Fréttablaðið - 16.04.2022, Qupperneq 46
Einmitt þegar hann
átti fyrir höndum
áhyggjulaust ævikvöld
eftir margra ára erfiðis-
vinnu á kranabílnum
skellur ógæfan á
honum af slíkri óvægð
að maður getur varla
talað um það ógrát-
andi.
Auðvitað
fallast
manni
nánast
hendur við
að sjá
svona
komið fyrir
pabba
manns.
Það er svo
ólýsanlega
sárt að sjá
menn tapa
fyrir sjálf-
um sér.
Þegar Theodóra S. Þorsteins-
dóttir horfir til baka áttar
hún sig á því að heilum áratug
af ævinni varði hún í að passa
föður sinn, jafnt að nóttu sem
degi, en eftir nokkrar til-
raunir hans til að taka eigið
líf varð áfengið hans eina
útgönguleið.
Það er ekki auðvelt fyrir
Theodóru að segja sögu
föður síns, enda kemst
hún á köf lum við þegar
blaðamaður sest með
henni í bjarta borðstofuna í Linda-
hverfinu í Kópavogi og rifjar upp
raunir kranabílstjórans Þorsteins
Theodórssonar sem átti ekki von
á því þegar nokkur ár voru liðin af
nýrri öld að efnahagshrunið ætti
eftir að eyðileggja líf hans.
Hún vilji segja sögu hans hér og
nú til að minna á ömurleg áhrif
hrunsins á alþýðu manna – og eins
til þess að minna á hvert hlutskipti
margra aldraðra er á Íslandi.
Áminning um málefni aldraðra
Þorsteinn bjó í sömu götu og Theo-
dóra ásamt konu sinni, Maríu Guð-
björgu Snorradóttur, og samgangur
á milli foreldra og dóttur var mikill
og tíður.
„Örlög pabba hverfa ekki úr huga
mínum,“ segir Theodóra. „Ein-
mitt þegar hann átti fyrir höndum
áhyggjulaust ævikvöld eftir margra
ára erfiðisvinnu á kranabílnum
skellur ógæfan á honum af slíkri
óvægð að maður getur varla talað
um það ógrátandi.“
Hún segir síðustu árin áður en
Þorsteinn lést vera áminningu um
að málefni aldraðra eru ekki aðeins
bundin við hagsmuni gamla fólks-
ins heldur líka við fólk á miðjum
aldri, næstu kynslóð á eftir, sem
hefur í mörgum tilvikum eilífar
áhyggjur af foreldrum sínum sakir
andlegrar vanlíðunar þeirra, sem
leiðir til lyfjanotkunar, einangrunar
og á endanum ofdrykkju.
Theodóra kveðst vita af fjölda-
mörgum álíka harmsögum þar
sem miðaldra fólk hefur stanslausar
áhyggjur af fullorðnum foreldrum
sínum sem þurfa umönnun sem er
á skjön við þjónustumynstur hins
opinbera sem þar fyrir utan sé flók-
ið og illskiljanlegt af því að mála-
flokkurinn er jafnt á hendi ríkis og
sveitarfélaga. Þar þurfi samfélagið
allt að taka sér ærlegt tak.
Alþýðumaður að vestan
Þorsteinn Theodórsson fæddist í
Reykjavík þegar fjórtán dagar voru
liðnir af apríl 1939, en á æskuárunum
flutti fjölskyldan suður og reisti sér
hús á meðal frumbyggjanna í Kárs-
nesinu. Eftir að Þorsteinn kynntist
konu sinni, Maríu Guðbjörgu, hófu
þau búskap í kjallaranum hjá for-
eldrum Þorsteins í Melgerði og næstu
árin eignuðust þau fjögur börn og er
Theodóra yngst þeirra.
María Guðbjörg var af alþýðuætt-
um eins og Þorsteinn, fædd á Snæ-
fjallaströnd fyrir vestan en gefin í
fóstur til Reykjavíkur. Örlög henn-
ar voru að alast upp hjá fátækum
fósturforeldrum í einum af brögg-
unum í Laugarneshverfinu þar sem
tækifærin til mennta voru lítil sem
engin. Alla starfsævina vann hún
við umönnunarstörf.
„Pabbi og mamma þekktu þann
tíma þegar matur var af skornum
skammti og nýtni og sparnaður var
þeim alla ævina í blóð borinn. Það
hét að fara vel með,“ rifjar Theo-
dóra upp og minnist þess einnig að
heiðarleiki hafi fylgt foreldrunum
alla tíð, en lífssýnin hafi verið að
standa við loforðin sem voru gefin.
„Og þar var enginn afsláttur gefinn,“
segir dóttirin.
Fótunum kippt undan pabba
Sjálf flutti Theodóra að heiman fyrir
tvítugt og byrjaði að vinna í Byko
um líkt leyti og hún varð stúdent
úr Verzló, en seinna reyndi hún við
viðskiptafræði og að lokum kláraði
hún framhaldsnám í lögfræði, en
Það var ekki pláss fyrir
pabba í samfélaginu
„Pabbi missti bílinn og hann missti allt og ekki var mikil hjálp í okkur Óla, manninum mínum, en við vorum í sama verk-
takabransanum sem hrundi eins og spilaborg á þessum tíma. Það var allt í einu ekkert að gera.“ FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
það kom raunar ekki til af góðu,
enda voru þau feðginin þá komin í
hatrammt stríð við fjármálastofn-
anir og dómstóla sem að lokum
kippti fótunum undan föðurnum
og fór með lífslöngun hans.
