Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.06.2022, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 16.06.2022, Qupperneq 4
Hefur hækkunin ekki verið meiri að minnsta kosti síðan fyrir hrun. Samantekt Húsnæðis- og mann- virkjastofnunar Það fer enginn á vef Vegagerðarinnar til að tékka á hvernig staðan er. Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnadeildar hjá Vegagerðinni ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LOKAÐ Á LAUGARDÖGUM Í SUMAR JEEP.IS EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! PLUG-IN HYBRID Jeep® Wrangler Rubicon 4xe goðsögnin rafmagnaða hefur svo sannarlega slegið í gegn og sannað gildi sitt við íslenskar aðstæður. Bjóðum upp á 35”-37” og 40” breytingapakka. ser@frettabladid.is FASTEIGNIR Meðalsölutími á íbúð- um sem seldar voru á höfuðborgar- svæðinu í apríl var 34,7 dagar og hefur ekki mælst jafn stuttur frá upphafi mælinga. Þetta kemur fram í nýjum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofn- unar, en sérfræðingar hennar eru með puttann á púlsi fasteigna- markaðarins. Þeir segja jafnframt að heimilin í landinu búi að góðu veðrými. Á einum áratug, frá 2010 til 2020, hafi skuldahlutfallið að jafnaði helm- ingast, farið úr 45,7 prósentum af verðmæti íbúða niður í 28,2 pró- sent. Heldur hafi dregið úr viðskiptum á fasteignamarkaði vegna eftir- spurnarþrýstings, en þrátt fyrir það hafi met verið slegið í apríl, annan mánuðinn í röð, þegar 54 prósent íbúða á landinu hafi selst yfir ásettu verði. Nokkur munur sjáist þar á höfuð- borgarsvæðinu og landsbyggðinni, en 65 prósent íbúða í fjölbýli á fyrr- nefnda svæðinu hafi selst yfir ásettu verði og 53 prósent í sérbýli. Úti á landi hafi 45 prósent íbúða í fjöl- býli selst á yfirverði, en 32 prósent í sérbýli. Í samantekt stofnunarinnar kemur líka fram að fasteignamat íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækk- aði að meðaltali um 23,6 prósent á milli ára og „hefur hækkunin ekki verið meiri að minnsta kosti síðan fyrir hrun,“ eins og þar segir orð- rétt. n Sölutími íbúða ekki styttri frá upphafi mælinga Ölduspákerfi sem átti að nota sem tól til að vara við hættulegum aðstæðum í Reynisfjöru hefur ekki verið kynnt eða tekið í gagnið. Tuttugu milljónum var varið í kerfið árið 2017 en enn er ekki orðið til viðvörunarkerfi sem notast við það. thorgrimur@frettabladid.is REYNISFJARA Enginn notar ölduspá- kerfi sem hannað var sem grunnur fyrir ætlað viðvörunarkerfi við Reynisfjöru. Vonir stóðu til þess að spákerfið myndi vara ferða- menn við hættulegum aðstæðum í fjörunni en það hefur hvorki verið tengt við frekara viðvörunarkerfi né kynnt eða auglýst og safnar því ryki á vefsíðu Vegagerðarinnar. Fjögur banaslys hafa orðið í fjörunni frá árinu 2016, hið síðasta á föstudag- inn var. „Það fer enginn á vef Vegagerðar- innar til að tékka á hvernig staðan er,“ sagði Fannar Gíslason, forstöðu- maður hafnadeildar hjá Vegagerð- inni. „Það veit enginn um þetta.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, þáverandi ferðamálaráð- herra, fól Ferðamálastofu að ganga til samninga við Vegagerðina um þróun ölduspákerfisins árið 2017. Um 20 milljónir króna voru settar til hliðar af fjárveitingum Fram- kvæmdasjóðs ferðamannastaða vegna þróunar kerfisins. Með kerf- inu er hugbúnaður notaður til þess að reikna öldur af hafi nokkra daga fram í tímann. „Við erum með þetta kerfi upp- sett hjá okkur á vef Vegagerðarinn- ar,“ sagði Fannar við Fréttablaðið. „Það var hlutverk okkar að setja þetta tól á laggirnar en það er hlut- verk Almannavarna að nýta það. Þessar tuttugu milljónir voru settar í að setja upp ölduspána og einnig áhættumat og greiningu á því sem ætti að gera. Hlutirnir f læktust þegar átti að ákveða hvernig það yrði tilkynnt að það væri hætta. Í dag er kerfið bara á netinu og það kemur grænn, gulur eða rauður litur eftir því hvernig sjólag er, bæði varðandi sjávarhæð og ölduhæð og öldulengd.