Morgunblaðið - 24.02.2022, Side 29
FRÉTTIR 29Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022
Sendiráð Rússa á Íslandi sendi í gær
frá sér tilkynningu til Morgunblaðs-
ins, þar sem stjórnvöld í Úkraínu
eru sökuð um að hafa framið stríðs-
glæpi og glæpi gegn mannkyni gegn
eigin þjóð. Þá sakar sendiráðið vest-
ræn ríki um afneitun varðandi viður-
kenningu Rússa á Donbass-héruð-
unum, þar sem þau séu hrædd um að
„allur sannleikurinn“ um þessa
glæpi, sem vestræn ríki væru þá
meðsek um, komi í ljós.
Í tilkynningu sendiráðsins segir
að stjórnarher Úkraínu hafi árið
2014 viljandi skotið með fallbyssum
á borgir, sem voru á víglínunni við
aðskilnaðarsinna í Luhansk-héraði,
með þeim afleiðingum að rúmlega
2.000 manns fórust, þar af 35 börn. Í
bréfinu segir að Úkraínumenn hafi
skotið á sjúkrahús, líkhús, skóla og
kirkjugarða.
Þar segir einnig að frá desember
2021 hafi rúmlega 16 grafir fundist,
bæði fjöldagrafir og fyrir einstak-
linga, og að í einni þeirra hafi fundist
líkamsleifar fjögurra mánaða gam-
als barns. Í heildina hafi 292 lík verið
rannsökuð og er meirihluti þeirra
konur og gamalmenni.
Í niðurlagi tilkynningarinnar seg-
ir að vesturveldin séu að styðja ekki
bara þjóðarmorð, heldur einnig mis-
munun á því hvaða raddir megi
heyrast, þar sem einungis hlið Úkra-
ínumanna sé leyfð. „Íbúar Donbass-
héraðanna, samkvæmt Vesturlönd-
um, eru ómenni sem ljúga og rægja
Úkraínustjórn. Hvar eru lýðræðið
og mannréttindin?“ segir meðal ann-
ars í tilkynningu Rússa.
Ljósmynd/Rússneska sendiráðið
Uppgröftur Rússneska sendiráðið
segir að þessi mynd sýni uppgröft
fjöldagrafar í þorpinu Sokogorovka.
Saka Úkraínu
um stríðsglæpi
- Segjast hafa fundið fjöldagrafir
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Stjórnvöld í Úkraínu kölluðu í gær út
varalið sitt vegna yfirvofandi innrás-
ar Rússa, en Bandaríkjamenn vör-
uðu í gær stjórnvöld í Kænugarði við
því að herlið Rússa væri nú í fullri
viðbragðsstöðu fyrir allsherjarinn-
rás. Áætla leyniþjónustustofnanir
Bandaríkjanna að Rússar muni senn
sækja fram á öllum vígstöðvum, en
um 80% herafla þeirra við landa-
mærin er nú í árásarstöðu. Liz
Truss, utanríkisráðherra Breta
sagði í gær að Kænugarður væri lík-
legasta takmark innrásarinnar.
Úkraínska þingið ræddi hvort lýsa
ætti yfir neyðarástandi næstu 30
daga, en það myndi heimila héraðs-
stjórnum og öryggissveitum að taka
upp aukið eftirlit og setja upp vega-
tálma.
Risastór netárás lamaði heimasíð-
ur stjórnvalda um eftirmiðdaginn í
gær, en þar á meðal voru heimasíður
úkraínska stjórnarráðsins og utan-
ríkisráðuneytisins. Náði netárásin
einnig til nokkurra banka, en þeir
náðu að flytja netþjónustu sína ann-
að til að verjast henni.
Þá tilkynntu Rússar að þeir hygð-
ust flytja allt starfsfólk sendiráða
sinna frá Úkraínu til þess að „verja
líf þeirra.“ Hafa sjónarvottar í ná-
grenni sendiráða og ræðismannsbú-
staða Rússa séð reyk leggja frá
sendiráðunum undanfarna daga, þar
sem verið var að brenna skjöl, en
slíkt er jafnan gert þegar til stendur
að loka sendiskrifstofum. Var rúss-
neski fáninn dreginn niður við sendi-
ráðið í Kænugarði í gær.
Framtíð Evrópu undir
Volodimír Zelenskí, forseti Úkra-
ínu, fundaði í gær með leiðtogum
Póllands og Litháen, og sagði að rík-
in þrjú stæðu sameinuð í þeirri trú
að framtíð öryggismála Evrópu lægi
nú undir atburðum í Úkraínu.
„Úkraína þarf tryggingar í varn-
armálum sínum. Skýrar, nákvæmar
og tafarlausar,“ sagði Zelenskí og
bætti við að Rússland ætti að vera
eitt þeirra ríkja sem myndi gefa skýr
fyrirheit um öryggi Úkraínu.
