Fréttablaðið - 16.04.2022, Page 47

Fréttablaðið - 16.04.2022, Page 47
Læknarnir sögðu mér að þeir skildu ekkert í því að pabbi hefði lifað af ákeyrsluna. Það væri ekkert minna en kraftaverk að maður á hans aldri hefði lifað af svona slys. Þegar ég horfi til baka misstum við systurnar af svo mörgum árum í lífi okkar og barnanna okkar af því að tíminn fór allur í að koma í veg fyrir að pabbi tæki eigið líf. Theódóra segir síðustu árin áður en faðir hennar lést vera áminningu um að málefni aldraðra eru ekki aðeins bundin við hagsmuni gamla fólksins heldur líka við fólk á miðjum aldri, næstu kynslóð á eftir, sem hefur í mörgum tilvikum eilífar áhyggjur af for- eldrum sínum sakir andlegra veikinda þeirra, sem leiðir til lyfjanotkunar, einangrunar og á endanum of- drykkju. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Þorsteinn var í toppformi allt fram að áfallinu og hljóp við fót með hund sinn, Mikka, upp að Steini í Esjunni. MYND/AÐSEND Þorsteinn á spítalanum eftir að hafa reynt að stytta sér aldur með því að keyra á ofsa- hraða á brúar- stólpa. Með ólíkindum þótti að hann lifði slysið af, en 48 bein brotnuðu í líkama hans við áreksturinn. MYND/AÐSEND enga ábyrgð á því hvernig fór. En alls staðar fékk hún þau sömu svör að svona væri þetta bara, hún ætti bara að ýta þessu frá sér, horfa fram á við og hætta að góna í baksýnis- spegilinn til eilífðarnóns. „Ég hlustaði á öll þessi svör. Það var eins og þetta væri eitthvert lög- mál. Það væri bara ekkert hægt að breyta þessu,“ segir Theodóra sem sló sér á lær eftir þessa síendurteknu höfnun og skellti sér í lögfræðinám í Háskólanum í Reykjavík, „og þar öðlaðist ég sjálfstraust á ný,“ rifjar hún upp. Þorsteinn og Theodóra fóru með bílalánsmálið fyrir dómstóla en svo fór að það tapaðist í héraði árið 2012, „og við tóku sex vond ár,“ segir Theodóra döprum rómi. „Pabbi vildi ekki lifa. Mamma var farin. Og líf hans var ein óreiða. Það virtist engin leið vera til þess að greiða úr þeirri f lækju,“ bætir dótt- irin við og orðar það svo að þar með hafi margra ára umönnun hennar og Kolbrúnar, svo og annarra systk- ina þeirra, hafist. „Við skiptumst á næstu árin að halda pabba á lífi og koma í veg fyrir að hann færi sér að voða.“ En allt kom fyrir ekki. „Einn haustdaginn 2012 kíkti ég sem oftar við hjá pabba, en hann var hvergi að sjá í húsinu. Ég fór því inn í bílskúr, ef ske kynni að hann hefði skroppið þangað, en sá þá að mótorhjólið sem hann átti var horfið, en hjálmurinn lá eftir. Þá fékk ég hnútinn í mag- ann.“ Endurlífgaður með 48 beinbrot Á daginn kom að Þorsteinn hafði keyrt á ofsahraða á brúarstólpa skammt frá Mjóddinni í Breiðholti og það var ekki fyrr en hópur fólks, sem var á leið í bíó í nærliggjandi húsi, kom auga á Þorstein þar sem hann lá meðvitundarlaus úti í móa og hafði kastast langa leið af stólp- anum ásamt gjörónýtu hjólinu. Í millitíðinni keyrði Theodóra í sínum tilfinningarússíbana um hverfin í kring áður en henni var tilkynnt af lögreglu hvernig komið væri fyrir föður hennar. Hann þurfti endurlífgunar við á vettvangi. Nákvæmlega 48 bein voru brotin í líkama hans. Kjálka- festingar losnuðu og allar tennur brotnuðu og nefið gekk inn í and- litið. Hann var óþekkjanlegur í framan. Þorsteini var lengi haldið sofandi og það tók nokkra daga að vekja hann hægt og rólega af mókinu. „Læknarnir sögðu mér að þeir skildu ekkert í því að pabbi hefði lifað af ákeyrsluna. Það væri ekkert minna en kraftaverk að maður á hans aldri hefði lifað af svona alvar- legt slys,“ segir Theodóra og bendir á að fjöláverkar á líkama Þorsteins hafi verið svo miklir að hann hefði átt heima á öllum deildum Land- spítalans. „En pabbi bar merki þessa slyss allt til loka,“ bætir hún við. „Það greri aldrei um heilt eftir þetta.