“ Fannar segir að hugsunin hafi verið að kerfið yrði tengt við flögg eða ljós við Reynisfjöru, en slíkt við- vörunarkerfi hafi aldrei verið sett upp. „Það var búið að kaupa ein- hverja staura en þeir voru ekki upp- settir því það þurfti að hafa skiltin samræmd og samræmda útlitið var ekki til á Íslandi. Þetta verkefni var lítið til að byrja með en varð að ein- hverju skrímsli.“ Fannar sagðist efast um að við- vörunarkerfið myndi nægja til að koma í veg fyrir slys við Reynis- fjöru þótt það yrði sett upp. Meðal annars benti hann á að viðvörunar- stigið hafi aðeins verið gult á föstu- daginn, þegar síðasta slysið varð. „Við þekkjum þetta með göngu- stígana við Gullfoss. Stundum er þeim lokað en samt labbar fólk fram hjá. Og þegar fjallavegum er lokað vegna ófærðar eru alltaf ein- hverjir hálfvitar sem keyra fram hjá skiltunum. Ég held að það þyrfti að hafa einhvern vörð þarna eins og á erlendum ströndum.“ „Það er nefnd í þessu og það gengur allt hægt hjá henni,“ sagði Fannar. „Landeigendurnir eru ekki alveg blásaklausir. Eðlilega hafa þeir skoðanir á þessu. Þetta stendur ekki á þeim núna, en á sínum tíma voru auðvitað miklar vangaveltur um það hvernig útsetningin ætti að vera, sem olli töfum.“ n Ölduspákerfi Reynisfjöru safnar ryki Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnadeildar hjá Vegagerðinni, telur að fátt muni koma að notum annað en að hafa vörð staðsettan á Reynisfjöru. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI olafur@frettabladid.is NEYTENDUR Verðmunur á mjólkur- vörum milli Íslands og nágranna- landanna hleypur á tugum prósenta og getur farið yfir 100 prósent, jafn- vel í 275 prósent í sumum tilfellum. Þetta kemur fram í samanburði sem Veritabus gerði á verði inn- kaupakörfu hér á landi, í Svíþjóð, Bretlandi og Frakklandi. Viðmiðunarverð hérlendis er fengið í Krónunni, sem var með ódýrustu körfuna af þeim íslensku verslunum sem verð var kannað hjá. Könnunin var einungis gerð í versl- unum sem eru með vefverslanir og þess vegna er Bónus ekki með í könnuninni. Grísk jógúrt er tvöfalt dýrari hér á landi en í öllum þremur saman- burðarlöndunum. Salatostur í kryddolíu er á bilinu 96-275 pró- sentum dýrari hér á landi. Camem- bert er ríflega tvöfalt dýrari hér en í Svíþjóð, Bretlandi og Frakklandi. Svo virðist sem mikill verðmunur milli Íslands og nágrannalandanna stafi fyrst og fremst af því að land- búnaðarafurðir eru tugum og jafn- vel hundruð prósentum dýrari hér á landi en annars staðar. n Tvöfalt verðlag samanborið við nágrannalönd sbt@frettabladid.is HÚSNÆÐISMÁL „Þetta er seint í rass- inn gripið,“ segir Þórólfur Matthías- son prófessor í hagfræði, um ákvörð- un Fjármálastöðugleikanefndar, að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána við fyrstu kaup. Þórólfur segir að ákvörðunin hefði mátt koma fyrr til þess að vega upp á móti eftirspurninni. „Gráðan af erfiðleikunum er mest hjá fyrstu kaupendunum og síðan hjá þeim sem eru með mjög skuldsettar eignir en vilja stækka við sig,“ segir hann. Hann segir fólk sem er með skuld- lausa eign ekki muna finna fyrir ákvörðuninni. n Lánabreyting komi of seint Þórólfur Matthías son, prófessor í hag- fræði. 4 Fréttir 16. júní 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.