Fréttablaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 29
Hvaða sjónarmið skipta þig mestu máli við sveitarstjórnarkosning- arnar 14. maí nk.? „Hugsum hnattrænt, tökum til hendinni heima“ er orðatiltæki sem á vel við þegar kosningar til sveitar- stjórna eru á næsta leiti. Verndun umhverfis og náttúru er hnattrænt viðfangsefni og verður ekki leyst nema með víðtækri alþjóðlegri samstöðu. Allar athafnir og allt það hirðuleysi sem einstaklingar og samfélög okkar Jarðarbúa sýna af sér ákvarða niðurstöðuna fyrir Móður Jörð. Hvert og eitt sveitar- félag á Íslandi er þannig bæði hluti af vandanum í umhverfismálum – og lykill að lausninni á þeim sama vanda. Hvernig til tekst skiptir börnin miklu máli, hvernig við búum í haginn fyrir þau, sköpum þeim mannvænt umhverfi sem byggir á sjálf bærum lausnum og framleiðsluháttum. Umhverfisvernd er því sveitar- stjórnarmál! Úrgangur heimila og fyrirtækja, verndun stranda og líf- fræðilegrar fjölbreytni, loftgæði, frárennsli og losun gróðurhúsaloft- tegunda. Þetta eru flókin mál og þau snerta fjölþætta hagsmuni og hafa útgjöld í för með sér. Útgjaldaliðinn er skynsamlegt að leysa með því að beita mengunarbótareglunni; sá sem mengar borgar. Að hafa hömlur á sterkum sérhagsmunum getur verið erfiðara. Til þess þurfa sveitar- stjórnir að hafa sterk bein! Hér á eftir fara fjórar spurningar sem má leggja fyrir frambjóðendur: Spurning 1 – Úrgangur og hringrásarhagkerfið Úrgangsmálin eru á forræði sveitar- félaga. Í samanburði við okkar nágranna erum við Íslendingar skussar í þessum málaflokki; mikill úrgangur, endurvinnsla takmörkuð og stærsti hlutinn fer til urðunar. Áralöng umræða og umbætur í smá skömmtum hafa ekki skilað miklu. Nú blasir við að gera þarf mun betur. Samkvæmt breytingum á lögum verður skylt að safna við heimili lífrænum eldhúsúrgangi, plasti og pappír og pappa. Þá verður einnig skylt að safna textíl, málmum og gleri í nærumhverfi íbúa. Breyting- arnar taka gildi 1. janúar 2023. Hvað ætla frambjóðendur í þínu sveitarfélagi að gera til að kippa þessu í liðinn? Spurning 2 – Loftslagsbreytingar og staðbundnar aðgerðir Að koma í veg fyrir hættulegar breytingar á loftslagi af mannavöld- um er mikilvægasta viðfangsefni samtímans. Í lögum segir að sveitar- félög skuli setja sér loftslagsstefnu sem innihaldi skilgreind markmið um samdrátt í losun gróðurhúsa- lofttegunda og kolefnisjöfnun starf- seminnar ásamt aðgerðum svo að þeim markmiðum verði náð. Hvað segja frambjóðendur um loftslagsstefnu sveitarfélagsins, ef hún hefur þá yfirleitt litið dagsins ljós? Eru áformaðar aðgerðir sýnd- arleikur eða raunverulegar? Spurning 3 – Náttúruvernd og brýn nauðsyn Náttúruverndarlög hafa það mark- mið að við samskipti manns og náttúru spillist hvorki líf eða land, loft eða lögur. Þá kveða lögin á um vernd tiltekinna vistkerfa og jarð- minja sem forðast ber að raska nema brýna nauðsyn beri til. Hér má nefna votlendi, eldvörp, eld- hraun, sjávarfitjar og leirur. Stjórnir sveitarfélaga þurfa reglulega að taka ákvarðanir um framkvæmdir sem valda skaða á náttúrunni, t.d. um lagningu vegar yfir votlendi eða um skógarreit, landfyllingu yfir leiru, grænt útivistarsvæði undir mannvirki. Væri ekki tilvalið að spyrja fram- bjóðendur