Áætlað er að um 200.000 hermenn
séu nú undir vopnum í Úkraínuher,
en fyrirskipun Zelenskís um að kalla
út varaliðið mun þýða að um 250.000
varaliðsmenn á aldrinum 18 til 60 ára
muni brátt verða kvaddir í herinn.
Þá hvöttu stjórnvöld í Úkraínu til
þess að þeir Úkraínumenn sem búa í
Rússlandi yfirgefi land hið fyrsta, en
um það bil þrjár milljónir Úkraínu-
manna eru taldar vera búsettar þar.
Hættustund fyrir heiminn
Antonio Guterres, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði
við því í gær að nú væri uppi hættu-
stund fyrir allan heiminn, sem gæti
leitt til neyðarástands sem myndi
vara í mörg ár.
Nágrannaríki Úkraínu í vestri
hafa undirbúið sig fyrir flóttamanna-
straum, en Linda Thomas-Green-
field, sendiherra Bandaríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum áætlaði í gær
að allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu
gæti leitt til þess að um fimm millj-
ónir Úkraínumanna myndu fara á
flótta.
Stjórnvöld í Póllandi sögðu í gær
við AFP-fréttastofuna að þau hefðu
undirbúið sig um nokkra hríð vegna
ástandsins við landamæri Úkraínu,
en þau áætluðu í janúar síðastliðnum
að Pólland gæti tekið á móti allt að
einni milljón flóttamanna frá Úkra-
ínu. Þá hafa Rúmenía, Ungverjaland
og Slóvakía einnig undirbúið sig fyr-
ir stóraukinn fjölda flóttamanna frá
Úkraínu komi til allsherjarinnrásar
Rússa, og telja Rúmenar sig geta
tekið á móti allt að hálfri milljón
manns.
Rússar muni svara fyrir sig
Vesturveldin hafa nú tilkynnt um
fyrstu umferð refsiaðgerða vegna
upphafs innrásar Rússa, og sagði
Joe Biden Bandaríkjaforseti í fyrra-
kvöld að frekari aðgerðir væru í
burðarliðnum ef innrásin héldi
áfram.
Meðal þeirra aðgerða sem Banda-
ríkjamenn og Bretar hafa sett á eru
hömlur á endurfjármögnun ríkis-
skulda Rússlands, og Þjóðverjar
hafa stöðvað framgang Nord Stream
2-jarðgasleiðslunnar. Tilkynnti Bi-
den í gærkvöldi að Bandaríkjamenn
myndu einnig leggja refsiaðgerðir á
Nord Stream 2-verkefnið og helstu
framkvæmdastjóra þar.
Rússnesk stjórnvöld hétu því í
gær að þau myndu svara refsiað-
gerðum Bandaríkjamanna af fullri
hörku. Sagði í tilkynningu rússneska
utanríkisráðuneytisins að svar
Rússa yrði ekki endilega samsvar-
andi, en að það yrði „vel stillt og við-
kvæmt fyrir Bandaríkin“.
Þá sagði í tilkynningunni að Rúss-
ar hefðu sannað að þeir gætu tak-
markað skaðann af refsiaðgerðum
vesturveldanna, sem hefðu engin
áhrif á einbeittan vilja Rússa til að
verja hagsmuni sína.
Varalið kallað út vegna innrásar
- Bandaríkjastjórn segir að árás Rússa geti komið á hverri stundu - Risastór netárás lamaði heimasíð-
ur úkraínskra stjórnvalda - Búist við um fimm milljónum flóttamanna - Hóta svari við refsiaðgerðum
AFP
Samstaða Samstöðumótmæli með Úkraínu og gegn innrás Rússa voru í nokkrum borgum Evrópu í gær, þar á með-
al París, Kaupmannahöfn og Berlín, þar sem Brandenborgar-hliðið fræga var lýst upp í fánalitum Úkraínu.
AFP
Herkall Úkraínskir hermenn eiga hér stund milli stríða við víglínuna í Luh-
ansk. Varalið úkraínska hersins var í gær kallað út vegna innrásar Rússa.
Viltu láta sumarhúsið
vinna fyrir þig?
Við höfum yfir 20 ára reynslu í
útleigu sumarhúsa á Íslandi til
traustra erlendra ferðamanna.
Við gerum það eins einfalt og
áreynslulaust og mögulegt
er fyrir eigendur að leigja út
sumarhúsið sitt.
Við bjóðum persónulega ráðgjöf, frábært
samstarf og hnökralausa útleigu á húsinu þínu.
Kynntu þér málið nánar á viator.is/eigendur
Við sjáum um öll samskipti við gesti
Öflug markaðssetning á erlendum mörkuðum
Það kostar ekkert að vera á skrá
Grensásvegur 5, 108 Reykjavík info@viator.isViator 544 8990