Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 40
✝ Auður Ingi- björg Theodórs fæddist í Reykjavík 24. júlí 1942. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Eir í Reykjavík 14. febr- úar 2022. Foreldrar Auðar voru Guðlín Ingiríður Jónsdóttir hárgreiðslumeistari, f. 20.9. 1911 í Reykjavík, d. 18.6. 1998 og Theodór Jón Skúlason læknir, f. 28.2. 1908 á Borðeyri, d. 27.7. 1970. Alsystkini Auðar eru: Skúli Jón, f. 16.12. 1938, d. 1.8. 1997, maki Þorbjörn Garibaldason, f. 16.7. 1948, d. 16.2. 2018. Arndís Guðbjörgu Vigdísi Guðmunds- dóttur hjúkrunarfræðingi, f. 11.3. 1979, dætur þeirra eru María Sara, f. 27.1. 2006 og Auður Mar- grét, f. 28.2. 2008. Sigurður átti fyrir: 1) Egil Birki, f. 7.8. 1970, maki Anna Birna Björnsdóttir, f. 23.8. 1974, sonur Egils frá fyrra sambandi var Richard Aron, f. 8.11. 1990, d. 25.5. 1995. 2) Hlíf, f. 25.9. 1972, dóttir hennar er Eva Hauksdóttir, f. 1.9. 1996. Auður lærði til meintæknis í Danmörku og Skotlandi. Fyrst eftir heimkomuna vann hún hjá Hjartavernd áður en hún hóf störf í Blóðbankanum árið 1969, þar sem hún starfaði óslitið til ársins 2006. Auður átti stóran þátt í skipulagningu Rhesusvarna barnshafandi kvenna á Íslandi til að fyrirbyggja nýburagulu og var heiðruð af Landspítalanum fyrir þau störf 2018. Útför Auðar fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 24. febrúar 2022, kl. 15. Gná, f. 1.11. 1943, maki Ingvar Sig- urður Hjálmarsson, f. 16.3. 1944. Elín Þrúður, f. 1.11. 1943, maki Guðmundur Skjöldur Pálsson, f. 29.10. 1943, d. 11.6. 2017. Ásgeir, f. 14.7. 1945, maki Björg Kristjánsdóttir, f. 9.8. 1946. Samfeðra systir Auðar er Ás- dís Hlökk Theodórsdóttir, f. 22.11. 1966, maki Bolli Þórsson, f. 11.11. 1966. Auður giftist þann 23.12. 1975 Sigurði Helga Björnssyni, f. 16.4. 1944. Sonur Auðar og Sig- urðar er Theódór Skúli Sigurðs- son læknir, f. 2.11. 1976, kvæntur Heiðurskonan Auður Ingibjörg Theodórs er látin. Auda systir var mikill gleði- gjafi, kunni að lifa lífinu lifandi. Endalaus gleði í kringum hana. Maður varð alltaf betri og meiri manneskja eftir að hafa hitt hana. Auda systir fékk alveg sinn skammt af veikindum í gegnum lífið. Greindist ung með brjósta- krabbamein, sem var meðhöndlað og tókst vel. 25 árum seinna grein- ist hún aftur með svipað mein. Áfall, jú vissulega, en alltaf stóð hún teinrétt og flott. Þakkir til Sigurðar Björnssonar krabba- meinssérfræðings, sem var henn- ar stoð og stytta í báðum þessum tilfellum. Ótrúlegur vinskapur og traust sem hafði skapast á milli þeirra öll þessi ár. Auda systir hafði metnað, svo sannarlega. Gífurlegan metnað fyrir starfinu, fjölskyldunni og sjálfri sér. Í starfi var hún virt og dáð. Það fann ég svo sannarlega, þegar hún var gerð að heiðurs- félaga Blóðbankans fyrir nokkr- um árum. Stolt yngri systir sat úti í sal við þessa athöfn. Auda systir var meinatæknir að mennt. Hún var aldrei annað en meinatæknir, þrátt fyrir að starfs- heiti stéttarinnar breyttist. Byrj- aði 16 ára að læra það fag sem hún vann við alla sína starfsævi. Vann á Landspítalanum, fór síðan til Skotlands að mennta sig í Rhesus- vörnum. Var við nám bæði í Aber- deen og Edinborg. Kom síðan heim og fór að vinna í Blóðbank- anum við að setja starfsemi Rhe- susvarna af stað og stýrði þeirri starfsemi til margra ára. Elsku Auda mín, ég á eftir að sakna þín óendanlega. Ég veit að þú og vinur þinn Guðmundur Skjöldur hugsið vel hvort um ann- að. Hlakka til að hitta ykkur. Elín Þrúður Theódórs. