Bændablaðið - 28.04.2022, Side 22

Bændablaðið - 28.04.2022, Side 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. apríl 202222 UTAN ÚR HEIMI „Garðurinn hans Nemo“: Neðansjávarbúskapur við ítalska strönd Með fjölgun íbúa á heimsvísu og þá takmörkunum á því landi sem gefst undir jarðyrkju, hafa vísindamenn gjarnan augun vel opin við leit að nútímalegum leiðum til að stunda slíka iðju. Landbúnaður stendur einnig fyrir 70% af ferskvatnsnotkun heimsins og vatnsstjórnun er þörf á flestum svæðum í heiminum þar sem úrkoma er ófullnægjandi eða breytileg. Vaxandi þrýstingur er settur á vatnsauðlindir frá iðnaðar- og þéttbýlissvæðum, sem þýðir að vatnsskortur fer rísandi og landbúnaður stendur frammi fyrir þeirri áskorun að framleiðslan bíði hnekk af skertri vatnsauðlind. Garðurinn hans Nemo Aðstandendur neðansjávargarðs nokkurs, sem hefur hlotið heitið „Nemo‘s Garden“ (Garðurinn hans Nemo) taka með sanni landbúnað skrefinu lengra, en þeir hafa í nær tíu ár ár unnið að rannsókn er varðar ræktun nytjajurta neðansjávar – og nú sýna niðurstöðurnar jákvæða þróun sem gæti opnað á frekari yrkju víðar um heiminn. Neðansjávarumhverfið er staðsett hundrað metra frá strandbænum Noli á ítölsku Rivíerunni og var í fyrstu hrundið af stað til að kanna hvort hægt væri að koma á legg landbúnaði neðansjávar. „Garðurinn“ er rannsóknarverkefni á vegum köfunartækjafyrirtækisins Ocean Reef Group og þróar í raun aðallega vatnsræktunartækni, sem krefst ekki jarðvegs, til þess að rækta plöntur í sex stórum neðansjávarhvelfingum sem eru staðsettar á milli 5–10 m undir yfirborði sjávar. Þessar fljótandi hvelfingar, sem eru gerðar úr akríl, gegna að mestu hlutverki sjálfbærs kerfis, en tekur hver um sig sirka 2000 lítra af lofti og eru festar við hafsbotninn með köðlum, keðjum og þartilgerðum skrúfum, þó þær liggi ekki á botninum heldur eru á floti. Aðalástæða þess er sú að rauður litur úr litrófi sólarljóssins stuðlar að ljóstillífun og vexti flest allra plantna og ef farið er dýpra en tíu metra niður í sjóinn er hætta á skerðingu birtunnar. Stöðugleiki hitastigs í bland við skordýralausa ræktun Samspil hlýrra sólargeisla við kulda sjávarins viðheldur (plöntuvænum) raka og hlýju innan hvelfinganna, en hitastigið innandyra er frá 24 til 32 °C og fylgst er náið með öðrum aðstæðum, þar á meðal koltvísýrings- og súrefnismagni. Áhugavert er að þarna býður umhverfið upp á stöðugleika í hitastigi sem meðal annars er erfitt að finna á landi eða frá vatnsræktunarkerfum eða gróðurhúsum sem reiða sig á ýmis hita- og kælikerfi til þess. Ocean Reef Group fyrirtækið telur hugmyndina bera þó nokkra kosti. Til að mynda er ræktun gróðursins alls óháður veðurfari, engin sníkju- eða skordýr er að finna og þá ekki þörf fyrir skordýraeitur. Sem stendur er teymi fyrirtækisins enn að rannsaka hvaða tegundir plantna, þar á meðal grænmeti, henta best til ræktunar neðansjávar. Má með sanni segja að þessi neðansjávarbúskapur falli undir lífræna ræktun en framleiðsluhættir slíkrar ræktunar eru byggðir á alþjóðlegum reglum er skylda ræktendur til að nota lífrænan áburð, sáðskipti og lífrænar varnir í stað hefðbundinna eiturefna Gengur