Bændablaðið - 28.04.2022, Side 2

Bændablaðið - 28.04.2022, Side 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. apríl 20222 FRÉTTIR Mælingar OECD sýna mestu hækkanir matvælaverðs á heimsvísu í yfir 30 ár – Framleiðslukostnaður bænda hefur um leið aukist langt umfram afurðaverð Hagfræðingur hjá ASÍ sagði í kvöldfréttum Sjónvarpsins sunnudaginn 24. apríl að verð á mjólkurvörum og kjöti hafi hækkað mun meira en verð á innfluttri matvöru síðastliðið hálft ár og fyrirtæki nýttu hverja smugu til að hækka verð. Þessi orð hafa vakið reiði meðal bænda þar sem þau stangast algjörlega á við verðþróun erlendis varðandi kostnað við matvælaframleiðslu og alþjóðlega verðlagsþróun á undanförnum mánuðum. Samkvæmt tölum Efnahags- og þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (OECD), þá hækkaði matvælaverð í mars á heimsvísu að meðaltali um 12,6% á milli mánaða. Hefur matvælaverð aldrei hækkað meira á milli mánaða síðan OECD hóf slíkar mælingar fyrir meira en þrem áratugum. Áhrifin eru mest í þróunarlöndunum. Samkvæmt tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) sem ná allt til ársins 1990 er þar líka að sjá verulegar matvælaverðshækkanir. Vísitala matvælaverðs hefur síðan hækkað um 19% það sem af er þessu ári, að mestu eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Víða um heim hafa yfirvöld gripið til niðurgreiðslna á matvörum af þessum sökum eins og í Egyptalandi þar sem brauð er selt undir verði á korninu sem fer í að baka það. Bæði hvatt til aukningar matvælaframleiðslu og samdráttar hjá bændum OECD hvetur bændur til að planta meira til að auka matvæla fram- leiðsluna en þar berjast menn við þær þversagnir að skortur hefur verið á áburði og orka og öll aðföng hafa verið að hækka verulega í verði. Það neyðir bændur til að draga úr sinni framleiðslu sem leiðir aftur til verðhækkana á matvælum. Þá eykur það enn á vandann að bændur í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar um lönd hafa verið hvattir af stjórnvöldum til að hætta framleiðslu á landi sínu til að mæta umhverfis- og loftslagsmarkmiðum. ASÍ telur áhrif erlendra kostnaðarhækkana óveruleg Er þetta sérlega athyglisvert í ljósi orða hagfræðings ASÍ, Auðar Ölfu Ólafsdóttur, sem hefur umsjón með verðlagseftirliti ASÍ. Fréttamaður RÚV bendir á að töluvert hafi verið rætt um verðhækkanir erlendis sem geti leitt til þess að Íslendingar flytji inn verðbólgu. Auður segir að þvert á móti hafi verð á innlendri framleiðslu hækkað meira en verð á innfluttum mat. Verðhækkun á áburði og bensíni geti skýrt þetta að einhverju leyti. Auður telur hins vegar markaðsbrest vera helstu skýringuna. Hún nefnir íslensku mjólkur- og kjötframleiðsluna sérstaklega og segir: „Á síðasta hálfu ári hefur verð á kartöflum hækkað um 1,1%. Verð á kjöti hefur hækkað um 7,6%. Búvara án grænmetis hefur hækkað langmest í verði. Þá er ég að tala um mjólkurvörur, olíu og feitmeti en kjöt líka. Fiskur hefur líka hækkað í verði. Brauð og kornvara einhvers staðar í miðjunni. Hins vegar erum við að sjá að ávextir og grænmeti hefur hækkað minnst í verði. [...] Skortur á samkeppni vegna verndarstefnu vegna hárra tolla. Heildsölu- og smásöluverslanir þurfa að huga að því að sýna samfélagslega ábyrgð og fara eftir þeim lögum, reglum og gildum sem gilda í þessu samfélagi og nýta ekki hverja smugu til að okra á almenningi.“ Gríðarlegar kostnaðarhækkanir valda bændum vandræðum Ekki þarf að leita lengra en til Bretlands til að sjá að stórhækkun framleiðslukostnaðar er að hafa gríðarleg áhrif á framleiðslu land- búnaðar afurða sem hafa hækkað þar hlut fallslega meira í verði en á Íslandi. Í umfjöllun breska landbúnaðar- ritsins Farmers Weekly þann 21. apríl síðastliðinn er fjallað um samdrátt í landbúnaðarframleiðslu vegna verðbólgu í aðkeyptum aðföngum sem komin er í 24%. Þar er líka sýnt fram á hvernig verðþróun á framleiðsluvörum bænda er langt frá því að halda í við kostnaðarverð. Á meðan aðföng hafi hækkað í verði um 24% hafi smásöluverðsvísitalan á framleiðsluvörum bænda aðeins hækkað um 5,6%. Að óbreyttu mun þetta leiða til samdráttar í matvælaframleiðslu. Kartöflubændur koma sérlega illa út úr þessu, en þar hefur