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. (Davíð Stefánsson) Þannig er það oft, að samferða- fólk okkar hefur svo sterk áhrif og tilfinningaleg tengsl við okkur, að við trúum því að það muni alltaf vera til staðar. En þrátt fyrir aug- ljós merki um dvínandi lífsljós þessa fólks verður okkur öllum hverft við þegar ljósið slokknar. Já, nú er hún farin frá okkur, hún Auður Ingibjörg, ættmóðirin sanna og kjölfestan okkar. Alin upp í Vesturbænum, nán- ar tiltekið í Lindarbrekku, því merka húsi. Þar var hún í návist stórhuga ömmu Ingibjargar. Nafn hennar bar hún með stolti til dauðadags. Amma Ingibjörg (björg, hjálp konungs) var falleg kona og stór- huga. Lífsgleði og raunsæi ein- kenndi Ingibjargirnar báðar. Ég lýt höfði og kveð mína Auði Ingi- björgu með lotningu. Auður fór í Melaskólann, en þar var gott að vera undir handleiðslu Fríðu kennara, en Auður var í miklu uppáhaldi hjá henni. Hún kenndi mér síðar og ég naut þess að vera bróðir Auðar. Hún byrjaði snemma að vinna á rannsóknarstofu Jóns Steffensen. Auður var sérlega nákvæm, sam- viskusöm og áreiðanleg. Henni var sýndur mikill áhugi og fékk hún styrk til frekara náms. Ung að árum en djörf og áhuga- söm fór hún til náms á þekktar stofnanir í Skotlandi, m.a. Royal Infirmary í Edinborg og í Aber- deen. Árið 1968 var merkilegt ár í starfsferli Auðar, þegar hún var ráðin til Blóðbankans. Starf henn- ar var m.a. að undirbúa Rhesus- varnir á Íslandi sem hófust í árs- lok 1969. Þær drógu stórlega úr hættunni á alvarlegri nýburagulu vegna Rhesus-blóðflokkamisræm- is á milli móður og barns. Árið 2018 var Auður heiðruð af hálfu Blóðbankans fyrir brautryðjandastarf í þágu Rhe- susvarna á Íslandi. Árið 1974 giftist Auður lífs- förunaut sínum, Sigurði Björns- syni, og tveim árum síðar fædd- ist þeim sonur, Theodór Skúli. Þetta var stór stund í lífi þeirra hjóna. Fjarvera hans og tengda- dóttur, Guðbjargar Vigdísar Guðmundsdóttur hjúkrunar- fræðings, sem voru bæði í sér- námi í Svíþjóð, var þeim hjónum oft erfið. Sérstaklega reyndi þetta á Auði, þegar barnabörn- in, tvær dætur, María Sara og Auður Margrét, komu í heiminn. Hvert tækifæri var notað til að hafa samband við þessar „perlur“ sem hún dáði og dýrk- aði og gáfu henni meiri lífsfyll- ingu og tilgang en orð fá tjáð. Auður Ingibjörg systir mín var hetja. En hún var ekki þessi hetja sem við hugsum gjarnan um í daglegu lífi. Hún var ekki áberandi, sóttist ekki eftir at- hygli né frama. Auður Ingibjörg var nákvæm, barngóð, hugljúf, áhugasöm en metnaðarfull fyrir sig og sína. Veikindi Auðar voru erfið. Hún var í raun aldrei viss hvort hún væri laus við meinið. En svo kom reiðarslagið, flókið vanda- mál sem hún tókst á við með hug- rekki og seiglu, en samt reisn. Undir niðri blundaði kjarkur, gamansemi, en ótrúlegt raunsæi. Nú kveðjum við Auði Ingi- björgu. Hún hefur reynst okkur systkinunum og tengdafólki vel. Hún sýndi börnum okkar áhuga og lagði þeim lið í lífsins ferli og áformum. Við