hratt fyrir sig Að sögn fyrirtækisins Ocean Reef Group benda athuganir til þess að ræktun neðansjávar gangi að minnsta kosti hraðar fyrir sig en hliðstæð ræktun á landi og er markmið verkefnisins þessa stundina að sjá hvort hagkvæmt og/ eða tæknilega mögulegt sé að planta fleiri plöntuafbrigðum. Með það í huga væri áhugavert ef framtíðin bæri í skauti sér fleiri staði neðansjávarbúskapar, til dæmis er kæmi að næringarverkefnum þróunarlandanna. Þó nokkur áhugi hefur verið látinn í ljós frá stærri fyrirtækjum og stofnunum er vilja kaupa hugmyndina, en enn sem komið er hefur Ocean Reef Group ekki sýnt áhuga á að selja. /SP Næsta skref hjá fyrirtækinu Ocean Reef Group er að kanna hvort hagkvæmt og/eða tæknilega mögulegt sé að planta fleiri plöntuafbrigðum. Mynd / ORG. Hér má sjá yfirgefna fiskiþorpið Houtouwan, sem er á norðurhlið Shengshan-eyju, ein af fjögur hundruð eyjum sem liggja nálægt hver annarri, allt að 65 km austur af Sjanghæ í Kína. Í þorpinu bjuggu yfir 3.000 manns, bæði sjómenn og aðrir íbúar, en fólk tók að flytja á brott vegna þess hve erfitt þótti að afla matfanga, auk þess sem möguleg aðstaða til menntunar þótti af skornum skammti. Var þorpið því nær alveg yfirgefið snemma á tíunda áratugnum og eru nú flest húsin umlukin gróðri þar sem áður var iðandi mannlíf. Í dag búa þar þó nokkrar hræður sem sinna ferðaþjónustu en á síðustu árum hefur eyjan aukið vinsældir sínar meðal ferðalanga sem þykir spennandi að kynnast leyndardómum þessarar gróðursælu eyju. Tilvist eyjunnar fór á flug þegar orðrómur barst þess efnis að innan grasi vaxinna veggja húsanna sem enn standa, megi finna líkamsleifar þeirra er ekki náðu að komast út. Náttúran hefði yfirtekið þorpið og íbúana með og hulið það gróskumiklum klifurplöntum á nokkrum vikum. Þessi tilgáta er ef til vill ekki annað en hvítlituð lygi, en ævintýri líkast þykir að heimsækja þorpið og laumast inn í eyðileg húsin er snúa að hafinu og virða fyrir sér sólsetrið. Annars voru þeir fáu er eftir stóðu plikt sína sem íbúar þorpsins snöggir að sjá hag í heimsóknum utanaðkomandi fólks. Nýverið hafa sprottið upp skilti þar sem rukkaðar eru þúsund krónur fyrir gönguferð um þorpið og önnur skilti sett fyrir utan þau hús sem talin eru geta verið að hruni komin. Þriðja umferð skilta býður svo upp á gistingu og morgunverð víðs vegar um eyjuna og á nærliggjandi eyjum, en nokkra byggð má finna þar fyrir þá sem kjósa fleiri andlit í kringum sig. /SP Houtouwan-þorp í Kína: Þar sem náttúran ræður ríkjum Yfir áratugina hafa mjólkur- bændur í Bandaríkjunum og víðar innleitt æ fleiri leiðir til sjálfbærni á býlum sínum. Hér má lesa um þrjár þeirra er koma skemmtilega á óvart. #1 Reinford Farms í Pennsylvaníu: Breyttu matarúrgangi í orku Árið 2008 bauðst matvöruverslun í nágrenni mjólkurbúsins Reinford Farms í bænum Mifflintown Pennsylvaníu að borga því fyrir að taka skemmdar matvörur og breyta í, eða í raun endurnýta, sem orku, í gegnum þar til gerða vél í fórum aðstandenda búsins. Áður höfðu þeir nýtt vélina sem á enskunni ber nafnið „The Digester“, eða meltingarvélin, til að framleiða orku úr mykju mjólkurkúnna sinna sem eru um 800 talsins. Vélin