orðið 2% verðlækkun á síðustu sex mánuðum á meðan kostnaðurinn hefur aukist um 27%. Í mjólkurframleiðslu nemur kostnaðaraukinn 21% en hækkun á smásöluverði er 19%. Í nauta- og lambakjötsframleiðslunni nemur kostnaðaraukinn 21% en smásöluverð hefur hækkað til neytenda um 11%. /HKr. Hæfniskröfur: • Drifkraftur, samskiptahæfni og sjálfstæð vinnubrögð. • Leiftrandi áhugi á landbúnaðartengdum málefnum. • Þekking á vélum og tækjum er æskileg. Einnig er tekið við umsóknum um skrif í lausamennsku. Bændablaðið er málgagn bænda og landsbyggðar og kemur út hálfsmánaðarlega í prentformi. Auk þess heldur blaðið úti vefsíðunni bbl.is. leitar að liðsauka Bændasamtök Íslands leita að öflugum einstaklingi í þéttan starfshóp útgáfusviðs sem gefur út Bændablaðið. Starfið kallar á mikla framtakssemi og metnað gagnvart ölmiðlun. Starð felur í sér vinnslu á ölbreyttu efni tengdu landbúnaði, fyrir miðla Bændablaðsins. Skilyrði fyrir starnu er mjög gott vald á íslensku ritmáli, samskiptahæfni og framtakssemi. Færni í umbroti og tæknileg kunnátta er mikill kostur. • Menntun sem nýtist í star. Upplýsingar um starð veitir Guðrún Hulda Pálsdóttir gegnum netfangið gudrunhulda@bondi.is. Umsókn um starð þarf að fylgja starfsferilskrá auk kynningarbréfs. Umsókn, merkt Umsókn um starf hjá Bændablaðinu, berist eigi síðar en 12.maí nk. á netfangið vigdis@bondi.is. Guðrún Hulda Pálsdóttir hefur verið ráðin til að ritstýra Bænda­ blaðinu og tekur við af Herði Kristjánssyni þann 1. júní næstkomandi. Hún er fyrsti kvenritstjóri blaðsins frá stofnun þess árið 1995. Guðrún Hulda hefur starfað á Bændablaðinu síðastliðin sjö ár sem blaðamaður, auglýsingastjóri og umsjónarmaður Hlöðunnar, hlaðvarpi Bændablaðsins. Hörður tók við ritstjórnar taum- unum í byrjun árs 2011 og undir hans stjórn hefur velgengni blaðsins aukist jafnt og þétt. Sterk staða Bændablaðsins „Staða Bændablaðsins er sterk því lesendur vita að þeir geta gengið að innihaldsríkri umfjöllun, óvæntri þekkingu og mikilvægum upplýsingum, auk þess sem blaðið er vettvangur fyrir áhugaverð skoðanaskipti. Ég mun halda áfram þeirri vegferð sem Hörður hefur, með þvílíkri natni og eljusemi, leitt undanfarin ár. Við erum lítill en samhentur hópur sem stöndum að blaðinu og munum áfram miðla upplýsandi fregnum af landbúnaði og fjölbreyttum málefnum honum tengdum á skýran og heiðarlegan hátt,“ segir Guðrún Hulda. Áður ritstjóri Eiðfaxa Guðrún Hulda hefur 15 ára reynslu í fjölmiðlum. Áður en hún kom til starfa á Bændablaðinu starfaði hún hjá tímaritinu Eiðfaxa sem ritstjóri og blaðamaður og þar áður hjá Morgunblaðinu. Guðrún Hulda er með BA gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og nam umhverfis- og auðlindafræði á meistarastigi í sama skóla. Eitt víðlesnasta blaðið Bændablaðið er eitt víðlesnasta blað landsins. Það er gefið út hálfs- mánaðarlega í 32.000 ein tökum, auk þess sem vefurinn bbl.is er rekinn undir því. Blaðinu er dreift inn á öll lögbýli en einnig er hægt að nálgast blaðið á ýmsum almennum dreifingar- stöðum eins og á bensínstöðvum og í verslunum. /smh Bændablaðið: Guðrún Hulda Pálsdóttir ráðin ritstjóri og tekur við 1. júní Guðrún Hulda Pálsdóttir. Færeyingar héldu fánadag sinn hátíðlegan 25. maí og buðu gestum að taka þátt í athöfn á Kjarvalsstöðum í Reykjavík. Forsætisráðherra Færeyja, Bárður Á Steig Nielsen, flutti þar ræðu og lýsti sögu færeyska fánans sem átti 100 ára afmæli 2019. Fjallaði hann einnig um náin samskipti Íslendinga og Færeyinga og sem dæmi um það upplifðu Færeyingar sig heima þegar þeir kæmu til Íslands og það sama mætti segja um Íslendinga sem færu til Færeyja. Guðni TH. Jóhannesson, forseti Íslands, flutti þar einnig ræðu og fjallaði m.a. um fánasögu Íslendinga og góð samskipti þessara nánu frændþjóða. Við þessa athöfn spilaði færeyska tónlistarkonan Guðrið Hansdóttir þrjú lög og boðið var upp á þjóðlegar færeyskar veitingar. Mynd / Hörður Kristjánsson Aðildarríki OECD. Stórhækkanir á orkukostnaði, áburðarverði og öllum aðföngum til landbúnaðarframleiðslu er að leiða til hækkana á matvælaverði um allan heim. Mynd / Unsplash Kemur næst út 12. maí

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.