Fréttablaðið - 04.05.2022, Page 11

Fréttablaðið - 04.05.2022, Page 11
Þetta er í fullkomnu samræmi við þá stefnu sem við höfum mark- að um eflingu atvinnu- lífs í Stykkishólmi. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri Stykkishólms- bæjar MARKAÐURINNFRÉTTABLAÐIÐMIÐVIKUDAGUR 4. maí 2022 Fyrirtækið Asco Harvester mun hefja þörungavinnslu í Stykkishólmi innan árs. Vinnslan skapar 15-20 ný störf á svæðinu. Bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar fagnar áformunum og segir Breiða- fjörð hentugan fyrir sjálf- bæra auðlindanýtingu af þessu tagi. ggunnars@frettabladid.is Stykkishólmsbær hefur úthlutað fyrirtækinu Asco Harvester lóð við hafnarsvæðið þar sem fram- kvæmdir við 800 fermetra húsnæði munu hefjast á næstu vikum. Sig- urður Pétursson, stjórnarformaður Asco Harvester, segir fyrirtækið stefna að 200 tonna framleiðslu á afurðum úr klóþangi innan árs. Gert er ráð fyrir 15-20 starfsmönn- um við vinnsluna en þar með verð- ur Þörungavinnsla Asco Harvester einn af fjölmennari vinnustöðum í Stykkishólmi. Að sögn Sigurðar er með þessu verið að ganga í þá matarkistu sem Breiðafjörður er. „Við höfum lesið um þessa auðlindanýtingu í sögu- bókum en einhverra hluta vegna hefur þessi planta ekki verið nýtt í sama mæli og áður fyrr. Það eru ótrúlega miklir möguleikar í þess- um geira hér á landi. Þess vegna erum að við að ráðast í þessa upp- byggingu og fjárfestingu.“ Sigurður líkir nýtingunni við að slá gras. „Slátturinn hjálpar plönt- unni að vaxa og dafna. Hún þarf jafn mikið á okkur að halda og við á henni.“ Aco Harvester stóð fyrir f jöl- mennum íbúafundi í Stykkishólmi í síðustu viku. Sigurður, sem hefur langa reynslu af svipuðum verk- efnum víða um land, segir við- brögð heimamanna mjög jákvæð. „Það skiptir fólk auðvitað máli að við erum ekki að tala um einhver framtíðaráform, heldur erum við þegar komin af stað.“ Sérstakur þurrkari vinnslunnar er væntan- legur til landsins frá Austurríki í Óplægður akur skapar störf í Stykkishólmi Sigurður Péturs- son, stjórnar- formaður Asco Harvester, ásamt systkin- unum Ingvari, Ómari og Önnu Ólöfu sem eru á meðal eigenda fyrirtækisins. MYND/AÐSEND Linda Fanney Valgeirsdóttir er framkvæmdastjóri nýsköpunar- fyrirtækisins Alor. Hún fór í 100 fjallgöngur á síðasta ári og þykir fátt betra en að hefja daginn á fjall- göngu eða hlaupatúr. Hver eru þín helstu áhugamál? Ég elska að ganga á fjöll með fjöl- skyldunni minni, besta gönguhópn- um „Árangur áfram, ekkert stopp“ og öðrum góðum vinum. Á síðasta ári fór ég í 100 fjallgöngur og hélt utan um það myndbandsdagbók, eina sekúndu úr hverri göngu. Ég leyfi mér að fullyrða að það jafnast ekkert á við gott spjall og hláturs- köst í fersku fjallalofti. Svo syng ég með 70 vinkonum mínum í Kvenna- kórnum Kötlu sem er kvenbætandi félagsskapur og mikil orkugjöf í hverri viku. Hvernig er morgunrútínan þín? Á bestu dögunum, sem þó eru færri en hinir, lauma ég mér út í fjallgöngu eða í hlaupatúr á meðan fólkið mitt sefur enn. Svo kem ég heim og fer langleiðina með að ganga fram af fjölskyldunni með ofurjákvæðni og gleði í morgun- sárið. Á klassískum morgni klukkan 7.30 fer vel smurt tannhjól af stað hjá okkur hjónum við að koma litlum konum á fætur, undirbúa nesti og halda uppi almennri gleði. Þegar þeim línudansi er lokið fæ ég mér Cheerios og fer sjálf af stað í vinnuna eða sest við eldhúsborðið og byrja vinnudaginn. