Fréttablaðið - 16.04.2022, Side 20

Fréttablaðið - 16.04.2022, Side 20
sögunni þar sem hún lýsir fólkinu á hælinu, sérstaklega konunum, sumar urðu góðar vinkonur henn- ar en aðrar gerðu lítið úr henni og hæddu,“ segir Guðrún. Ein þeirra varð stór áhrifavaldur í lífi Bíbíar var Ingibjörg Sigurðar- dóttir, eða Imba sæla eins og Bíbí kallaði hana, sem hjálpaði Bíbí að koma undir sig fótunum. Með hjálp Imbu komst Bíbí loks af hælinu eftir sautján ár og fluttist í kjallara- herbergi hjá henni í gamla læknis- bústaðnum á Blönduósi. „Þar byrjar Bíbí sinn sjálfsbúskap þegar hún er 46 ára. Svo hjálpar Ingibjörg Bíbí að kaupa hús sem kallast Bíbíarhús og þar bjó hún í einhver tíu ár,“ segir Guðrún. Bíbí leiddist mjög vistin á Hér- aðshælinu og fannst lífið oft til- breytingarlaust. Hún fann sér þó allaf leiðir til að rækta hugðarefni sín og áhugamál. Í kringum 1970 hóf hún garðrækt og kom sér upp garði um fjóra kílómetra frá Hér- aðshælinu sem hún vitjaði daglega þrátt fyrir að eiga erfitt með gang undir það síðasta. Þá kom hún sér upp umfangsmiklu brúðusafni sem hún gaf síðar Þjóðminjasafninu og taldi þá rúmlega hundrað brúður. Útrás fyrir sköpunarkraftinn Á fullorðinsárum, sennilega um það leyti sem hún f lutti í Bíbíarhús 1983, hóf Bíbí ritun sjálfsævisögu sinnar. Bíbí ritaði sjálfsævisöguna í einrúmi, fáir vissu af tilvist hennar enda héldu f lestir að hún væri ólæs og óskrifandi. Að sögn Guðrúnar er textinn einstakur og frásögnin ber vott um húmor Bíbíar, ekki síst fyrir sjálfri sér en líka samferða- fólki sínu. „Ég held að Bíbí hafi verið mjög skapandi persóna og hún hafi fengið útrás fyrir sköpunarkraftinn með skrifunum. En ég held að þetta sé þó fyrst og fremst þörfin fyrir að koma rödd sinni á framfæri og upp að vissu marki mótmæla þeim órétti sem hún var beitt,“ segir Guðrún. Sjálfsævisaga Bíbíar er bæði merkileg heimild um ævi einstakrar manneskju en líka vitnisburður um stöðu fatlaðs og jaðarsetts fólks á Íslandi 20. aldarinnar. Þrátt fyrir að Bíbí hafi mætt miklu mótlæti í gegnum lífið hélt hún alltaf í sína eigin mennsku og sjálfstæði. „Ég held að bókin hafi verið ein leið fyrir hana til þess að koma þess- um mótmælum sínum og andófi á framfæri og um leið tækifæri hrein- lega til þess að halda í mennskuna. Hún var á jaðri samfélagsins alla tíð, átti fáa að og hafði ekki mikinn stuðning. Hún fékk hvorki að ganga í skóla né fermast með jafnöldrum sínum og var falin þegar gesti bar að garði. Þrátt fyrir allt hennar mótlæti fann hún alltaf lífi sínu farveg og það er svo merkilegt,“ segir Guðrún. Mörgu enn ábótavant Undanfarið hefur mikið verið rætt um stöðu ungs fatlaðs fólks sem neyðist til að búa á elliheimilum rétt eins og Bíbí þurfti sjálf að gera fyrir meira en hálfri öld. Þrátt fyrir að margt hafi áunnist varðandi rétt- indi og stöðu fatlaðs fólks á þeim 23 árum sem liðin eru síðan Bíbí lést er ljóst að mörgu er enn ábótavant. „Við vitum að þetta var mjög algengt, það voru náttúrlega ekki til nein úrræði og það er ömurlegt að þetta skuli enn viðgangast. Ég er sannfærð um að þrátt fyrir að Bíbí hafi leiðst á elliheimilinu og þetta hafi verið erfitt þá hafi það verið mun