Bændablaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. apríl 20226 Gleðilegt sumar, ágæti lesandi, og takk fyrir veturinn sem hefur verið á margan hátt ögrandi og ekki síður gefandi. Það hefur verið venja í gegnum árin að Garðyrkjuskólinn bjóði heim á sumardaginn fyrsta og var svo í ár. En nú er staðan sú að öllum starfsmönnum skólans hefur verið sagt upp og framtíð námsins og starfseminnar óljós. Ráðherra menntamála hefur sagt að starfsemin fari undir Fjölbrautaskóla Suðurlands, en enn er óleyst aðstaða skólans hvort það verði á forræði Landbúnaðarháskólans eða FSU. Ég vil hvetja ráðamenn þjóðarinnar til að höggva á þennan vandræðalega hnút sem er uppi og bera hag starfsmenntanámsins fyrir brjósti svo starfsemi að Reykjum megi vera vagga umhverfis- og garðyrkjunáms til framtíðar. Gögn sýna að innflutt matvæli eru líka að hækka í verði Á dögunum birtist frétt á miðlum ljósvakans þar sem rætt var við hagfræðing ASÍ þar sem talsvert var rætt um verðhækkanir á matvælum og talað um ofurhækkun á íslenskum landbúnaðarvörum. Það er athyglisvert að í fréttinni er fullyrt að „verð á mjólkurvörum og kjöti hefur hækkað mun meira en verð á innfluttri matvöru síðastliðið hálft ár“. Þetta er ekki í fullu samræmi við það sem kemur fram ef skoðuð eru gögn yfir verðlagsþróun hjá Hagstofu Íslands. Matvörur eru að hækka um 4% síðustu 6 mánuði (október 2021–mars 2022). Þar af er kjöt að hækka um 7,6% og mjólkurvörur um 3,8%. Hins vegar eru vöruflokkar þar sem við finnum einkum innfluttar matvörur að hækka líka. Hér má nefna kaffi, te og kakó, sem hækkar um 5,3% yfir tímabilið, og brauð og kornvörur, sem hækka um 5% yfir tímabilið. Fullyrðingar í fréttinni um að verð á mjólkurvörum og kjöti hafi hækkað mun meira en verð á innfluttri matvöru síðastliðið hálft ár stenst því ekki skoðun. Það er hins vegar full þörf á því að fylgjast vel með þróun þessara mála á næstunni, því miðað við þær fréttir sem nú berast erlendis frá eru líkur á að matvælaverð muni fara hækkandi. Matvælaverð erlendis er líka að hækka Árið 2021 hækkaði matvælaverð í heiminum um 28,1% samkvæmt vísitölu matvælaverðs sem Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur gefið út frá árinu 1990. Vísitala matvælaverðs hefur síðan hækkað um 19% það sem af er þessu ári, að mestu eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Þetta eru hækkanir á matvælaverði sem eiga sér vart fordæmi og er þegar farið að bitna á fátækari þjóðum heimsins. Því er spáð að matvælaverð í heiminum haldi áfram að hækka og að aukinn kostnaður dragi úr framleiðslunni. Við þessari þróun þarf að sporna og tryggja það að landbúnaðarframleiðsla dragist ekki saman. Frá upphafi árs 2021 hefur matvælaverð í Evrópu hækkað um 7,3% samkvæmt gögnum frá Eurostat. Á sama tíma hefur verð á matvælum á Íslandi hækkað um 5,1% samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands. Hækkun matvælaverðs hér á landi er í samræmi við þróun sem á sér stað erlendis. Hver á að framleiða matinn? Skilaboð ASÍ til bænda voru skýr. Opna þarf fyrir aukinn innflutning á matvælum og þar með flytja út störf sem unnin eru hér á landi. Er hægt annan daginn að berjast fyrir hækkun launa, sem sannarlega er þörf á, hinn daginn kalla eftir því að fluttar verði inn matvörur frá löndum sem greiða lægri laun? Er það sú samfélagslega ábyrgð sem ASÍ er að boða? Það er taktlaust að ráðast á innlenda matvælaframleiðslu sem einhvern blóraböggul vegna hækkana á matvælaverði í heiminum. Reyndar má segja að á síðustu árum hafi bændur tekið á sig gífurlega kjaraskerðingu í formi lækkaðs afurðaverðs sem m.a. annars hefur haldið á móti hækkun matvæla og verðbólgu. Aðföng í landbúnaði eru að jafnaði að hækka um 20–30% milli ára. Ef bændum er ekki tryggð afkoma af sinni frumframleiðslu þá mun þeirra framleiðsluvilji hverfa. Í heimi með hækkandi matvælaverði og minnkuðu framboði þurfum við sem þjóð að ákveða hver á að framleiða okkar mat og hafa atvinnu af því. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (24. tölublöð) kostar þá kr. 12.