Björg kveðjum nú systur og mágkonu með söknuð í hjarta. Ásgeir Theodórs. Fyrstu minningar mínar um Audu voru þessi dillandi hlátur. Hlátur sem smaug milli stafs og hurðar og lét engan ósnortinn. Væri einhver í slæmu skapi sem heyrði þann hlátur, hvarf það eins og dögg fyrir sólu og brosið tók öll völd hjá viðkomandi. Þegar ég kynntist henni betur, lærði ég einnig að hún var ekkert lamb að leika sér við, ef henni mis- líkaði eitthvað. Sett var í brýrnar, kjarnyrt íslenska notuð og fingur kominn á loft fyrr en varði. En allt- af var stutt í brosið á ný. Margar minningar koma upp í hugann um árin öll sem við áttum með henni. Ein kemur upp í hug- ann strax. Eitt sinn var Auda á milli íbúða og bjó hjá okkur Addý eitt sólríkt og yndislegt sumar. Hún sagði okkur þá að hún hefði orðið vör við það að hún yrði óvenjuskynsöm þegar hún fengi sér gott skoskt whiskey. Og það verður að segjast eins og er, að þetta sumar kom það einstaka sinnum fyrir að við urðum öll óvenjuskynsöm og afburða- skemmtileg. Og sumarið leið eins og hendi væri veifað. Auda þjónaði heilbrigðiskerfinu á allri sinni starfsævi líkt og margir úr hennar fjölskyldu. Nánari upp- lýsingar um það munu aðrir fjalla um. En hvar sem hún tók til hendi og lagði hönd á plóg, þar batnaði vinnuumhverfið. Festa og ábyrgð fylgdu henni ávallt, og hún var virt og elskuð af sínu samstarfsfólki. Auda hét fullu nafni Auður Ingi- björg og bar það nafn með rentu. Í henni fólst sá auður sem við öll nut- um sem fengum að vera samvistum við hana. Hún var ósínk á þennan auð sinn og allir sem nutu urðu rík- ari fyrir bragðið. Vinir og fjöl- skylda. Henni verður ávallt þakkað fyrir þá gjafmildi. Sagt er að hinir látnu lifi eins lengi og hinir lifandi muni þá. Ég trúi því að Auda muni lifa góðu lífi í okkar hjörtum til framtíðar. Bæði ungum sem öldnum. Hafðu þökk fyrir allt og allt kæra mágkona. Og þeim, sem öllu ræður, er einnig þakkað fyrir þá dýrmætu gjöf sem hann gaf, þegar þú komst inn í líf okkar. Ingvar Hjálmarsson. Ég er lítil og stödd inn á gólfi heima hjá ömmu minni, Guðlínu á Vesturvallagötunni. Ég stend fyr- ir utan annan innganginn inn að eldhúsinu borðstofu megin, með stofuna mér á hægri hönd. Ég er að horfa í áttina að Audu frænku, sem stendur inni í eldhúsi með lít- inn pott í annarri hendi og sleif í hinni. Hún skellihlær og segir á hispurslausan hátt frá því, að nú sé kominn tími á að fjarlægja öll andlitshár og að brætt vaxið megi ekki bíða. Ég hef þekkt hana leng- ur en þessi minning segir til um, því við bjuggum undir sama þaki frá því ég fæddist. Hún var sam- býlingur foreldra minna um skeið í þeirra fyrstu íbúð í Hraunbæn- um og bjó þannig á undan mér í herbergi sem seinna meir varð mitt. Sem kornabarn hlýt ég að hafa sperrt eyrun, þegar Auda hló á sinn innilega hátt, eitthvað sem hún gerði næstum undantekning- arlaust í kjölfarið á sögum, þar sem hún sjálf var yfirleitt við- fangsefnið. Hlátur var örugglega það fyrsta sem fór inn í undirmeð- vitundina varðandi Audu og hann dvínaði ekki með árunum, var í raun alltaf grunnstefið í hennar samskiptum við mig og alla aðra. Svo halda árin áfram að líða og við taka fleiri minningar og myndin stækkar. Heimilið hennar í Ljósheim- unum. Við