Morgunblaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022 Styrkir til krabbameins- rannsókna Nýjar áskoranir – nýjar leiðir milljónum úthlutað 316 styrkir veittir 58 Berglind Ósk Einarsdóttir rannsakar hvernig sortuæxlisfrumur komast hjá því að vera drepnar af ónæmiskerfinu. Verkefnið „Hlutverk MITF í hindrun ónæmissvars sortuæxla” hlaut 6,2 milljón kr. styrk úr sjóðnum árið 2021. „Það er brýn þörf á að draga úr skaðlegum áhrifum doxórúbicíns á hjarta og bæta þannig verulega lífsgæði krabbameinssjúklinga.“ George Kararigas hlaut 10 milljónir króna styrk úr sjóðnum 2021. Guðrún Valdimarsdóttir rannsakar meinvarpsmyndun brjóstakrabba- meins. Verkefnið „Æxlingar úr brjóstakrabbameinssjúklingum meðhöndlaðir með æðaþelssértækum sameindalyfjum - Samanburður á frumæxlum og meinvörpum í ólíkum undirgerðum brjóstakrabbameins” hlaut 8,6 milljón kr. styrk úr sjóðnum árið 2021. Dæmi um rannsóknarverkefni sem styrkt eru af sjóðnumMarkmið Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins er að efla rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Fjölbreytt rannsóknarverkefni eru styrkt af Vísindasjóðnum. Sérstaklega er hvatt til umsókna til klínískra rannsókna og rannsókna sem tengjast börnum og unglingum. Stofnfé sjóðsins eru styrkir og gjafir frá almenningi og fyrirtækjum um allt land. Við þökkum öllum velunnurum félagsins. Með ykkar stuðningi varð stofnun sjóðsins að veruleika. Óskað er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum • Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og aðrar upplýsingar er að finna á www.krabb.is/visindasjodur/ • Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti þriðjudaginn 22. mars • Umsóknir skal senda rafrænt á visindasjodur@krabb.is • Hámarksupphæð styrks er 10 milljónir króna • Styrkur vegna sama verkefnis er veittur að hámarki í þrjú ár Hægt er styrkja sjóðinn á krabb.is eða í síma 540 1900 Sjálfstæðisstefnan er samþætting frjáls- lyndra og íhalds- samra gilda. Þannig varð okkar flokkur til. Ég fylgi þeirri stefnu með áherslu á að einstaklingsfrelsið sé kjarninn í þeirri hugmyndafræði. Ég er varabæj- arfulltrúi og hef setið í fjölskylduráði frá 2018. Jafnframt er ég formaður samráðshóps um málefni fatlaðra og varaformaður Sjálfstæðisfélags Garðabæjar síðan árið 2018. Árin 2014-2018 var ég bæjarstjóri Dal- víkurbyggðar og hef gegnt fjölda stjórnunarstarfa í atvinnulífinu síð- asta aldarfjórðung, lengst innan BYKO hf. Hef starfað mikið innan íþróttahreyfingarinnar og hef verið formaður Skíðasambands Íslands síðan í maí 2019. Rekstur Garðabæjar hefur verið í ágætum málum og þar viljum við sjá hann. Gera mætti enn betur með því að halda álögum í lág- marki. Fasteignaskatt- ur þarf að lækka eftir miklar hækkanir fast- eignamats undanfarin ár. Að auki tel ég að alltaf eigi að halda út- svari í lágmarki. Nýta þarf velferð- artækni í meira mæli í félagsþjónustu Garða- bæjar við aldraða og fatlað fólk. Tæknin er til að auka gæði þjón- ustu ásamt því að vera rekstrarlega hag- kvæm. Skólamálin, stærsti útgjaldaliður Garðabæjar, hafa verið til fyr- irmyndar. Garðabær hefur stutt við einkaskóla eins og t.d. Hjalla- stefnuna. Sjálfstætt starfandi skól- ar verða að vera hluti af vexti skólakerfis Garðabæjar til fram- tíðar. Ég tel að áhugi minn á sveit- arstjórnarmálum, reynsla af þeim vettvangi, reynsla af félagsstarfi innan íþróttahreyfingarinnar og víðtæk reynsla úr viðskiptalífinu sé gott veganesti til starfa í bæj- arstjórn. Eftir Bjarni Theódór Bjarnason Bjarni Theódór Bjarnason »Rekstur Garðabæjar hefur verið í ágæt- um málum og þar viljum við sjá hann. Höfundur er rekstrarhagfræðingur og gefur kost á sér í 4.