Fréttablaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 34
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Lára Halla Jóhannesdóttir
Látraströnd 24,
lést í faðmi fjölskyldunnar á
hjúkrunarheimilinu Seltjörn
þann 9. júní. Útförin fer fram frá
Seltjarnarneskirkju þann 23. júní kl. 11.
Páll Sigurðarson
Sigurður Pálsson
Alda Pálsdóttir
Jóhannes Pálsson Hyeyoung Kim
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona, móðir,
tengdamóðir og meiriháttar amma,
Anna G. S. Atladóttir
lést fimmtudaginn 2. júní á
hjúkrunarheimilinu Grund.
Útförin fer fram fimmtudaginn
23. júní kl. 15.00 frá Fossvogskapellu.
Lúther Jónsson
Maríanna Clara Lúthersdóttir Ólafur Björn Ólafsson
Dýri Ólafsson Mía Snæfríður Ólafsd.
og aðrir aðstandendur.
Elsku hjartans hugrakki, yndislegi,
hjálpsami og besti pabbi okkar, sonur,
bróðir, tengdapabbi og mágur,
Gylfi Bergmann Heimisson
lést laugardaginn 4. júní.
Útförin fer fram frá Lindakirkju
mánudaginn 20. júní kl. 13.00.
Dóróthea Gylfadóttir Davíð Stefánsson
Darri Bergmann Gylfason
Dísella Gylfadóttir
Tómas Jökull Bergmann Gylfason
Heimir Bergmann Gíslason Svala Þyri Steingrímsdóttir
Ólafur Björn Heimisson Júlíana Ósk Guðmundsd.
Vigfús Birgisson
Theodóra Björk Heimisdóttir Haukur Þorsteinsson
Gísli Kristján Heimisson Beata Makilla
og fjölskyldur.
Ástkær sambýliskona, móðir,
amma og langamma,
Jóna Karitas Jakobsdóttir
lést á Landspítalanum aðfaranótt
9. júní. Útförin fer fram í Kópavogskirkju
fimmtudaginn 23. júní klukkan 13.00.
Jón Norðfjörð Gíslason
Þóra B. Árnadóttir Jónas Þ. Guðmundsson
Sverrir Árnason Linda Björk Þormóðsdóttir
Birgir R. Árnason Sigurdís Jónsdóttir
Haukur Árnason
Hafdís E. Jónudóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Jóhannes P. Kristinsson
byggingameistari,
Sundlaugavegi 14, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
sunnudaginn 5. júní sl.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 21. júní nk. kl. 15.00.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 14EG á
Landspítala fyrir umhyggju og góða umönnun.
Margrét Jóhannesdóttir Eyjólfur Guðmundsson
Hörður Jóhannesson Sigríður Hjaltadóttir
Daði Jóhannesson Erna Guðmundsdóttir
Valur Jóhannesson Sólrún Jónsdóttir
Elsa Jóhannesdóttir Clemens Van der Zwet
Gauti Jóhannesson Berglind Einarsdóttir
barnabörn og langafabörn.
Ástkær móðir mín,
tengdamóðir og amma,
Þóra Grétarsdóttir
Fossvegi 2, Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
föstudaginn 10. júní.
Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju
mánudaginn 20. júní klukkan 15.
Sigurður Fannar Guðmundsson
Þórunn Elfa Bjarkadóttir
Guðmundur Bjarki Sigurðsson
Þóra Björk Sigurðardóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir og afi,
Sigurgeir Ingi Sveinbergsson
matreiðslumeistari,
Brekkuási 9, Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
laugardaginn 11. júní.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju 11. júlí klukkan 13.
Margrét Böðvarsdóttir
Pétur Smári Sigurgeirsson Jóhanna Soffía Birgisdóttir
Halla Dóra Sigurgeirsdóttir Sigurður Ívar Sigurjónsson
Sævar Ingi Sigurgeirsson Signý Arnórsdóttir
Sigmar Ingi Sigurgeirsson
Silja Rós, Ástrós Birta, Hrefna Sif, Róbert Steinn,
Dagmar Arna, Styrmir Már og Margrét Mist
Kjagað á eftir biskupi er yfir-
heiti kvöldgöngu þar sem fræðst
verður um líf og störf Geirs
Vídalíns biskups.
arnartomas@frettabladid.is
Kvöldgöngur eru vikuleg viðburðaröð
sem Borgarsögusafn, Borgarbókasafn
og Listasafn Reykjavíkur standa fyrir
og fara fram á fimmtudagskvöldum í
sumar. Í kvöld munu sagnfræðingarnir
Jón Páll Björnsson og Íris Gyða Guð-
bjargardóttir fræða gesti um biskups-
hjónin Geir og Sigríði Vídalín.
