Morgunblaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022 Undanfarnar vikur hafa Reykvíkingar kynnst getuleysi borg- aryfirvalda gagnvart því grunnhlutverki að tryggja að fólk komist með góðu móti til og frá heimilum sínum. Snjóað hefur með hléum í tvær vikur en gott ráðrúm gefist til hreinsunar á milli. Mesti snjórinn féll í upphafi síðustu viku og að morgni 15. febrúar mældist 27 cm jafnfallinn snjór við Veður- stofuna. Þrjú ár voru þá síðan meiri snjór hafði fallið í Reykjavík. Árið 2017 féll næstum tvöfalt meiri snær á einni nóttu eða 51 cm. Þá mældist snjódýptin 44 cm árið 2015. Nyrsta höfuðborg heims Í nyrstu höfuðborg jarðar ætti tuga sentimetra snjódýpt ekki að koma á óvart. Allra síst yfirstjórn borgar- innar, sem ber ábyrgð á snjóruðningi gatna, gangstétta, göngu- og hjól- reiðastíga. Snjór virðist þó koma sjálfum borgarstjóranum í opna skjöldu miðað við það ófremdar- ástand, sem ríkt hefur í rúma viku í mörgum húsagötum og á gang- stéttum. Nú ætlast enginn til þess að í mikilli ofankomu sé hvert einasta snjókorn hreinsað jafnóðum af öllum götum og gangstéttum borgarinnar. Áhersla er lögð á að halda stofnbrautum og strætisvagnaleiðum opnum og síðan svoköll- uðum tengigötum eftir því sem unnt er. Í mik- illi ofankomu hefur ruðningur í húsagötum oft mætt afgangi í örfáa daga á meðan verið er að ná tökum á ástand- inu. Þegar forgangs- leiðir hafa verið tryggð- ar ætti að vera hægt að ganga rösklega til verks í húsagötum. Ég hef rætt við aðila sem hafa mikla þekkingu og áratuga reynslu af snjóhreinsun í borginni. Er það álit þeirra að miðað við það snjómagn, sem við var að eiga í borginni í síð- ustu viku, hefðu 2-3 dagar átt að duga til að ná tökum á ástandinu ef vel hefði verið staðið að stjórnun og skipulagi snjóhreinsunar. Sem var því miður ekki raunin. Frammistöðuleysi borgarinnar við snjóhreinsun hefur að undanförnu verið helsta umræðuefni á samfélags- síðum íbúasamtaka, ekki síst í efri hverfum. Mörgum varð ekki að þeirri ósk sinni að húsagötur og göngustíg- ar yrðu skafin og hreinsuð þegar tek- ist hafði að tryggja færð á stofnbrautum og strætóleiðum. Viku eftir að snjókoman var sem mest var enn kvartað yfir því að snjóruðnings- tæki hefðu ekki sést í fjölda húsa- gatna Ekki kjarnorkuvísindi Snjóhreinsunarfræðin eru í sjálfu sér ekki flókin. Það skiptir meginmáli að setja sem mestan kraft í verkið á meðan snjórinn er nýfallinn því þá er hann yfirleitt auðruddur og meðfæri- legur. Eftir því sem lengri tími líður frá snjókomu verður erfiðara að eiga við hjarnið, sérstaklega ef tíðin er rysjótt eins og hún er gjarnan í Reykjavík. Þá blotnar fönnin og frýs til skiptis og verður erfið viðureignar eins og margir þekkja. Þetta er ná- kvæmlega það sem hefur víða gerst í Reykjavík undanfarna viku. Vegna óstjórnar og seinna viðbragða hefur snjónum verið leyft að safnast upp í húsagötum þar sem hann hefur þjapp- ast saman, frosið og harðnað. Á milli djúpra hjólfara myndast harðir klaka- hryggir, sem skemma undirvagna bíla, ekki síst smábifreiða. Lágir rafmagns- bílar eru í sérstakri hættu að þessu leyti þar sem hin stóra rafhlaða undir bílnum er oft illa varin, Akkilesarhæll. Alvarlegar athugasemdir starfsmanna Skýrlega skal tekið fram að hér er ekki verið að gagnrýna frammistöðu almennra starfsmanna borgarinnar eða verktaka hennar. Þeir hafa sinnt snjóruðningi vel við erfiðar aðstæður en eru of fáir og vanbúnir tækjum. Gagnrýnin beinist gegn yfirstjórn