hve þungt náttúruvernd- arsjónarmiðin vega þegar teknar eru ákvarðanir um framkvæmdir – og hvað telst brýn nauðsyn? Spurning 4 – Loftgæði og nagladekk Um 60 Íslendingar deyja árlega ót ímabær t veg na neik væðra áhrifa loftmengunar á heilsufar. Miklu f leiri glíma við veikindi og vanlíðan vegna loftmengunar. Rannsóknir sýna að bílaumferð á ríkan þátt í loftmengun á höfuð- borgarsvæðinu og á Akureyri. Enn fremur að loftmengun eykst mjög mikið þegar nagladekk eiga í hlut. Reynslan erlendis sýnir að draga má úr notkun nagladekkja og þar með loftmengun án þess að umferðaröryggi minnki. Í Noregi er með góðum árangri beitt gjaldtöku fremur en banni til að takmarka notkun nagladekkja. Hvernig hyggjast frambjóðendur í þínu sveitarfélagi draga úr loft- mengun vegna bílaumferðar? Við kjörkassana skiptir máli að hafa hugann við náttúruna og hvernig verndun hennar er best borgið. n Kjósum fólk og flokka til verndar lífi og heilsu Tryggvi Felixsson formaður Landverndar Engin töfraformúla er til fyrir góðu og hamingjuríku lífi. Margir – þar á meðal höfundur þessa pistils – hafa hins vegar farið í þveröfuga átt, í óheilbrigt samband við áfengi eða önnur vímuefni. Þar ríkir lítil hamingja. En það er til töfraformúla fyrir því að losna úr þessu óskemmtilega faðmlagi og hún er vel þekkt – að fara í meðferð og viðhalda edrú- mennskunni eftir það. Töfrarnir eru áþreifanlegir. Ekki aðeins fyrir einstaklinginn sem snýr við blaðinu, heldur líka fyrir aðstandendur, vini, samstarfsfólk og í raun allt þjóðfélagið. Það er mikill feginleiki sem fylgir því að komast í meðferð, að vera komin í öruggt skjól og finna þá trú sem starfsfólkið hefur á að árangur náist, þó svo maður sjálfur finni það ekki. Svo þegar tíminn líður þá áttar maður sig á hvaða starf fer í raun og veru fram í meðferðinni. Galdurinn felst í trú annarra á að árangur náist, því maður sjálfur er svo búinn á því. Þessi trú og þessi stuðningur gefur þann kraft sem þarf til að halda áfram, taka næstu skref. Starfsfólkið hjá SÁÁ, sem sinnir því þakkláta starfi að aðstoða fólk við að bæta lífs- gæðin með breytingu á lífi sínu, f innur ekki síður fyrir töfrunum. Það er því einkar v ið e ig a nd i að nú, þegar Álfa- sala SÁÁ er að hefjast í 34. sinn, skuli Álfurinn vera í l ík i töf ramanns. Hann minnir svo sannarlega á galdurinn sem felst í því að ná tökum á fíknisjúkdómnum. Töfrarnir væru ekki þeir sömu ef SÁÁ nyti þe s s ek k i hvað landsmenn t aka Álfasölunni alltaf vel. Þær tekjur gera SÁÁ kleift að auka aðgengi að því öf lugu meðferðarstarfi sem samtökin halda úti. n Töfraformúlan Við kjörkassana skiptir máli að hafa hugann við náttúruna og hvernig verndun hennar er best borgið. Anna Hildur Guðmundsdóttir  formaður SÁÁ  Það er því einkar við- eigandi að nú, þegar Álfasala SÁÁ er að hefjast í 34. sinn, skuli Álfurinn vera í líki töframanns. TILVALIÐ Í HÁDEGINU FISKIVEISLA 3 tegundir af ferskasta fiski dagsins GRILLAÐUR – PÖNNUSTEIKTUR – OFNBAKAÐUR Borinn fram með fersku salati, smælki, og citrus beurre blanc. 2.900 kr. á mann Aðeins framreitt fyrir allt borðið APOTEK Kitchen + Bar Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.is MIÐVIKUDAGUR 4. maí 2022 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.