Fréttablaðið - 16.04.2022, Side 2

Fréttablaðið - 16.04.2022, Side 2
 Maður hefur alltaf áhyggjur af sviðsetn- ingunni. Bretar eru sérfræðingar í að klúðra henni. Flosi Jón Ófeigs- son, Eurovision- sérfræðingur Létu rödd sína heyrast á skírdegi Hópur fólks kom saman á Austurvelli í gær til að lýsa yfir óánægju sinni með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka sem mikið hefur verið rætt um undanfarna daga. Lögreglan áætlaði að um fimm hundruð hefðu verið viðstödd þegar mest var en nokkrar ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna komu meðal annars að skipulagningu mótmælanna. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, ávarpaði fólkið sem vildi spillinguna burt. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Það er ótrúlegt en satt að Eng- lendingum er spáð góðu gengi í Eurovision. Fyrrverandi for- maður FÁSES segir þó líklegt að þeir muni klúðra svið- setningunni. benediktboas@frettabladid.is EUROVISION „Mér finnst eins og stóru fimm löndin séu að spýta í lófana. Frakkar hafa verið að senda fín lög eins og Ítalía. Spánn sendir fínustu lög en fær því miður ekki kosningu. Þetta er það besta sem Bretar hafa sent í mörg ár,“ segir Flosi Jón Ófeigsson, fyrrverandi formaður FÁSES, sem hefur fylgst vel með aðdraganda Eurovision. Nú þegar stutt er í að tónlistar- fólkið stígi á svið í Tórínó fékk Fréttablaðið Flosa til að skoða hvað sé að gerast úti í hinni stóru Evrópu. Flestir veðbankar spá Úkraínu sigri en Flosi segist ekki vera viss að þetta verði auðveldur sigur. „Þeir verða í topp fimm.“ England hefur yfirleitt sent frekar slakt atriði en nú virðist meðbyr með Sam Ryder sem syngur lagið Space man. Hann er virkur á sam- félagsmiðlum og teymið á bak við atriðið virðist vera að gera eitthvað rétt. „Maður hefur alltaf áhyggjur af sviðsetningunni. Bretar eru sér- fræðingar í að klúðra henni.“ Töluverð pressa er á Svíum þetta árið en Cornelia Jakobs syngur lagið Hold me closer. Flosi bendir einnig á að Christer Björkman sé farinn til Ameríku til að koma á fót systur- keppni Eurovision: American Song Contest, og horfinn úr teyminu. „Þetta er fyrsta árið þeirra án hans. Þasð eina sem ég hef áhyggjur af eru tilfinningarnar á sviðinu. Þetta er þannig lag og það gæti gerst eins og gerðist fyrir Frakka í fyrra,“ segir hann. „Tilfinningarnar tóku þar yfir og flutningurinn litaðist af því. Það varð á tímabili falskt. En hún er frábær flytjandi og það sást í undankeppn- inni að hún hefur allt til að bera til að gera vel,“ segir Flosi. Hann segir að Svíarnir séu lík- legastir af frændþjóðum okkar til að ná langt í keppninni í ár, en þó hefur hann trú á góðu gengi Norðmanna. Finnar senda þekkta hljómsveit en Danir eru ólíklegir til árangurs. Danir eru með okkur Íslendingum í dauðariðlinum svokallaða. Flestir Eurovision-sérfræðingar eru sam- mála um að kvöldið sem þær systur stíga á svið sé mun betra. Flosi segir Eurovision-aðdáendur marga sammála um að framlag Íslands sé vel gert, söngurinn og annað. Hann hefur þó áhyggjur af að lagið geti gleymst. „Það skiptir öllu máli að þær mjólki mynda- vélarnar og að það sé búið að þjálfa þær í því. Svo gæti vel verið að einfaldleik- inn og einlægnin slái í gegn. Að Evr- ópa sé að leita eftir því og þá erum við í góðum málum,“ segir Flosi. ■ Stóru þjóðirnar farnar að spýta í Eurovision-lófana Þær systur Sigga, Beta og Elín eru í dauðariðlinum í Eurovision. MYND/AÐSEND Ársfundur Birtu lífeyrissjóðs verður haldinn fimmtudaginn 19. maí kl. 17:00. Dagskrá er samkvæmt samþykktum sjóðsins. Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjóðfélagar rétt til setu á ársfundinum og/eða hafa aðgang að streymi fundarins. Ársfundur 2022 Kjörfundur fulltrúa launamanna í Birtu lífeyrissjóði, vegna stjórnarkjörs í lífeyrissjóðnum verður haldinn fimmtudaginn 5. maí kl. 17:30. Til fulltrúaráðs launamanna Upplýsingar um fundina má finna á vefnum birta.is kristinnpall@frettabladid.is REYKJAVÍK Forvitnum Íslendingum gefst kostur á að skoða bandaríska herskipið USS Arlington, sem liggur við Sundahöfn, í dag þegar almenn- ingi er boðið að fara um borð í skipið milli klukkan 9 og 16. Ekkert aðgangsgjald verður tekið af gestum sem gera sér ferð um borð en skipið hefur verið við strendur Íslands undanfarna daga eftir að hafa tekið þátt í hernaðaræfingu Atlantshafs- bandalagsins hér við land fyrr í þessum mánuði. ■ Bjóða fólki um borð í herskipið Von er á talsverðum gestagangi í Sundahöfn í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR birnadrofn@frettabladid.is FJÖLMIÐLAR Nýir hlaðvarpsþættir, Lífið er lag, hefja göngu sína á hlað- varpshlekk Fréttablaðsins í dag. Þættirnir voru í sjónvarpi á Hring- braut á árunum 2018-2021 og nutu mikilla vinsælda. Sigurður K. Kolbeinsson, stjórn- andi sjónvarpsþáttanna, ræðir við ýmsa þekkta og óþekkta Íslendinga um lífið og tilveruna í hlaðvarpinu. Sagðar verða skemmtilegar sögur og frásagnir frá því á árum áður sem mörgum kunna að þykja skemmti- legar. Þættirnir eru 40-50 mínútur að lengd og verða sendir út vikulega, allt árið og birtast á laugardögum. ■ Lífið er lag verður hlaðvarpsþáttur birnadrofn@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Annar t veg g ja manna sem handteknir voru í gær vegna hnífstungu fyrir utan skemmtistaðinn Prikið í Ingólfs- stræti var úrskurðaður í gæsluvarð- hald seinnipartinn í gær. Þetta stað- festir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Fréttablaðið. Mennirnir tveir voru hand- teknir á fimmta tímanum aðfara- nótt föstudags eftir að hafa stungið mann með eggvopni. Maðurinn sem varð fyrir árás- inni var fluttur á sjúkrahús þar sem hann undirgekkst aðgerð, hann var enn á sjúkrahúsi í gær. Áverkar mannsins voru að sögn lögreglu alvarlegir. ■ Einn úrskurðaður í gæsluvarðhald Árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Prikið í Reykjavík. 2 Fréttir 16. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.