„Pabbi var eins og farfuglarnir
alla sína starfsævi. Hann fór að
vinna á virkjanasvæðunum fyrir
Landsvirkjun á vorin og kom þaðan
ekki fyrr en á haustin,“ segir Theo-
dóra og minnist þessa harðduglega
manns sem allt fram á sjötugsaldur
var einstaklega vel á sig kominn.
„Pabbi var alltaf í toppformi,“ rifjar
hún upp.
„En á milli tarnanna á sumrin gat
verið ansi mikil basl að reka krana-
bíl. Það kom alveg fyrir að það var
ekkert að gera. En þess á milli skaff-
aði hann þó vel,“ segir Theodóra
sem alla tíð hjálpaði föður sínum í
fjármálum og bókhaldi „og meðal
annars þess vegna fluttu pabbi og
mamma hingað í sömu götuna og
mín fjölskylda,“ bætir hún við, en
eiginmaður Theodóru er Ólafur
Viggósson og eiga þau tvö börn
saman.
Skuldin stökkbreyttist
„Ég hjálpaði pabba meðal ann-
ars við að endurnýja kranabílinn
nokkrum árum fyrir hrun sem
væntanlega átti að verða síðasti
vinnubíllinn hans, enda var hann
þá kominn á sjötugsaldur, en eins og
sannur íslenskur karlmaður skipti
vinnan hann öllu máli,“ segir Theo-
dóra og það er auðséð á henni að nú
á hún orðið erfitt með að rifja upp
tímann sem tengist efnahagsóför-
unum á sínum tíma.
„Pabbi skuldaði helminginn í
nýja kranabílnum, einhverjar tíu
milljónir á þávirði, sem hann réð
alveg við, en svo kom hrunið og
allt stökkbreyttist í einu vetfangi.
Lánið, sem var á hans persónulegu
kennitölu, meira en tvöfaldaðist –
og hann átti enga möguleika, fann
það einfaldlega á eigin skinni, þá 69
ára gamall maðurinn – og þar með
helltist ógæfan yfir hann, en vel að
merkja, ekki óraði mig fyrir því þá
að miskunnarleysið yrði algert,“
segir Theodóra.
Lánið fyrir kranabílnum hafði
verið tekið hjá SP-fjármögnun. „Þar
á bæ vildu menn ekkert gera fyrir
pabba. Ekki nokkurn skapaðan
hlut, nema að ef til vill gætu þeir
látið tilleiðast að lengja í láninu.
Hann yrði samt að borga það að
fullu. Og þegar pabbi ætlaði að
reyna að hreyfa mótbárum stugg-
uðu þeir við honum með þjósti og
voru allt eins líklegir til að kasta
honum á dyr,“ rifjar Theodóra upp
og segir að ekki hafi það bætt úr
skák að starfsmenn SP-fjármögn-
unar sögðu kranabílinn vera á svo-
kallaðri fjármögnunarleigu, sem
hafi verið fjarstæða, enda hafði faðir
hennar ávallt borgað inn á höfuð-
stól lánsins.
Hún segist upplifa það á við stríð
sem á eftir kom. „Pabbi missti bíl-
inn og hann missti allt og ekki var
mikil hjálp í okkur Óla, manninum
mínum, en við vorum í sama verk-
takabransanum sem hrundi eins og
spilaborg á þessum tíma. Það var
allt í einu ekkert að gera.“
Hvað á ég að gera?
Theodóra segist hafa setið heima
einn daginn eftir að Óli og pabbi
hennar og mamma voru farin
niður á Austurvöll til að mótmæla
afleiðingum hrunsins fyrir íslenskt
alþýðufólk. „Ég spurði bara sjálfa
mig þar sem ég góndi ofan í tóman
kaffibollann: Hvað á ég að gera?
Við erum að missa allt. Við erum
öll verkefnalaus. Það er engin inn-
koma.“
Erfiðleikarnir hafi verið miklir,
vonleysið svo til algert, en sjálf hafi
hún hugsað sem svo af meðfæddri
bjartsýni að leiðin gæti ekki legið
nema upp á við.
En það var langt í frá sjálfgefið.
Þorsteinn hvarf inn í sjálfan sig.
Hann týndi sér alveg. Dauðinn
virtist honum eina lausnin.
Það mátti sjá svo auðveldlega að
líðan hans var óbærileg. Þar skipt-
ust á skömm og reiði í höfði hans
og brjósti. Það jók líka verulega á
áhyggjur hans að á sama tíma var
konan hans komin með krabba-
mein í bris og veikindin ágerðust.
Á sjötugsafmælinu stóð hann því
uppi kranabílslaus og atvinnulaus
með alvarlega sjúkan makann við
hlið sér sem reyndist aðeins eiga
nokkur misseri eftir ólifuð.
„Auðvitað fallast manni nánast
hendur við að sjá svona komið fyrir
pabba manns,“ segir Theodóra. „Það
er svo ólýsanlega sárt að sjá menn
tapa fyrir sjálfum sér.“
Fékk alls staðar sömu svörin
Baráttuþrekið í brjósti Theodóru
var þó til staðar. Hún sótti hvern
fundinn af öðrum og fór á kontór
alls konar samtaka til að kynna sér
hvað væri til ráða fyrir fórnarlömb
fjármálakreppunnar sem bæru
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
22 Helgin 16. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