betra líf fyrir hana en að fara á Kópavogshælið. Ég get ekki ímyndað mér að hún hefði hrein- lega lifað það af að fara á Kópavogs- hælið, þetta náttúrubarn sem hún var,“ segir Guðrún. Á saga Bíbíar erindi við hinn almenna lesanda? „Já, ég er viss um það. Það er svo margt í sögu Bíbíar sem kennir okkur ekki bara um fortíðina heldur líka um samtímann. Hvernig er litið á fólk sem er á jaðrinum og þá fötl- unarfordóma sem enn ríkja. Þó að það hafi mikið breyst þá því miður erum við ekki komin alla leið.“ Vonar að Bíbí sé ánægð Bíbí barðist sjálf fyrir því að fá ævi- sögu sína útgefna en það var fyrir tilstilli æskuvinkonu hennar Öldu Kristínar Jóhannsdóttur sem hand- ritið komst fyrir sjónir Þorvaldar Kristinssonar og síðar til Guðrúnar Valgerðar. Spurð um hvort hún telji að Bíbí væri ánægð með að sjá bókina loks komna á prent segir Guðrún: „Ég held það. Hún vildi að sagan kæmi út en það er auðvitað vandi að fjalla um hana á þann hátt að ekki sé vegið að virðingu hennar. Ég er alveg sannfærð um að Bíbí hefði orðið glöð en ég náttúrlega get ekki vitað hvort hún hefði verið ánægð með þá nálgun sem ég beiti og ég hef oft hugsað um það. En við vitum það að hún vildi koma sögu sinni á framfæri.“ Þá nefnir Guðrún hitt siðferði- lega álitamálið sem er að hún vilji auðvitað ekki særa eftirlifandi sam- ferðafólk Bíbíar með útgáfunni. „Hún nafngreinir fólk sem henni fannst hafa gert á hlut sinn og beitt hana einhvers konar órétti. Það fólk er nú flest látið en á afkomendur og fólk er náttúrlega viðkvæmt fyrir ættingjum sínum alla tíð. Þannig að þetta er margþætt eins og alltaf með svona útgáfur en þetta er hennar saga og það er ekki rétt gagnvart henni að draga neitt undan. En jú, ég held hún hefði verið mjög ham- ingjusöm, ég ætla að vona það.“ ■ Bernsku­ árin voru ekki skemmti­ leg, síður en svo, þar kemur til sérviska fólksins. Bíbí Bíbí í Berlín mætti miklu mót- læti allt sitt líf og var stimpluð sem „fáviti“. Hún hélt þó alla tíð í mennskuna og skrifaði stórmerkilega sjálfsævisögu. Bjargey Kristjánsdóttir (1927-1999), kölluð Bíbí, fæddist inn í fátæka fjölskyldu í kotbænum Berlín nálægt Hofsósi. Bíbí glímdi við mótlæti allt sitt líf, var falin frá umheiminum, stimpluð sem „fáviti“ og vistuð á elliheimili aðeins þrítug. Bíbí var þó alls enginn „fáviti“ heldur skörp og skapandi manneskja og á efri árum ritaði hún sjálfsævisögu sem er nú komin út á vegum Háskólaútgáfunnar. „Ég held að þú finnir ekki neitt sambærilegt Bíbíarhandritinu, ég hef lengi verið í erlendu samstarfi í sambandi við lífssögurannsóknir og fólk með þroskahömlun. Það er enginn sem kannast við að neitt sambærilegt hafi fundist,“ segir Guðrún Valgerður Stefánsdóttir, prófessor í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands. Verkefnið á sér langan aðdrag- anda en Guðrún komst fyrst í kynni við Bíbí í gegnum fræði- manninn Þorvald Kristinsson sem hafði geymt handritið að sjálfs- ævisögu Bíbíar í nokkra áratugi. Útgáfa bókarinnar er hluti af rann- sóknarverkefninu Bíbí í Berlín sem Guðrún vinnur nú að ásamt Sigurði Gylfa Magnússyni og Sólveigu Ólafs- dóttur. Þau fengu þriggja ára rann- sóknarstyrk frá Rannís til að