Fréttablaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 22
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jarðböðin við Mývatn hafa heldur betur slegið í gegn frá því þau voru opnuð árið 2004 og hefur aðsóknin verið mjög góð, bæði af Íslend- ingum og erlendum ferðamönnum, segir Guðmund ur Þór Birg is son, framkvæmdastjóri Jarðbaðanna. „Frá því að Jarðböðin opnuðu hér í júní 2004 hafa viðtökurnar verið mjög góðar. Fyrstu árin voru ferðamenn ekkert í líkingu við það sem er í dag, en árin fyrir Covid heimsóttu um 200 þúsund gestir Jarðböðin árlega. Við höfum stækkað í takti við fjölgun ferðamanna og staðurinn tekið þó nokkrum breytingum síðustu ár.“ Blái liturinn heillar Hann segir helsta aðdráttarafl Jarðbaðanna vera bláa litinn á lóninu, mýkt vatnsins og auðvitað staðsetninguna við Jarðbaðshólana með útsýni yfir Mývatnssveitina. „Við erum annar tveggja staða sem býður upp á blátt lón og það er það sem ferðamenn vilja prófa þegar þeir heimsækja okkur.“ Viðbrögðin engu lík Starfsfólk Jarðbaðanna fær reglu- lega skemmtileg viðbrögð frá viðskiptavinum segir Guðmundur, sérstaklega erlendum. „Það er alltaf gaman að sjá ánægjusvipinn á gestum okkar þegar þeir stinga tánum ofan í lónið, því þeir vita ekki alveg hverju þeir eiga að búast við þegar þeir ganga út í. Skemmtilegast er þó sennilega þegar norðurljósin sýna sig fyrir gestum, viðbrögðin eru engu lík.“ Bætt og betri aðstaða Um þessar mundir standa yfir framkvæmdir við Jarðböðin. „Við erum að fara í talsvert mikla endur- nýjun á allri aðstöðunni okkar með byggingu nýs þjónustuhúss, sem mun innihalda rýmri búnings- klefa, bæði inni og úti, ásamt einka- klefum. Þá verður veitingaaðstaða þar sem boðið verður upp á létta rétti með hráefni héðan úr héraði.“ Barinn vinsæll Öll aðstaða fyrir gesti verður á einni hæð með góðu aðgengi ofan í lón segir Guðmundur. „Við munum bjóða upp á fundarherbergi þar sem upplagt verður fyrir fyrirtæki að koma og halda vinnufundi í Jarðböðunum og þá verður hægt að leigja betri stofu fyrir til dæmis smærri matarhópa. Í lok árs 2019 opnuðum við bar úti í lóninu sem hefur slegið í gegn, þannig að hann verður áfram á sínum stað og mun hljóta upp- færslu í takti við stækkunina.“ Upplifun fyrir gesti Markmiðið er að búa til skemmti- legt ferðalag fyrir gesti, allt frá því að þeir stíga út úr bílnum og ganga að byggingunni, inn í gegnum bún- ingsklefana, ofan í lónið, þar sem hægt er að fara hringferð og prófa mismunandi upplifanir á leiðinni, segir Guðmundur. „Útsýnið yfir Mývatnssveit frá lóninu er stór- fenglegt og hvergi betra að slaka á og njóta.“ Hann lítur björtum augum til framtíðarinnar. „Ég sé Jarðböðin áfram sem mikilvægan segul í ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Við munum halda áfram okkar uppbyggingu með það að mark- miði að auka ánægju okkar gesta og gera heimsókn þeirra eftirminni- lega. Þá trúi ég að með tilkomu millilandaflugs til Akureyrar og áframhaldandi markaðssetningu á Demantshringnum og fleiri áhuga- verðum stöðum á Norðurlandi, þá munum við fá jafnari straum ferða- manna yfir árið.“ n Nánar á jardbodin.is. Umhverfið er stórfenglegt við Jarðböðin. Blái liturinn á lóninu heillar augað.Úsýnið úr gufubaðinu svíkur engan. Guðmund ur Þór Birg is son, fram- kvæmdastjóri Jarðbaðanna við Mývatn. Jarðböðin við Mývatn eru fullkominn slökunarstaður fyrir fólk á öllum aldri. Útsýnið yfir Mývatnssveit frá lóninu er stórfenglegt og hvergi betra að slaka á og njóta. Guðmundur Þór Birgisson 2 kynningarblað 16. júní 2022 FIMMTUDAGURSUNDLAUGAR OG JARÐBÖÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.