Fréttablaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 17
KYNN INGARBLAÐ ALLT FIMMTUDAGUR 16. júní 2022 Ragnhildur Jóhannsdóttir á orðið dágott safn af fallegum litríkum og mynstruðum kjólum frá breiðu tímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Lífið er hinn fullkomni strigi Myndlistarkonan Ragnhildur Jóhanns vekur ætíð athygli og kátínu hvert sem hún fer fyrir skemmtilegan fatastíl. Leyndarmálið segir hún fólgið í því að klæða sig daglega aðeins of fínt og bíða ekki eftir tilefninu, heldur að nýta tækifærið dag hvern. 2 Joaquin Phoenix snýr aftur sem Jókerinn í Joker: Folie à Deux. FRÉTTABLAÐIÐ/SKJÁSKOT oddurfreyr@frettabladid.is Leikstjórinn Todd Phillips stað- festi fyrir skömmu að það sé að koma framhald af myndinni Joker frá 2019 og sögusagnir herma það verði söngleikur þar sem Lady Gaga leikur Harley Quinn. Phillips, sem leikstýrði og var meðhöfundur fyrstu myndarinn- ar, gaf upp titil nýju myndarinnar, Joker: Folie à Deux. Undirtitillinn er vísun í geðrænt vandamál sem hrjáir tvo eða fleiri á sama tíma og kann að vera vísun í samband Jókersins við Harley Quinn. Fyrri myndin fjallaði um ein- mana trúðinn Arthur Fleck og umbreytingu hans í óþokkann fræga. Myndin sló rækilega í gegn og fékk 11 Óskarstilnefningar, en Joaquin Phoenix vann verðlaun sem besti leikarinn og Hildur Guðnadóttir vann verðlaun fyrir bestu tónlistina. Lady Gaga sem Harley Quinn Samkvæmt The Hollywood Reporter er verið að reyna að fá Lady Gaga til að leika á móti Pho- enix, en ekki vitað hvaða persónu hún á að leika. Talið er að það sé Harley Quinn, geðlæknir Jókersins, sem fellur fyrir honum og verður glæpafélagi hans. Heimildarmenn miðilsins herma líka að nýja myndin verði söngleikur, sem hefur komið mörgum mjög á óvart. n Söngleikur um Jókerinn á leiðinni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.