„Við ætlum að ganga í fótspor Geirs
Vídalíns sem var fyrsti biskupinn sem
sat í Reykjavík eftir að biskupsdæmi
Skálholts og Hóla voru loksins sam-
einuð,“ segir Jón Páll. „Hann f luttist til
Reykjavíkur og bjó í Aðalstræti 10 þar
sem hann bjó til dauðadags.“
Gengið verður frá Dómkirkjunni á
ýmsa staði sem tengdust lífi og störfum
Geirs – Aðalstræti, Fógetagarðinn og
niður á höfn. Gangan er meðal annars
tilkomin vegna nýrrar sýningar sem
opnuð var á dögunum í Aðalstræti 10
og var sameinuð Landnámssýningunni.
Þar má meðal annars sjá eftirmynd af
skrifstofu Geirs, eða Biskupsstofuna,
eins og húsið var iðulega kallað.
Slungin bytta
Jón Páll segir að Geir hafi verið vinsæll
maður sem hafi oft verið heimsóttur af
erlendum ferðamönnum.
„Enskir yfirstéttarmenn heimsóttu
hann oft því það var svo auðvelt að eiga
við hann samskipti þar sem hann talaði
reiprennandi latínu. Það þurfti enginn
að tala ensku eða íslensku þar sem
menntamenn á þessum tíma töluðu
allir latínu,“ útskýrir Jón Páll.
Geir Vídalín var líka stór og mikill
maður. Talið er að hann hafi vegið um
160 kíló þegar hann lést og var hann
þar með líklega þyngsti biskup Íslands-
sögunnar. Jón Páll segir hann hafa verið
mikinn nautnamann enda verði menn
ekki svo þungir öðruvísi.
„Það er til saga um hann, hvort sem
hún er sönn eða login, um að Sigríði
konu hans hafi fundist drykkjan á
honum óhóf leg og tók af honum allt
áfengi. Þá tók hann upp á því að fela allt
áfengið sitt í blekbyttunni sinni sem var
stór og mikil því hann skrifaði mikið.
Það er til það máltæki að þeir sem sátu
lengi inni hjá biskupi hafi farið þaðan
blekaðir,“ segir Jón Páll. „Þá er líka talað
um að hugtakið bytta sé þaðan komið
líka.“
Þyngra en tárum taki
Þegar Geir dó var hann settur í veglega
kistu og grafinn í Víkurgarði. Sagan
segir að biskupinn og kistan hafi sam-
anlagt vegið 360 kíló og segir Jón Páll
hafa þurft tólf menn til að bera kistuna
í áföngum.
„Hann varð þó 72 ára sem var mjög
hár aldur á þeim tíma, svo þetta virtist
ekkert há honum þannig lagað.“
Gangan í kvöld hefst klukkan 20 við
Dómkirkjuna og er þátttaka gjaldfrjáls. n
Í fótspor þyngsta biskupsins
Jón Páll segir latínukunnáttu Geirs hafa aflað honum vinsælda meðal erlendra
menntamanna. MYND/AÐSEND
Geir hafði aðstöðu við Aðalstræti 10.
1551 Jón Arason og synir eru dæmdir landráðamenn á
Oddeyri við Eyjafjörð, að undirlagi danskra sendi-
manna.
1877 Blaðið Ísafold prentað í fyrsta sinn í eigin prent-
smiðju.
1909 Vatni hleypt á dreifikerfi Vatnsveitu Reykjavíkur úr
Elliðaám.
1940 Sovétríkin leggja Eistland undir sig.
1943 Strandferðaskipið Súðin verður fyrir loftárás
þýskrar orrustuflugvélar á Skjálfandaflóa og tveir
menn falla í árásinni.
1944 Alþingi heldur fund í Reykjavík, fellir niður sam-
bandslög Íslands og Danmerkur og tekur nýja
stjórnarskrá í gildi.
1946 Hátíðahöld eru
í tilefni 100 ára
afmælis Mennta-
skólans í Reykja-
vík.
1980 Gufuneskirkju-
garður í Reykjavík
er tekinn í notkun.
2008 Ísbjörn (Hrauns-
birnan) kemur á
land við Hraun á
Skaga. Þetta er
öldruð birna sem
er felld næsta dag,
17. júní.
Merkisatburðir
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 16. júní 2022 FIMMTUDAGUR