rann- saka líf Bíbíar og í lokin er stefnt að því að gefa út bók á ensku hjá alþjóðlegu bókaforlagi. Talin efnileg sem barn Guðrún telur að orsök fötlunar Bíbíar megi rekja til vanvirks skjald- kirtils og fundu rannsakandendur gögn því til staðfestingar. Í dag er auðveldlega hægt að greina slíkt hjá börnum með blóðprufu skömmu eftir fæðingu og meðhöndla með lyfjum en þegar Bíbí fæddist 1927 var sú þekking ekki fyrir hendi. „Hún í rauninni fær ekki grein- ingu fyrr en 1970 og þá er eins og henni fari að líða betur enda fékk hún þá líklega í fyrsta sinn lyf við hæfi. Sennilega er af leiðingin af þessum vanvirka skjaldkirtli að hún stækkar ekki eðlilega og glímir við alls konar afleiðingar, var smávaxin og þoldi ekki ákveðinn mat,“ segir Guðrún. Bíbí var sjálf með aðra kenningu um fötlun sína. Að hennar sögn var hún talin efnileg sem ungbarn en eftir að hún veiktist á öðru ári tók hún að dragast aftur úr. „Foreldrar Bíbíar voru fátækir kotbændur og til þess að afla tekna fór faðir hennar á vertíð og móðir hennar réð sig í kaupavinnu á bæ í sveitinni. Þar bjuggu þær að sögn Bíbíar við mikla vosbúð og í kjöl- farið veiktist Bíbí. Þetta getur alveg passað miðað við tímann en sé vanvirkur skjaldkirtill ekki með- höndlaður fara afleiðingarnar oft að birtast á öðru ári,“ segir Guðrún. Fullorðinsár og sjálfsbúskapur Móðir Bíbíar, Guðrún Mundína, lést 1958 eftir skammvinn veikindi þegar Bíbí var rúmlega þrítug. Þrátt fyrir að Bíbí hafi ekki alltaf verið sátt við móður sína þá reiddi hún sig mjög á hana og eftir dauða Guð- rúnar kom ekki til greina að Bíbí byggi áfram hjá Kristjáni, föður sínum, og Steina, bróður sínum, enda stóð samband þeirra feðgina völtum fótum. „Það átti að senda hana á Kópa- vogshælið en hún mótmælti því og þá er henni fundinn staður á Héraðshælinu á Blönduósi. Þar var ellideild á fjórðu hæð og þar bjó hún í sautján ár með gömlu fólki. Það eru dásamlegur sögur í sjálfsævi- Einstök ævisaga einstakrar manneskju Sjálfsævisaga Bíbíar telur um 120 þúsund orð og var handskrifuð í nítján stílabækur sem eru varð- veittar í handritasafni Landsbóka- safns Íslands. MYND/AÐSEND Fjölskyldan í Berlín. Frá vinstri: Guðrún Mundína, Þor- steinn, Kristján Júlíus og Bíbí. MYND/AÐSEND Bíbí leit á brúðurnar sem lifandi verur og segir að þær hafi komið í staðinn fyrir börnin sem hún eignaðist aldrei. MYND/AÐSEND Bíbí í kringum 1974, sama ár og hún flutti af Héraðshælinu á Blönduósi í sjálfstæða búsetu. MYND/AÐSEND Guðrún Val- gerður Stefáns- dóttir, prófessor í fötlunarfræð- um, segist aldrei áður hafa rekist á neitt sambæri- legt handriti Bíbíar. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Úr sjálfsævisögu Bíbíar „Það er stór sind af foreldrum að vera vond við fattlað barns sitt og skamma það alsak- laust. Foreldrar nú til dags, gerið þetta aldrei við börn sem eru fötluð á einhvern hátt. Það er líka óþarfi hjá fóki að hafa það þannig, að láta sem það sjái það ekki, þó að börn þess taki firir fattlaða mannveru og geri gis að henni. Þetta er ljótur hugsana máti.“ Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is 20 Helgin 16. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.