Fréttablaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 26
Við leggjum áherslu á að koma gestum okkar ánægju- lega á óvart og tryggja ljúfa og skemmtilega upplifun. Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is Sundlaugar hafa skipað stóran sess í lífi Heiðu Harðardóttur frá því hún var smástelpa. Hún heldur úti vefnum sundlaugar.com og reynir að heimsækja allar sundlaugar landsins. Það er óhætt að titla Heiðu Harðar- dóttur, nema í húsgagnabólstrun, sem sundlaugasafnara en hún heldur úti vefnum sundlaugar. com ásamt unnusta sínum Finni Magnússyni. Vefurinn inniheldur allar sundlaugar á landinu og þar geta notendur fylgst með hversu margar sundlaugar þeir hafa heim- sótt. Áhugi hennar á sundlaugum hófst snemma. „Ég held að þessi áhugi minn á ævintýralegum sundlaugum sé sprottinn frá reglulegum heimsóknum í gömlu sundlaugina á Laugum í Sælingsdal sem barn. Ef ég gæti ferðast aftur í tímann þá væri ég til í að fara í þá gömlu laug. Hún var skemmti- lega hrá og í minningunni svolítið drungaleg, með heitum potti sem í raun var lítið herbergi með einum glugga. Áður fyrr var þessi sund- laug einnig notuð sem samkomu- hús og fór móðir mín á dansleiki þarna, en þá var sundlaugin tæmd og hún notuð sem danssalur.“ Kíkir á ströndina í sumar Heiða og fjölskylda er búsett í Kaupmannahöfn í sumar og þar er ýmislegt í boði. „Hverfislaugin er efst á listanum hjá okkur en hún heitir DGI Byen og er við Sundlaugar eru lífið „Ég held að þessi áhugi minn á ævintýralegum sundlaugum sé sprottinn frá reglulegum heimsóknum í gömlu sund- laugina á Laug- um í Sælingsdal sem barn,“ segir Heiða Harðar- dóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN hliðina á Hovedbanegården. Hún er hringlaga svo maður getur synt endalaust án þess að snúa nokk- urn tíma við, en einn hringur er 100 metrar. Svo bíð ég spennt eftir að Øbro-hallen opni aftur eftir viðhald, en það er elsta innisund- laug Danmerkur og arkitektúrinn er undir áhrifum af rómverskum böðum. En ætli sumarið verði ekki notað í að kíkja á strendurnar í nágrenni Kaupmannahafnar og prófa hafnarböðin við Íslands- bryggju.“ Sakna heitu pottanna Hún segir fjölskylduna sakna íslensku lauganna mikið, sérstak- lega heitu pottanna. „Við höfum ekki verið alveg nógu dugleg að prófa dönsku laugarnar. Mér sýnist Danir standa sig alveg ágætlega í að byggja sundlaugar, en það eru oftast innilaugar með mjög fínu leiksvæði fyrir börn á öllum aldri. En íslenska sundlaugamenningin er alveg sér á báti og heitu pottarn- ir okkar eru kannski bara svarið við dönsku pöbbamenningunni.“ Fimm ára hugmynd Sundlaugar.com er fimm ára gömul hugmynd sem kviknaði þegar hún og Finnur voru að ferðast um Vestfirði. „Þá fór ég í þrjár sundlaugar sama daginn og í kjölfarið fórum við að velta fyrir okkur hversu margar laugar væru á landinu, hvað við ættum margar eftir og hvort við gætum ekki haldið utan um þessa áskorun, að heimsækja þær allar.“ Hún segir þetta vera í grunninn sáraeinfalda hugmynd. „Finnur setti upp kerfi þar sem þú getur skráð þig og haldið utan um hvaða sundlaugar þú hefur farið í. Ég sá að mestu um efnistökin og á einhverjum tímapunkti í Covid- bylgju 4 var þetta orðið nógu gott til að opna fyrir almenningi. Við erum með ansi gott kort yfir laugar landsins og síðan þessa einu virkni, að merkja við þær sem þú hefur klárað.“ Umferðin hefur haldist nokkuð stöðug þótt vefurinn hafi ekki verið auglýstur. „Það virðist vera að vinahópar og fjölskyldur séu að skora hvert á annað í að klára laugarnar eða allaveganna bera saman bækur. Í dag hafa rúmlega 4.000 skráð sig og merkt við meira en 130.000 laugar. Það gerir rúmlega 30 laugar að meðaltali sem okkur finnst ansi gott. Ánægjulegastar eru samt sögurnar af fólki sem skipuleggur fríið og peppar krakkana í þessa skemmtilegu áskorun.“ Opnar verkstæði í haust Fjölskyldan flutti til Skive á Jót- landi síðasta sumar, þar sem Heiða kláraði nám í húsgagnabólstrun við Tækniskólann. „Við tókum Norrænu til Kaupmannahafnar kringum páskana með allt okkar hafurtask og prófuðum heitu pottana á þilfarinu í leiðinni. Núna er ég að klára samning í Kaup- mannahöfn og stefni á að setja upp eigið verkstæði á Íslandi í haust. Þá kemst lífið aftur í smá rútínu og ég get aftur farið að stunda Vestur- bæjarlaugina og bæta í sundlauga- safnið.