Fréttablaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 2
gar@frettabladid.is VIÐSKIPTI Félagið Arctic Therapeut­ ics ehf. sem rekur hraðprófunina covidtest.is hagnaðist um 127,2 milljónir króna í fyrra. Fyrirtækið velti alls 399,7 milljónum króna það ár. Félagið hefur ekki áður haft tekjur. Eins og öðrum  fyrirtækjum í sömu starfsemi greiddi ríkið um skeið Arctic Therapeutics fjögur þúsund krónur fyrir hvert hraðpróf sem einstaklingar hér búsettir fóru í. Þessar greiðslur frá ríkinu voru felldar niður 1. apríl síðastliðinn. Þá höfðu Sjúkratryggingar Íslands greitt einkafyrirtækjum í hraðpróf­ unum vel yfir einn milljarð króna. Gjaldið sem Arctic Therapeutics tekur fyrir hraðpróf í dag nemur 6.980 krónum. Að undanförnu hafa það helst verið erlendir ferðamenn á leið utan sem nýtt hafa þjónustu félags­ ins, sem stendur til boða í Hörpu og á Akureyri.Eigendur félagsins eru Hákon Hákonarson og Bandaríkja­ mennirnir David H. Moskowitz og Philip Harper. n Hraðpróf Arctic Thera- peutics kostar í dag 6.980 krónur. Fjögurra ára bið loks að ljúka Ökumenn í miðbænum geta bráðlega ekið Lækjargötuna á ný með hefðbundnum hætti. Í maí árið 2018 hófust framkvæmdir við hótel Íslandshótela, sem leiddu til þess að Lækjargatan var þrengd og hafa orðið tafir æ síðan á umferð. Nú er þeim að ljúka og allt að færast í fyrra horf. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Haukur Hauksson ferðaðist á átakasvæði í Úkraínu í boði rússneskra stjórnvalda. Hann gefur lítið fyrir vestrænan fréttaflutning af stríðinu og kveðst óhræddur við að deyja. tsh@frettabladid.is Ú K R A Í N A Fjölmiðla maðu r inn Haukur Hauksson er um þessar mundir staddur í Úkraínu í sérstakri ferð fyrir fjölmiðlafólk í boði rúss­ neskra stjórnvalda. Er blaðamaður náði tali af Hauki var hann staddur í austurhluta Úkraínu í hinu svo­ kallaða Donetsk alþýðuveldi, rúss­ neskumælandi héraði sem lýsti yfir sjálfstæði 2014. „Þetta eru ferðir sem eru skipu­ lagðar af fréttamannaþjónustu varnarmálaráðuneytis Rússlands fyrir innlenda og erlenda frétta­ menn, til að sýna þeim hvernig málin standa frá fyrstu hendi. Rey ndar tekur meginstraums pressan ekki þátt í þessu, það er að segja BBC, CNN, Reuters, Guardian og þeir sem yfirleitt er vitnað í af öðrum,“ segir Haukur, en hann hefur nýtt ferðina til að sanka að sér efni fyrir fyrirhugaða YouTube­rás. Haukur er rússneskumælandi og hefur verið búsettur í Moskvu í rúm þrjátíu ár. Hann telur mikilvægt að fara til Úkraínu og upplifa átökin með eigin augum og er gagnrýninn á fréttir sem birtast af stríðinu í vest­ rænum fjölmiðlum. Að hans mati hefur Úkraína þróast út í ákveðið bananalýðveldi Vesturlanda „ekki síst með hjálp Biden­feðga“. „Stór faktor í þessu er það að þeir auvirða öryggiskröfur Rússa og svo  útþensla NATO, sem er orðin mjög áberandi og mikil, sem Rúss­ ar vildu setjast niður og ræða en fá puttann í rauninni, þar á meðal frá íslenskum stjórnvöldum, en sér­ staklega frá Antony Blinken utan­ ríkisráðherra Bandaríkjanna og Joe Biden forseta. Ef þetta hefði gerst í tíð Trumps þá hefði þetta senni­ lega ekki gerst því hann hefði sest niður með Rússum og byrjað að ræða öryggiskröfur Pútíns forseta og Sergei Lavrovs.“ Einn viðkomustaður Hauks var hafnarborgin Maríupol sem var­ grátt leikin og meira og minna lögð í rúst áður en hún féll í hendur Rússa. „Asovstal, þarna er púður, líklykt og saggi í lofti, blautar dýnur og annað. Þú ert að sjá við hvað þetta fólk er upp alið,“ segir Haukur. Í gær beið Haukur þess að komast aftur heim til Moskvu en ferðaáætl­ unin var augljóslega breytingum háð vegna ótta við árásir. Hann þvertekur þó fyrir að vera stress­ aður eða hræddur. „Manns dauði kemur einhvern tíma. Ég tel bara nauðsynlegt að menn viti og þekki inn á þetta. Það er líka ábyrgðarleysi að kynna sér ekki hlutina ofan í kjölinn. For­ sagan og forleikurinn að þessu er tragedía. En mín samviska er hrein og ef ég drepst hérna þá bara er það hið besta.“ n Nánar á frettabladid.is Íslenskur fréttamaður til Úkraínu í boði Pútíns Horft yfir rústir Asovstal stáliðjuversins í Maríupol sem hart var barist um. MYND/HAUKUR HAUKSSON Sjálfvirkur opnunarbúnaður og snertilausir rofar frá Þýsk gæðavara. Snertilausir rofar Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is Haukur á brúnni hjá Asovstal stál- iðjuverinu. MYND/HAUKUR HAUKSSON ragnarjon@frettabladid.is REYKJAVÍK Dagsektir eru sjaldnast úrræði sem beitt er af Reykjavíkur­ borg vegna húsa í niðurníðslu. „Þetta er mögulega annað eða þriðja skiptið á sex árum þar sem við beitum hús í niðurníðslu dag­ sektum,“ segir Gylfi Ástbjartsson, hjá Umhverfis­ og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu ákvað Reykja­ víkurborg að beita eigendur Óðins­ götu 14a og 14b dagsektum vegna ástands húsanna. Aðspurður segir Gylfi að dagsektum sé í raun sjaldan beitt yfir höfuð „Þetta eru í kringum sex til tíu mál á ári þar sem við beit­ um dagsektum,“ segir hann. n Dagsektir vegna húsa sjaldgæfar Óðinsgata 14a og 14b, FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONBRINK Græddu 127 milljónir á hraðprófum Gylfi Ástbjartsson hjá Umverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur- borgar Hákon Hákonar- son hjá Arctic Therapeutics 2 Fréttir 16. júní 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.