- an.“ Eins og fram kemur að ofan átti Magnús stóran þátt í að leiða bóka- gerðarmenn saman á sínum tíma og leggja grunn að því sem við byggjum enn sterka stöðu félags- ins á. Hann var kjörinn heiðurs- félagi Grafíu 2018. Grafía stéttarfélag sendir sam- úðarkveðjur til Kicki Borhammar og fjölskyldu Magnúsar og þakkar honum óeigingjarnt starf í gegnum árin en hann helgaði líf sitt verka- lýðsbaráttu. Blessuð sé minning félaga okkar Magnúsar Einars Sigurðssonar. Georg Páll Skúlason formaður Grafíu - Fleiri minningargreinar um Magnús Einar Sigurðs- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. - Fleiri minningargreinar um Sigríði Erlu Smith bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR MAGNÚSSON, Brekkugötu 56, Þingeyri, lést á Eyri hjúkrunarheimili á Ísafirði föstudaginn 18. febrúar. Útförin fer fram frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 26. febrúar klukkan 14. Útförinni verður streymt á facebook-síðu Þingeyrarprestakalls hins forna. Hlekk á streymi má einnig nálgast á www.mbl.is/andlat. Kristín Kristjánsdóttir Þórhallur Gunnlaugsson Izabela Lecka Þorgerður Gunnlaugsdóttir Höskuldur Brynjar Gunnarss. Bergþór Gunnlaugsson Alda Agnes Gylfadóttir barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.