Fréttablaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 10
Ísland á að stíga stór skref á næstu miss- erum og einfalda fólki utan EES að taka þátt í samfélaginu okkar og byggja þannig undir bætt lífskjör okkar allra. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA Ráðherranefnd um málefni innflytjenda hefur meðal annars það verkefni að ein- falda umsóknarferli um dvalar- og atvinnu- leyfi einstaklinga sem sinna störfum sem krefjast sérfræðiþekk- ingar. LANDSBANKINN. IS Komum hlutunum á hreyfingu Við bjóðum hagstæðar leiðir til að fjármagna ný og notuð atvinnutæki og bíla sem henta rekstrinum þínum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir aukinnar svartsýni gæta meðal stjórn- enda stærstu fyrirtækja landsins, vegna þess hve erfiðlega gengur að manna störf. Hann segir brýnt að ryðja úr vegi hindrunum sem koma í veg fyrir að fólk utan EES flytji til landsins. ggunnars@frettabladid.is Samtök atvinnulífsins og Seðla- bankinn kanna með reglubundnum hætti framtíðarhorfur íslenskra fyr- irtækja út frá viðhorfi stjórnenda. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir nýjustu könnun samtakanna sem birt var í vikunni, benda til þess að bjartsýni sé á hröðu undanhaldi í íslensku atvinnulífi. „Þetta eru nokkuð skörp skil frá fyrri könnunum. Stjórn- endur meta stöðuna ágæta í dag, en það sem veldur áhyggjum er hvernig þeir sjá næstu sex mánuði fyrir sér.“ Samkvæmt könnuninni telja stjórnendur útlitið sannarlega dökkt vegna hækkandi verðbólgu en ekki síður vegna þess hversu erfiðlega gengur að manna störf. „Það er þessi vaxandi mannekla sem virðist hvíla mjög þungt á fólki í nær öllum atvinnugreinum.“ Halldór segir þessa niðurstöðu ekki koma sér á óvart. Hann hafi á nýlegri hringferð samtakanna um landið fengið sambærileg við- brögð frá forsvarsmönnum fyrir- tækja. „Það er alveg sama hvar við komum. Vandamálið er alls staðar það sama. Það eru mun fleiri störf í boði en hægt er að manna. Í nær öllum atvinnugreinum.“ Að mati Halldórs á þetta vanda- mál bara eftir að vaxa. „Þetta er graf- alvarlegt því meginforsenda þess að við náum að standa undir hagvexti er að okkur takist að manna störf.“ Hann bendir á að Ísland borgi ein hæstu laun í heimi og hér séu lífskjör góð. „Stóra málið er að við verðum að einfalda regluverkið og draga úr hindrunum sem koma í veg fyrir að fólk, sem kemur frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins, setjist hér að.“ Nýlega tilkynnti Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra að ráðherra- nefnd um málefni innf lytjenda hefði meðal annars fengið það verk- efni að einfalda umsóknarferli um dvalar- og atvinnuleyfi einstaklinga sem sinna störfum sem krefjast sér- fræðiþekkingar. Halldór segir Sam- tök atvinnulífsins fagna þessari ákvörðun. Hún sé skref í rétta átt og sýni að stjórnvöld séu að átta sig á alvarleika málsins. „Mín persónulega skoðun er alveg skýr í þessum efnum. Ísland á að stíga stór skref á næstu misserum og einfalda fólki utan EES að taka þátt í samfélaginu okkar og byggja þann- ig undir bætt lífskjör okkar allra. Við erum í harðri samkeppni við önnur lönd um fólk með fjölbreytta menntun og bakgrunn og við verð- um að ryðja þessum hindrunum og hömlum úr vegi. Þær veikja stöðu okkar. Þetta er aðkallandi vanda- mál í dag en það á bara eftir að vaxa ef við grípum ekki til markvissra aðgerða og vinnum þetta hratt, segir Halldór Benjamín. n Mannekla veldur stjórnendum áhyggjum Halldór Benjamín segir bráðnauðsynlegt að ryðja úr vegi hindrunum sem koma í veg fyrir að fólk utan Evrópu setjist hér að. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK MARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 16. júní 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.