mamma bíðum niðri eftir að lyftan komi til að flytja okkur upp allar þessar hæðir í blokkinni, þar sem Auda hafði keypt íbúð. Lyftan er stór og kippist þunglamalega við þegar við leggum af stað og í minning- unni tekur ferðin langan tíma. Ég tek eftir ljósinu blikka á sjöttu hæð og hugsa með mér að nú sé ég komin á sama stað í blokkinni og í lífinu, sex ára og þar að auki á uppleið. Þegar lyftuhurðin opnast stígum við mæðgur fram á gang og við enda hans á vinstri hönd er íbúðin hennar Audu. Ljósheimar hugsa ég, þurfa þeir að líta svona kuldalega út? Mér er hætt að lí- tast á blikuna, því þetta er dálítið stökk frá húsinu í Vesturbænum, þar sem hún ólst upp og mínar fyrstu minningar af henni tengj- Auður Ingibjörg Theodórs 40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022 ✝ Sigríður Erla (Þórðardóttir) Smith fæddist í Reykjavík 4. nóv- ember 1930. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 8. febrúar 2022. Foreldrar Sigríð- ar voru Þórður H. Jóhannesson, starfsmaður Olíufé- lagsins, f. 17.7. 1893, d. 15.8. 1968 frá Viðey og Sólveig Sig- mundsdóttir húsmóðir frá Hafn- arfirði, f. 16.10. 1899, d. 1.8. 1984. Systkini Sigríðar voru Sigrún, f. 9.5. 1918, d. 22.1. 1977, Sig- mundur, f. 14.7. 1920, d. 4.4. 1973, Kristjana, f. 5.7. 1924, d. 13.4. 2016 og Sigurður, f. 16.1. 1935, d. 31.5. 2008. Sigríður giftist Magnúsi Jóni Smith vélfræðingi, f. 25.9. 1925, d. 8.6. 1997. Þau gengu í hjóna- band 21.7. 1950 á Akureyri. For- eldrar hans voru Eggertína Magnúsdóttir Smith (Alla), f. 15.3. 1905, d. 20.7. 1984 frá Flankastöðum í Miðneshreppi og P. Óskar Smith pípulagn- ingameistari, f. í Noregi 16.3. 1897, d. 27.12. 1977. Reykjavíkur í byrjun stríðs er byggð lagðist þar af. Didda lauk gagnfræðaskóla- prófi frá Ingimarsskóla sem var til húsa í Sjómannaskólanum. Hún starfaði sem ritari á skrif- stofu Eimskipafélagsins þar til hún giftist. Frá þeim tíma varð hún húsmóðir og sá um heimilið á meðan Magnús var á sjó. Þau hófu búskap á Laugavegi 144. Þau byggðu raðhús í Hvassaleiti 149 og bjuggu þar í 45 ár. 2006 flutti Didda í Miðleiti 5 þar sem hún bjó til dánardags. Didda var mikil félagsvera. Kvenfélagið Keðjan var stór hluti af hennar lífi og hún var formaður félagsins í yfir 40 ár. Þá tók hún virkan þátt í söfnun fyrir þyrlu fyrir Landhelgis- gæsluna sem félagasamtök sjó- manna stóðu fyrir. Hún hóf störf utan heimils þegar Magnús hætti til sjós árið 1985. Fyrst starfaði hún hjá Max- is sem safnaði auglýsingum í blöð og tók hún svo við rekstri fyrir- tækisins og starfaði við auglýs- ingaöflun til 86 ára aldurs. Hún var kjörin í stjórn Spari- sjóðs vélstjóra (BYR) árið 1994 og sat í stjórn sjóðsins til 2006. Á seinni árum ferðaðist hún með ferðafélaginu Garðabakka víða um lönd. Útför Diddu fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 24. febrúar 2022, kl. 13. Börn þeirra: a) Sólveig, f. 2.12. 1950, m. Sigurður Kjartansson. Börn: Sigríður Erla Sig- urðardóttir, m. Guðmundur Örn Arnarson. Kjartan Orri Sigurðarson, f.m. Guðlaug Rut Þórisdóttir. b) Alla Dóra, f 24.3. 1954, d. 7.1. 1955. c) Alla Dóra sérkennslustjóri, f. 26.10. 1955, f.m. Einar Ingimarsson. Börn: Magnús, f.m. Mary Kat- hleen Smith, Ingimar, m. Rezzan Hasoglu og Þórhildur. d) Magnús Jón vélstjóri, f. 6.8. 