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Sú sem kemur fyrst upp í hug- ann er bókin Eyland eftir Sigríði Hagalín. Í bókinni hefur Ísland algjörlega einangrast frá umheim- inum. Smátt og smátt hverfa rétt- indin og siðmenningin og gagn- rýnin hugsun er barin niður. Það er svo margt í þessari bók sem sat eftir hjá mér og var mér hugleikið á Covid-tímum. Hver hafa verið mest krefjandi verkefnin á undanförnum miss- erum? Ég tók við starfi framkvæmda- stýru Alor í nóvember með góða og fjölbreytta reynslu á bakinu en þar sem ég hef ekki byggt upp nýsköp- unarfyrirtæki áður tóku við mörg krefjandi verkefni. Ég steig í raun inn í nýjan heim sem ég þekkti ekki og upplifði óöryggi á meðan ég var að fóta mig. Ég sá að eina leiðin til þess að yfirstíga þessa áskorun væri að læra mjög hratt. Það gerði ég með því að sanka að mér dýrmætum fróðleik frá reyndum frumkvöðlum, fjárfestum og ráðgjöfum. Það hefur fleytt mér ótrúlega langt á stuttum tíma og er ég þessum aðilum ævin- lega þakklát fyrir ómetanlega aðstoð. Ef þú þyrftir að velja annan starfs- frama, hvað yrði fyrir valinu? Ef ég þyrfti að skipta myndi ég velja að vinna við textavinnslu á auglýsingastofu með Braga Valdi- mar. Ég hef löngum séð það starf í hillingum og með honum held ég að hugarflugsfundirnir séu gríðar- lega skemmtilegir og skapandi. Við myndum fara í gott f læði og enda á lausnum sem enginn héldi vatni yfir! Hver er þín uppáhaldsborg? Ég fór núna síðast til Madríd í fyrsta sinn og féll fyrir þeirri borg. Fegurðin er einstök og svo er skipu- lag borgarinnar afar skemmtilegt. Þrátt fyrir að hafa fengið stóra skrúfu í pitsunni minni á einum veitingastaðnum þá þykir mér samt mjög vænt um þessa borg og hlakka til að fara þangað aftur. ■ Fór í hundrað fjallgöngur á síðasta ári og stundar hlaup Linda Fanney segir að hennar uppáhaldsborg sé Madrid. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Nám: Lögfræði við Háskóla Íslands. Störf: Síðast starfaði ég sem stað- gengill skrifstofustjóra í atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytinu en þar á undan í velferðarráðu- neytinu, hjá ADVEL lögmönnum, á lögfræðisviði Arion banka og hjá Rauða krossinum. Fjölskylduhagir: Gift Jóhannesi Birni Arelakis og við eigum saman tvo meistara, Karólínu Bríeti 10 ára og Steinunni Diljá 7 ára. ■ Svipmynd Linda Fanney Valgeirsdóttir næstu viku. Þurrkarinn er útbúinn sérstakri stýringu og er hannaður til að skila góðri orkunýtingu. Hrá- efnið verður þurrkað við lágan hita til að viðhalda bestu mögulegum gæðum. Framkvæmdir við hús- næði fyrirtækisins hefjast svo strax á sumarmánuðum. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjar- stjóri Stykkishólmsbæjar, segir vinnslu sem þessa renna styrkari stoðum undir fjölbreytt atvinnu- líf á svæðinu. „Það sem er mest um vert er að þetta er í fullkomnu sam- ræmi við þá stefnu sem við höfum markað um ef lingu atvinnulífs í Stykkishólmi.“ Jakob segist þess fullviss að verkefni Asco Harvester sé ein- ungis byrjunin. Fleiri fyrirtæki hafi viðrað áhuga á að fara út í svipaða starfsemi í tengslum við auðlindanýtingu á svæðinu. Hann segir Breiðafjörð hafa upp á svo margt að bjóða. „Þörungavinnsla er aðeins einn hlekkur í þeirri keðju. Það er heilmikið í pípunum. Það má í raun líkja þessu við óplægðan akur – í bókstaf legri merkingu,“ segir Jakob. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.