“ ■ 6 kynningarblað 16. júní 2022 FIMMTUDAGURSUNDLAUGAR OG JARÐBÖÐ Heitu náttúrulaugarnar, Vök Baths, liggja ofan á fögru Urriðavatninu, sem er í aðeins fimm mínútna fjar- lægð frá Egilsstöðum. Þær eru fyrstu og einu fljótandi laugar landsins og ómiss- andi áningarstaður allra sem vilja upplifa beina snertingu við náttúruna og næra um leið líkama og sál. Ósnortin náttúra, tignarleg fjöll, himinblátt vatn, fagur fuglasöngur, austfirsk veðurblíða og stökkv- andi bleikjur upp úr vatninu eru umgjörð þessarar baðparadísar. „Við opnuðum í júlí 2019 og síðan hefur bara verið gaman og viðtökurnar dásamlegar,“ segir Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths. „Hönnun staðarins er í takti við umhverfið og upprunann, með tveimur fljótandi laugum sem eru í laginu eins og hitavakirnar sem mynduðust á vatninu. Fljótandi laugar eru nýnæmi á Íslandi en í þeim upplifa gestir einstaka teng- ingu við náttúruna með útsýni í allar áttir, og þegar legið er í þeim er eins og maður sé ofan í köldu og íðilfögru vatninu, þótt legið sé í makindum í heitum uppsprettum Urriðavatns.“ Úr laugunum er svo beint aðgengi úr stiga ofan í vatnið og margir sem nýta sér að fara út í. Urriðavatn er þörungaríkt og hefur heilsusamleg og frískandi áhrif á húðina, sannkallað heilsubað, að sögn Aðalheiðar. Auk fljótandi lauganna ofan í vatninu eru tvær heitar laugar við strönd vatnsins, köld úðagöng og gufubað. Öll aðstaða er einstaklega glæsileg. Munaðurinn og dekrið einskorð- ast þó ekki við laugarnar eingöngu. Á Vök Bistro er hægt að velja úr handtíndum jurtum frá Móður Jörð í Vallanesi, til dæmis myntu, sítrónumelissu og fleira góðgæti í jurtatebollann. Hægt er að skrúfa frá krana og heitt vatn beint úr borholu streymir í bollann. Svo er boðið upp á snilldarrétti á hóflegu verði. Á laugarbarnum er mikið úrval áfengra og óáfengra drykkja. Aperol Spritz er sívinsæll drykkur og nýir sumardrykkir í sumar eru Mojito og Strawberry Daquiri. Ekki má gleyma bjórtegundunum Vökva og Vöku sem voru þróaðir í samstarfi við Austra brugghús, en þeir eru komnir í fjórar vín- búðir ásamt fjölda veitingastaða á Austurlandi. Laugarbarinn er við stóra laug sem hægt er að fara í beint úr búningsklefa. Þar er líka hægt að fá freyðivín og kampavín og skála í fallegum glösum, enda býður umhverfið í Vök Baths upp á ein- staka rómantík. Vök Baths eru opin frá kl. 10-22 alla daga í sumar. „Við erum síðan búin að fá leyfi fyrir sólarhrings- opnun 25.-26. júní, í tilefni af sumarsólstöðum, World Bathing Day og Jónsmessunnar,“ segir Aðal- heiður. Þá opnar kl. 10 að morgni laugardagsins 25. júní og lokar ekki aftur fyrir en kl. 22 að kvöldi sunnudagsins 26. júní. Aðalheiður segir að upphaflega hafi verið ætlunin að hafa opið til miðnættis af þessu tilefni, en hugmyndin hafi undið upp á sig og á endanum hafi verið ákveðið að hafa bara opið alla nóttina. „Það verður eitthvað fyrir alla í sumarnæturopnuninni,“ segir Aðalheiður. „Trúbadorinn Øystein Gjerde treður upp og laugarbarinn verður opinn til kl. 3. Óáfengi drykkurinn Lárus sundöl verður á 2 fyrir 1 tilboði milli 2 og 3 um nóttina. Svo er alveg tilvalið að nota flot- hetturnar sem við erum með til að njóta í f ljótandi laugunum, það er alveg einstök tilfinning. Gestir á sumarnæturopnuninni fá einstakt tækifæri til að upplifa bjarta, íslenska sumarnótt. Við leggjum áherslu á að koma gestum okkar ánægjulega á óvart og tryggja ljúfa og skemmtilega upplifun. Stutt er í allar náttúru- perlur á svæðinu bæði á vetri og sumri og gott að koma í Vök Baths eftir alls kyns útivist í perlunum okkar, Hengifossi, Stuðlagili og Seyðisfirði. Það er tilvalið að koma í laugarnar til okkar á eftir, dekra við sig í yndislegu umhverfi og borða góðan mat,“ segir Aðal- heiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths á Austurlandi. ■ Sumarnæturopnun í Vök Baths 25. til 26. júní Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Vök Baths. Miðnætursólin leikur við bað- gesti og glampar á Urriðavatni. MYND/AÐSEND Vakirnar og náttúran renna saman í eitt í Vök Baths.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.