Reykjavíkurborgar, sem stendur svo illa að skipulagi og stjórnun mála- flokksins að allt fer á annan endann þegar við er að eiga snjómagn, sem mörg fordæmi eru um í sögu borg- arinnar. Starfsmenn vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar hafa komið á framfæri alvarlegum athugasemdum varðandi stjórnun og skipulag vetrar- þjónustunnar. Nefna þeir m.a. hringl- andahátt yfirstjórnar, skilningsleysi á verkefnum þeirra og virðingarleysi í þeirra garð. Skoða verður slíkar at- hugasemdir af fullri alvöru og grípa til úrbóta. Ekki á að skipta öllu máli þótt borgin hafi losað sig við flestöll snjó- ruðningstæki sín og styðjist að mestu leyti við verktaka. Áður fyrr leitaði borgin til utanaðkomandi verktaka til að létta undir með föst- um starfsmönnum sínum og verk- tökum þegar snjórinn var sem mest- ur. Með myndarlegri hjálp voru afköstin stóraukin og unnið á snjón- um á meðan hann var enn með- færilegur. Of fáir utanaðkomandi verktakar voru fengnir til aðstoðar nú, mun færri en þörf var á miðað við aðstæður. Komið hefur fram að fjöldi verktaka bauð aðstoð sína í síðustu viku en borgin hafði ekki áhuga. Borgarstjóri fer í felur Dagur B. Eggertsson borg- arstjóri bregður ekki út af þeim vana sínum að fara í felur þegar upp kemur klúður á hans vakt. Í síðustu viku var engu líkara en hann hefði grafið sig í fönn. Þess í stað voru millistjórnendur, sem bera enga pólitíska ábyrgð, sendir til að svara fyrir áðurnefnt ófremdarástand. Sú spurning vaknar hvort slík frammistaða sé tilviljun. Er hin arfaslaka snjóhreinsun í húsagötum Reykjavíkur e.t.v. snjall leikur borgarstjórans til að þrengja að hin- um hræðilega fjölskyldubíl? Eftir Kjartan Magnússon » Í nyrstu höfuðborg heims ætti sæmileg snjódýpt ekki að koma á óvart. Hún virðist þó hafa komið sjálfum borgarstjóranum alger- lega í opna skjöldu. Kjartan Magnússon Höfundur er varaþingmaður og sæk- ist eftir 2. sæti í forvali Sjálfstæðis- flokksins fyrir borgarstjórnarkosn- ingar. kjartanmagg@gmail.com Snjóruðningur í rugli í Reykjavík Morgunblaðið/G.Sig. Víða var gripið til þess ráðs að moka snjó í hrauka í bílastæðum og botn- löngum í efri byggðum Reykjavíkur sem veldur því að íbúar komast hvorki að né frá heimilum sínum. Kópavogur er sveit- arfélag í fremstu röð á Íslandi. Fyrir því er ástæða, sveitarfélagið hefur verið vel rekið, okkur hefur lukkast að taka skynsamlegar ákvarðanir auk þess sem skipulagsmál og þjónusta hefur verið framsækin. Lausatök í fjármálum er slóð sem Kópavogsbúar vilja ekki feta. Við get- um lært af dýrkeyptum mistökum í fjármálastjórn höfuðborgarinnar þar sem útgjaldavöxtur og skuldasöfnun stefnir í óefni. Í Kópavogi er eftirsóknarvert að búa og starfa enda hefur bæjarfélagið forskot á höfuðborgina hvort sem litið er til samgöngumála, almennrar þjónustu eða leik- og grunnskóla. Um leið og við virðum það sem vel hefur verið gert fram til þessa þurfum við að horfa til framtíðar. Við þurfum að tryggja að fjárhagur Kópavogs sé traustur, enda er það forsenda þess að unnt sé að veita lipra og sveigjan- lega þjónustu fyrir íbúa og fyrirtæki. Við þurfum að horfa til framtíðar í skipulagsmálum sem og í þjónustu við íbúa, taka mið af því hvernig íbúaþróun verður, hvaða þjónustu þarf að veita og þannig má áfram telja. Ný og fersk hugsun Við getum sparað fólki sporin með því að gera stjórnsýslu og þjónustu enn skilvirkari með stafrænum lausn- um þannig að erindi séu afgreidd hratt og vel. Það á alltaf