Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.04.2022, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 16.04.2022, Qupperneq 16
Fyrir páskana þarf ekki að þrífa allt hátt og lágt og hvorki þarf að finna sér páskakjól, né heldur passa í hann. Brönsinn veigamikill Gísli Marteinn Baldursson dagskrárgerðar­ maður Gísli Marteinn er vanalega fastur í vinnu um helgar en þessa helgina fær hann frí, enda segist hann sérlega hrifinn af páskunum þegar um sé að ræða frí án pressu. „Páskarnir eru svo stórkostleg hátíð, því það er gott frí, kyrrð og ró, en engin pressa á að gera eitthvað sérstakt. Það er ekki sami frammi stöðu kvíði og getur fylgt jólum eða öðrum hátíðum og ekki jafn svakaleg neysla og er um jólin. Svo er vorið að koma og minnir mann á að þetta var auð- vitað einhvers konar frjósemis- hátíð hér einu sinni.“ Gísli ætlar bæði að vera í bænum og í sumarbústað í Skorradal þessa páskahelgina. „Ég veit ekki alveg hvernig ég skipti því en ég er líka að passa hund, þannig að ég verð í löngum göngutúrum og við Garpur munum þefa af vorinu í samein- ingu og athuga hvort við heyrum í lóum.“ Spurður um matseldina um páskana svarar Gísli: „Ef ég kemst í góðan kræk- ling þá finnst mér það kjörinn matur á föstudaginn langa, svo er helgin sjálf dálítill brönstími og kannski við gerum okkur shakshuku eða egg benedict og svo eitthvað gott um kvöldið líka. Risotto eða sjávarréttapasta kannski? Ekki förum við að drepa blessuð litlu lömbin þótt okkur langi að gera okkur glaðan dag.“ Páskahelgi matarveislna og slökunar Þá er hún upprunnin, upprisuhátíðin, þessi allra besta hátíð almanaksins. Páskarnir eru áreynslulaust frí flestra frá vinnu og daglegu amstri, sem aðra daga allt gleypir. Fyrir páskana þarf ekki að þrífa allt hátt og lágt og hvorki þarf að finna sér páskakjól, né heldur passa í hann. Óþarfi er að finna ættingjum og vinum páska­ gjafir og aldrei hef ég heyrt talað um páskastress. Samkvæmt Markúsarguðspjalli var það ein­ mitt á páskadegi sem Maríurnar tvær: Magda­ lena og móðir Jakobs, urðu varar við að Jesús var ekki lengur í gröf sinni enda hafði hann risið upp frá dauðum. Samkvæmt sögu þeirri lifði Jesús því þrátt fyrir að hafa verið tekinn af lífi á krossinum og í kjölfarið eru páskarnir mesta hátíð kristinna manna. En hvort sem þú, lesandi góður, haldir nú sem kristinn maður upp á upprisu Jesú eða fagnir einfaldlega fimm daga helgi vona ég að þú njótir með þínu allra besta fólki, með góðum mat, jafnvel drykk, óhóflegu súkkulaðiáti og auðvitað eins og þú virðist vera að gera, við lestur helgarblaðs Fréttablaðsins. Gleðilega páska.n Ekkert páskastress Grazie Trattoria Á glænýjum ítölskum veitingastað ofarlega á Hverfisgötunni er ekki aðeins tekið á móti gestum af snyrti­ legum fullorðnum herramönnum, enda auglýsti rekstraraðilinn sér­ staklega eftir starfsfólki yfir sex­ tugu, heldur eru á matseðlinum þær allra bestu pítsur sem fáanlegar eru í Reykjavík. Örlítill keimur af Napólí er kominn alla leið á Hverfisgötuna og pítsuunnendur bara verða að prófa. Aldrei fór ég suður Tónlistarhátíðin á Ísafirði hefur fyrir löngu slegið í gegn og er bær­ inn ásamt nágrannabæjarfélögum yfirfullur af aðkomufólki sem og heimamönnum yfir páskahátíðina. Þeir sem ekki komust alla leið vestur þurfa þó ekki að missa af tónlistar­ veislunni en bein útsending verður á RÚV 2 í kvöld klukkan 19.30. Meðal listamanna sem koma fram eru Moses Hightower, Mugison, Flott, Gugusar og Aron Can. n Við mælum með BJORK@FRETTABLADID.IS Á einu síðkvöldi tókst tveimur ráð­ herrum Framsóknar að ganga fram af þjóðinni með rasískri og öfga­ fullri framkomu, sem vekur spurn­ ingar um hæfi beggja til að gegna trúnaðarstörfum. Ekki var eftirleikurinn betri. Aðstoðarmanni var att á foraðið með ósannindi og ráðherrarnir sjálfir reyndu að beita gaslýsingu til að breiða yfir það sem raunverulega gerðist þetta kvöld. Nú hefur komið í ljós að alvarleg brotalöm var á útboði á hlut ríkisins til fagfjárfesta í mars. Bankasýsla ríkisins segir útboðið hafa gengið að óskum en er ein um þá skoðun. Hvorki ríkisstjórnin né þing­ menn virðast hafa skilið kynningu Bankasýslunnar á útboðinu. Viðskiptaráðherra sagðist eftir á hafa verið á móti þeirri aðferð sem notuð var við útboðið. Hún virðist þó hafa samþykkt framkvæmd þess bæði í ráðherranefnd um efnahags­ mál og í ríkisstjórn. Viðskiptaráðherra sagði