Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 24.02.2022, Síða 24

Morgunblaðið - 24.02.2022, Síða 24
24 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2022 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur hafnað ósk Leiguíbúða ehf. um að flytja fjögur eldri hús á lóðina Frakkstíg 1, sem er á horni Frakka- stígs og Skúlagötu. Kemur fram í umsögn verkefnis- stjóra skipulagsfulltrúa að gert sé ráð fyrir miklu byggingarmagni á lóðinni, með 1.665 fermetrum ofan- jarðar og bílakjallara. Lóðin sé hluti af áætlun sem kallast Græn upp- bygging, sé hluti af Græna planinu og í úthlutunarferli. Eins og fram kom í frétt í Morg- unblaðinu 2. febrúar sl. barst Reykjavíkurborg fyrirspurn frá Zeppelin arkitektum f.h. Leiguíbúða um mögulega endurskipulagningu lóðarinnar nr. 1 við Frakkastíg. Markmiðið var að flytja þangað hús sem til skamms tíma stóð á baklóð Laugavegar 37 og endurbyggja þar gamla húsið við Laugaveg 74, ásamt því að undirbúa lóðina fyrir tvö önn- ur flutningshús. Atvinnuhús og íbúðir Fyrirspurninni var vísað til með- ferðar verkefnisstjóra skipulagsfull- trúa. Umsögn hans var kynnt á fundi skipulagsfulltrúa 18. febrúar sl. og hún samþykkt. Í umsögn verkefnisstjórans kem- ur fram að heimilt sé að reisa á lóð- inni sjö hæða nýbyggingu, ásamt bílastæðakjallara, innan byggingar- reits skv. deiliskipulagsuppdrætti. Á 1. hæð skal vera atvinna, verslun og þjónusta en íbúðir, þar með talið námsmannaíbúðir, á 2.-7. hæð. Lóð- in Frakkastígur 1 var ein þriggja lóða sem Reykjavíkurborg lagði fram í fyrsta áfanga verkefnisins Re-Inventing Cities um umhverfis- vænar byggingar. Hinar tvær eru á Ártúnshöfða og í Lágmúla 2. Eins og margoft hefur komið fram í Morgunblaðinu hafa staðið yfir deilur um þessa fyrirhuguðu sjö hæða byggingu undanfarin ár. Ná- grannar í Skúlagötu 20 og Íbúa- samtök miðborgarinnar hafa haft uppi mótmæli og vildu að hætt verði við áformin um háhýsi. „Uppbyggingin sem óskað er eftir er djörf og athyglisverð í þessu þétta umhverfi. Hún er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag, byggðar- mynstur að Skúlagötu né fyrirætl- anir borgaryfirvalda sem kallast Græna planið,“ segir verkefnisstjór- inn og tekur neikvætt í erindið. Eldri húsin fara ekki á Frakkastíg - Tekið neikvætt í fyrirspurn - Frakkastígur 1 hluti af græna planinu - Þar mun rísa sjö hæða hús Tölvumynd/Zeppelin Frakkastígur 1 Forsvarsmenn Leiguíbúða ehf. og arkitektarnir höfðu áhuga á að reisa á lóðinni fjögur eldri hús sem standa nú á öðrum stöðum í borginni. Hreint loft –betri heilsa Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell gæða lofthreinsitæki Láttu þér og þínum líða vel - innandyra Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki eru góð viðmyglugróum, bakteríum, frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum. HFD323E Air Genius 5. Hreinsar allt að 99.9% af óhreinindum. Hægt að þvo síuna. Verð kr. 39.420

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.