að vera markmið sveitarfélaga að þjónusta íbúa sína í stað þess að leggja þeim línurnar um það hvernig þeir eigi að haga lífi sínu. Ég vil að Kópavogur taki mið af þörfum íbúa en ekki öfugt. Þess vegna vil ég leggja upp með framtíðarsýn fyrir Kópavog sem ein- kennist af framsækni, traustum fjár- hag og góðri þjónustu við íbúa á öllum aldri. Ef Kópavogur ætlar að halda áfram að vera í fremstu röð þarf að huga að skóla- og leikskólamálum, æskulýðsstarfi, þjónustu við eldri borgara, atvinnulífi, samgöngu- málum og grænum lausnum í samræmi við trausta afkomu. Í þessu eins og öðru þurfum við nýja og ferska hugsun. Á sama tíma er mikilvægt að stilla gjöldum og álög- um á fólk og fyrirtæki í hóf og hafa að leiðarljósi að draga úr álögum með minni sóun, forgangs- raða fjármunum bæj- arbúa og stuðla að auk- inni skilvirkni í rekstri. Með ábyrgum rekstri, hóflegum álögum og skilvirkri stjórnsýslu eru tækifæri til að styrkja tekjustofna bæjarins með því að laða til Kópavogs öfluga starfsemi fjölbreyttra fyrir- tækja og fjölga þannig atvinnutæki- færum fyrir bæjarbúa. Þá mun Há- skólinn í Reykjavík tengjast Kópavogi með nýrri Fossvogsbrú á kjörtímabilinu. Rétt er að nýta það tækifæri og efla samstarf háskólans við Kópavogsbæ og fyrirtæki bæj- arins. Snjöll fyrirtæki sem skapa verðmæt störf eiga heima í Kópavogi og það á við um starfsfólk þeirra líka. Þarf stimpilklukkur? Kópavogur er leiðandi í skóla- málum. Við eigum að auka sjálfstæði skóla enda sýna rannsóknir að aukið sjálfstæði helst í hendur við betra nám fyrir nemendur og vaxandi ánægju starfsfólks. Aukið sjálfstæði skóla er þó ekki innantómur frasi heldur þarf að fylgja því eftir í verki. Samhliða þarf að huga að auknum sveigjanleika sem nýtist bæði kenn- urum og vinnustaðnum án þess að komi niður á menntun nemenda. Það má til dæmis velta því upp af hverju við erum með stimpilklukkur í grunn- skólum Kópavogs. Kennarar, í sam- ráði við stjórnendur skóla, vita best hvernig hentugast er að haga deg- inum eftir að kennsluskyldu lýkur og við eigum að treysta starfsmönnum skólanna til að finna bestu útfærsl- una. Leikskólar bæjarins eru ein af grunnstoðunum í samfélaginu, ekki aðeins sem fyrsta skólastigið heldur einnig sem þjónusta við börn og for- eldra. Uppbygging leikskóla þarf að vera í samræmi við fjölgun íbúa og við þurfum að finna skilvirkar leiðir til að leysa mönnunarvanda þeirra, bæði er varðar faglærða og ófaglærða starfsmenn. Gerum gott betra Fram undan eru áhugaverð upp- byggingarverkefni í bænum og mik- ilvægt að samstaða og sátt ríki meðal bæjarbúa um þær framkvæmdir sem ráðist er í. Að búa í hverfum Kópa- vogs á að vera eftirsóknarvert og til að stuðla að því er mikilvægt að skipulag hverfanna miði að því að íbú- ar þeirra geti sótt sem mest af dag- legri þjónustu í göngufjarlægð frá heimili sínu. Samhliða því þurfum við að viðhalda götum og stígum og tryggja að öll hverfi Kópavogs hafi burði til að verða enn betri og vist- vænni. Greiðar samgöngur fyrir fjöl- breyttan lífsstíl í takt við vaxandi bæ er lífskjaramál. Við eigum að standa vörð um hagsmuni bæjarbúa í Kópa- vogi í samningum við ríkið og önnur sveitarfélög. Fram undan er mikil uppbygging samgangna á höfuðborg- arsvæðinu og þá er mikilvægt að að sjónarmið okkar Kópavogsbúa, um ábyrgan rekstur og raunhæfar áætl- anir, verði í forgrunni. Hér hef ég talið upp nokkur af þeim verkefnum sem blasa við í Kópavogi þótt ekki sé um tæmandi lista að ræða. Fólkið