Morgunblaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 28
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Starfshópur um alþjónustu í póst-
dreifingu hallast að útboðsleið til að
lágmarka kostnað hins opinbera í
stað þess að jafna flutningskostnað.
Þá er lagt til að þjónustuþörf verði
metin með könnunum og niðurstöð-
urnar notaðar í hagræðingarskyni.
Þetta eru meðal tillagna í skýrslu
hópsins sem skipaður var af Sigurði
Inga Jóhannssyni, samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra, en formað-
ur hans og fulltrúi ráðherra var Ís-
ólfur Gylfi Pálmasson, fyrrverandi
alþingismaður.
Markmið hópsins var fjórþætt.
Að greina tækifæri til að lækka
kostnað ríkissjóðs af póstþjónustu,
þ.e. svonefndan alþjónustukostnað.
Að útfæra tillögur sem tryggja að
allir landsmenn fái notið póstþjón-
ustu og greiði fyrir hana viðunandi
verð, þ.m.t. mögulega flutningsjöfn-
un. Að tryggja heilbrigða samkeppni
á svæðum þar sem ekki er markaðs-
brestur og að greina og bregðast við
mögulegri skörun milli laga um póst-
þjónustu og laga um farþegaflutn-
inga og farmflutninga á landi.
Deilur í kjölfar lagabreytinga
Til upprifjunar er alþjónusta sú
lágmarkspóstþjónusta sem notend-
um póstþjónustu skal standa til boða
á jafnræðisgrundvelli, skv. lögum.
Með gildistöku nýrra póstlaga í
ársbyrjun 2020 var dreifidögum
fækkað og einkaréttur á bréf undir
50 grömmum afnuminn. Jafnframt
var tekin upp sama gjaldskrá fyrir
alþjónustu um allt land.
Síðastnefnda breytingin varð til-
efni deilna og sökuðu keppinautar
Íslandspósts fyrirtækið um að niður-
greiða pakkasendingar út á land.
Ákvæðið um eitt land, eitt verð var
afnumið með nýrri gjaldskrá Pósts-
ins sem tók gildi 1. nóvember sl.
Póst- og fjarskiptastofnun skil-
greindi í ákvörðun nr. 13/2020 virk
og óvirk markaðssvæði. Með því var
greint á milli svæða eftir því hvort
markaðsgrundvöllur væri fyrir al-
þjónustu. Hefur alþjónustuveitandi,
þ.e. Íslandspóstur, getað sótt um
endurgjald úr ríkissjóði fyrir hrein-
an alþjónustukostnað á óvirkum
markaðssvæðum. Hefur þetta end-
urgjald einnig orðið tilefni deilna.
Snertir mest dreifbýlið
Virk markaðssvæði teljast svæði
þar sem samanlagður fjöldi heimila
og fyrirtækja er 750 en um 85%
heimila og fyrirtækja er á þeim.
Tillögur starfshópsins munu, ef
þær verða að veruleika, ekki síst
hafa áhrif á óvirkum svæðum. Til-
lögur hópsins til að lækka alþjón-
ustukostnað ber að skoða í því ljósi.
Fyrsta tillagan er að láta kanna
þjónustuþörf landsmanna fyrir póst-
þjónustu, ekki síst í ljósi tæknibreyt-
inga, og sömuleiðis til að kanna
greiðsluvilja neytenda. Það er að
segja hversu mikið þeir eru tilbúnir
að greiða fyrir alþjónustuna.
„Ef niðurstöður þjónustukönnun-
ar gefa til kynna að það megi draga
úr þjónustustigi innan alþjónustu, og
ef það samræmist því alþjóðlega og
erlenda regluverki sem Ísland er
bundið af, mætti endurskilgreina al-
þjónustuna með minni kvöðum og
þar með draga úr alþjónustukostn-
aði ríkissjóðs,“ segir í skýrslunni um
þessa leið til að draga úr kostnaði.
