Fréttablaðið - 16.06.2022, Síða 14

Fréttablaðið - 16.06.2022, Síða 14
Sé á annað borð ástæða til að fjarg- viðrast yfir hagnaði í sjávarútvegi eins og þeir Indriði og Þór- ólfur gera virðist því miklu meiri ástæða fyrir þá til að gera það vegna hagnaðar í heildsölu og smásölu. Skeifunni 6 | 108 Reykjavík | Sími: 533 4450 | everest.is | everest@everest.is Hjóladagar 30% afsláttur af racerum 20% afsláttur af hybrid hjólum *Gildir til 5.júní Evrópuverð HEAD X-Rubi Cross 28” Verð áður: 97.995,- Verð nú: 78.396,- Vökva-diskabremsur 30 gírar Þjónustuauglýsingar Sími 550 5055 Alla fimmtudaga og laugardaga arnarut@frettabladid.is www.bernhoft.is Dáleiðsla Hætta að reykja, betri svefn, léttast/ þyngjast, og láta sér líða betur á margan annan máta. Ingibjörg Bernhöft hjúkrunarfr. og dáleiðslukennari s. 864 2627 • bernhoft@gmail.com Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta Geymsluskúrar /gestahús til sölu • Þrjár stærðir 7,5/9,5/14,9 fm. • Veggjagrind út 45x95 timbri. • Pappi og bárustál á þaki. • Rofar og tenglar IP44 rakaheldnir. • Skúrar sem þola veður og vinda. Nánari uppls; reisum@simnet.is eða s. 899 0913 Fríða, www.reisum.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Þeir sem þekkja til alþjóðlegs atvinnulífs eru samdóma um að sjávarútvegurinn sé fremsti atvinnuvegur þjóðarinnar og raunar sá eini sem skarar fram úr sömu atvinnuvegum annarra þjóða. Getur verið að það sé vegna þessa góða árangurs sem sjávarút- vegurinn hefur orðið að pólitísku bitbeini og hefur þurft að þola meiri rangfærslur og illmælgi en aðrir atvinnuvegir hér á landi? Gægjast hér enn fram hinir leiðu kvillar; öfund og afbrýði? Viðtöl við Indriða Þorláksson og Þórólf Matthíasson Fyrir nokkrum dögum birtust tvö viðtöl í þessum miður smekklega tón í Fréttablaðinu. Þessi viðtöl voru annars vegar við Indriða Þorláksson fyrrverandi skattstjóra (3. júní sl.) og hins vegar Þórólf Matthíasson prófessor (4. júní sl.), en þessir tveir herramenn hafa gjarnan verið sam- stíga í rangfærslum um sjávarútveg og kröfum um um að sá atvinnu- vegur verði skattlagður umfram aðra. Í þessum viðtölum fylgir hver rangfærslan og rökleysan í kjölfar annarrar og ekki tök á því í stuttri grein að taka á því öllu saman. Von- andi gefst tækifæri til þess síðar. Hér verður einungis fjallað um eina helstu forsenduna í málf lutningi þeirra, þá að rekstrarhagnaður í sjávarútvegi sé meiri en gengur og gerist í öðrum greinum íslensks atvinnulífs. Hagnaður í sjávarútvegi miðað við hagnað í heildsölu og smásölu Hagstofa Íslands tekur saman og samræmir gögn um rekstur og efna- hag fyrirtækja og flokkar í atvinnu- vegi eftir svokölluðu ÍSAT-kerfi. Sú f lokkun er ekki í ýkja góðu sam- ræmi við það sem flestir landsmenn myndu kalla meginatvinnuvegi þjóðarinnar. Þó eru þar tekin saman gögn um sjávarútveg og verslunar- greinarnar smásölu og heildsölu. Í þessum yfirlitum Hagstof- unnar kemur í ljós að á tímabilinu 2015-2020 var hagnaður fyrir skatt (EBT) í heildsölu heldur hærri en í fiskveiðum og hagnaður í smásölu er svipaður og í fiskveiðum. Þá er samanlagður hagnaður fyrir skatt í heildsölu og smásölu svipaður og í sjávarútvegi í heild. Á árinu 2020, en til þess er vísað sérstaklega í ofan- greindum viðtölum, var samanlagð- ur hagnaður fyrir skatt í heildsölu og smásölu samkvæmt yfirlitum Hagstofunnar um 52 mia. kr. en um 40 mia. kr. í sjávarútvegi í heild. Sé á annað borð ástæða til að fjargviðrast yfir hagnaði í sjávarút- vegi eins og þeir Indriði og Þórólfur gera, virðist því miklu meiri ástæða fyrir þá til að gera það vegna hagn- aðar í heildsölu og smásölu. Minni arðsemi eigin fjár í sjávarútvegi en heildsölu og smásölu Frá hagfræðilegu sjónarmiði skiptir arðsemi þess fjár sem bundið er í atvinnuvegum jafnvel meira máli en heildarhagnaður. Margir slíkir arðsemismælikvarðar eru til. Einn sá notadrýgsti er arðsemi eigin fjár, þ.e. sá arður sem eigendur hafa af því fé sem þeir binda í viðkomandi fyrirtækjarekstri. Í ljós kemur í fyrr- greindum yfirlitum Hagstofunnar að arðsemi eigin fjár í sjávarútvegi er talsvert minni að jafnaði á tíma- bilinu 2015-20 heldur en í bæði smá- sölu og heildsölu. Það þýðir einfald- lega að vænlegra er fyrir fjárfesta að festa fé sitt í heildsölu og/eða smá- sölu heldur en í sjávarútvegi. Meiri rekstraráhætta í