Morgunblaðið - 24.02.2022, Side 17

Morgunblaðið - 24.02.2022, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022 Valnefnd Egils- staðaprestakalls hefur kosið séra Kristínu Þórunni Tómasdóttur til prestsstarfa og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðn- ingu hennar. Umsækjendur voru þrír. Nýi presturinn, sr. Kristín Þór- unn Tómasdóttir, er fædd í Nes- kaupstað árið 1970. Hún lagði stund á guðfræði- og trúarbragða- fræðinám á Íslandi, í Svíþjóð og í Bandaríkjunum. Hún hefur starfað sem prestur frá því 1998 við fjöl- breyttar aðstæður í dreifbýli og þéttbýli. Kristín hefur alla tíð verið virk í samkirkjulegu starfi og kom- ið að vinnu við þróun og mótun helgihalds og sálmavinnu, segir á vef kirkjunnar. Síðustu ár hefur hún verið búsett í Genf í Sviss með fjölskyldu sinni þar sem eigin- maður hennar, sr. Árni Svanur Daníelsson, leiðir samskiptastarf Lútherska heimssambandsins. Þar hefur Kristín starfað með lúth- erskum og anglikönskum söfnuðum í prestsþjónustu og öðrum hlut- verkum. Íbúafjöldi Egilsstaða- prestakalls er 4.594, þar af eru 3.475 í þjóðkirkjunni. Þrír prestar þjóna prestakallinu. sisi@mbl.is Nýr prest- ur á Egils- stöðum Kristín Þórunn Tómasdóttir Í Garðabæ eru 4.068 lampar í götu- og stígalýsingarkerfinu. Búið er að setja upp 320 LED-lampa auk þess sem 1.830 lampar eru í útboðsferli og verða settir upp á næstu þremur ár- um. LED-væðingin er kostnaðarsöm en sparnaðurinn vinnur kostnaðinn upp á 6-7 árum með lömpum sem eiga að endast í 20-25 ár eða 100 þúsund klukkustundir. Gert er ráð fyrir að orka og viðhald lækki um a.m.k. 70%, að því er segir á vef Garðabæjar. Í kjölfar uppsagnar HS veitna á þjónustu og viðhaldi gatnalýsingar í Garðabæ, sem er um það bil 1⁄3 af gatnalýsingarkerfinu, var ákveðið að segja upp samningi við Orku náttúr- unnar (ON) og bjóða þjónustuna út í sveitarfélaginu. Veitufyrirtækin tvö höfðu séð um lýsinguna frá því að hún var fyrst sett upp eða í meira en 50 ár. Í byrjun febrúar tók Rafal ehf. við þjónustu og viðhaldi gatnalýsingar í Garðabæ eftir sameiginlegt útboð Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Vega- gerðarinnar. Á sama tíma færist um- sjón með kerfinu og utanumhald á gagnagrunnum og landupplýsingum til sveitarfélagsins sem hefur samið við Loftmyndir ehf. um umsjón. Samkvæmt upplýsingum frá HS veitum sá fyrirtækið um þjónustu og viðhald gatnalýsingar á sínum tíma á öllu veitusvæði fyrirtækisins, þ.e. á Suðurnesjum, í Hafnarfirði og Garða- bæ, Árborg og í Vestmannaeyjum auk Reykjanesbrautar og víðar fyrir Vegagerðina. Þessari þjónustu var hætt fyrir nokkrum árum á Suður- nesjum og svo nú um áramótin á hin- um stöðunum. Betur komið hjá öðrum Júlíus Jónsson, forstjóri HS veitna, segir að þessi starfsemi hafi verið á gráu svæði því hún sé í raun verk- takastarfsemi sem fyrirtæki eins og HS veitur eigi ekki að standa í. Auk þess hafi þjónustan ekki alveg passað við lögbundna starfsemi fyrirtækisins hvað varði mannahald og tækja- rekstur og í raun ekki skilað neinu nema óþarfa umstangi og álagi. „Við ákváðum því að þetta væri betur komið hjá öðrum og nú hafa þessi sveitarfélög og Vegagerðin boð- ið starfsemina út á verktakamarkaði þar sem hún á heima að okkar mati,“ segir í skriflegu svari Júlíusar við fyr- irspurn Morgunblaðsins. aij@mbl.is LED-lampar eiga að lýsa í Garðabæ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Útsýni Smyrill fylgist með af ljósa- staur á höfuðborgarsvæðinu. - Kostnaður í upphafi - Sparnaður við lýsingu til framtíðar - HS veitur hætta Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráð- herra, hefur kom- ist að sam- komulagi við Arnór Guð- mundsson um að sá síðarnefndi láti af störfum sem forstjóri Mennta- málastofnunar. Mun Arnór koma til starfa í ráðuneyti Ásmundar frá 1. mars nk. Verkefni hans munu fyrst um sinn tengjast þátttöku Íslands í alþjóðlegum könnunum á hæfni nemenda. Ráðherra hefur farið þess á leit við Thelmu Cl. Þórðardóttur, lög- fræðing og staðgengil forstjóra, að hún gegni starfi forstjóra Mennta- málastofnunar, tímabundið í einn mánuð til að byrja með. Arnór var forstjóri í sjö ár. Ásmundur Einar tilkynnti sama dag að samræmd próf yrðu ekki lögð fyrir nemendur þetta misserið. Mun frekari þróun svonefnds Matsferils hefjast, sem er sögð ný verkfæra- kista til kennara og skóla. Um raf- ræn próf er að ræða, og verkefni. Hættir hjá Menntamála- stofnun Arnór Guðmundsson Reykjavíkurþing Varðar verður á morgun og laugardag 25.-26. feb. Bjarni Benediktsson setur þingið kl. 17:00 á morgun, föstudag. Eyþór Arnalds ýtir í kjölfarið málefnastarfinu úr vör. Guðlaugur Þór Þórðarson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Jón Karl Ólafsson flytja ávörp á laugardag. Dagskrá og skráning er á xd.is Flokksmenn í Reykjavík eru hvattir til að taka þátt! Reykjavíkurþing Varðar 2022

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.