Fréttablaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 6
Ómíkron er fjarri því að vera sá náttúrulegi ónæmishvati sem við gætum hafa haldið að það væri, heldur er það mjög öflugt í að kom- ast fram hjá ónæmis- kerfinu. Danny Altmann, prófessor við Imperial College í London Þetta hefur sannarlega vakið okkur til umhugsunar. Guðmundur Björgvin Helga- son, ríkisendur- skoðandi HVERT FERÐU Í HJÓLATÚR Í SUMAR? 28” Vnr. 49620200 23.196 GÖTUHJÓL 28“ götureiðhjól sem hentar vel til hjólreiða innanbæjar. 6 gírar Shimano. V-hand- bremsur, kemur með bögglabera og brettum. Almennt verð: 28.995 -20%20% afsláttur Öll reiðhjól Umfangsmikil rannsókn í Bretlandi sem staðið hefur frá upphafi kórónaveirufarald- ursins bendir til þess að smit af Ómíkron-afbrigði veirunn- ar veiti litla vörn gegn smiti síðar. Ónæmiskerfið geti ekki lagt Ómíkron á minnið gar@frettabladid COVID-19 Smit af Ómíkron-afbrigð- inu af Covid veitir litla vörn gegn síðara smiti með því að efla ónæm- iskerfið, jafnvel meðal þeirra sem eru þríbólusettir. Þetta er niðurstaða greiningar sem gerð var í Bretlandi. Samkvæmt Skynews skýrir þetta hvers vegna svo margir hafi smitast í annað sinn af Covid, jafnvel tvisvar af  Ómíkron á meðan bylgja þess afbrigðis hefur gengið yfir. „Það að smitast af Ómíkron eflir ekki mikið ónæmi gegn síðara smiti af Ómíkron,“ segir Rosemary Boy- ton prófessor við Skynews. Boyton er ónæmisfræðingur við Imperial College í London. Hún leiddi rannsókn á Covid í heil- brigðisstarfsfólki. Niðurstaðan bendir til þess að Ómíkron-smit veiti ekki aukna vernd gegn nýjum undirafbrigðum af Ómíkron sem hafa verið að dreifa sér í Bretlandi að undanförnu. Taka skal fram að í rannsókninni var aðeins horft á smit af Covid og að bóluefnin halda áfram að veita góða vörn gegn því að þeir sem smitast verði alvarlega veikir eða látist. Tekin voru blóðsýni úr yfir sjö hundruð starfsmönnum í heil- brigðiskerfinu, sem fylgst hefur verið með frá því á fyrstu mánuðum faraldursins, eða frá því í mars 2020. Þannig hefur verið hægt að fylgjast með örvunaráhrifum mismunandi Covid-smita á mismunandi þætti ónæmiskerfisins. Segir Skynews þá mynd hafa dregist upp að þeir sem ekki höfðu fengið Covid áður en smituðust af Ómíkron-af brigðinu eftir að hafa fengið þrjá bóluefnaskammta, höfðu gott ónæmi gegn Alfa- og Delta-af brigðunum af Covid en síður gegn Ómíkron. Og fyrri smit með öðrum afbrigðum höfðu ekki heldur mikil áhrif á ónæmiskerfið gagnvart Ómíkron. Enn fremur segir í frétt Sky news að þeir sem smituðust af Alfa- af brigðinu á fyrri stigum farald- ursins hafi minni mótefnasvörun gegn Ómíkron og að Ómíkron-smit hafi ekki eflt ónæmissvörun þeirra í heild. „Við komumst að því að Ómí- kron er fjarri því að vera sá náttúru- legi ónæmishvati sem við gætum hafa haldið að það væri, heldur er það mjög öflugt í að komast fram hjá ónæmiskerfinu,“ segir að Danny Altmann prófessor, sem einnig kom að rannsókninni hjá Imperial Col- lege. „Ómíkron f lýgur undir rad- arnum svo ónæmiskerfið getur ekki lagt það á minnið.“ n Ómíkron undir radarnum og hindrar ekki smit síðar Ómíkron-afbrigðið vakti áhyggjur yfirvalda í Bretlandi í fyrra og fólk flykktist í bólusetningar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY gar@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun metur nú hvort hefja eigi athugun á innkaupum ríkisins á tímum Covid. Fréttablaðið hefur sagt frá kaupum Landspítalans á vörum frá heildsölunni Lyru á tímum kóróna- veirufaraldursins. Vikið var frá kröfu um útboð í þeim viðskiptum á grundvelli neyðarréttar. Lyra meira en fjórfaldaði veltu sína milli ára og nærri helmingurinn af 4.250 millj- óna króna sölu var hreinn hagnaður. „Þetta hefur sannarlega vakið okkur til umhugsunar þegar við horfum á þessi heildrænu áhrif af því að þarna eru vissulega verulega mikil útgjöld,“ segir Guðmundur B. Helgason ríkisendurskoðandi. „Við höfum verið að skoða áhrif heimsfaraldursins á ríkissjóð og ákveðna ríkisaðila,“ segir Guð- mundur og vísar til fyrri skýrslna. „Þessi vinkill er eitthvað sem við höfum tekið eftir og höfum sannar- lega auga á hvort ástæða kunni að vera til að skoða nánar innkaupa- ferla hjá hlutaðeigandi ríkisaðilum. Við höfum enga ákvörðun tekið um að ráðast í sérstaka úttekt á þessu stigi en höfum auga á þessu í sam- hengi við annað,“ svarar ríkisendur- skoðandi, um hvort viðskipti eins og fyrrnefnd innkaup Landspítalans verði tekin til skoðunar. n Athugun á innkaupum í faraldrinum möguleg thorgrimur@frettabladid.is SÁDÍ-ARABÍA Stjórnvöld í Sádí-Arab- íu hafa hafið herferð gegn munum í regnbogalitum í landinu, sér í lagi leikföngum og öðrum hlutum í eigu barna. Ríkisfjölmiðillinn Al-Ekhbariya greindi frá því í gær að í nýlegum rassíum hafi emb- ættismenn lagt hald á muni eins og slaufur, pils, hatta og pennaveski í regnbogalitum. „Við erum að fara í gegnum hluti sem stríða gegn íslamskri trú og almennu siðferði og kynna sam- kynhneigða liti sem beint er að yngri kynslóðinni,“ sagði embætt- ismaður verslunarráðuneytisins. Stjórnvöld hafa látið þau orð falla að regnbogalitirnir sendi börnum „eitruð skilaboð“. Sádí-Arabía hefur nýverið átt í deilum við bandarísk kvikmynda- félög og farið fram á breytingar á myndum þar sem samkynhneigð er sýnd. Meðal annars reyndu Sádar að fá Disney til að fjarlægja vísanir til hinsegin fólks úr nýju kvikmyndinni um Doctor Strange, auk þess sem nýja Pixar-teikni- myndin um Bósa ljósár verður ekki sýnd í kvikmyndahúsum landsins vegna koss milli samkynja persóna í henni. n Sádar reyna að uppræta regnbogaliti Regnbogalitirnir eru illa séðir í Sádí-Arabíu, þar sem samkynhneigð getur varðað dauðarefsingu. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 6 Fréttir 16. júní 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.