Önnur tillagan er að endurskoða
virk og óvirk markaðssvæði, með
hliðsjón af samkeppni, til „að tryggja
að ekki sé verið að niðurgreiða starf-
semi á samkeppnismarkaði, þ.e. á
mögulegu virku markaðssvæði“.
Útboð lágmarki kostnaðinn
Þriðja tillaga hópsins, eftir að hafa
metið kosti flutningsjöfnunar og út-
boða, er að mæla með því að kanna
útboðsleiðina nánar. Útboð veiti
meiri upplýsingar og gagnsæi en
flutningsjöfnun og sé líklegt til að
kalla fram áætlaða alþjónustubyrði.
„Þá er vel hannað útboð líklega
besta leiðin til að lágmarka kostnað
hins opinbera af alþjónustu og á
sama tíma kalla fram góð þjónustu-
gæði,“ segir í skýrslunni um kosti út-
boða.
Fjórða og síðasta tillagan er að
láta athuga skörun póstlaga annars
vegar og laga um farþegaflutninga
og farmflutninga á landi hins vegar.
Mikilvægt þykir að fyrirtæki í
sambærilegum rekstri sitji við sama
borð og þótt búið sé að endurskoða
ákvæði um sömu gjaldskrá um allt
land fyrir dreifingu pakka sé talin
þörf á að skoða betur skörun lag-
anna. Línan milli pósts og farms sé
orðin óljós og ef til vill geti farm-
flutningsfyrirtæki veitt hluta af al-
þjónustunni í framtíðinni.
Samandregið miða tillögurnar að
aukinni samkeppni á markaði.
Morgunblaðið/Hari
Íslandspóstur Starfshópur leggur til ýmsar leiðir til að draga úr kostnaði ríkissjóðs af alþjónustu.
Hallast heldur að útboðsleiðinni
- Starfshópur um alþjónustu í póstdreifingu leggur til endurmat á þjónustu á óvirkum markaðssvæðum
- Útboð séu fýsilegri leið en flutningsjöfnun - Virkni markaðssvæða endurmetin út frá samkeppni
28 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022
24. febrúar 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.49
Sterlingspund 168.73
Kanadadalur 97.78
Dönsk króna 18.981
Norsk króna 13.978
Sænsk króna 13.321
Svissn. franki 135.48
Japanskt jen 1.0817
SDR 174.51
Evra 141.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 174.3759
Í þriðja viðauka
skýrslu starfs-
hópsins er með-
al annars að
finna at-
hugasemdir
landshluta-
samtaka
sveitarfélaga.
Nánar tiltekið
gagnrýna sam-
tökin að verkefni starfshópsins
hafi mjög miðast við að draga úr
kostnaði ríkisins af alþjónustu
en ekki sé eingöngu hægt að
horfa á kostnað í því efni.
Ljóst sé að breytileg gjaldskrá
skerði samkeppnisstöðu fyrir-
tækja á landsbyggðinni enda búi
þau þá við hærri flutnings-
kostnað.
Jafnframt gerir Snorri Björn
Sigurðsson, fulltrúi Byggða-
stofnunar, athugasemd við að
starfshópurinn skuli hafa lagt
svo ríka áherslu á að greina
tækifæri til að lækka kostnað
ríkissjóðs af póstþjónustu, þ.e.
alþjónustukostnaðinn, að öðrum
þáttum sé gefinn minni gaumur
en eðlilegt sé.
„Það skýtur því skökku við að
verið sé að taka upp misháa
gjaldskrá fyrir póstþjónustu sem
er óumdeilanlega hluti almanna-
þjónustu, án þess að hugað sé
að mótvægisaðgerðum til að
mæta viðbótarkostnaði íbúa og
fyrirtækja á landsbyggðunum.“
Bitnar á
dreifbýlinu
GAGNRÝNI Á SKÝRSLUNA
Í deiglunni
Póstmál eru í
endurskoðun.
UNO 2
St. 36 -41 /14.995 kr.
withMemory
Foam
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI OG LOFTPÚÐA Í HÆL
ÞÆGILEGIR DÖMUSKÓR
SKECHERS