Fréttablaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 25
Skógarböðin við Eyjafjörð
hafa loksins opnað dyrnar
inn í sinn ævintýraheim.
Þar er dekrað við gesti í hví-
vetna, með heitum böðum
og dýrindis veitingum í
fagurri umgjörð sem á engan
sinn líka.
„Skógarböðin eru dásamlegur
staður, enda er tenging við ekta
náttúru mikil. Bara uppstigið að
húsinu er einstakt og margir hafa
orð á því að það sé eins og að labba
inn í annan heim að ganga hér upp
að húsinu. Skógurinn veitir skjól
fyrir veðri og vindum og fugla-
söngurinn er mikill og fagur. Þetta
er sannkölluð draumaveröld,“ segir
Tinna Jóhannsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Skógarbaðanna.
Skógarböðin voru opnuð á vor-
dögum og standa á töfrandi stað
við rætur Vaðlaheiðar, gegnt Akur-
eyri. Þaðan er stórkostlegt útsýni
yfir Eyjafjörð og hægt að dekra við
líkama og sál.
Tinna segir hafa komið sér á
óvart hvað húsið og böðin eru
miklu stærri en þau virka frá veg-
inum séð.
„Ótrúlegt skjólið frá skóginum
kom mér líka á óvart. Þá er andinn
í húsinu einstaklega góður og það
er eitthvað sérstaklega dásam-
legt við þennan stað. Þrátt fyrir
að Skógarböðin liggi ekki efst í
heiðinni er engu að síður frábært
útsýni úr böðunum og hér er alltaf
logn.“
Uppáhaldsrými Tinnu í Skógar-
böðunum er þurrsánan.
„Bara lyktin þar inni er mögnuð,
útsýnið út um risastóran gluggann
er einstakt og það er auðvelt að láta
líða úr sér í því umhverfi.“
Dulúðugt umhverfi
Upplifun gesta Skógarbaðanna
minnir á ævintýri. Gufa stígur upp
af böðunum, sem í rennur heitt
vatn úr Vaðlaheiðinni og umgjörð-
in samanstendur af ilmandi skógi,
klettum og sjó.
„Það er svo magnað við náttúru-
baðstaði okkar Íslendinga að þeir
hafa allir sína sérstöðu. Skógar-
böðin eru þannig allt öðruvísi
en hin jarðböðin og hér er miklu
dulúðugra umhverfi en fólk á að
venjast í öðrum böðum,“ greinir
Tinna frá.
Viðtökurnar hafa verið frábærar
og fjöldinn allur af innlendum og
erlendum gestum hefur heimsótt
Skógarböðin síðan þau opnuðu
þann 22. maí.
„Þá höfum við tekið á móti
ógrynni af hópum því landinn átti
uppsafnaða skemmti- og afþrey-
ingarþörf eftir Covid. Farþegar
skemmtiferðaskipa sem leggja
við bryggju á Akureyri eru einnig
duglegir að koma við hjá okkur á
ferðalagi sínu, þannig að hópurinn
sem sækir böðin er fjölbreyttur
og alls konar, og Skógarböðin eru
jafnframt skemmtilegur vett-
vangur fyrir alla fjölskylduna,“
upplýsir Tinna.
Í búningsklefum Skógarbaðanna
eru 204 skápar og við það tak-
markast fjöldi gesta hverju sinni.
„Skógarböðin eru opin í fjórtán
klukkutíma alla daga vikunnar,
frá klukkan 10 á morgnana til 24
á miðnætti. Það er fátt dásam-
legra en að enda daginn hér og
njóta töfrandi kvöldbirtunnar og
kyrrðarinnar,“ segir Tinna.
Matur, drykkur, böð og sána
Í Skógarböðunum eru tvær laugar;
ein stór sem er 39°C heit og önnur
minni sem er bæði dýpri og heitari,
um 41°C.
„Hér er einnig finnsk þurrsána
með óviðjafnanlegu útsýni, kaldur
pottur, útisturta, og heit og köld
sturta inni í forrými sánunnar.
