Bændablaðið - 28.04.2022, Side 8

Bændablaðið - 28.04.2022, Side 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. apríl 20228 FRÉTTIR Mikil ásókn er í verslunar- og þjónustulóðir, hesthúsalóðir og íbúðalóðir á Hellu. Nánari upplýsingar um lausar lóðir má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins, www.ry.is. Mynd / Guðmundur Árnason Mikill áhugi á iðnaðar- og hesthúsalóðum á Hellu Mikill áhugi er á lausum lóðum á Hellu sem hafa verið auglýstar til umsóknar. Um er að ræða verslunar- og þjónustulóðir við Faxaflatir ásamt athafna- og iðnaðarlóðum við Sleipnisflatir. Einnig hefur verið opnað fyrir umsóknir um lóðir í öðrum áfanga nýs hesthúsahverfis á Rangárbökkum. Á síðasta ári var öllum lóðum í fyrri áfanga hverfisins úthlutað og styttist í að framkvæmdir hefjist þar. „Það hefur líka verið mikill uppgangur í byggingu íbúðar­ húsnæðis og eru sem stendur aðeins fjórar einbýlishúsalóðir og þrjár raðhúsalóðir lausar til úthlutunar á Hellu, en unnið er að undirbúningi fyrir næstu íbúðagötur í Ölduhverfi, auk þess sem deiliskipulag fyrir hið nýja Bjargshverfi vestan Ytri­ Rangár er í vinnslu,“ segir Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, markaðs­ og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra. /MHH Vel heppnuð uppskeruhátíð Matsjárinnar Uppskeruhátíð og matar- mark aður Matsjárinnar var haldin á Hótel Laugarbakka á Norðurlandi vestra fyrir skömmu. Um var að ræða lokaviðburð 14 vikna „masterclass“ námskeiði sem fór af stað í byrjun janúar 2022. Á þessu 14 vikna tímabili voru haldnir sjö fræðslufundir og sjö svokallaðir heimafundir sem fram fóru á netinu. Lagt var upp með að veita fræðslu til smáframleiðenda matvæla til að styðja þá í að auka verðmæta­ sköpun, styrkja stöðu sína, efla framleiðslu og auka sölutekjur og sjálfbærni í rekstri. Markmið Matsjárinnar var að auka innsýn þátttakenda í rekstur og innviði fyrirtækisins með það fyrir augum að finna leiðir til að auka hagkvæmni, bæta rekstur, auka fagmennsku og innleiða samfélagsábyrgð, að því er fram kemur á vefsíðu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Á síðasta heimafundinum var svo uppskeruhátíð verkefnisins og matarmarkaður þar sem þátttakendur, sem allir eru félags­ menn í Samtökum smá fram­ leiðenda matvæla, gátu loksins hist í raunheimum og gestum gafst tækifæri til að kynna sér og kaupa vörur þeirra. Daginn eftir heimsóttu þátttakendur smáframleiðendur á svæðinu, þar með talið Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd. /MÞÞ Loksins hægt að hittast í raunheimum. Þátttakendur verkefnisins Matsjáin á uppskeruhátíð sem haldin var á Hótel Laugarbakka. Mynd / SSNV Landsvirkjun og PCC á Bakka við Húsavík: Kanna framleiðslu á grænu metanóli Landsvirkjun og þýska fjár- festingafélagið PCC SE hafa ákveðið að rannsaka möguleika þess að fanga og nýta útblástur frá kísilmálmsverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík til framleiðslu á grænu metanóli. Grænt metanól og annað rafeldsneyti mun koma í stað jarðefnaeldsneytis í skipum. Fjöldi fjárfesta og fyrirtækja veðjar nú á að grænt metanól geti spilað lykilhlutverk í orkuskiptum skipaflotans. Framleiðsla á grænu metanóli krefst endurnýjanlegra kolefnagjafa frá kísilverksmiðju PCC á Íslandi og endurnýjanlegrar orku frá aflstöðvum Landsvirkjunar. Ferlið við myndun metanóls kallar á inntak hreins koltvísýrings og vetnis frá rafgreiningu vatns, þar sem eina aukaafurðin er súrefni og vatn. „Að umbreyta koltvísýringi úr úrgangi í verðmæta auðlind með því að nýta og framleiða eldsneyti fyrir iðnað mun hjálpa til við að draga úr loftslagsbreytingum og hraða umskiptum í hringrásarhagkerfi,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. /MHH