Bændablaðið - 28.04.2022, Qupperneq 20

Bændablaðið - 28.04.2022, Qupperneq 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. apríl 202220 Mitt í tali um orkuskort í Evrópu og svimandi verð á raforku þykir Dönum sérkennilegt að horfa á vindrafstöðvar í landinu með kyrrstæða hverfla þó þokkalega blási. Skýringin liggur meðal annars í sameiginlegum innri raforkumarkaði Evrópu og samræmdri orkustýringu í gegnum fjölmarga orkupakka Evrópu­ sambandsins sem stöðugt er verið að uppfæra. Sístækkandi hluti af orkukerfi Evrópu er hagnaðardrifið einkarekið kerfi í eigu öflugra fjárfesta sem virðist meira annt um að finna leiðir til að hækka orkuverð fremur en að leggja í „óþarfa“ kostnað við að auka raforkuframleiðsluna. Enda myndi slíkt mögulega leiða til lækkunar á orkuverði til neytenda. Sem dæmi þá var minna framleitt af raforku í Evrópusambandslöndunum 2019 en 2008, eða 2.778 terawattstundir (TWst) 2019 á móti 2.844 TWst árið 2008. Þetta gerist þrátt fyrir stöðugt aukna eftirspurn. Miðlæg stýring kerfisins miðar greinilega að þessu, eins og berlega hefur komið í ljós í nýtingu á vindorku í Danmörku til raforkuframleiðslu. Allt er þetta hluti af því sem framkvæmdastjórn Evrópu­ sambandsins kallar „Elec­ tricity market design“, eða hönnun raforku markaðar. Er þessu pakkað inn í fallegar umbúðir með fallegri yfirskrift sem segir m.a.: „Samþættur orkumarkaður ESB er hagkvæmasta leiðin til að tryggja örugga og hagkvæma orkuveitu til borgara ESB. Með sameiginlegum reglum um orkumarkað og innviði yfir landamæri er hægt að framleiða orku í einu ESB­landi og afhenda neytendum í öðru. Þetta heldur verðinu í skefjum með því að skapa samkeppni og leyfa neytendum að velja orkubirgja.“ Þetta er síðan sett undir gríðarlega viðamikið regluverk sem er í stöðugri endurnýjun og kallast nú Tilskipun um sameiginlegar reglur fyrir innri markaðinn fyrir raforku, eða „Directive on common rules for the internal market for electricity (EU) 2019/944“. Staðreyndirnar hafa þó talað sínu máli. Þá hefur lokun á þrem af sex kjarnorkuverum í Þýskalandi um síðustu ára mót dregið úr framboði á raforku og ýtt enn frekar undir hækkun orkuverðs. Þetta er Brokdorf kjarnorkuverið í Schleswig­Hol­ stein sem var með uppsett afl upp á 1.410 megawött. Líka Grohnde verið í Neðra­Saxlandi sem var með orkugetu upp á 1.360 megawött. Einnig Gundremmingen kjarnorku­ verið í Bavaria sem var með uppsett afl upp á 1.288 megawött. Samtals eru þetta kjarnorkuver með 4.058 megawatta orkugetu, sem samsvarar nærri sex Kára­ hnjúkavirkjunum. Í því augnamiði að ná breiðri stjórn hagsmunaaðila á markaðnum hefur ljóst og leynt verið unnið að því á undanförnum árum að skipta upp ríkisreknum orkuframleiðslu fyrirtækjum í Evrópu og selja þau í hlutum til einkafjárfesta. Frægust eru áformin um að hluta í sundur franska ríkisraforkufyrirtækið Électricité de France og selja það í bútum til einkaaðila. Þegar hafa einhverjar einingar fyrirtækisins verið seldar, en gríðarleg andstaða og mótmæli í Frakklandi við þau áform virðast hafa stöðvað málið í bili. Viðlíka hugmyndir hafa verið nefndar, m.a. á Alþingi, varðandi Landsvirkjun á Íslandi. Dönskum vindmyllueigendum er borgað fyrir að stöðva raforkuframleiðslu Danmarks Radio (DR) fjallaði um þetta sérkennilega mál um stöðvun á raforkuframleiðslu vindorkuvera á dögunum. Ástæðuna fyrir stöðvun á orkuframleiðslu hjá dönskum vindrafstöðvum er að finna í samkomulagi um raforkusölu frá dönskum vindmyllum til Þýskalands. Þjóðverjar eru ráðandi aðili í þeim samningum og þegar ferskir vindar blása í Danmörku framleiða vindmyllur í Norður­ Þýskalandi líka svo mikið rafmagn að Þjóðverjar vilja ekki fá þá dönsku aukaorku sem samið var um. Slíkt myndi einfaldlega auka framboð á raforku og lækka orkuverð á markaði. Því borga Þjóðverjar