í Kópavogi setur markið hátt og það eiga kjörnir fulltrúar líka að gera. Kópavogur hef- ur allar burði til að sækja enn frekar fram. Við stöndum framarlega á mörgum sviðum, en það er alltaf hægt að gera enn betur. Framtíðin er í Kópavogi og við göngum inn í hana full af bjartsýni. Eftir Ásdísi Kristjánsdóttur » Það á alltaf að vera markmið sveitarfé- laga að þjónusta íbúa sína í stað þess að leggja þeim línurnar um það hvernig þeir eigi að haga lífi sínu. Ásdís Kristjánsdóttir Höfundur býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. asdiskristjans78@gmail.com Framtíðin er í Kópavogi Leikskólavandinn er þekkt stærð í Reykja- vík. Árið 2017 voru rúm 800 börn á bið- lista eftir leikskóla- plássi. Fjórum árum síðar er fjöldi barna á biðlistum enn um 800. Yfir 16 ára tímabil hefur Samfylking lof- að öllum börnum leik- skólavist við 12-18 mánaða aldur. Meðalaldur barna við innritun á borgarrekna leik- skóla er hins vegar töluvert hærri. Illa gengur að stytta bið- lista, illa gengur að manna leik- skóla og illa gengur að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Komið að borginni að brúa bilið Fjölskyldur eru í vanda – en atvinnurekendur verða ekki síður fyrir áhrifum af úrræðaleysinu. Mörgum reynist erfitt að endur- heimta starfsfólk að loknu fæð- ingarorlofi. Foreldrar eru gjarn- an lengur frá vinnu en vilji og efni standa til – vegna skorts á leikskólavist og daggæslu í kjöl- far barneigna. Ríkisstjórnin hef- ur tryggt lengra fæðingarorlof, nágrannasveitarfélögin bjóða yngri börnum leikskólavist – nú er komið að borginni að brúa bil- ið. Margvíslegar lausnir Vandann má nálgast með margvíslegum lausnum. Bilið mætti brúa með eflingu dagfor- eldrastéttar – og fjölgun leik- skólarýma – en það mætti jafn- framt brúa með nýjum leiðum sem þekkjast víða erlendis. Ég vil kanna möguleikann á stuðningi borgar við stærri vinnustaði að opna daggæslu fyr- ir börn starfsmanna. Borgin sýndi þannig frumkvæði að sam- tali við fjölskyldur og atvinnulíf um nýjar lausnir á viðvarandi vanda. Aðgerðin myndi gagnast fjöl- skyldum jafnt sem atvinnurekendum. Foreldrar ættu auð- veldara með að kom- ast aftur á vinnu- markað í kjölfar barneigna – og at- vinnurekendur gætu endurheimt starfsfólk fyrr úr orlofi, standi vilji til þess. Samhliða mætti hækka niðurgreiðslur til dagfor- eldra með börnum 12 mánaða og eldri, svo greitt sé sama gjald fyr- ir barn á leikskóla og barn hjá dagforeldri. Þannig mætti mæta þeim fjölskyldum sem ekki hafa fengið leikskólapláss fyrir börnin sín við 12 mánaða aldur og tryggja aukið valfrelsi foreldra um ólíka kosti. Mikilvægt jafnréttismál Borgin þarf að bjóða trausta og áreiðanlega daggæslu eða leik- skólavist strax í kjölfar fæðing- arorlofs. Leysa þarf manneklu- vanda leikskólanna og draga úr brottfalli dagforeldra. Jafnframt þarf að styðja við sjálfstætt starf- andi leikskóla sem svarað hafa eft- irspurn sem borgin hefur ekki getað mætt. Tryggja þarf fram- sækna leikskólaþjónustu í borg- inni, öfluga daggæslu og úrval val- kosta – það er mikilvægt jafnréttismál. Eftir Hildi Björnsdóttur » Foreldrar eru gjarn- an lengur frá vinnu en vilji og efni standa til – vegna skorts á leik- skólavist og daggæslu í kjölfar barneigna. Hildur Björnsdóttir Höfundur gefur kost á sér til að leiða framboðslista Sjálfstæðisflokks fyrir borgarstjórnarkosningar. hildurb@reykjavik.is Leikskólaþjónusta sem virkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.