Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.02.2022, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022 Valnefnd Egils- staðaprestakalls hefur kosið séra Kristínu Þórunni Tómasdóttur til prestsstarfa og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðn- ingu hennar. Umsækjendur voru þrír. Nýi presturinn, sr. Kristín Þór- unn Tómasdóttir, er fædd í Nes- kaupstað árið 1970. Hún lagði stund á guðfræði- og trúarbragða- fræðinám á Íslandi, í Svíþjóð og í Bandaríkjunum. Hún hefur starfað sem prestur frá því 1998 við fjöl- breyttar aðstæður í dreifbýli og þéttbýli. Kristín hefur alla tíð verið virk í samkirkjulegu starfi og kom- ið að vinnu við þróun og mótun helgihalds og sálmavinnu, segir á vef kirkjunnar. Síðustu ár hefur hún verið búsett í Genf í Sviss með fjölskyldu sinni þar sem eigin- maður hennar, sr. Árni Svanur Daníelsson, leiðir samskiptastarf Lútherska heimssambandsins. Þar hefur Kristín starfað með lúth- erskum og anglikönskum söfnuðum í prestsþjónustu og öðrum hlut- verkum. Íbúafjöldi Egilsstaða- prestakalls er 4.594, þar af eru 3.475 í þjóðkirkjunni. Þrír prestar þjóna prestakallinu. sisi@mbl.is Nýr prest- ur á Egils- stöðum Kristín Þórunn Tómasdóttir Í Garðabæ eru 4.068 lampar í götu- og stígalýsingarkerfinu. Búið er að setja upp 320 LED-lampa auk þess sem 1.830 lampar eru í útboðsferli og verða settir upp á næstu þremur ár- um. LED-væðingin er kostnaðarsöm en sparnaðurinn vinnur kostnaðinn upp á 6-7 árum með lömpum sem eiga að endast í 20-25 ár eða 100 þúsund klukkustundir. Gert er ráð fyrir að orka og viðhald lækki um a.m.k. 70%, að því er segir á vef Garðabæjar. Í kjölfar uppsagnar HS veitna á þjónustu og viðhaldi gatnalýsingar í Garðabæ, sem er um það bil 1⁄3 af gatnalýsingarkerfinu, var ákveðið að segja upp samningi við Orku náttúr- unnar (ON) og bjóða þjónustuna út í sveitarfélaginu. Veitufyrirtækin tvö höfðu séð um lýsinguna frá því að hún var fyrst sett upp eða í meira en 50 ár. Í byrjun febrúar tók Rafal ehf. við þjónustu og viðhaldi gatnalýsingar í Garðabæ eftir sameiginlegt útboð Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Vega- gerðarinnar. Á sama tíma færist um- sjón með kerfinu og utanumhald á gagnagrunnum og landupplýsingum til sveitarfélagsins sem hefur samið við Loftmyndir ehf. um umsjón. Samkvæmt upplýsingum frá HS veitum sá fyrirtækið um þjónustu og viðhald gatnalýsingar á sínum tíma á öllu veitusvæði fyrirtækisins, þ.e. á Suðurnesjum, í Hafnarfirði og Garða- bæ, Árborg og í Vestmannaeyjum auk Reykjanesbrautar og víðar fyrir Vegagerðina. Þessari þjónustu var hætt fyrir nokkrum árum á Suður- nesjum og svo nú um áramótin á hin- um stöðunum. Betur komið hjá öðrum Júlíus Jónsson, forstjóri HS veitna, segir að þessi starfsemi hafi verið á gráu svæði því hún sé í raun verk- takastarfsemi sem fyrirtæki eins og HS veitur eigi ekki að standa í. Auk þess hafi þjónustan ekki alveg passað við lögbundna starfsemi fyrirtækisins hvað varði mannahald og tækja- rekstur og í raun ekki skilað neinu nema óþarfa umstangi og álagi. „Við ákváðum því að þetta væri betur komið hjá öðrum og nú hafa þessi sveitarfélög og Vegagerðin boð- ið starfsemina út á verktakamarkaði þar sem hún á heima að okkar mati,“ segir í skriflegu svari Júlíusar við fyr- irspurn Morgunblaðsins. aij@mbl.is LED-lampar eiga að lýsa í Garðabæ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Útsýni Smyrill fylgist með af ljósa- staur á höfuðborgarsvæðinu. - Kostnaður í upphafi - Sparnaður við lýsingu til framtíðar - HS veitur hætta Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráð- herra, hefur kom- ist að sam- komulagi við Arnór Guð- mundsson um að sá síðarnefndi láti af störfum sem forstjóri Mennta- málastofnunar. Mun Arnór koma til starfa í ráðuneyti Ásmundar frá 1. mars nk. Verkefni hans munu fyrst um sinn tengjast þátttöku Íslands í alþjóðlegum könnunum á hæfni nemenda. Ráðherra hefur farið þess á leit við Thelmu Cl. Þórðardóttur, lög- fræðing og staðgengil forstjóra, að hún gegni starfi forstjóra Mennta- málastofnunar, tímabundið í einn mánuð til að byrja með. Arnór var forstjóri í sjö ár. Ásmundur Einar tilkynnti sama dag að samræmd próf yrðu ekki lögð fyrir nemendur þetta misserið. Mun frekari þróun svonefnds Matsferils hefjast, sem er sögð ný verkfæra- kista til kennara og skóla. Um raf- ræn próf er að ræða, og verkefni. Hættir hjá Menntamála- stofnun Arnór Guðmundsson Reykjavíkurþing Varðar verður á morgun og laugardag 25.-26. feb. Bjarni Benediktsson setur þingið kl. 17:00 á morgun, föstudag. Eyþór Arnalds ýtir í kjölfarið málefnastarfinu úr vör. Guðlaugur Þór Þórðarson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Jón Karl Ólafsson flytja ávörp á laugardag. Dagskrá og skráning er á xd.is Flokksmenn í Reykjavík eru hvattir til að taka þátt! Reykjavíkurþing Varðar 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.