Fréttablaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 46
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Þetta er alveg ótrúlegt, hvað það eru margir sem hlusta orðið á hljóðbækur. Guðmundur Ólafsson toti@frettabladid.is Valgeir Guðjónsson býður til hátíð- artónleika í Skálholti á morgun þar sem hann flytur sitt nýjasta hugar- fóstur, Saga Musica. Verkefnið hefur verið Valgeiri hugleikið í meira en þrjátíu ár, síðan hann sigldi á Vík- ingaskipinu Gaia árið 1991. „Þetta var mikið hugsjónaverk- efni kostað af norska skipakóngin- um Knut Kloster, en þáverandi for- seti vor, Vigdís Finnbogadóttir, var verndari verkefnisins,“ segir Val- geir, um skipið sem sigldi frá Noregi til Orkneyja og kom í höfn á gamla hafnarbakkanum í Reykjavík þann 17. júní 1992. „Þetta var stórkostleg upplifun sem hefur fylgt mér allar götur síðan, og víðar.“ Valgeir fór í kjölfarið að semja lagatexta á ensku sem vísa í íslenskan sagnaarf, þótt tilteknar persónur eða atburðir séu ekki nefndar. Söguþræðinum verða gerð skil á íslensku í stuttu máli á milli laga, auk þess sem smásögur og myndskreytingar má finna í tón- leikaskránni sem mikið hefur verið í lagt. Þá segir hinn sjötugi Valgeir að talan sjö einkenni tónleikana. „Við erum með sjö af burðatónlistar- menn og -konur sem skipa hljóm- sveitina,“ segir hann, en með Val- geiri verða Vignir Þór Stefánsson á píanó, Haraldur Þorsteinsson á bassa, Pétur Valgarð á gítar, Ásgeir Óskarsson á slagverk, Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir söngkona auk heiðursgests tónleikanna, Val- gerðar Guðnadóttur leik- og söng- konu. „Þetta er aðgengileg tónlist, ekki klassísk og ekki í þjóðlagastíl. Það mætti segja að hún sé Valgeirsk, fyrir þá sem vita hvað það þýðir.“ Miðasala fer fram á tix.is n Valgeirskir hátíðartónleikar í Skálholti Valgeir siglir Saga Musica í höfn í Skál- holti á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Guðmundur Pétursson Blús Hafnar- fjarðar hjarta 23. júní 24. júní 25. júní Kristjana Stefánsdóttir Beebee and the Blue birds HG Sextett Rætur djassins í blústónlist Tregasveitin 23-25 JÚNÍ Útisvæði Happy hour frá 18:00-21:00 Fimmtudagur: Heiðar í Botnleðju Föstudagur: Hljómsveitin Brot af þvi besta Laugardagur: Júlladiskó Björgvin Gíslason miðasala á tix.is Trölladans er frumsaminn rokksöngleikur eftir þá Friðrik Sturluson og Guð- mund Ólafsson, en sá síðar- nefndi segir þá félagana hafa verið að dunda sér við þetta í nokkur ár. Söngvarinn Eyþór Ingi var ekki lengi að slá til þegar honum bauðst hlutverk vonda galdrakarlsins Seðils í söngleiknum, sem kominn er á Storytel. toti@frettabladid.is „Þetta er nú hugmynd frá Friðriki Sturlusyni bassaleikara, sem semur tónlistina og söngtextana,“ segir Guðmundur Ólafsson, leikari og rithöfundur með meiru, um rokk- söngleikinn Trölla dans, þar sem hann leggur til söguna. „Þetta er nú búið að vera nokk- urra ára prósess hjá okkur. Svona í rólegheitunum en ég held að þetta hafi nú smollið svona að lokum hjá okkur félögum,“ heldur Guð- mundur, sem hefur í tvígang hlotið Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bækurnar um Emil og Skunda. Ævintýrið um Trölladans er þó ekki alveg eins jarðbundið, þar sem sagt og sungið er frá viður- eign mannsbarnsins Jonna og Tótu trölla stelpu, við hinn illskeytta galdrakarl Seðil, sem hefur stolið ómetanlegum uppdrætti frá tröll- unum í Tröllabyggð. Leikið á raddböndin „Þetta var mjög skemmtilegt og mér finnst mjög gaman að gera svona,“ segir tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi, sem sló til þegar honum bauðst að túlka sjálfan Seðil. „Mér fannst þetta bara spennandi dæmi vegna þess að mér finnst alltaf rosalega gaman að leika mér með raddböndin. Og bara leika mér yfir höfuð. Þetta náttúru- lega er dálítið þannig.“ Eyþór Ingi kom heldur ekki alveg grænn inn í þennan ævintýraheim, þar sem hann hefur komið töluvert að talsetningu teiknimynda og tengdi vel við „kauða“ eins og hann kallar persónu sína. „Þetta er bara svona illmenni í klassískum ævintýraheimi og sambland af einhverju sem maður hlustaði á í æsku. Það er svona vottur af Bessa Bjarna þarna, Ladda og fleirum. Samkrull af einhverjum gömlum meisturum sem segja má að ég hafi horft aðeins til.“ Hálfgert útvarpsleikrit Eyþór Ingi segist aðspurður telja víst að Trölladans muni ná vel til krakk- anna sem á munu hlýða. „Það hlýtur að vera. Allaveganna var virkilega skemmtilegt að taka þetta upp og fíflast.“ Guðmundur útilokar heldur ekki að söngleikurinn gæti reynst börnum á ferðalögum um landið kærkomin dægradvöl. „Já, já, ég hef nú lesið inn hluta af mínum bókum og er að heyra af fólki sem hefur ein- mitt verið að spila þetta fyrir krakk- ana á ferðalögum. Þannig að það er mjög gaman að því. Alveg nýtt fyrir svona gamlan hund eins og mig,“ segir Guðmundur og hlær. Eyþór Ingi bendir á að líkja megi söngleiknum að hluta við hálfgert útvarpsleikrit, sem virðist nokkurn veginn vera það sem höfundarnir lögðu upp með. „Já, já. Ég hef nú svona verið að segja fólki frá þessu og að þetta sé meira í ætt við útvarpsleikrit. Þann- ig að það eru leiknar senur og svo er tónlist inn á milli. Það er svona formið á þessu,“ tekur Guðmundur undir og víkur að því hvernig Story- tel virðist geta stuðlað að frekari útbreiðslu skáldskapar í ýmsum myndum. „Þetta er alveg ótrúlegt, hvað það eru margir sem hlusta orðið á hljóðbækur. Það er bara eitthvað alveg nýtt í þessu. Fólk er labbandi út um allt eða hlaupandi með þetta í eyrunum.“ n Eyþór veifar Seðli á Storytel Eyþór Ingi skemmti sér konunglega við að fíflast og leika sér við upptökurnar á rokksöngleiknum. MYND/AÐSEND 30 Lífið 16. júní 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.