1959, m. Ólöf Inga Heiðarsdóttir. Börn: Heið- ar, m. Erna Jóna R. Guðmunds- dóttir, og Íris Kristín, m. Þor- valdur Einarsson. e) Þóra Björk stjórnmálafræðingur, f. 17.5. 1973, m. Ásdís Þórhallsdóttir. Börn: Elís Gunnarsdóttir, Sigþór Elías og Þórhallur Valtýr. Langömmubörnin: Patrekur Ari, Sólveig Arna, Kolbeinn, María, Heiðdís Rósa, Ásdís Yrja, Jóna Maren, Svana Björk og Magnús Jón. Sigríður, eða Didda eins og hún var jafnan kölluð, ólst upp í Viðey en fjölskyldan flutti til Elsku mamma mín, vinkona, fyr- irmynd og stoð og stytta í gegnum allt lífið, bakhjarlinn minn, er fallin frá. Ég get varla hugsað til þess að geta ekki heyrt aftur í henni. En ég er þakklát fyrir að hafa haft hana svona lengi hjá mér og geta nú rifj- að upp allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Mamma tók bara því sem að höndum bar og lífið gaf hverju sinni. Ótrúleg elja, lífsvilji og lífs- gleði einkenndi hana alla tíð. Áföll- um var tekið með fáum orðum og jafnaðargeði. „Such is life“ sagði hún, setti undir sig hausinn og hélt áfram og reif okkur hin með sér. Mömmu fannst að þeir sem færu snemma að sofa á kvöldin væru að sofa frá sér lífið. Sjálf vakti hún fram á nótt þegar hún gat og því voru morgnarnir ekki hennar tími. Mamma var 42 ára þegar hún eign- aðist mig. En mér fannst mamma aldrei gömul, eða gamaldags. Þvert á móti. Hún lagði mikið upp úr því að vera móðins og smart, litaði alla tíð á sér hárið og fylgdist náið með þjóðmálunum. Mamma var mjög vinmörg. Sigríður Erla Smith Siggi bróðir hennar var nánast dag- legur gestur, kom gjarnan við laust fyrir miðnætti og þá var hellt upp á kaffi, en þau systkinin voru alla tíð mjög náin. Unni frænku talaði mamma við daglega. Þær kvöddust yfirleitt með orðunum: „Ég heyri betur í þér seinna“ eftir rúmlega klukkutíma spjall. Síminn var henn- ar samfélagsmiðill. Hún settist í stólinn í holinu í Hvassaleitinu, með kaffi og sígó, og svo var staðan tek- in. Þá átti maður helst að vera úti. Pabbi lést eftir löng og erfið veikindi þegar mamma var 67 ára. Þá útbjó hún íbúð í kjallaranum sem hún leigði út og tók ákvörðun um lifa lífinu í stað þess að leggja árar í bát. Hún var svo gæfusöm að kynnast ferðafélaginu Garðabakka og eignaðist þar góða vini sem hún ferðaðist víða með. Stundum er sagt að fólk hafi lifað tímana tvenna, en það nær ekki ut- an um allar þær þjóðfélagsbreyt- ingar sem hún lifði. Hún lagði ríka áherslu á það við mig að mennta mig og að mér væru allir vegir fær- ir. Kannski vegna þess að hennar eigin möguleikar voru takmarkaðir. Hún studdi mig í því sem ég tók mér fyrir hendur og reyndist mér vel þegar ég stóð á krossgötum í líf- inu. Hún gladdist með mér þegar vel gekk og sá ekki sólina fyrir börnunum mínum og Dísu minni. „Hún Dísa getur allt,“ sagði hún. Síðustu árin klæddi hún sig upp á morgnana og fór í Þorrasel, dásamlega dagvist fyrir eldri borg- ara í Reykjavík, sem hún kallaði vinnuna sína. Hún missti helst aldr- ei dag úr og tæpri viku fyrir andlát- ið sótti ég hana þangað í síðasta skiptið. Engum þótti skemmtilegra að klæða sig upp, bjóða fólki heim, fara í leikhús eða á tónleika en henni. Hver máltíð alltaf sú besta og