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 8.000 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Viðvörunarljós blikka nú um allan heim vegna fyrirsjáanlegs samdráttar í matvælaframleiðslu. Fæðuöryggi þjóða er ógnað og víða eru menn farnir að búa sig undir mögulegan skort á matvælum á komandi mánuðum og misserum. Það er ekki bara stríðið í Úkraínu sem er að leiða til þessa ástands, því áður en til þess kom var fyrirséð að ört hækkandi orkuverð t.d. í Evrópu var að leiða til mikils samdráttar í áburðarframleiðslu. Stríðið í Úkraínu ýtti enn frekar undir þann vanda auk þess sem viðskiptabann á Rússa hefur haft gríðarlegar afleiðingar m.a. fyrir landbúnaðarframleiðslu í Brasilíu og víðar. Brasilíumenn hafa ekki fengið nauðsynlegan áburð og það hefur síðan aftur áhrif á kjöt- og kornmarkaði heimsins. Sama staða er uppi í Evrópu og Ameríku. Við það bætist vandi úkraínskra bænda við að koma frá sér kornframleiðslu síðasta árs og fyrirséð óvissa þar í landi vegna landbúnaðarframleiðslu á þessu ári. Vaxandi alþjóðavæðing í viðskiptum hefur síðan leitt til staðbundins vanda víða um lönd þar sem framleiðsla matvæla og ýmiss konar iðnvarnings hefur færst til láglaunalanda. Eftir sitja heilu þjóðirnar sem búnar eru að leggja niður stóran hluta af sinni matvæla- og iðnaðarframleiðslu og stóla á innfluttar vörur sem þegar er orðið erfitt að fá keyptar. Þessi þróun er þvert á hvatningu stofnana Sameinuðu þjóðanna árum saman um að þjóðir heims tryggi sjálfbærni og sitt eigið fæðuöryggi. Þessi hvatning hefur ekki verið sett fram sem einhver hræðsluáróður, heldur í ljósi síendurtekinnar reynslu af styrjöldum og margvíslegum náttúruhamförum. Það liggur fyrir að þegar þjóðir geta ekki lengur útvegað þegnum sínum mat, þá leiðir það til upplausnar og flótta fólks í leit að betra lífsviðurværi. Það hefur verið lenska sumra stjórn- mála manna á Íslandi að tala niður áhyggj ur manna af fæðuöryggi. Þá hafa viðkomandi gjarnan verið sakaðir um einangrunar- hyggju, heimóttarlega og gamaldags þjóðernis hyggju og hræðslu við alþjóðleg samskipti. Alþjóðahyggja í viðskiptum og ofur- áhugi á aðild að Evrópusambandinu er mjög litaður af sama hugsunarhætti. Skiptir þá engu þó menn sjái nú svart á hvítu hrikalegar afleiðingar af gegndarlausri alþjóðavæðingu þar sem verið er að flytja vörur heimshorna á milli með gríðarlegri orku- og hráefnasóun í skjóli misnotkunar á ódýru vinnuafli. Afar sérkennilegt er því að hlusta á talsmenn flokka sem að grunni til kenna sig við baráttu verkalýðs, reka áróður á þessum fölsku nótum. Að það sé bara allt í lagi að misnota vinnuafl í öðrum löndum til að framleiða ódýrar neysluvörur fyrir Vesturlandabúa. Þá lítur slíkt heldur ekkert sérlega vel út í öllu talinu um að draga þurfi úr losun koltvísýrings vegna hlýnunar loftslags. Öfgar af öllu tagi, hvort sem þeir fela í sér skefjalausa alþjóðavæðingu eða harðsvíraða þjóðernis- og einræðishyggju geta aldrei leitt til réttlætis í samskiptum fólks og þjóða. Umburðarlyndi gagnvart menningu og lífsgildum ólíkra þjóða og þjóðflokka hlýtur að vera mun farsælla. Fer ekki best á því að við reynum að standa sjálf í lappirnar og vera sem mest sjálfbjarga með fæði, klæði og aðrar nauðsynjar? Verum ekki sífellt að leita að viðskiptalegum smugum til að nýta okkur eymd fólks í öðrum löndum. Byggjum okkar velmegun fremur á því sem okkar land og þekking getur gefið af sér. Þannig ættum við best að geta hjálpa þeim sem á þurfa að halda og það á okkar eigin forsendum en þurfum þá ekki að byggja slíkt á eymd annarra. /HKr. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Ljósin blikka Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 – Blaðamenn: Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 563 0303 Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Sími smáauglýsinga: 563 0300 – Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Í logni á Bíldudal. Rauða húsið með flata þakinu fyrir miðri mynd heitir Sæbakki. Það var byggt af Reinald Kristjánssyni árið 1920, en áður bjó hann á Kaldá í Önundarfirði. Reinald fæddist árið 1866 í Eyrarhúsum í Tálknafirði og starfaði lengi sem landpóstur og ferðaðist þá með póstinn frá Ísafirði til Bíldudals, fótgangandi yfir fjöll og firnindi jafnt vetur sem sumar. Þekktar eru tvær bækur Reinalds, „Á sjó og landi“, sem lýsa hans æviferli, búskap og sjómennsku á árabátum og fleiru. Í seinni bókinni er m.a. fjallað um Skúlamálin á Ísafirði sem Reinald var vitni að. Þar kom mjög við sögu mikill vinur hans og félagi, Sigurður Jóhannsson frá Hafnardal í Nauteyrarhreppi og bóndi á Gildsbrekku í Súgandafirði. Hann var iðulega kallaður „Sigurður skurður“. Gerir Reinald góða grein fyrir þeirra vinskap í seinni bókinni, en þeir sórust meira að segja í fóstbræðralag að fornum sið eftir hörð slagsmál þeirar á milli þar sem hvorugur hafði betur. Voru þeir þá nýkomnir í land á Ísafirði úr róðri á árabát sem þeir voru hásetar á og hafði rétt náð landi eftir mikla baráttu í vondu veðri. Upphaf slagsmálanna var að þeir voru að reyna að ganga í augun á ungum stúlkum sem þarna voru að vinna við vöskun á fiskinum sem þeir höfðu komið með í land. Mynd / Hörður Kristjánsson Hækkanir matvælaverðs í heiminum eiga sér vart fordæmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.