Bændablaðið - 28.04.2022, Síða 23

Bændablaðið - 28.04.2022, Síða 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. apríl 2022 23 Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237 Sláttuvélar Fram- og afturvélar Rakstrarvélar GÆÐI I STYRKUR I ENDING Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá Nú hafa ef til vill margir reynt að gera sér í hugarlund hvernig vélmenni – ef verða mörg slík í framtíðinni – geti mögulega létt okkur mönnunum lífið. Í verslanamiðstöð nokkurri, Newport Centre Mall í New Jersey, hafa hugvitsmenn komið fyrir sjálfsala nokkrum sem ber nafnið RoboBurger. Þar má fá einfaldan hamborgara (með osti) úr hágæða lífrænu kjöti frá nágrannabýlum með Angus naut svokölluð, en þau eru alin á lífrænu sérfæði grasa og grænmetis. Engin hormóna- eða sýklalyf eru notuð í eldinu og kjöt nautanna því fyrsta flokks á allan hátt. Hamborgarabrauðin eru á sama hátt einstaklega vel úr garði gerð og eru afurð bakara frá nærliggjandi býli. Það áhugaverða er þó hins vegar hvernig hamborgarinn er matreiddur. Í sjálfsalanum er að finna vélmenni – eða útbúnað með gervigreind – sem í fimm þrepum sér um að elda hamborgara handa hverjum og einum viðskiptavini fyrir sig. Innan sjálfsalans er að finna gæðagrill sem grillar hamborgana á mettíma, enda tekur ferlið allt 6-7 mínútur. Fyrst er frosinn hamborgari settur á grillið. Á meðan á því stendur er hamborgarabrauðið ristað og á það er sett tómatsósa og sinnep. Næst er hamborgarinn settur á, ostur þar ofan á ef vill og borgaranum lokað. Þetta ferli er án efa eitt hið ferskasta í bransanum, en innan 30 sekúndna frá því að kjötið fer af grillinu fær viðskiptavinurinn máltíðina í hendur. Þeir sem hafa prófað dýrðina gefa matnum góða einkunn þó einfaldur sé og nefna flestir hve kjötið er fullkomlega grillað og hamborgarabrauðið stökkt. Þá annað en þegar slíkt hefur verið geymt undir hitalampa í óratíð. Það er helst að fólk sé ekki sátt við að osturinn klessist aðeins er máltíðin kemur niður sjálfsalann. Eftir að eldað hefur verið fer h r e i n s i f e r l i af stað en s j á l f s a l i n n býr yfir þeim eiginle ikum að geta þrifið s ig e f t i r hvert skipti. Aðstandendur síðunnar www. roboburger. com bjóða svo áhugasömum hamborgara- unnendum að hafa samband ef viðkomandi telur sig vita af stað fyrir fleiri slíka sjálfsala – en stærð einingarinnar er ekki meiri en rétt rúmir tveir metrar á hæð og einn og hálfur á breidd. Rétt er að taka fram að nú virðist, hægt og rólega, vera að byrja blómaskeið vélmenna innan veitingahúsakeðja, en sem dæmi hafa White Castle, Buffalo Wild Wings og Chipotle þegar sett upp hjá sér vélmennaarma – ef svo má kalla – sem sjá alfarið um djúpsteikingar. Í kjölfar heimsfaraldursins Covid hefur – auk manneklu – eftirspurn eftir vélknúnum aðstoðarmönnum aukist enn fremur og samfélög á heimsvísu sáttara við hugmyndir um snertilausar máltíðir. /SP Hamborgarar í höndum vélmenna: Róbót-borgari

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.