Kísilmálmsverksmiðja PCC á Bakka við Húsavík. Mynd / HKr. Hestamannafélagið Fákur 100 ára: Reiðtúr um miðborg Reykjavíkur Veðrið lék við miðborgina og vakti hópreiðin verðskuldaða athygli. Myndir / Gígja Einarsdóttir Hestamannafélagið Fákur fagnaði aldarlangri starfsemi sinni þann 24. apríl síðastliðinn. Í tilefni dagsins lögðu um hundrað knapar og fákar þeirra upp í reiðtúr um miðborg Reykjavíkur. Fyrir reiðinni fór Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem sat stóðhestinn Eld frá Torfunesi. Honum til stuðnings voru Sigurbjörn Bárðarson, hestaíþróttamaður og heiðursfélagi í Fáki, Guðni Halldórsson, formaður Landssambands hestamanna og Hjörtur Bergstað, formaður Fáks. Veðrið lék við hópinn og vakti mikla athygli vegfarenda miðbæjarins, að sögn Hjartar. „Ég held að svona sýnileiki sé mjög vanmetinn hjá okkur hestamönnum. Við þurfum að vera duglegri að fara með hestinn til fólksins og kynna hann. Ég sá það á samfélagsmiðlum eftir reiðina, fékk skjáskot héðan og þaðan úr heiminum þar sem verið var að birta myndirnar. Þetta var augljóslega verðmæt auglýsing bæði fyrir borgina og hestinn okkar.“ Fákur í fararbroddi Fákur er fyrsta hestamannafélag landsins, en það var stofnað árið 1922. „Bændasamfélagið var að flytja í bæinn og menn stunduðu hestamennsku í Reykjavík. Fákur var stofnaður sem íþróttafélag en meginmarkmið þess var hagabeit, að hýsa hestinn og kappreiðar,“ segir Hjörtur en félagsmenn Fáks í dag eru um 1.600 talsins. Auk þess segir Hjörtur að félagið sé brautryðjandi á mörgum sviðum. „Það var til að mynda fyrir tilstuðlan Fáks sem Landssamband hestamannafélaga var stofnað. Fákur hýsti sambandið fyrstu árin og gaf þá m.a. út tímaritið Hestinn okkar. Einnig var félagið brautryðjandi a lþjóðasamtakanna FEIF,“ segir Hjörtur. /ghp Um 100 þátttakendur fylktu liði á aldarafmæli elsta hestamannafélags landsins. Matvælastefna fyrir Ísland verður kynnt á Matvælaþingi sem matvælaráðherra mun boða til í haust. Í framhaldi verður stefnan lögð fram sem þingsályktunartillaga á vorþingi 2023 og mun henni fylgja ítarlega tímasett aðgerðaráætlun ásamt tillögum að fjármögnun og útfærslu einstakra aðgerða. Innan matvælaráðuneytisins er nú unnið að útfærslu matvælastefnunnar sem byggð er á tillögu að landbúnaðarstefnu (Ræktum Ísland!) frá árinu 2021 og Matarauðlindinni Ísland, matvælastefnu sem varpaði fram framtíðarsýn matvælalandsins Íslands til næstu 10 ára og gefin var út í árslok 2020. Auk þess verður byggt á annarri fyrirliggjandi stefnumótun sem snertir verkefnið eins og fram kom í greinargerðinni „Áherslur og verklag við stefnumótun á sviði matvæla“ sem ráðherra gaf út í lok febrúar síðastliðinn. Gert er ráð fyrir að stefnan verði leiðarstef þegar kemur að matvælaframleiðslu á Íslandi, hvort heldur sem er á sviði landbúnaðar, sjávarútvegs eða fiskeldis. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Sigurðar Eyþórssonar, sérfræðings hjá matvælaráðuneytinu á ráðstefnunni Maturinn, jörðin og við, sem haldin var á Hótel Selfossi dagana 7. og 8. apríl síðastliðinn. Markmið ráðstefnunnar var að hvetja til upplýstrar umræðu um áskoranir í matvælaframleiðslu með hliðsjón af loftslagsmálum, heilsusjónarmiðum og fleiri áhrifaþáttum á neyslu og lífsstíl fólks en hún var haldin af félaginu Auður norðursins í samstarfi við Byggðastofnun og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Um tuttugu erindi voru á dagskrá ráðstefnunnar sem beindi sjónum að áhrifum á samfélög, byggð og atvinnulífi í landinu. /ghp Matvælaþing og þingsályktunartillaga: Aðgerðaráætlun matvæla- stefnu í mótun

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.