rauð- vínið, aldrei hafði hún smakkað eins gott rauðvín og síðasta glas. Ég vona að ég geti látið líf mömmu minnar og jákvætt lífsviðhorf henn- ar verða mér hvatningu til að tak- ast á við og njóta komandi tíma. Styrkja og halda utan um fjölskyld- una mína á sama hátt og hún gerði og njóta samvista við gott og glatt fólk. Ég er sannfærð um að það sé umfram allt lykillinn að löngu lífi og góðri heilsu. Þóra Björk. Í dag kveð ég yndislega tengda- móður mína, Sigríði Smith eða Diddu eins og hún var jafnan köll- uð, sem lést eftir stutt en erfið veik- indi á líknardeild Landspítalans 8. febrúar síðastliðinn. Didda var glæsileg kona, alltaf svo fín og sæt og lagði sig fram um að líta vel út. Heimilið hennar í Hvassaleiti og seinna Miðleiti bar vott um mikla smekkvísi. Hún var mjög glaðlynd og hafði gaman af því að hitta fólk og var hrókur alls fagnaðar og lét sig ekki vanta á góða viðburði, hvort sem um veislur innan fjölskyldu eða annað var að ræða. Þegar við buð- um til veislu var hún þar aufúsu- gestur meðal vina okkar, sem ávörpuðu hana aldrei öðruvísi en Frú Sigríður enda var hún þar meðal jafningja. Alls staðar var hún í essinu sínu og naut samveru fólks af mikilli ánægju. Didda var fag- urkeri og hafði hún mikinn áhuga á öllu sem fram fór í kringum hana, tók alltaf eftir ef einhver var í nýrri flík eða ef eitthvað nýtt hafði bæst við á heimilið. Hún sagði hispurs- laust álit sitt á jákvæðan hátt. Þeg- ar hún kom til okkar í mat var það besta máltíð sem hún hafði fengið, sama hvað lagt var á borð. Það gladdi Diddu mjög að kom- ast á tónleika, leikhús eða listsýn- ingar, ekki síst þegar hún hitti ein- hverja kunningja eða vini sem hún hafði ekki séð lengi. Hún gladdist ávallt yfir árangri fjölskyldu sinnar á öllum sviðum hvort sem var í námi eða listum. Didda ferðaðist víða um heim bæði með ferðaklúbbnum Garða- bakka, Oddfellow-bræðrum og ekki síst konum úr kvenfélaginu Keðjunni, þar sem hún átti stóran og glaðværan vinkvennahóp. Það er mikill missir að elsku Diddu og söknuðurinn mikill. Guð blessi minningu hennar. Ólöf Inga Heiðarsdóttir. Ég hitti frú Sigríði fyrst eftir tónleika í Neskirkju. Þóra og ég vorum rétt nýfarnar að slá okkur upp og óhjákvæmilegt að fundum okkar bæri saman fyrr eða síðar. Ég man eftir að hafa verið með nettan kvíðahnút í maganum. Þó ekki sé lengra síðan voru samkynja sambönd ekki endilega það sem fólk óskaði börnum sínum og ég fráskilin einstæð móðir, 5 árum eldri en Þóra sem er langyngst í sínum systkinahópi. Ég hafði eytt megninu af tón- leikunum að reyna að geta mér til um hver hún væri en var engu nær og það var ekki fyrr en þær gengu saman til mín mæðgur að ég sá hana fyrst. Hún var óaðfinnanlega vel til fara, hávaxin og grönn og heilsaði mér af kurteislegu áhuga- leysi. Ég vissi sem var að ég gat s.s. ekki á nokkurn hátt keppt við vonir og staðalímyndir hins fullkomna tengdasonar sem væru æskilegar í hinu borgaralega samhengi og lét lítið fyrir mér fara. En síðan eru liðin tuttugu ár og hér sit ég og skrifa minningu um sterka og kraftmikla konu sem tók mér opnum örmum, bað mig um að kalla sig Diddu strax eftir fyrsta fjölskylduboðið og hefur verið okk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.