Fréttablaðið - 04.05.2022, Page 26

Fréttablaðið - 04.05.2022, Page 26
njall@frettabladid.is GasGas-merkið frá Spáni hefur hingað til verið þekkt fyrir tor- færuhjól en færir nú út kvíarnar með tveimur nýjum götuhjólum. Merkið er nú komið í eigu KTM og því þarf ekki að koma á óvart að hjólin byggja á grunni KTM 690 SMC R-hjólsins. Nýju hjólin kallast ES 700 og SM 700 og nota eins strokks 692 rúmsentimetra vélina frá KTM. Hjólin skila 74 hestöflum en geta líka komið í A2-útgáfu með 47 hestafla hámarksafli. GasGas SM 700 er meira götuhjól með 48 mm WP-fjöðrun að framan og stillanlegri afturfjöðrun. Gírkass- inn er sex gíra og bensíntankurinn 13,5 lítrar en hjólin eru auðþekkj- anleg á hárauðum lit sínum. GasGas-merkið hefur verið áberandi í mótorsporti að undan- förnu en Sam Sunderland landaði sigri í Dakar rallinu í ár á GasGas- hjóli. Einnig hefur GasGas keppt í Moto3- og Moto2-heimsmeistara- keppninni með góðum árangri og uppi er orðrómur um að GasGas komi einnig með lið í MotoGP- heimsmeistarakeppnina. ■ GasGas frumsýnir fyrsta götuhjólið Hárrauð GasGas 700-götuhjólin eru auðþekkjanleg en þau verður einnig hægt að fá í A2-útgáfum. njall@frettabladid.is Harley-Davidson hefur frum- sýnt nýtt mótorhjól sem byggir á grunni Sportster-hjólsins og kall- ast Nightster. Hjólið verður með nýrri vél sem kallast Revolution Max 975T sem er vatnskæld með 60° V2 mótor. Vélin er 89 hestöfl og skilar 95 Nm togi að hámarki. Afl- kúrfa hjólsins mun vera flöt upp allt snúningssviðið og hjólið með gott upptak. Um öflugra hjól en Sportster er að ræða en um leið er hjólið hugsað sem ódýrari leið að merkinu en stóru Harley-Davidson hjólin. Vélin hefur fengið meiri titrings- vörn þótt enn þá sé haldið í nógu mikinn titring til að hjólið sé lifandi, eins og Harley-Davidson segir í fréttatilkynningu um hjólið. Meðal tæknibúnaðar hjólsins er ABS-hemlalæsivörn, spólvörn og sérstök skrikvörn fyrir niður- gírun. Þrjár akstursstillingar eru í hjólinu, Road, Sport og Rain. Mæla- borðið er með fjögurra tommu margmiðlunarskjá og öll ljós þess eru díóðuljós. ■ Harley-Davidson frumsýnir Nightster Hjólið er með nýrri og öflugri V2-vél sem skilar 89 hestöflum. njall@frettabladid.is Shoei-hjálmaframleiðandinn er að koma með nýjan tilraunahjálm sem verður með skjá sem kastar mynd upp á glerið á hjálminum. Hjálmurinn kallast Opticson og notar sömu tækni og notast er við í bílum. Það er þó ekki eins einfalt og í bílum að koma með svona tækni því skermurinn er sífellt á hreyf- ingu og mjög nálægt notandanum. Hugmyndin er að senda einföld skilaboð til ökumannsins svo að hann þurfi ekki að taka augun af veginum á meðan, en það eru atriði eins og hraði, í hvaða gír hjólið er og svo framvegis. Möguleiki er að við sjáum fullkomnari útgáfur í keppnum þar sem fleiri skilaboð þurfa að ná til ökumannsins, en Shoei sér til dæmis Marc Marq- uez, Toprak Razgatlioglu og John McGuinness fyrir hjálmum. ■ Shoei-hjálmur með skjá á skerminum Hjálmurinn kallast Optic- son og kastar mikilvægum upplýsingum á skerminn. 522 4600 www.krokur.net Krókur er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. Krókur býður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum Taktu Krók á leiðarenda Vesturhraun 5 210 Garðabær á þinni leið 12 BÍ L A BL A ÐI Ð 4. maí 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.