f jár­ málaráðherra hafa klúðrað, en ekki Bankasýsluna, sem sá um fram­ kvæmdina. Slíkar skeytasendingar milli ráðherra eru fátíðar. Sjálf framk væmd útboðsins var með ólíkindum. Útboðið átti einungis að vera til fag­ og stofn­ anafjárfesta, en engar kröfur voru gerðar um lágmarksfjárhæð kaupa. Gömul saga og ný – eftir höfðinu dansa limirnir n Í vikulokin Ólafur Arnarson Banka- sýslan er ein um þá skoð- un að vel hafi tekist til. Söluaðilar útboðsins keyptu sjálfir í því og úthlutuðu hlutum til starfsmanna sinna um leið og þeir þurftu að skerða verulega úthlutun til viðskiptavina. Lagalega er þetta vafasamt og brýtur gegn reglum um að hagsmunir viðskiptavina séu ávallt hafðir í fyrirrúmi. Engan þarf samt að undra slíka framkomu verðbréfasala þegar æðsta stjórn ríkisins virðist gegn­ sósa af spillingu og agaleysi. n Páskarnir eru í uppáhaldi hjá ansi mörgum enda hjá f lestum löng helgi þar sem samvera ásamt góðum mat er í fyrirrúmi. Við hleruðum nokkra skemmtilega einstaklinga um páskaplön þeirra. bjork@frettabladid.is Eta, drekka og vera glaður Þorkell Harðarson alþjóðlegur kvikmynda­ framleiðandi Allra síðustu veiðiferðina, sem Þorkell Harðarson kvikmynda- framleiðandi stendur á bak við ásamt fleirum, má sjá í bíó um páskahelgina en Þorkell vill nota páskafríið til góðs. „Páskarnir eru til að hlaða batteríin og íhuga stöðu okkar gagnvart meðbræðrum okkar og -systrum. Bæta stöðuna ef mögulegt er. Annars að hjakka í sama farinu áfram.“ Áætlanir Þorkels þessa páskana eru bæði há- leitar og einfaldar. „Um páskahelgina ætla ég að spila tónlist, eta og drekka og vera glaður.“ Þegar kemur að matseldinni er ekki komið að tómum kofanum hjá Þorkeli sem er annálaður matgæðingur. „Páskamaturinn verður eitthvað óvænt. Senni- lega eitthvað þjóðlegt með alþjóðlegu ívafi. Meira kjöt en grænmeti, klárlega.“ Drykkur í garðinum toppurinn Anna Þóra Björnsdóttir uppistandari og eigandi verslunar­ innar Sjáðu Anna Þóra ætlar að blanda saman vinnu við heimilið og almennu afslappelsi. „Páskafríið er bara mesta af- slappelsi sem ég veit um. Maður þarf ekki að fara í spariföt heldur bara elda góðan mat, drekka mikið af víni og hitta vonandi einhverja skemmtilega vini. Svo framarlega að Gylfi, maðurinn minn, handleggsbrjóti sig ekki, þá eru þetta toppdagar. Hann gerði það á föstudaginn langa fyrir nokkrum árum en reis svo upp á páskadag.“ Anna verður þó ekki aðeins í af slöppun þessa páskana enda er ætlunin að koma heimilinu aftur í rétt horf. „Mér tókst að koma fullmörgum iðnaðarmönnum hingað inn á sama tíma svo það er bara eins og við höfum verið að flytja inn.“ Anna segist einnig ætla að reyna að gefa sér tíma til að lesa og nefnir í glettni tvær spennandi bækur: Opinská ævisaga gleði- konu í London og Hún og hann, hamingjuríkt hjónaband. „Inni á heimabarnum liggja alls konar bókmenntir, en það er spurning hvort ég eigi að lesa um hóruna í London eða reyna að laga hjóna- bandið,“ segir hún og skellir upp úr. Á páskadag verður kalkúnn á borðum hjá Önnu og fjölskyldu. „Ég er minna orðin fyrir páska- lambið og kalkúnninn kemur sterkur inn. Svo er það súkku- laðiát og ég vona að páskalilj- urnar sem ég er búin að planta í garðinum blómstri. Toppurinn væri svo ef maður gæti fengið sér drykk úti í garði. Maður hefur ekkert verið að vinna með áfengi og garð lengi. Eins og það fer vel saman.“ Espresso martini í eftirrétt Aníta Briem leikkona Aníta Briem birtist kvikmynda- gestum í myndinni Skjálfta, sem er auðvitað tilvalið að sjá um páskahelgina, en einnig styttist í aðra frumsýningu leikkonunnar, kvikmyndina Berdreymi, og ekki að undra að hún nýti páskana í vinnutörn. „Páskarnir eru vinnutörn í þetta skiptið fyrst ég er í þeirri forréttindastöðu að vera í undirbúningi á sjónvarpsseríu sem ég elska.“ Aníta ætlar þó ekki aðeins að vinna alla páska- helgina. „Ég ætla samt að gefa mér tíma til að vera með fjölskyldunni, borða góðan mat og spila.“ Spurð út í hátíðarmatinn á páskadag svarar hún: „Ég ætla að finna mér tvær spennandi vegan „steikur“ til að drekkja í Junkyard gravy og bera fram til dæmis ofnbakaðar kartöflur, hvítlauks- steiktan aspas og ferskt salat með granateplum. Það er svo aldrei að vita nema maður hendi í Espresso martini í eftirrétt.“ 16 Helgin 16. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 16. apríl 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.