-6. sæti í prófkjöri. Höldum álögum í lágmarki Verðbólgudraug- urinn rumskar og er jafnvel kominn á kreik. Hann er einhver hvim- leiðasta óværa ís- lenskrar stjórn- málasögu og hagsögu. Ef marka má útreikn- inga og ábendingar Seðlabankans um stöðu og horfur í efnahags- málum, hafa verð- hækkanir á húsnæð- ismarkaðnum vegið einna þyngst í þeirri viðleitni að vekja upp þennan gamla vágest. Verðbólgan á húsnæð- ismarkaðnum er talin skýra tæplega helming þeirrar verðbólgu sem við búum nú við á ársgrundvelli. Hefði þessi húsnæðisverðbólga ekki farið úr böndum, hefðum við ekki staðið frammi fyrir nauðsyn þess að hækka vexti. Hún er því meginástæðan fyrir vaxtahækkunum. Við slíkar að- stæður má enginn undan líta. Allir þeir sem gætu með einhverju móti hafa haft áhrif á þessa óheillaþróun, hljóta að líta í eigin barm og ígrunda afleiðingar eigin ákvarðana. Allir þeir, sem gætu með sinnaskiptum og skynsamlegum viðbrögðum dregið úr verðbólguþróun og stuðlað að því að hægt verði að ná vöxtum niður sem fyrst, verða að sýna þann mann- dóm. Húsnæðisverðbólga og lóðaframboð Sveitarfélögin, og ekki síst við í borgarstjórn Reykjavíkur, ráðum lóðaframboði og lóðaframboð, með hliðsjón af eftirspurn, er grundvall- arforsendan fyrir þróun húsnæð- isverðs. Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík fylgir þeirri stefnu í lóða- málum, að útiloka lóðaúthlutun úr óbyggðu landi borgarinnar, á hag- stæðu verði, til uppbyggingar nýrra íbúðahverfa. Öll ný íbúðabyggð verð- ur að eiga sér stað með þéttingu byggðar í eldri hverfum. Afleiðing þessarar stefnu er að lóðaframboð hefur snarminnkað í Reykjavík og hefur ekki verið minna um árabil. Nú er svo komið að framboð á íbúðum til sölu hefur minnkað hratt og er nú 70% minna en fyrir ári. Þétting- arstefna meirihlutans er því aug- ljóslega orðin helsti efnahagsvandi þjóðarinnar. Hún veldur ekki ein- ungis Reykvíkingum miklum búsifj- um, heldur landsmönnum öllum. Mannfjölgun og íbúðaþörf Í mannfjöldaspá Hagstofunnar frá 2021 er gert ráð fyrir fjölgun um 50.000 manns til ársins 2030. Eins og fram kemur í kynningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar nú í janúar, áætla sveitarfélögin í landinu að byggja þurfi 3.500-4.000 íbúðir á ári, næstu fimm árin, eða ríflega 30 þús- und íbúðir á næstu tíu árum. Þar kemur auk þess fram, að ekki hafi öll sveitarfélög skilað inn húsnæðisáætl- unum og þessi fjöldi gæti því aukist um 10%. Þess er sérstaklega getið að það þurfi að byggja meira á fyrri hluta þessa tíu ára tímabils. Við Reykvík- ingar getum nánast deilt í þessa tölu með tveimur til að finna út íbúðaþörf- ina í Reykjavík. Hér má því reikna með að það þurfi að byggja nálægt 2.000 íbúðir á ári á næstu fimm árum. Á síðasta ári var hins vegar úthlutað 450 byggingalóðum í Reykjavík. Húsnæðisverð heldur því áfram að hækka, þrátt fyrir vaxtahækkanir og því miður hækkar húsnæðiskostn- aður stöðugt hraðar, sem hlutfall af launum. Það ætti því ekki að þurfa að hafa fleiri orð um þá aug- ljósu staðreynd, að lóðastefna núverandi borgarstjórnarmeiri- hluta er mikill háskal- eikur. Nýjan meirihluta – breytta stefnu Stöðug uppbygging íbúða er mikilvægari en svo að núverandi meiri- hluti í borgarstjórn eigi að getað stöðvað hana í stærsta sveit- arfélagi landsins. Kjósendur þurfa því að skipta um meirihluta í borg- inni í kosningunum í vor. Þá munum við sjálfstæðismenn láta það verða eitt okkar fyrsta verk að skipuleggja Keldnalandið og ljúka við uppbygg- ingu í Úlfarsárdal. Eftir Björn Gíslason »Nú er svo komið að framboð á íbúðum til sölu hefur minnkað hratt og er nú 70% minna en fyrir ári Björn Gíslason Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Lóðaskortur í Reykjavík vekur upp verðbólgudraug Atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.