Fréttablaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sam- fylkingin, Sjálfstæðis- flokkurinn, Viðreisn og Vinstri græn glíma við tilvist- arkreppu. Mark- miðin kalla á græn orkuskipti og afla þarf grænnar orku. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Nú í vikunni lýkur Alþingi störfum að sinni og verða ýmis mikilvæg mál afgreidd. Meðal þeirra eru þrjú mál sem ég lagði fram á þessu ári. Segja má að kyrrstaðan sé rofin og enn eykst krafturinn í loftslagsmálunum. Helst ber að nefna að þinginu tókst að ná samstöðu um afgreiðslu þriðja áfanga ramma- áætlunar. Áætluninni er ætlað að skapa jafnvægi milli verndar og nýtingar náttúruauðlinda okkar Íslendinga. Þingið á að taka rammaáætlun til umfjöllunar á fjögurra ára fresti. Ekki hefur náðst að afgreiða málið í níu ár en það hefur verið lagt fram fjórum sinnum. Háleit markmið ríkis- stjórnarinnar í loftslagsmálum og niðurstaða grænbókar um stöðuna í orkumálum, virðist hafa gert þingi og þjóð ljóst að ekki stendur lengur til boða að bíða. Markmiðin kalla á græn orku- skipti og afla þarf grænnar orku. Bæði með því að nýta betur þá innviði sem við þegar búum að en einnig með nýjum virkjunum. Það er því sérstakt fagnaðarefni að þinginu hafi loks tekist að klára þetta erfiða verkefni sem rammaáætlun hefur reynst vera. Þingið samþykkti einnig tvö frumvörp sem eru liðir í að markmið um kolefnishlutleysi og græn orkuskipti náist. Annars vegar að stækkun virkjana á svæðum sem nú þegar eru röskuð þurfi ekki að fara í gegnum ferli rammaáætlunar, sem auðveldar aukningu á afköstum virkjana sem nú þegar eru til staðar. Hins vegar frumvarp um nið- urgreiðslur vegna húshitunarkostnaðar, sem felur í sér breytt fyrirkomulag stuðningskerfis vegna umhverfisvænnar orkuöflunar og bættrar orku- nýtingar fyrir þá sem hita hús sín með raforku. Núverandi stuðningskerfi hefur reynst f lókið og óskilvirkt og er þessi breyting því kærkomin. Ljóst er að þau háværu gífuryrði sem heyrst hafa úr ranni stjórnarandstöðunnar um að ríkisstjórn- in aðhafist ekkert til að ná loftslagsmarkmiðum Íslands eru rangar. Við sýnum það með verkum okkar að okkur er full alvara. n Kyrrstaðan rofin Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráð- herra  ser@frettabladid.is Matseðlarnir Það er næsta vonlaust fyrir íslensk gamalmenni að fara út að borða. Skrifari þessara orða varð þessa var á veitingahúsi á dögunum, en þar sátu hug- umprúðir öldungar, líklega hjón til heilmargra ára og virtust vera að leita að matseðlinum. Eftir nokkra leit veifuðu þau þjóni, sem benti orðalaust á einhvern kóða í borðplötunni, en hjónin voru litlu nær, höfðu aldrei þurft að skoða matseðil á síma- skjánum sínum. Svo þau veifuðu þjóninum aftur, svolítið pirruð á svip – og spurðu hreinskilnis- lega hvort þau gætu ekki bara fengið útprentaðan seðilinn. Og það stóð ekki á svari: English please … Enskumælandi Enskumælandi þjónar eru að verða eitt helsta einkennistákn íslenskra veitingahúsa – og nú er svo komið að venjulegum kúnna bregður við að hitta fyrir íslenskumælandi frammistöðu- mann – og gott ef hann fer bara ekki í kerfi ef hann mætir einum slíkum, altso, vefjist tunga um tönn. Og talandi um heldra fólkið á Íslandi: Það á ekki bara erfitt með að fara út að borða heldur líka að verða innlyksa í landinu, svo tæknilega-tungumála-frá- hrindandi er að komast klakk- laust í gegnum Isavia-rugludellu- Leifsstöðvar-limbóið. n FRÉTTAVAKTIN KL. 18.30 Fréttaumfjöllun fyrir alla. í opinni dagskrá á virkum dögum á Hringbraut og frettabladid.is Það er nokkur ráðgáta að Framsóknar- flokkurinn skuli vera lukkulegastur allra stjórnmálaafla á Íslandi um þessar mundir. Stóra spurningin er auðvitað hvort hann hafi unnið til þeirra vinsælda sem hann nýtur í hverri könnuninni af annarri – og það sem meira er, í kosningum sömuleiðis. Flokknum hefur oft verið legið á hálsi fyrir að vera hækja Sjálfstæðisflokksins og haldið fyrir vikið íhaldinu að völdum, einkum og sér í lagi í landsstjórninni, en einnig í sterkum sveitar- félögum. Nú bregður hins vegar svo við að hann leitar til vinstri í höfuðborginni eftir frækinn kosn- ingasigur og virðir hægrimenn ekki viðlits á þeim bænum. Þetta er höfuðeðli flokksins. Hann er opinn í báða enda – og hefur löngum verið örlagavaldur- inn við myndum meirihluta í íslenskri pólitík. Hér hefur áður verið skrifað um velmegun Framsóknarflokksins og vöngum velt yfir því hvort ytri aðstæður séu honum hagfelldari en öðrum flokkum. Ofan í heimsfaraldur brýst út Evrópustríð með þeim óskapans fylgikvillum sem óðaverðbólga og matvælakreppa eru, aðeins rífum áratug eftir efnahagshrun. Mildi miðjunnar er kannski svarið við þessu árans basli – og kannski eru tímar öfganna að baki, þar sem frjálshyggja þykir jafn ónýt og ríkisvæðing. Og gott ef það er ekki bara beinlínis heimilislegt að kjósa Framsókn fyrir vikið, á sama hátt og fólk byrjaði að gera við fötin sín og heimilistæki eftir hrun, frekar en að henda öllu saman á haugana. En líklega er myndin flóknari en svo. Og þá er nærtækast að horfa til annarra hefðbundinna flokka í íslensku stjórnmálakerfi – og spyrja þeirrar eðlu spurningar hvernig þeim líði. Þar má heita að sama svarið gildi um þá alla. Krísa. Kreppa. Pólitísk hugmyndafátækt og fúl- lyndi. Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Vinstri græn glíma við tilvistarkreppu. Það á við um alla þessa flokka og er á vissan hátt sögu- legt í íslenskri pólitík, að svo stór hluti flokka- kerfisins eigi bágt á sama tíma. Samfylkingin er ekki sá breiði flokkur sem hann var. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að þrengjast sakir afturhaldssemi. Viðreisn hefur ekki tekist að höfða til fjöldans. Og Vinstri græn eru orðin nýja hækja íhaldsins. Ekki nokkur þessara flokka talar af pólitískri sannfæringu út fyrir misjafnlega þröngar raðir sínar. Og á meðan þeir tapa allir hlýtur einhver annar að vinna. Og því þá ekki bara Framsókn.n Pólitísk krísa SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 16. júní 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.