Fréttablaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 24
Laugarvatn Fontana er heilsulind sem staðsett er við bakka Laugarvatns í ein- staklega fallegu umhverfi. Staðurinn er með elstu bað- stöðum landsins í núverandi mynd og fagnaði 10 ára afmæli síðasta sumar. Það er engin tilviljun að heilsu- lindin Fontana sé staðsett einmitt við Laugarvatn, enda er baðsaga svæðisins rík og á rætur að rekja til jarðfræði vatnsins. Ekki skemmir náttúrufegurðin fyrir enda er Laugarvatn eitt fallegasta bæjar- stæði landsins. Þeir eru ófáir Íslend- ingarnir sem bera sterkar taugar til gufunnar við Laugarvatn og sögu hennar. „Upp úr 1930 byrjuðu menn að nota hverinn þar sem Fontana er staðsett, um sama leyti og Héraðs- skólinn var byggður. Í fyrstu var tjald sett yfir hverinn sem myndaði hið eiginlega náttúrulega gufu- bað. Síðar var byggð betri aðstaða og þannig skapaðist hefð fyrir gufunni sem hefur fylgt staðnum og hvernum til dagsins í dag,“ segir Guðmundur Fannar Vigfússon, sölu- og markaðsstjóri Fontana. „Gufan er eins náttúruleg og hugsast getur. Í gufunni úr hvernum eru virk efni sem finnast ekki í venjulegum vatnsgufum en gestir sitja bókstaflega fyrir ofan heitan hverinn og njóta gufunnar beint úr hvernum. Okkur finnst þetta alveg einstakt og teljum að ekki séu margir staðir í heiminum þar sem fólk geti setið beint fyrir ofan heitan hver, heyrt hann bubbla og notið gufunnar frá honum,“ segir Fannar. Listin að slaka á Fontana samanstendur af gufunni frægu, sánabaði, fjórum mis- munandi heitum og misdjúpum laugum, sem ganga undir nöfn- unum Lauga, Sæla, Viska og Bull- unga, og svo Laugarvatni sjálfu. Það vekur athygli gesta að í lauginni Sælu er að finna listaverk eftir Erlu Þórarinsdóttur. „Í grynnri hluta laugarinnar eru verk sem höfða til barna og leikja með rennsli vatns. Í dýpri enda laugarinnar er hins vegar höfðað til hvíldar. Verkin eru mótuð úr svörtu graníti og hafa börn mjög gaman af því að leika sér við verk Erlu í lauginni. Laugarvatn er svo stór hluti af baðupplifuninni í Fontana. Hægt er að ganga frá laugunum út á bryggju og vaða þaðan út í frískandi vatnið. Heitar uppsprettur við ströndina gera það að verkum að yfirborðs- vatnið getur verið hlýtt og notalegt við ströndina en kólnar þegar utar dregur. Mikil þróun á baðmenningu landsins hefur átt sér stað undan- farin ár og við hjá Fontana fylgjum þeirri þróun af metnaði. Á næstu misserum munum við vinna að stækkun og breytingum á heilsu- lindinni. Framkvæmdir eru ekki byrjaðar en það er stefnt að því að stækka og breyta í nánustu framtíð. Við mælum alla jafna með því að fólk bóki fyrir fram áður en það mætir til okkar í böðin, en það er ekki nauðsynlegt. Fólk getur líka mætt í Fontana án bókunar og notið gufunnar og lauganna.“ Einstök baðupplifun Laugarvatn er einn af áfanga- stöðum Gullna hringsins, vin- sælustu dagleiðar ferðamanna, sem samanstendur af Þingvöllum, Geysi og Gullfossi. „Laugarvatn er í hjarta þessarar leiðar og er Fontana við Laugarvatn stórgóð viðbót við afþreyingu þeirra sem ferðast þessa leið. Það var í raun grunnurinn að tilkomu heilsulindarinnar, að hægja á ferðamanninum og gefa honum kost á að slaka á og njóta tilverunnar í fallegu umhverfi. Okkar gestir upplifa einstaka nálægð við náttúruna og njóta einnig stórfenglegs útsýnis yfir vatnið. Auk þess er fjallasýnin mögnuð á góðviðrisdögum og í góðu skyggni. Hér er rólegt og fal- legt umhverfi og njóta gestir okkar alls þess besta sem staðurinn hefur upp á bjóða. Gestir geta slakað einstaklega vel á í fallegu umhverfi. Það er einstök upplifun að sitja ofan á heitum hver og finna hitann og gufuna frá jörðinni. Ekki skemmir svo aðgengið að Laugarvatni fyrir, þar sem hægt er að kæla sig niður eftir heita gufuna og laugarnar. Önnur einstök upplifun sem við bjóðum upp á hér í Fontana á Laugarvatni er hverabakað rúg- brauð. Hver hleifur er bakaður í 24 tíma alls og við förum tvisvar á dag að grafa upp nýbakað rúgbrauð og berum svo fram með smjöri og reyktum silungi. Fyrir erlenda gesti okkar er þetta einstök upplifun, að sjá hvernig við nýtum orku jarðar og jarðvarma til rúgbrauðsbakst- urs.“ n Nánari upplýsingar má finna á www.fontana.is. Náttúruleg baðstofa í hjarta Gullna hringsins Gufan í Fontana er eins náttúruleg og hugsast getur. Gestir sitja bókstaflega fyrir ofan heitan hverinn og njóta gufunnar beint úr hvernum. MYNDIR/AÐSENDAR Laugarvatn Fontana er einstök heilsulind þar sem náttúrufegurð og náttúru- legur jarðvarmi veita gestum óviðjafnanlega kyrrð og slökun. Guðmundur Fannar Vigfússon er sölu- og markaðsstjóri Fontana. SUND STENDUR TIL 23.10. HÖNNUNARSAFN ÍSLANDS GARÐATORG 1 210 GARÐABÆR OPIÐ ÞRI–SUN 12–17 WWW.HONNUNARSAFN.IS Instagram Facebook honnunarsafn SÝNINGAR PALLURINN HRUND ATLADÓTTIR SÝNDARSUND STENDUR TIL 23.10. VINNUSTOFUDVÖL BYGGINGAR HÖGNU SIGURÐARDÓTTUR ARKITEKTAMÓDEL STENDUR TIL 31.08. SAFNIÐ Á RÖNGUNNI TILTEKT STENDUR TIL 30.12. Á 4 kynningarblað 16. júní 2022 FIMMTUDAGURSUNDLAUGAR OG JARÐBÖÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.