Fréttablaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 8
Við höfum lausnir. En við verðum að grípa til aðgerða, og það fljótt. Heimild: AFP, FAO, UNCTAD Mynd: Newscom © GRAPHIC NEWS Tilraunir til að opna fyrir útutning á úkraínsku hveiti *Hveiti, bygg, maís, repjufræ og sólblómaolía og -fræ. Byggt á gögnum frá 2020. Vægi landbúnaðarafurða Hlutfall heildarinn“utnings á tilgreindum afurðum* (%) 22 5.6 15.1 3.2 3.7 2.6 3 17.4 7.5 9.8 8.9 6 2.1 4.4 1.9 3.6 3.1 Frá Rússlandi Frá Úkraínu Tyrkland Kína Egyptaland Indland Holland Spánn Bangladess Indónesía Pakistan Þýskaland Suður-Kórea Valdar útutningsafurðir, 2021 (í milljónum tonna) Hveiti Bygg Maís Sólblómaolía 32.9 4.15.2 3.1 20.0 24.75.6 5.1 Rússland Úkraína Sameinuðu þjóðirnar standa í er¡ðum samningaviðræðum við Rússland til að he¢a út“utning á úkraínskum kornvörum á ný í skugga alþjóðlegrar matvælaöryggiskreppu. Alþjóðastofnanir vara við því að allsherjar matvælakreppa sé í uppsiglingu á heimsvísu. Truflanir á matvælaflutn­ ingum vegna innrásarinnar í Úkraínu spili þar saman við þætti eins og önnur stríðs­ átök, eftirköst kórónaveiru­ faraldursins og uppskerubrest vegna loftslagsbreytinga. FÆÐUÖRYGGI Heimurinn stendur á barmi matvælakreppu sem gæti orðið sú versta í marga áratugi. „Við stöndum frammi fyrir fullkomnu fárviðri sem mun ekki aðeins bitna á hinum allra fátækustu – heldur mun það einnig bera ofurliði millj­ ónir fjölskyldna sem hafa hingað til rétt náð að halda sér á f loti,“ sagði David Beasley, framkvæmdastjóri Mat vælaáæt lu nar Sameinuðu þjóðanna (WFP), á mánudaginn. „Aðstæðurnar nú eru miklu verri en í arabíska vorinu árið 2011 og í matvælaverðkreppunni 2007­2008, þegar pólitískur órói, uppþot og mótmæli skóku 48 lönd. Við höfum þegar séð hvað er að gerast í Indó­ nesíu, Pakistan, Perú og Srí Lanka. Það er bara toppurinn á ísjakanum. Við höfum lausnir. En við verðum að grípa til aðgerða, og það f ljótt.“ Vísitala matvælaverðs sem gefin er út af Matvæla­ og landbún­ aðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) náði sögulegu hámarki í mars síðastliðnum. Nam hún þá 159,7 stigum, sem er það hæsta sem hefur mælst frá upphafi mælinga á tíunda áratugnum. Á mánudaginn gáfu FAO og WFP út viðvörun um yfirvofandi matvælakreppu vegna stríðsátaka, loftslagshamfara, eftir­ kasta kórónaveirufaraldursins og mikillar skuldabyrði almennings. Hveiti að rotna í gámum Verðbólga í matvælaverði hefur ágerst vegna innrásar Rússa í Úkraínu, sem hefur raskað mat­ vælaframleiðslu og f lutningi mat­ væla. Áður en innrásin hófst hafði matvælaverð þegar farið hækkandi, meðal annars vegna f lutningaörð­ ugleika og f löskuhálsa í siglinga­ leiðum í kórónaveirufaraldrinum og skyndilegrar aukningar eftir­ spurnar við af léttingu sóttvarna­ aðgerða. Um 30 prósent af útf lutningi á hveiti á heimsvísu kemur frá Úkra­ ínu og Rússlandi og um 15 prósent af heimsútflutningi á jurtaolíu. Níu prósenta hlutur Úkraínu er nánast alveg útilokaður frá heimsmörkuð­ unum og víða er úkraínsk hveiti­ uppskera að rotna í vöruhúsum, þar sem ekki er hægt að flytja hana út. Rússar hafa einnig hægt á útflutn­ ingi frá sínum höfnum, þar sem litið er á Asovshaf og norðanvert Svarta­ haf sem áhættusvæði. Stríðið hefur því stuðlað að hækkun hveitiverðs um allan heim. Hveiti og korn­ vörur eru jafnan f luttar gegnum Bospórussund frá Svartahafi inn í Miðjarðarhaf, þaðan sem hægt er að flytja það til Norður­Afríku eða til Miðausturlanda gegnum Súes­ skurðinn. Flutningar eftir öðrum leiðum yrðu bæði seinlegri og dýr­ ari. Ekki skortur heldur verðlag Lönd sem flytja inn mikið af hveiti og korni, til dæmis Egyptaland, hafa til skamms tíma þurft að leita annað eftir þessum vörum. Hins vegar er kornverslun við önnur lönd jafnan dýrari og hefur auk þess orðið fyrir áhrifum af lofts­ lagsmálum. Indland er til dæmis framarlega í heildarhveitiræktun á heimsvísu, en stjórn Indlands hefur sett dreifingu hveitiuppskeru innanlands í forgang, þar sem hluti uppskerunnar hefur orðið fyrir skemmdum eftir hitabylgju sem skall á landið fyrr á árinu. Luc a Ru sso, la ndbú naða r­ hagfræðingur hjá FAO, sagði við Al Jazeera í síðustu viku að þetta kreppuástand væri ekki vegna mat­ vælaskorts, heldur hækkandi verð­ lags. Meðal annars ylli hækkandi orkuverð því að hjálparstofnanir gætu ekki komið eins miklum mat til þeirra sem þarfnast hans fyrir sama fé og áður. Hins vegar kann áframhaldandi styrjöld í Úkraínu brátt  að valda raunverulegum skorti. „Ef stríðið heldur áfram verður árið 2023 mjög, mjög hættu­ Óttast matvælakreppu vegna Úkraínustríðsins Flutningar á korni frá Ind­ landi hafa að mestu verið stöðvaðir vegna hitabylgjunnar sem reið yfir landið í vor. Margir sam­ verkandi þættir stuðla að matvæla­ kreppunni, ásamt innrás­ inni í Úkraínu. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@ frettabladid.is FRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 16. júní 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.