sjávarútvegi Gögn Hagstofunnar sýna jafnframt að á tímabilinu 2015-20 var mun meiri breytileiki í rekstrarafkomu sjávarútvegs en í bæði heildsölu og smásölu sem og þessum greinum samanlagt. Breytileikastuðullinn fyrir hina ýmsu afkomumælikvarða var tvisvar til fjórum sinnum hærri í sjávarútvegi en í verslunargrein- unum tveimur. Nærtækt er að túlka þetta svo að rekstraráhætta í sjávar- útvegi sé að sama skapi meiri en í heildsölu og smásölu. Ætti það ekki að koma neinum á óvart. Kjarni málsins er hins vegar sá að meiri rekstraráhætta krefst hærri hagn- aðar að jafnaði. Af þeirri ástæðu ætti hagnaður í sjávarútvegi við eðlilegar aðstæður í hagkerfinu að vera meiri en í heildsölu og smásölu. Það er hann hins vegar ekki eins og fram hefur komið. Aðrir atvinnuvegir Rekstraraf koma í öðrum megin- greinum efnahagslífsins eins og orkuframleiðslu og bankastarfsemi liggur ekki fyrir með jafnskýrum hætti í gögnum Hagstofunnar. Lauslegar athuganir á rekstrarreikn- ingum þeirra benda til að rekstrar- hagnaður þeirra sé síst minni og jafnvel meiri en í fiskveiðum og sjávarútvegi. Lokaorð Nú er auðvitað hverjum sem er heimilt að leggja til að sjávarútvegur sé skattlagður umfram aðra atvinnu- vegi. Eigi hins vegar að taka slíkar hugmyndir um mismunun atvinnu- vega alvarlega verður að styðja þær gildum rökum. Ofangreint sýnir að þau rök geta ekki verið að hagnaður í sjávarútvegi sé áberandi meiri en i öðrum greinum. n Rekstrarafkoma í sjávarútvegi: Hverjar eru staðreyndirnar? Magnús Örn Gunnarsson framkvæmdastjóri Rannsóknarmið- stöðvar um samfélags- og efnahagsmál Á Íslandi hafa ýmsir stjórnmála- menn verið að velta vöngum yfir að virkja sem mest og f lytja rafmagn í stórum stíl um neðansjávarkapal til Evrópu. En er þetta raunhæft? Í dag er framleitt rafmagn sem hefur nægt okkur og að auki fimm sinnum meira sem fer í stóriðju. Miðað við rafmagnsframleiðsluna eins og hún er í dag þá myndi hún nægja kannski hálfri annarri millj- ón manna. En það hafa komið fram stór- tækari hugmyndir í þessa átt. Litið hefur verið til vindorkunnar, sólar- orkunnar og kjarnorka er töluvert notuð til framleiðslu rafmagns, einkum í Frakklandi og á Bretlandi. Þar sem framleitt er mörg hundruð sinnum meira en á Íslandi. Kjarnorkan getur verið var- hugaverð, einkum í heimi þar sem stjórnmálamenn sem eru ekki með öllum mjalla geta á svip- stundu gjöreyðilagt land og gert það óbyggilegt um ófyrirsjáanlega framtíð. Því hefur verið hugað meir að sólarorkunni sem enn er fremur lítt notuð. Suður í Þýskalandi  tók ungur fræðimaður við Tækniháskólann í Braunschweig, Nadine May að nafni, saman fyrir 17 árum mjög áhugaverða rannsóknarskýrslu. Þar er leitað svara við þeirri áhuga- verðu spurningu: Hvað skyldi þurfa mikið land undir sólarorkuver til að sjá allri heimsbyggðinni fyrir raforku? Hér er um að ræða diplómanáms- ritgerð eftir Nadine May sem nefnist: Umhverfisjafnvægi sólarorku Flutningur frá Norður-Afríku til Evrópu (Eco-balance of a Solar Electricity Transmission from North Africa to Europe) First Referee: Prof. Dr. Wolfgang Dur- ner Second Referee: Prof. Dr. Otto Richter Braunschweig, 17th August 2005. Höfundurinn hefur vakið mikla athygli í heimalandi sínu og er frá- bært dæmi um hve ungt fólk hefur oft reynst hugmyndaríkt og komið með góðar hugmyndir. Niðurstaða Nadine May er þessi: 1. Fyrir Þýskaland með eftirspurn 500 Twstundir á ári, þarf svæði 45 km x 45 km. Það er einungis um 0.03% alls landsvæðis í Norður-Afr- íku (BMU, 2004b). 2. Magn raforku sem ESB-25 ríkin þarfnast, mætti framleiða á 110 km x 110 km svæði. 3. Til að mæta öllum heildarraforku- þörfum heimsins þarf svæði 254 km x 254 km sem ætti að vera væri nóg. Sjálfsagt þykir f lestum þessar vangaveltur vera skýjaborgir en neyðin kennir naktri konu að spinna segir orðatiltækið. Engan óraði fyrir því um aldamótin 1900 að mann- fólkið myndi geta flogið sem fugl- arnir, nú þykir ekkert sjálfsagðara. Tæknilega ætti þetta gríðarstóra verkefni að vera vel framkvæman- legt en líklega eru miklir örðug- leikar við að koma á góðu stjórnar- fari í löndum Norður-Afríku sem er nægjanlega stöðugt, byggt á mann- réttindum og lýðræði. n Áhugavert reikningsdæmi Guðjón Jensson leiðsögumaður og eldri borgari í Mosfellsbæ 14 Skoðun 16. júní 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.