Í Skógarböðunum eru líka tveir
sundlaugarbarir hvor í sínum
enda lauganna, að ógleymdum
veitingastaðnum Skógar Bistró
þar sem hægt er að fá sér gómsæta,
létta rétti af matseðli og njóta
við arineld og fagurs útsýnis yfir
fjörðinn. Við erum einnig með
útiveitingasvæði þar sem gott er
að fá sér drykk eða léttan rétt, fyrir
eða eftir böð; nú eða bara að koma
í heimsókn til okkar eingöngu
til að snæða,“ segir Tinna, mitt í
glæsilegri umgjörð Skógarbaðanna
en þar er öll hönnun sér á parti og
tekur mið af náttúrunni.
„Við erum ótrúlega ánægð
með alla hönnun baðanna sem
Basalt arkitektar eiga heiðurinn af.
Skógarböðin eru í senn nútíma-
legur en samt svo hlýlegur staður.
Aðgengi fyrir fatlaða er með allra
besta móti og öll hönnun tók mið
af því að hér myndu allir upplifa
sömu gæðin. Böðin sjálf eru líka
vel hönnuð, á þann veg að þrátt
fyrir að hér séu annasamir tímar
þá upplifir fólk aldrei troðning
eða þrengsli, hvorki í búnings-
aðstöðu né í böðunum sjálfum.
Böðin eru öll dásamleg að vera í,
með sama stórkostlega útsýninu
og dýrðinni,“ segir Tinna í fögrum
fuglasöng og dýrðlegri friðsæld
skógarins.
„Umhverfi Skógarbaðanna
er aldrei eins og á hverjum degi
er eins og maður komi í nýtt
umhverfi því skógurinn og
umhverfið breytast daglega. Á
veturna eru klettarnir klakabornir
og undurfallegir í vetrarskrúð-
anum, trén íklædd drifhvítum snjó
og allt í umhverfinu síbreytilegt.
Þetta er því staður sem er alltaf fal-
legur en á ólíkan hátt eftir dögum
og árstíðum.“ n
Skógarböðin eru við rætur Vaðla-
heiðar, gegnt Akureyrarkaupstað.
Sími 585 0090. Netfang: info@
skogarbad.is. Hægt er að bóka
aðgangsmiða fyrir fram á vefnum:
forestlagoon.is og kostar 5.990 kr.
fyrir einstaklinga í Skógarböðin.
Eins og að ganga í annan heim
Hönnun mannvirkja í Skógarböðunum var í höndum Basalt arkitekta og
tekur mið af íslenskri náttúru og umhverfinu í kring. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Það er enginn dagur eins í Skógarböðunum þar sem náttúra og umhverfi
breytast dag frá degi, og gera hverja baðferð að nýrri og spennandi upplifun.
Skógarböðin eru ævintýraheimur þar sem náttúran spilar stórt hlutverk í
ógleymanlegri upplifun gesta og skreytir híbýlin á einstakan hátt.
Hönnuðir Skógarbaðanna höfðu
skóginn að sjálfsögðu í hávegum
eins og sjá má á furutré innanhúss.
Á veitingastaðnum Skógar Bistró er
gott að gæða sér á léttum réttum og
ljúfum drykkjum, bæði inni og úti.
Úr fordyrinu þar sem gengið er til lauga blasir við friðsælt og fagurt útsýni.
Laugarnar í Skógarböðunum eru tvær. Sú stærri er 39°C og sú minni 41°C heit
en hún er einnig dýpri. Alls staðar fer vel um fólk og enginn upplifir þrengsli.
Tinna Jóhannsdóttir er framkvæmdastjóri Skógarbaðanna. Hún segist stödd
í draumaveröld þar sem Skógarböðin séu sérstaklega dásamlegur staður.
Þrátt fyrir að hér
séu annasamir
tímar upplifir fólk aldrei
troðning eða þrengsli,
hvorki í búningsaðstöðu
né í böðunum sjálfum.
kynningarblað 5FIMMTUDAGUR 16. júní 2022 SUNDLAUGAR OG JARÐBÖÐ