“ Við deildum rúmi Eftir langa endurhæfingu á Grensás tók sólarhringsgæslan við í tilviki systranna Kolbrúnar og Theodóru. „Þegar ég horfi til baka misstum við systurnar af svo mörgum árum í lífi okkar og barnanna okkar af því að tíminn fór allur í að koma í veg fyrir að pabbi tæki eigið líf. Við vissum að hann vildi ekki lifa – og það er sárt að horfa ráðalaus upp á pabba sinn við slíkar aðstæður. Við reyndum að gera allt en ekkert dugði. Við leituðum hjálpar um allt, en ástand hans var slíkt að á endanum sáum við um hann sjálfar. Ég flutti heim til hans þegar hann kom út af Grensás. Við deildum rúmi. Hann þurfti svo mjög á mér að halda að það var ekki annað í boði en að liggja við hliðina á honum. Hann var svo einstaklega illa átt- aður. Hann vissi ekki hvort var dagur eða nótt. Ég þurfti að halda fyrir augun á honum svo hann gæti sofnað. Ég þurfti að hjálpa honum út úr rúminu á hverjum degi og koma honum á klósettið. Ég sinnti grunn- þörfum hans, svo sem að baða hann og hjálpa honum við að matast því hann hafði ekki lengur færnina til þess. Og fyrir utan allt saman var líðan hans hörmuleg, bæði líkamleg og andleg. Verst var þó að ég syrgði hann reglulega, en hann áttaði sig ekki á því að mamma væri farin – og alltaf þegar hann spurði um hana, síendurtekið, þurfti ég að segja honum að hún væri dáin með þeim afleiðingum að hann bognaði og grét. Aftur og aftur. Og alltaf var sársaukinn jafn mikill af því að ávallt voru tíðindin jafn óvænt í hans huga,“ rifjar Theodóra upp og það er sársauki í andliti hennar þegar hún segir þessi orð. Örvænting og örvinglun Við tóku ár örvæntingar og örvingl- unar á milli þess sem dæturnar óku pabba sínum á milli iðjuþjálfa og sálfræðinga, geðlækna og þjónustu- miðstöðva sem höfðu óljós svör um hvar Þorsteinn ætti heima í kerfinu. Hann gæti fengið hvíldarinnlögn, stöku sinnum, en það hentaði ekki illa áttuðum manni sem var allt eins líklegur til að strjúka þaðan að nóttu sem degi. Einna skást var að fá pláss fyrir hann inni á læstum deildum Land- spítalans, þá komst hann í öllu falli ekki út, en auðvitað sáu systurnar að sá kostur var ekki manneskju- legur. Þá var betra að hafa hann heima í Kópavogi og vera honum þar til halds og trausts, enda var skrokk- urinn smám saman að koma til og karlinn að verða sæmilega rólfær. „En andlega hliðin varð alltaf verri. Og lífslöngunin var engin. Engu skipti þótt dómi héraðsdóms hefði verið snúið við í Hæstarétti 2014 og stökkbreytti hluti lánsins væri dæmdur honum til baka. Veikindi hans voru orðin of mikil og lífsviljinn horfinn,“ segir Theodóra og nefnir atvik á borð við þau þegar Þorsteinn gleypti í einu lagi allar pillur heimilisins og hélt lífi með naumindum og eins þegar hann kom vonsvikinn heim á klessu- keyrðum bílnum af því að honum tókst ekki að vinna sjálfum sér það mein sem hann vildi. „Að lokum tókum við bílinn af honum. Það var eftir að hann keyrði ítrekað undir áhrifum um hverfin hér í kring og hafnaði að lokum utanvegar,“ segir Theodóra. Alvarlegur framheilaskaði Þorsteinn hafði hlotið alvarlegan framheilaskaða við ákeyrsluna á brúarstólpann í Mjóddinni og þegar við það blönduðust margs kyns verkjalyf og geðlyf ásamt óhóflegu magni af áfengi varð útkoman auð- vitað á einn veg. Það styttist í lokin. „Hann stökkbreyttist sem karakt- er. Hann vissi varla af sjálfum sér. Ef hann var ekki að týnast utan heim- ilis var hann liggjandi í eigin blóði á heimilinu eftir að hafa dottið. Heimilisaðstoðin, ef hún fékkst á annað borð, staldraði stutt við í svona aðstæðum. Og því kom það jafnan í hlut okkar systra að skipta með okkur verkum. Önnur fór með hann upp á spítala, en hin stóð eftir og skrúbbaði gólfið,“ minnist Theo- dóra og það færist drungi yfir andlit hennar. Að lokum tókst Þorsteini ætl- unarverk sitt. „Hann drakk sig til dauða, svo mikil sýking kom í eitt sárið eftir enn eina byltuna að lík- aminn lét endanlega undan,“ rifjar Theodóra upp og tárin trítla niður kinnar hennar. Þorsteinn dó daginn eftir afmæl- isdaginn sinn, þann 15. apríl 2018. Hann varð 79 ára. Hann lifði af árekstur á ofsahraða á brúarstólpa. En hann lifði ekki af vonleysið og óréttlætið sem brann á skinni hans allar götur frá því að starfsmenn SP-fjármögnunar voru við það að henda honum á dyr í hruninu 2008. Tíu ára sagan sem tók við má vera eftirlifendum alvarleg áminning um að aldraðir búa oft við óbærilegar aðstæður þar sem saman fer andleg vanlíðan, langvarandi lyfjanotkun, einmanaleiki og óhófleg drykkja. Efnahagshrun hefur meira en efna- hagsleg áhrif á líf fólks – og ábyrgð þeirra sem stjórna er mikil eins og sést í tilviki Þorsteins. „Það var ekkert pláss fyrir pabba í samfélaginu. Þannig endaði hann ævina. Og þess vegna segi ég þessa sögu,“ segir Theodóra S. Þorsteins- dóttir. ■ Helgin 23LAUGARDAGUR 16. apríl 2022 FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.