dönskum vindmyllueigendum milljónir evra fyrir að stöðva vindmyllur sínar í Danmörku. Vindurinn við Vestur­Jótland tekur sér þó ekki frí þegar Þjóðverjum hentar og heldur bara áfram að blása. Því fer mikil vindorka forgörðum í Danmörku á meðan þýskar vindmyllur við Norðursjó eru látnar framleiða rafmagn eins og þær mögulega geta. Enda lítur slíkt vel út á þýskum pappírum, svo ekki sé talað um áhrifin á loftslagsumræðuna Fá greitt fyrir að framleiða ekki grænt rafmagn! DR ræddi við Kristian Lundgaard­ Karlshøj, bónda og vind myllu­ eiganda, sem segist fá skilaboð í símann með sms hvenær hann eigi að stöðva snúninginn á vind­ túrbínum sínum. „Skilaboðin þýða að peningar séu á leiðinni frá Þýskalandi inn á bankareikning Kristian Lundgaard­ Karlshøj.“ Peningarnir eru veittir til vind­ myllu eigenda á Vestur­Jótlandi fyrir að framleiða þá ekki grænt rafmagn, sem annars er mjög eftirsótt. Sjálfum finnst vindmyllu eigandanum þetta ekki gott fyrirkomulag. Kristian segir að ef þetta sér­ kenni lega kerfi væri ekki til staðar, þá hefðu vindmyllueigendur á Jótlandi líklega getað framleitt 25 prósent meira rafmagn á síðasta ári en gert var. Á sama tíma kvartaði markaðurinn hástöfum undan orkuskorti og rafmagnsverðið rauk upp úr öllu valdi. Vill fá að framleiða meiri raforku en má það ekki Kristian Lundgaard­Karlshøj vill helst sjá til þess að vindmyllurnar hans fái að snúast og að auka græna aflið sem sé þá selt til nágrannanna í norðri þegar ekki er hægt að geyma eða nýta orkuna í Danmörku og Þýskalandi. Vandinn er bara að verðið fyrir slíka orku yrði lægra en það sem Þjóðverjarnir eru tilbúnir að greiða honum fyrir að framleiða ekki rafmagn. Kristian telur samt að það sé siðferðilega rétt og vel þess virði að reyna að selja til Noregs og Svíþjóðar, jafnvel þótt hann fengi minna í sinn vasa til skamms tíma. Honum er samt ekki heimilt að gera slíkt vegna samninga Dana við Þjóðverja um raforkuviðskipti. Ríkisfyrirtækið Energiet vill rifta samningunum við Þjóðverja Jeppe Danø, aðstoðarforstjóri ríkis­ fyrirtækisins Energinet, sem á stóru aðveitustrengina í Danmörku tekur undir með Kristian. Komið hefur í ljós að danskir vindorkuhverflar, sem hefur verið meinað að framleiða raforku, hefðu getað framleitt raforku fyrir 300.000 heimili á ári á þeim tíma sem vindmyllurnar fengu ekki að snúast. Þetta kemur fram í útreikningum sem Energinet hefur gert. Jeppe Danø vill að viðskiptakerfinu við Þýskaland FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Danskar vindmyllur nærri bænum Rudbøl á Suður-Jótlandi. Eigendur græða vel á að láta þær ekki snúast, enda tryggir það hærra orkuverð á sameiginlegum orkumarkaði Evrópu. Mynd / HKr. Skuggahliðar sameiginlega innri raforkumarkaðar Evrópu – Orkuvandinn virðist afleiðing af óstjórnlegri gróðahyggju: Dönskum vindorkuframleiðendum er borgað fyrir að stöðva vindmyllurnar – Allt samkvæmt samningum við Þjóðverja sem virðist miða að því að koma í veg fyrir að aukið framboð á raforku lækki orkuverð Brokdorf kjarnorkuverið í Schleswig-Hol stein í Þýskalandi var með uppsett afl upp á 3.750 megawött í hitaorku og 1.440 MW í raforku þegar því var lokað 31. desember síðastliðinn. Á árinu 2005 var þetta kjarnorkuver talið það afkastamesta í heimi með framleiðslu upp á nærri 12 milljarða kílówattstunda. Til að mæta orkutapinu vegna lokunar þessa vers og tveggja annarra kjarnorkuvera um síðustu áramót hafa Þjóðverjar fátt upp á að hlaupa í augnablikinu, nema kol, olíu og gas. Enda hefur lítið heyrst talað að undanförnu um neyðarástand í loftslagsmálum. Mynd / Wikipedia Tilskipun um sameiginlegar reglur fyrir innri markaðinn fyrir raforku, eða „Directive on common rules for the internal market for electricity (EU)“ er viðamikið plagg.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.