Fréttablaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 28
8 kynningarblað 16. júní 2022 FIMMTUDAGURSUNDLAUGAR OG JARÐBÖÐ Vefurinn sundlaugar.com fór í loftið á síðasta ári, en hann inni- heldur upplýsingar og kort yfir allar sundlaugar landsins þar sem rukkað er fyrir aðgang. Þar er auk þess hægt að skrá sig inn og merkja við allar sundlaugar sem viðkom- andi hefur heimsótt og fylgjast með hversu margar laugar er eftir að heimsækja víða um land. Vefurinn er fimm ára gömul hugmynd sem kviknaði þegar annar aðstandanda vefsins heim- sótti þrjár sundlaugar á Vest- fjörðum sama daginn í sumarfríi. Í kjölfarið var farið að velta fyrir sér hversu margar laugar væru á landinu og hversu margar laugar væri eftir að heimsækja. Í dag hafa um 4.000 manns skráð sig og heim- sótt fleiri en 130.000 sundlaugar. Algengt er að vinahópar og fjöl- skyldur séu að skora hvert á annað í að klára laugarnar. Sundlaugar.com var tilnefndur til vefverðlaunanna í ár í f lokknum gæluverkefni. n Skemmtilegur sundvefur Sundlaugin á Hofsósi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KJARNAÐU ÞIG Í KRAUMA LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL Í Krauma náttúrulaugum kemstu í beina snertingu við kjarna íslenskrar náttúru þegar þú baðar þig upp úr hreinu og tæru vatni úr Deildartunguhveri sem er kælt með vatni undan öxlum Oks. Fimm heitar laugar og ein köld umvefja þig með hreinleika sínum sem er tryggður með miklu vatnsrennsli og engum sótthreinsandi efnum. Njóttu þín í gufuböðum og útisturtum eða í hvíldarherberginu við snark úr arineldi og fullkomnaðu daginn með notalegri stund á veitingastaðnum okkar sem býður upp á dýrindis rétti úr fersku hráefni úr héraði. Láttu líða úr þér í náttúrulegu umhverfi. Bókaðu á netinu — krauma.is kraumageothermal kraumageothermal +354 555 6066 Deildartunguhver, 320 Reykholt Að dýfa sér aðeins ofan í kaldan pott gerir flestum gott. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Köld böð hafa örvandi áhrif á efna- skipti, taugar og blóðflæði. Fyrstu viðbrögð líkamans við kulda eru að þrengja húðæðar, hækka blóðþrýstinginn og auka blóðflæði til hjartans. Öndunin verður dýpri, sem hjálpar við að lofta um lungun og styrkir hjarta- vöðva. Eftir nokkrar sekúndur eða mínútur gera taugaboð það að verkum að háræðar í húðinni víkka út. Þetta veldur notalegri hitatilfinningu og vellíðan. Til að tryggja virkni kalda baðsins er nauðsynlegt að allur líkaminn sé heitur, til dæmis strax eftir að farið er á fætur á morgn- ana, eftir líkamlega vinnu eða eftir göngutúr. n Hafið eftirfarandi í huga við köld böð: n Aldrei fara í kalt vatn þegar manni er kalt! n Lengd kalda baðsins: 4-20 sekúndur. Hitastig vatnsins: Há- mark 15°C n Eftir baðið er best að fara upp í heitt rúm eða hreyfa sig Gott við: n Lélegum efnaskiptum n Gigt, liðagigt n Svefnleysi n Lélegu blóðflæði (kaldar hendur eða fætur, kulsækni) Frábendingar: n Sumir hjartasjúkdómar, til dæmis mitral stenosis n Sótthiti n Hjartasjúklingar ættu aðeins að nota köld böð í samráði við lækni. HEIMILD: HEILSUSTOFNUN.IS Hressandi kuldahrollur Það verður diskófjör í sundlauginni í Borgarnesi í næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Á föstudaginn í næstu viku verður hægt að sletta úr klaufunum í sundlauginni í Borgarnesi, en þá verður haldið sundlaugardiskó í lauginni milli klukkan sjö og níu um kvöldið. Boðið verður upp á skemmtun og veitingar, en DJ Kingvar sér um að halda uppi stuðinu með tónlist og Arion banki ætlar að bjóða upp á veitingar. Það verður einnig boðið upp á sápukúlur á meðan birgðir endast. Gestir eru sérstaklega hvattir til að mæta í Hawaii-skyrtum og stuttbuxum. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Brákarhátíðar, sem er sumarhátíð Borgarbyggðar, en hún fer venju- lega fram síðasta laugardag í júní. Í ár stendur hátíðin yfir frá föstu- degi til sunnudags og það verður boðið upp á alls kyns skemmtilega viðburði. Nánari upplýsingar má finna á Facebook. n Sundlaugardiskó í Borgarnesi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.