brýtur þá niður úrgang og umbreytir í nýtanlega auðlind. Þegar fleiri fyrirtæki höfðu samband og fóru að biðja um sömu þjónustu fjárfesti eigandinn, Brett Reinford, í afpökkunarvél – sem fjarlægir umbúðir utan af matvörum áður en þær fara í vélina. Þetta hefur gert Reinford Farms kleift að vinna með fyrirtækjum í nágrenninu, allt að þrjátíu matvöruverslunum og framleiðslufyrirtækjum og þannig endurvinna um 12.000 lítra af matar- og kúaúrgangi daglega. Samstarfið hefur orðið til þess að meira en 100.000 tonn af úrgangi hafa ekki ratað á urðunarstaði síðan árið 2008 og að auki hefur verið komið í veg fyrir að tæplega 60 milljón kíló af koltvísýringi komist út í andrúmsloftið. Rósin í hnappagatið er svo það að þessi vinnsla matarúrgangsins og kúaáburðarins framleiðir árlega einnig næga endurnýjanlega raforku til að knýja allan Mifflinbæinn auk 400 nærliggjandi heimila. #2 Freund's Farm: Gerðu mykju að markaðshæfri vöru Eitt kvöld síðla árs árið 1997 sat fjölskyldan á mjólkurbúinu Freunds Farm í Connecticut og velti fyrir sér leiðum til þess að endurnýta kúamykjuna sem til féll. Einhverjum gárunganum datt í hug að hægt væri að umbreyta honum í blómapotta og einhverra hluta vegna þótti bóndanum á bænum, Matthew Freund, það fyrirtaks hugmynd. Hann hóf því að gera tilraunir til þess og yfir næstu ár, þar sem ferlið spann allt frá því að blanda mykjuna lími og rista hana, kom að því að erfiðið bar ávöxt. Loks eftir alls átta ár af reynslu og mistökum auk 72.000 dollara styrk frá ríkinu kynntu hjónin, Matthew og Theresa Freund, á markað svokallaða CowPots. Þetta voru í raun lífrænir og niðurbrjótanlegir blómapottar, gerðir úr trefjum jarðgerðrar kúamykju og þeir brotna náttúrulega niður á einu vaxtarskeiði plöntu sem sett er í þá vegna þess að köfnunarefnið í mykjunni kemur moltuferlinu af stað. Þykja pottarnir afar vinsælir í dag og má finna allt um þá á vefsíðunni www.cowpots.com. #3 Royal Dairy: Þar sem úrgangur verður að hreinu áveituvatni Fyrir um það bil sex árum var mjólkurbúseigandinn Austin Allred að leita að lausnum til að draga úr úrgangi og losun gróðurhúsalofttegunda frá býlinu sínu, Royal Dairy, sem stendur í Washington-ríki. Eftir nokkurt skeið komst hann upp á lag með svokallað lífsíunarferli en með þar til gerðu neti, sem strengt er á ramma, granít og hungruðum ormum, tókst honum að breyta kúamykju í hreint áveituvatn. Hann útbjó stað þar sem allt úrgangsvatn frá kúm og af hreinsi- og kælivélum safnaðist saman. Föstum úrgangi var haldið í skefjum með netinu er strengt var á ramma á meðan frárennslisvatnið rann áfram. Næst tók við röð vatnsúðara sem sogaði upp vatnið og úðaði yfir röð langra steyptra troga fylltum granít – en það dregur úr metan og ammoníak og breytir gróðurhúsalofttegundum í köfnunarefni. Síðan er viðarspænum bætt við þar sem milljónir orma og örvera gæða sér á næringarefnum og bakteríum. Að lokum verður vatnið sem eftir er nógu hreint til að nota til að vökva uppskeru og úrgangsefni eða skítur ormanna ef einhver er, nýtist sem áburðarafurð. /SP Mjólkurbú í Bandaríkjunum: Hugmyndaglaðir bændur

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.